„Dómadagsþvæla“ að Bretar hafi njósnað um Trump Kjartan Kjartansson skrifar 18. mars 2017 15:38 Donald Trump Bandaríkjaforseti varpaði ábyrgð á fullyrðingum um að Bretar hafi njósnað um hann yfir á Fox News. Vísir/EPA Fullyrðingar talsmanna Hvíta hússins um að breska leyniþjónustan hafi njósnað um Donald Trump í kosningabaráttu hans eru „dómadagsþvæla“ að sögn varaforstjóra bandarísku Þjóðaröryggisstofnunarinnar (NSA). Trump olli fjaðrafoki þegar hann fullyrti án frekari rökstuðnings að Barack Obama, forveri hans í embætti forseta, hefði látið njósna um sig í kosningabaráttunni fyrir forsetakosningarnar í haust. Sean Spicer, fjölmiðlafulltrúi hans, bætti um betur á fimmtudag þegar hann vitnaði í umfjöllun fjölmiðla um að breska leyniþjónustan GCHQ hefði staðið að njósnunum. Richard Ledgett, varaforstjóri NSA, segir hins vegar þá hugmynd að Bretar hafi njósnað um Trump „einfaldlega ruglaða“ í viðtali við breska ríkisútvarpið BBC í dag. Bresk stjórnvöld hefðu engan ávinning af slíkum njósnum. „Þetta sýnir fram á algeran vanskilning á því hvernig samband leyniþjónustustofnana virkar, það hunsar algerlega pólitískan raunveruleika þess „hvers vegna ætti ríkisstjórn Bretlands að samþykkja að gera þetta?“,“ sagði Ledgett í viðtalinu sem lætur bráðlega af störfum hjá NSA. Spicer vitnaði í fréttaskýranda Fox News á fimmtudag en sá hélt því fram að breska leyniþjónustan hefði hjálpað Obama að njósna um Trump, að því er rakið er í frétt Reuters. „Auðvitað myndu þeir ekki gera það. Það væri ævintýralega heimskulegt,“ sagði Ledgett ennfremur.Varpaði ábyrgðinni yfir á Fox NewsÞessar fullyrðingar hafa vakið litla hrifningu hjá breskum yfirvöldum. GCHQ sendi frá sér harðorða yfirlýsingu þar sem stofnunin lýstu þeim sem „algerlega fáránlegum“. Á blaðamannafundi eftir fund Trump og Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, í gær varpaði Trump ábyrgðinni á fullyrðingunni um aðkomu bresku leyniþjónustunnar yfir á Fox News, að því er kemur fram í frétt Vox. „Við sögðum ekkert. Eina sem við gerðum var að vitna í í ákveðinn mjög hæfileikaríkan lögspeking sem var sá sem var ábyrgur fyrir að segja þetta í sjónvarpi. Ég lýsti ekki skoðun á því,“ sagði Trump við þýskan blaðamann sem spurði hann út í málið. „Þú ættir ekki að vera að tala við mig. Þú ættir að vera að tala við Fox News,“ bætti Trump við. Tengdar fréttir Vill sjá sönnunargögn um meinta hlerun Obama á símum Trump Talsmaður Obama hefur alfarið hafnað því að slíkt hafi átt sér stað. 5. mars 2017 09:00 Öldungaþingmenn finna engar sannanir um hleranir gegn Trump Segja hleranir eða eftirlit ekki hafa átt sér stað, hvorki fyrir né eftir kosningar. 16. mars 2017 18:10 FBI hafnar ásökunum Trump um hleranir Yfirmaður bandarísku alríkislögreglunnar hafnar ásökunum Donalds Trump Bandaríkjaforseta að Barack Obama, forveri hans í starfi, hafi fyrirskipað að símar Trump skyldu hleraðir. 6. mars 2017 07:53 Segir að Trump gæti hæglega fært sönnur á meintar hleranir Obama Bandaríkjaforseti ásakar Barack Obama um að hafa komið fyrir hlerunarbúnaði í Trump-turninum í aðdraganda kosninganna. 12. mars 2017 23:35 Trump stendur við ásakanir sínar um hleranir Obama og boðar nýjar upplýsingar Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, stendur við ásakanir sínar um að forveri hans í starfi, Barack Obama, hafi látið hlera höfuðstöðvar Trump. 16. mars 2017 11:11 Trump hefur ekki rætt við FBI um hlerunarásakanir sínar Stjórnandi FBI, Jame Comey, er sagður hafa hafnað þessari ásökun Trump. 7. mars 2017 23:15 Donald Trump sakar Obama um að hafa látið hlera sig Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur sakað forvera sinn í embætti, Barack Obama, um að hafa látið hlerað sig. Hann segir Obama hafa hlerað Trump turninn í New York fyrir kosningarnar á síðasta ári. 4. mars 2017 12:49 Trump stendur enn við yfirlýsingar um hlerun Sannfæður um að Obama hafi haft eftirlit með sér. 16. mars 2017 23:08 Engin merki um að Obama hafi látið hlera Trump „Við höfum ekki séð nein sönnnunargögn um að þetta hafi átt sér stað.“ 15. mars 2017 16:40 Trump vill að þingið rannsaki meintar hleranir Obama Þá vill Trump einnig að þingið rannsaki hvort að Obama hafi sem forseti misnotað vald sitt. 5. mars 2017 15:30 Fyrrverandi yfirmaður njósnamála segir Trump ekki hafa verið hleraðan James Clapper, fyrrverandi yfirmaður njósnamála í Bandaríkjunum, segir fullyrðingar forsetans um hleranir vera fráleitar. 5. mars 2017 18:53 Talsmaður Obama hafnar því að Trump hafi verið hleraður Talsmaður Barack Obama, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, segir ásakanir núverandi forseta um hleranir úr lausu lofti gripnar. 4. mars 2017 18:56 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Dagur strikaður niður um sæti Innlent Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Innlent Biden náðar son sinn Erlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Innlent Fleiri fréttir Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Sjá meira
Fullyrðingar talsmanna Hvíta hússins um að breska leyniþjónustan hafi njósnað um Donald Trump í kosningabaráttu hans eru „dómadagsþvæla“ að sögn varaforstjóra bandarísku Þjóðaröryggisstofnunarinnar (NSA). Trump olli fjaðrafoki þegar hann fullyrti án frekari rökstuðnings að Barack Obama, forveri hans í embætti forseta, hefði látið njósna um sig í kosningabaráttunni fyrir forsetakosningarnar í haust. Sean Spicer, fjölmiðlafulltrúi hans, bætti um betur á fimmtudag þegar hann vitnaði í umfjöllun fjölmiðla um að breska leyniþjónustan GCHQ hefði staðið að njósnunum. Richard Ledgett, varaforstjóri NSA, segir hins vegar þá hugmynd að Bretar hafi njósnað um Trump „einfaldlega ruglaða“ í viðtali við breska ríkisútvarpið BBC í dag. Bresk stjórnvöld hefðu engan ávinning af slíkum njósnum. „Þetta sýnir fram á algeran vanskilning á því hvernig samband leyniþjónustustofnana virkar, það hunsar algerlega pólitískan raunveruleika þess „hvers vegna ætti ríkisstjórn Bretlands að samþykkja að gera þetta?“,“ sagði Ledgett í viðtalinu sem lætur bráðlega af störfum hjá NSA. Spicer vitnaði í fréttaskýranda Fox News á fimmtudag en sá hélt því fram að breska leyniþjónustan hefði hjálpað Obama að njósna um Trump, að því er rakið er í frétt Reuters. „Auðvitað myndu þeir ekki gera það. Það væri ævintýralega heimskulegt,“ sagði Ledgett ennfremur.Varpaði ábyrgðinni yfir á Fox NewsÞessar fullyrðingar hafa vakið litla hrifningu hjá breskum yfirvöldum. GCHQ sendi frá sér harðorða yfirlýsingu þar sem stofnunin lýstu þeim sem „algerlega fáránlegum“. Á blaðamannafundi eftir fund Trump og Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, í gær varpaði Trump ábyrgðinni á fullyrðingunni um aðkomu bresku leyniþjónustunnar yfir á Fox News, að því er kemur fram í frétt Vox. „Við sögðum ekkert. Eina sem við gerðum var að vitna í í ákveðinn mjög hæfileikaríkan lögspeking sem var sá sem var ábyrgur fyrir að segja þetta í sjónvarpi. Ég lýsti ekki skoðun á því,“ sagði Trump við þýskan blaðamann sem spurði hann út í málið. „Þú ættir ekki að vera að tala við mig. Þú ættir að vera að tala við Fox News,“ bætti Trump við.
