Réttarhöld yfir Cosby: Notaði frægðina til þess að fá sínu framgengt Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 6. júní 2017 08:06 Leikarinn, sem er 79 ára, er þekktastur fyrir hlutverk sitt í þáttunum The Bill Cosby Show. vísir/afp Bill Cosby nýtti sér frægð sína og frama til þess að fá sínu framgengt, sagði Kelly Johnson, kona sem bar vitni í máli bandaríska leikarans í gær. Réttarhöld yfir Cosby hófust í Pennsylvaníu-ríki í gær en hann er sakaður um að hafa nauðgað konu árið 2004. Meint brot átti sér stað árið 2004 þegar Cosby bauð Andreu Constand heim til sín í starfsráðgjöf þar sem Constand segist hafa verið byrlað ólyfjan og í framhaldinu nauðgað. Cosby hefur áður viðurkennt að hafa gefið konum róandi töflur – en með þeirra samþykki. Þá vísar hann ásökunum Constand á bug og segist hafa stundað kynlíf með hennar leyfi. Kelly Johnson hafði svipaða sögu og Constand að segja en hún sagðist sömuleiðis hafa leitað ráðgjafar hjá Cosby, verið byrlað ólyfjan og nauðgað, árið 1998. Hún sagðist hafa ætlað að fela töfluna frá Cosby undir tungunni til þess að geta svo losað sig við hana, en að Cosby hafi farið fram á að fá að sjá hvort hún hefði kyngt lyfjunum. Johnson lýsti því hvernig líkami hennar lamaðist eftir að hafa innbyrt töfluna. „Ég var að reyna að segja eitthvað,“ sagði hún. „Ég veit ekki hvort ég hafi náð að tala.“ Búist er við að réttarhöldin taki að minnsta kosti tvær vikur. Málið hefur vakið mikla athygli í Bandaríkjunum og líkt við málaferlin gegn O.J Simpson á tíunda áratug síðustu aldar, en verði leikarinn, sem er 79 ára, fundinn sekur gæti hann átt yfir höfði sér allt að þrjátíu ára fangelsi. Að minnsta kosti fimmtíu konur hafa sakað Cosby um kynferðislegt ofbeldi og elsta atvikið á að hafa átt sér stað fyrir rúmlega fimmtíu árum. Cosby heldur staðfastlega fram sakleysi sínu. Bill Cosby Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Launmorð á götum New York Erlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Fleiri fréttir Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Franska ríkisstjórnin fallin Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Sjá meira
Bill Cosby nýtti sér frægð sína og frama til þess að fá sínu framgengt, sagði Kelly Johnson, kona sem bar vitni í máli bandaríska leikarans í gær. Réttarhöld yfir Cosby hófust í Pennsylvaníu-ríki í gær en hann er sakaður um að hafa nauðgað konu árið 2004. Meint brot átti sér stað árið 2004 þegar Cosby bauð Andreu Constand heim til sín í starfsráðgjöf þar sem Constand segist hafa verið byrlað ólyfjan og í framhaldinu nauðgað. Cosby hefur áður viðurkennt að hafa gefið konum róandi töflur – en með þeirra samþykki. Þá vísar hann ásökunum Constand á bug og segist hafa stundað kynlíf með hennar leyfi. Kelly Johnson hafði svipaða sögu og Constand að segja en hún sagðist sömuleiðis hafa leitað ráðgjafar hjá Cosby, verið byrlað ólyfjan og nauðgað, árið 1998. Hún sagðist hafa ætlað að fela töfluna frá Cosby undir tungunni til þess að geta svo losað sig við hana, en að Cosby hafi farið fram á að fá að sjá hvort hún hefði kyngt lyfjunum. Johnson lýsti því hvernig líkami hennar lamaðist eftir að hafa innbyrt töfluna. „Ég var að reyna að segja eitthvað,“ sagði hún. „Ég veit ekki hvort ég hafi náð að tala.“ Búist er við að réttarhöldin taki að minnsta kosti tvær vikur. Málið hefur vakið mikla athygli í Bandaríkjunum og líkt við málaferlin gegn O.J Simpson á tíunda áratug síðustu aldar, en verði leikarinn, sem er 79 ára, fundinn sekur gæti hann átt yfir höfði sér allt að þrjátíu ára fangelsi. Að minnsta kosti fimmtíu konur hafa sakað Cosby um kynferðislegt ofbeldi og elsta atvikið á að hafa átt sér stað fyrir rúmlega fimmtíu árum. Cosby heldur staðfastlega fram sakleysi sínu.
Bill Cosby Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Launmorð á götum New York Erlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Fleiri fréttir Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Franska ríkisstjórnin fallin Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Sjá meira