Vill að 13 Reasons Why verði skylduáhorf í skólum Birgir Olgeirsson skrifar 25. apríl 2017 15:51 Kate Walsh og Katherine Langford í hlutverki mæðgnanna Oliviu og Hönnuh Baker í 13 Reasons Why. Netflix Netflix-þáttaröðin 13 Reasons Why hefur vakið mikla athygli og umræðu undanfarnar vikur. Þáttaröðin er byggð á samnefndri skáldsögu eftir rithöfundinn Jay Asher og er sögð út frá sjónarhorni unglingsstúlku sem fremur sjálfsmorð. Hún tekur svo ástæðurnar að baki þeirri gjörð upp á segulband, sem skólafélagar hennar hlusta á.Nýverið vöruðu geðheilbrigðissamtök við þessum þáttum en ein af aðalleikkonum þeirra, Kate Walsh, er þeirrar skoðunar að þættirnir eigi að vera skylduáhorf í skólum. Walsh leikur móður Hannah Baker sem fremur sjálfsmorð en í viðtali við The Huffington Post sagði Walsh að framleiðendur þáttanna hefðu ákveðið að strípa dauðdaga stúlkunnar af öllum ljóma til að sýna slíkan hörmulegan atburð í réttu ljósi. „Áhorfendur hafa brugðist misjafnlega við dauðdaga Hönnuh og einnig því sem við kemur kynferðisofbeldi og nauðgun,“ sagði Walsh. „Framleiðendur þáttanna voru þó ákveðnir í að sýna að það væri ekki hægt að fegra slíka hluti, að það væri ekkert dularfullt við þá, hvað þá draumkennt.“ Hún segir þættina reyna að takast á við þunglyndi og andleg veikindi og sýna hvernig það er þegar einhver reynir í raun og veru að fyrirfara sér. „Það er ljótt og mjög þungbært en eitthvað sem á að sýna. Mér finnst að þessir þættir ættu að vera skylduáhorf í skólum. Að foreldrar, kennarar og nemendur horfi á þetta og ræði kynferðisofbeldi, einelti, málefni hinsegin fólks, kynþáttafordóma, stöðu kynjanna, sjálfsvíg, þunglyndi og andlega heilsu.“ Walsh er á því að opin umræða um þessi málefni muni hjálpa ungu fólki að þekkja og takast á við misnotkun og andleg veikindi. Það er hennar von að slík umræða muni rjúfa þögnina og lyfta skömminni af þessum málefnum. Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Geðheilbrigðissamtök vara við 13 Reasons Why Þættirnir hafa notið mikilla vinsælda á Netflix undanfarin misseri. Headspace, áströlsk samtök um geðheilbrigði, hafa varað við þáttaröðinni á grundvelli þess að umfjöllunarefnið sé "hættulegt.“ Leikkona úr Stranger Things, annarri vinsælli Netflix-seríu, er á sama máli. 18. apríl 2017 23:42 Mest lesið Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Tíska og hönnun Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Lífið Djörf á dreglinum Tíska og hönnun Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Lífið Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Lífið Aðventan með Lindu Ben: Sörur og gjafaöskjur Jól Sóli mátti bara tala í eftirhermum Lífið Nýtt íslenskt tískuvörumerki opnar glæsilega verslun Lífið samstarf Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Leikjavísir Fleiri fréttir Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
Netflix-þáttaröðin 13 Reasons Why hefur vakið mikla athygli og umræðu undanfarnar vikur. Þáttaröðin er byggð á samnefndri skáldsögu eftir rithöfundinn Jay Asher og er sögð út frá sjónarhorni unglingsstúlku sem fremur sjálfsmorð. Hún tekur svo ástæðurnar að baki þeirri gjörð upp á segulband, sem skólafélagar hennar hlusta á.Nýverið vöruðu geðheilbrigðissamtök við þessum þáttum en ein af aðalleikkonum þeirra, Kate Walsh, er þeirrar skoðunar að þættirnir eigi að vera skylduáhorf í skólum. Walsh leikur móður Hannah Baker sem fremur sjálfsmorð en í viðtali við The Huffington Post sagði Walsh að framleiðendur þáttanna hefðu ákveðið að strípa dauðdaga stúlkunnar af öllum ljóma til að sýna slíkan hörmulegan atburð í réttu ljósi. „Áhorfendur hafa brugðist misjafnlega við dauðdaga Hönnuh og einnig því sem við kemur kynferðisofbeldi og nauðgun,“ sagði Walsh. „Framleiðendur þáttanna voru þó ákveðnir í að sýna að það væri ekki hægt að fegra slíka hluti, að það væri ekkert dularfullt við þá, hvað þá draumkennt.“ Hún segir þættina reyna að takast á við þunglyndi og andleg veikindi og sýna hvernig það er þegar einhver reynir í raun og veru að fyrirfara sér. „Það er ljótt og mjög þungbært en eitthvað sem á að sýna. Mér finnst að þessir þættir ættu að vera skylduáhorf í skólum. Að foreldrar, kennarar og nemendur horfi á þetta og ræði kynferðisofbeldi, einelti, málefni hinsegin fólks, kynþáttafordóma, stöðu kynjanna, sjálfsvíg, þunglyndi og andlega heilsu.“ Walsh er á því að opin umræða um þessi málefni muni hjálpa ungu fólki að þekkja og takast á við misnotkun og andleg veikindi. Það er hennar von að slík umræða muni rjúfa þögnina og lyfta skömminni af þessum málefnum.
Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Geðheilbrigðissamtök vara við 13 Reasons Why Þættirnir hafa notið mikilla vinsælda á Netflix undanfarin misseri. Headspace, áströlsk samtök um geðheilbrigði, hafa varað við þáttaröðinni á grundvelli þess að umfjöllunarefnið sé "hættulegt.“ Leikkona úr Stranger Things, annarri vinsælli Netflix-seríu, er á sama máli. 18. apríl 2017 23:42 Mest lesið Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Tíska og hönnun Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Lífið Djörf á dreglinum Tíska og hönnun Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Lífið Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Lífið Aðventan með Lindu Ben: Sörur og gjafaöskjur Jól Sóli mátti bara tala í eftirhermum Lífið Nýtt íslenskt tískuvörumerki opnar glæsilega verslun Lífið samstarf Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Leikjavísir Fleiri fréttir Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
Geðheilbrigðissamtök vara við 13 Reasons Why Þættirnir hafa notið mikilla vinsælda á Netflix undanfarin misseri. Headspace, áströlsk samtök um geðheilbrigði, hafa varað við þáttaröðinni á grundvelli þess að umfjöllunarefnið sé "hættulegt.“ Leikkona úr Stranger Things, annarri vinsælli Netflix-seríu, er á sama máli. 18. apríl 2017 23:42