Tengdar fréttir Vill sjá sönnunargögn um meinta hlerun Obama á símum Trump Talsmaður Obama hefur alfarið hafnað því að slíkt hafi átt sér stað. 5. mars 2017 09:00 Öldungaþingmenn finna engar sannanir um hleranir gegn Trump Segja hleranir eða eftirlit ekki hafa átt sér stað, hvorki fyrir né eftir kosningar. 16. mars 2017 18:10 FBI hafnar ásökunum Trump um hleranir Yfirmaður bandarísku alríkislögreglunnar hafnar ásökunum Donalds Trump Bandaríkjaforseta að Barack Obama, forveri hans í starfi, hafi fyrirskipað að símar Trump skyldu hleraðir. 6. mars 2017 07:53 Segir að Trump gæti hæglega fært sönnur á meintar hleranir Obama Bandaríkjaforseti ásakar Barack Obama um að hafa komið fyrir hlerunarbúnaði í Trump-turninum í aðdraganda kosninganna. 12. mars 2017 23:35 Trump stendur við ásakanir sínar um hleranir Obama og boðar nýjar upplýsingar Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, stendur við ásakanir sínar um að forveri hans í starfi, Barack Obama, hafi látið hlera höfuðstöðvar Trump. 16. mars 2017 11:11 Trump hefur ekki rætt við FBI um hlerunarásakanir sínar Stjórnandi FBI, Jame Comey, er sagður hafa hafnað þessari ásökun Trump. 7. mars 2017 23:15 Donald Trump sakar Obama um að hafa látið hlera sig Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur sakað forvera sinn í embætti, Barack Obama, um að hafa látið hlerað sig. Hann segir Obama hafa hlerað Trump turninn í New York fyrir kosningarnar á síðasta ári. 4. mars 2017 12:49 Trump stendur enn við yfirlýsingar um hlerun Sannfæður um að Obama hafi haft eftirlit með sér. 16. mars 2017 23:08 Engin merki um að Obama hafi látið hlera Trump „Við höfum ekki séð nein sönnnunargögn um að þetta hafi átt sér stað.“ 15. mars 2017 16:40 Trump vill að þingið rannsaki meintar hleranir Obama Þá vill Trump einnig að þingið rannsaki hvort að Obama hafi sem forseti misnotað vald sitt. 5. mars 2017 15:30 Fyrrverandi yfirmaður njósnamála segir Trump ekki hafa verið hleraðan James Clapper, fyrrverandi yfirmaður njósnamála í Bandaríkjunum, segir fullyrðingar forsetans um hleranir vera fráleitar. 5. mars 2017 18:53 Talsmaður Obama hafnar því að Trump hafi verið hleraður Talsmaður Barack Obama, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, segir ásakanir núverandi forseta um hleranir úr lausu lofti gripnar. 4. mars 2017 18:56 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Dagur strikaður niður um sæti Innlent Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Innlent Biden náðar son sinn Erlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Innlent Fleiri fréttir Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Sjá meira
Vill sjá sönnunargögn um meinta hlerun Obama á símum Trump Talsmaður Obama hefur alfarið hafnað því að slíkt hafi átt sér stað. 5. mars 2017 09:00
Öldungaþingmenn finna engar sannanir um hleranir gegn Trump Segja hleranir eða eftirlit ekki hafa átt sér stað, hvorki fyrir né eftir kosningar. 16. mars 2017 18:10
FBI hafnar ásökunum Trump um hleranir Yfirmaður bandarísku alríkislögreglunnar hafnar ásökunum Donalds Trump Bandaríkjaforseta að Barack Obama, forveri hans í starfi, hafi fyrirskipað að símar Trump skyldu hleraðir. 6. mars 2017 07:53
Segir að Trump gæti hæglega fært sönnur á meintar hleranir Obama Bandaríkjaforseti ásakar Barack Obama um að hafa komið fyrir hlerunarbúnaði í Trump-turninum í aðdraganda kosninganna. 12. mars 2017 23:35
Trump stendur við ásakanir sínar um hleranir Obama og boðar nýjar upplýsingar Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, stendur við ásakanir sínar um að forveri hans í starfi, Barack Obama, hafi látið hlera höfuðstöðvar Trump. 16. mars 2017 11:11
Trump hefur ekki rætt við FBI um hlerunarásakanir sínar Stjórnandi FBI, Jame Comey, er sagður hafa hafnað þessari ásökun Trump. 7. mars 2017 23:15
Donald Trump sakar Obama um að hafa látið hlera sig Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur sakað forvera sinn í embætti, Barack Obama, um að hafa látið hlerað sig. Hann segir Obama hafa hlerað Trump turninn í New York fyrir kosningarnar á síðasta ári. 4. mars 2017 12:49
Trump stendur enn við yfirlýsingar um hlerun Sannfæður um að Obama hafi haft eftirlit með sér. 16. mars 2017 23:08
Engin merki um að Obama hafi látið hlera Trump „Við höfum ekki séð nein sönnnunargögn um að þetta hafi átt sér stað.“ 15. mars 2017 16:40
Trump vill að þingið rannsaki meintar hleranir Obama Þá vill Trump einnig að þingið rannsaki hvort að Obama hafi sem forseti misnotað vald sitt. 5. mars 2017 15:30
Fyrrverandi yfirmaður njósnamála segir Trump ekki hafa verið hleraðan James Clapper, fyrrverandi yfirmaður njósnamála í Bandaríkjunum, segir fullyrðingar forsetans um hleranir vera fráleitar. 5. mars 2017 18:53
Talsmaður Obama hafnar því að Trump hafi verið hleraður Talsmaður Barack Obama, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, segir ásakanir núverandi forseta um hleranir úr lausu lofti gripnar. 4. mars 2017 18:56