Ný Matrix-mynd sögð væntanleg Birgir Olgeirsson skrifar 15. mars 2017 10:14 Carrie-Anne Moss og Keanu Reeves í The Matrix. Kvikmyndaverið Warner Bros er sagt ætla að gera nýja Matrix-mynd, tæpum átján árum eftir að sú fyrsta kom út árið 1999. Í upprunalegu myndinni lék Keanu Reeves hetjuna Neo og voru Wachowski-systurnar leikstjórar myndarinnar en þau verða öll fjarri góðu gamni í þessari endurgerð, að því er fram kemur á vef Hollywood Reporter. Leikarinn Michael B. Jordan hefur verið orðaður við aðalhlutverk myndarinnar og Zack Penn sagður eiga að skrifa handritið.Mashable fjallar um endurgerðina en þar kemur fram að Warner Bros hafi ekki viljað tjá sig að svo stöddu um málið. Á vef Mashable kemur fram að Lana og Lilly Wachowski, sem leikstýrðu og skrifuðu handritið að Matrix-þríleiknum (The Matrix, The Matrix Reloaded og The Matrix Revolutions,) verða líkt og fyrr segir ekki með en Keanu Reeves hefur áður látið hafa eftir sér að hann myndi aðeins taka þátt í annarri Matrix-mynd ef þær yrðu með. Warner Bros. er hins vegar sagt vonast til þess að nýja verkefnið muni njóta blessunar Wachowski-systranna og að þær muni jafnvel vera kvikmyndaverinu innan handar þegar kemur að þróun þess. Matrix-þríleikurinn þénaði um 1,6 milljarða dala í miðasölu á heimsvísu.Á vef The Hollywood Reporter kemur fram að Warner Bros. horfi til þess sem Disney hefur gert með Stjörnustríðs-bálkinn, það er að víkja frá aðalsöguþræðinum og gera hliðarsögur líkt og Disney hefur gert með Rogue One og væntanlegri Han Solo-mynd. Bíó og sjónvarp Mest lesið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Menning Fitusmánuð á rauða dreglinum Lífið Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Lífið Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Lífið Sóli mátti bara tala í eftirhermum Lífið Manuela og Eiður ástfangin á ný Lífið Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Tíska og hönnun Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Fleiri fréttir Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
Kvikmyndaverið Warner Bros er sagt ætla að gera nýja Matrix-mynd, tæpum átján árum eftir að sú fyrsta kom út árið 1999. Í upprunalegu myndinni lék Keanu Reeves hetjuna Neo og voru Wachowski-systurnar leikstjórar myndarinnar en þau verða öll fjarri góðu gamni í þessari endurgerð, að því er fram kemur á vef Hollywood Reporter. Leikarinn Michael B. Jordan hefur verið orðaður við aðalhlutverk myndarinnar og Zack Penn sagður eiga að skrifa handritið.Mashable fjallar um endurgerðina en þar kemur fram að Warner Bros hafi ekki viljað tjá sig að svo stöddu um málið. Á vef Mashable kemur fram að Lana og Lilly Wachowski, sem leikstýrðu og skrifuðu handritið að Matrix-þríleiknum (The Matrix, The Matrix Reloaded og The Matrix Revolutions,) verða líkt og fyrr segir ekki með en Keanu Reeves hefur áður látið hafa eftir sér að hann myndi aðeins taka þátt í annarri Matrix-mynd ef þær yrðu með. Warner Bros. er hins vegar sagt vonast til þess að nýja verkefnið muni njóta blessunar Wachowski-systranna og að þær muni jafnvel vera kvikmyndaverinu innan handar þegar kemur að þróun þess. Matrix-þríleikurinn þénaði um 1,6 milljarða dala í miðasölu á heimsvísu.Á vef The Hollywood Reporter kemur fram að Warner Bros. horfi til þess sem Disney hefur gert með Stjörnustríðs-bálkinn, það er að víkja frá aðalsöguþræðinum og gera hliðarsögur líkt og Disney hefur gert með Rogue One og væntanlegri Han Solo-mynd.
Bíó og sjónvarp Mest lesið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Menning Fitusmánuð á rauða dreglinum Lífið Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Lífið Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Lífið Sóli mátti bara tala í eftirhermum Lífið Manuela og Eiður ástfangin á ný Lífið Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Tíska og hönnun Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Fleiri fréttir Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið
Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið