Hakkari heldur Netflix í gíslingu: Hótar að dreifa nýjustu seríunni af OITNB Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 29. apríl 2017 11:00 Orange is the New Black, sem framleidd er af Netflix skartar meðal annars Taylor Schilling og Uzo Aduba í aðalhlutverkum. Vísir/Getty Hakkari sem segist hafa stolið nýjustu seríunni af Orange Is The New Black, krefst þess að framleiðandi og dreifandi þáttanna, Netflix streymisþjónustan, borgi sér himinháa upphæð í lausnargjald, til þess að koma í veg fyrir að hann dreifi þáttunum.Umrædd sería, sem er sú fjórða í röðinni, er gífurlega vinsæl og fjallar um raunir kvenkyns fanga en serían á ekki að koma út fyrr en þann 9. júní næstkomandi. Yrði serían sett í dreifingu nú, væri það því mun fyrr en Netflix ætlaði sér. Málið hefur vakið mikla athygli, en hakkarinn, sem kallar sig Myrkrahöfðingjann, hefur að eigin sögn nú þegar dreift fyrsta þættinum úr seríunni. Ekki hefur þó tekist að staðfesta frásögn hans. Netflix streymisveitan hefur staðfest að brotist hafi verið inn í gagnagrunn eins af dreifingaraðilum hennar í Kaliforníu. Tekið er fram að málið sé í farvegi og sé nú til rannsóknar hjá bandarísku alríkislögreglunni. Í bréfi Myrkrahöfðingjans, þar sem kröfur hans um lausnargjald koma fram, fullyrti hann að hann hefði á sama tíma stolið fleiri þáttaröðum, frá öðrum framleiðendum og að hann myndi „krefjast skynsamlegrar þóknunar“ fyrir að dreifa þeim ekki heldur. Í opinberum gögnum frá Netflix kemur fram að streymisveitan vonast til þess að nýjasta serían af Orange Is the New Black muni gegna lykilhlutverki í að vinna fyrirtækinu inn 3,2 milljónir nýrra áskrifenda, frá apríl og til júní. Ljóst er að áform Myrkrahöfðingjans gætu sett strik í reikninginn. Mest lesið Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Lífið Gísli Pálmi er orðinn pabbi Lífið Manuela og Eiður ástfangin á ný Lífið Kvöddu með stæl Lífið Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Tíska og hönnun Stjörnulífið: Alþingiskosningar, fyrsti í aðventu og rómantík Lífið Virði töskusafns Laufeyjar Línar yfir fimm milljónum Lífið Orð ársins vísar til rotnunar heilans Lífið Áslaug Arna fékk „elegant“ kind í afmælisgjöf Lífið Harold með ólæknandi krabbamein Lífið Fleiri fréttir Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
Hakkari sem segist hafa stolið nýjustu seríunni af Orange Is The New Black, krefst þess að framleiðandi og dreifandi þáttanna, Netflix streymisþjónustan, borgi sér himinháa upphæð í lausnargjald, til þess að koma í veg fyrir að hann dreifi þáttunum.Umrædd sería, sem er sú fjórða í röðinni, er gífurlega vinsæl og fjallar um raunir kvenkyns fanga en serían á ekki að koma út fyrr en þann 9. júní næstkomandi. Yrði serían sett í dreifingu nú, væri það því mun fyrr en Netflix ætlaði sér. Málið hefur vakið mikla athygli, en hakkarinn, sem kallar sig Myrkrahöfðingjann, hefur að eigin sögn nú þegar dreift fyrsta þættinum úr seríunni. Ekki hefur þó tekist að staðfesta frásögn hans. Netflix streymisveitan hefur staðfest að brotist hafi verið inn í gagnagrunn eins af dreifingaraðilum hennar í Kaliforníu. Tekið er fram að málið sé í farvegi og sé nú til rannsóknar hjá bandarísku alríkislögreglunni. Í bréfi Myrkrahöfðingjans, þar sem kröfur hans um lausnargjald koma fram, fullyrti hann að hann hefði á sama tíma stolið fleiri þáttaröðum, frá öðrum framleiðendum og að hann myndi „krefjast skynsamlegrar þóknunar“ fyrir að dreifa þeim ekki heldur. Í opinberum gögnum frá Netflix kemur fram að streymisveitan vonast til þess að nýjasta serían af Orange Is the New Black muni gegna lykilhlutverki í að vinna fyrirtækinu inn 3,2 milljónir nýrra áskrifenda, frá apríl og til júní. Ljóst er að áform Myrkrahöfðingjans gætu sett strik í reikninginn.
Mest lesið Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Lífið Gísli Pálmi er orðinn pabbi Lífið Manuela og Eiður ástfangin á ný Lífið Kvöddu með stæl Lífið Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Tíska og hönnun Stjörnulífið: Alþingiskosningar, fyrsti í aðventu og rómantík Lífið Virði töskusafns Laufeyjar Línar yfir fimm milljónum Lífið Orð ársins vísar til rotnunar heilans Lífið Áslaug Arna fékk „elegant“ kind í afmælisgjöf Lífið Harold með ólæknandi krabbamein Lífið Fleiri fréttir Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira