Elísabet Bretadrottning sendir leynileg merki með handtösku sinni Ritstjórn skrifar 11. apríl 2017 17:00 Elísabet kann á leikinn. Mynd/Getty Elísabet Bretadrottning er orðin vön því að mæta í samkomur og aðrar opinberar skyldur eftir að hafa verið drottning í 63 ár. Hún hefur komið upp kerfi þar sem hún notar handtösku sína til að senda starfsfólki sínu skilaboð á opinberum vettvangi. Drottningin er ávallt með litla handtösku á sér þar sem hún geymir penna, varalit, lítinn spegil og myntu. Samkvæmt Hugo Vickers, sem er sagnfræðingur sem sérhæfir sig í sögu bresku krúnunnar, er tilgangur töskunnar þó margþættur. Ef að hún færir töskuna frá einni hendi yfir í aðra þá er hún að senda þau skilaboð að hún vilji að samtalið sem hún á á þeirri stundu fari að enda fljótlega. Manneskjan sem hún er að tala við mundi þó ekki taka eftir því heldur mundi starfsmaður hennar koma til hennar og segja að það sé einhver sem bíði eftir að fá að hitta hana. Þegar drottningin er stödd í matarboði setur hún töskuna upp á borð ef hún vill að boðið endi á næstu fimm mínútum. Stærstu og mikilvægustu skilaboðin hennar eru þó þegar hún fer að fikta í hringnum sínum. þá vill hún að starfsmaður hennar komi og bjargi henni frá þeim aðstæðum sem hún er í, undir eins. Elísabet er alltaf með tösku með sér. Kóngafólk Mest lesið Kane sýnir vetrarútgáfu af Crocs Glamour Launalausi stjórnarformaðurinn, gjaldkerinn og ritarinn Glamour Cartier fæst aftur á Íslandi Glamour Leikararnir úr Stranger Things mættir á rauða dregilinn á Emmy-hátíðinni Glamour Lena Dunham selur fataskápinn sinn Glamour Courtney Cox opnar sig um lýtaaðgerðir Glamour Kraftgallinn er kominn aftur Glamour Fyrsta fjölskyldumynd Kardashian Glamour Óður til steríótýpunnar hjá Vetements Glamour Tískukaup á svörtum föstudegi Glamour
Elísabet Bretadrottning er orðin vön því að mæta í samkomur og aðrar opinberar skyldur eftir að hafa verið drottning í 63 ár. Hún hefur komið upp kerfi þar sem hún notar handtösku sína til að senda starfsfólki sínu skilaboð á opinberum vettvangi. Drottningin er ávallt með litla handtösku á sér þar sem hún geymir penna, varalit, lítinn spegil og myntu. Samkvæmt Hugo Vickers, sem er sagnfræðingur sem sérhæfir sig í sögu bresku krúnunnar, er tilgangur töskunnar þó margþættur. Ef að hún færir töskuna frá einni hendi yfir í aðra þá er hún að senda þau skilaboð að hún vilji að samtalið sem hún á á þeirri stundu fari að enda fljótlega. Manneskjan sem hún er að tala við mundi þó ekki taka eftir því heldur mundi starfsmaður hennar koma til hennar og segja að það sé einhver sem bíði eftir að fá að hitta hana. Þegar drottningin er stödd í matarboði setur hún töskuna upp á borð ef hún vill að boðið endi á næstu fimm mínútum. Stærstu og mikilvægustu skilaboðin hennar eru þó þegar hún fer að fikta í hringnum sínum. þá vill hún að starfsmaður hennar komi og bjargi henni frá þeim aðstæðum sem hún er í, undir eins. Elísabet er alltaf með tösku með sér.
Kóngafólk Mest lesið Kane sýnir vetrarútgáfu af Crocs Glamour Launalausi stjórnarformaðurinn, gjaldkerinn og ritarinn Glamour Cartier fæst aftur á Íslandi Glamour Leikararnir úr Stranger Things mættir á rauða dregilinn á Emmy-hátíðinni Glamour Lena Dunham selur fataskápinn sinn Glamour Courtney Cox opnar sig um lýtaaðgerðir Glamour Kraftgallinn er kominn aftur Glamour Fyrsta fjölskyldumynd Kardashian Glamour Óður til steríótýpunnar hjá Vetements Glamour Tískukaup á svörtum föstudegi Glamour