Útvíkkun valds Þorbjörn Þórðarson skrifar 15. júní 2017 07:00 Yfirlýsing Guðna Th. Jóhannessonar, forseta Íslands, hinn 8. júní síðastliðinn um sjálfstæða rannsókn hans á lögmæti ákvörðunar Alþingis um skipun dómara í Landsrétt var óvenjuleg. Samkvæmt yfirlýsingunni telur forsetinn sig bæran og hafa það hlutverk að endurskoða tillögu ráðherra sem borin er undir hann til undirritunar samkvæmt 19. gr. stjórnarskrárinnar með tilliti til þess hvort hún sé haldin verulegum annmörkum. „Komst ég að þeirri niðurstöðu að mistök hefðu ekki átt sér stað við undirbúning og tilhögun atkvæðagreiðslunnar 1. júní og hún hefði verið í samræmi við lög, þingvenju og þingsköp,“ segir í yfirlýsingu forsetans. Almennt hefur verið litið svo á að forsetinn sé valdalítill í raun að undanskildu hlutverki hans við stjórnarmyndun og málskotsrétti hans á grundvelli 26. gr. stjórnarskrárinnar. Forseti lýðveldisins er ábyrgðarlaus á stjórnarathöfnum eins og segir í 11. gr. stjórnarskrárinnar. Í 13. gr. hennar segir að forsetinn láti ráðherra framkvæma vald sitt. Þegar ákvæði stjórnarskrárinnar um að forsetinn hafi ákveðin störf með höndum eru skoðuð í þessu ljósi sést að vald forsetans er aðeins formlegt. Nokkuð útbreidd samstaða er um þetta meðal fræðimanna í stjórnskipunarrétti. Er þessari afstöðu meðal annars lýst í fræðiriti Bjargar Thorarensen prófessors, Stjórnskipunarréttur - undirstöður og handhafar ríkisvalds, sem kom út 2015. Björg segir álitamál um áhrif þess að forseti neiti að undirrita tillögur ráðherra um tiltekin málefni þar sem stjórnarskráin áskilji meðundirritun. Þeir sem gangi lengst í þeirri skoðun að völd forsetans séu formsatriði bendi á að ekki sé lagagrundvöllur til að telja forseta hafa sérstakan rétt til athafnaleysis og að slík neitun væri í reynd markleysa. Björg dregur svo í land og endurtekur það sjónarmið sem haldið var á lofti af Ólafi Jóhannessyni heitnum og fleirum um að forsetinn verði ekki þvingaður til jákvæðra athafna og að hann geti haft öryggishlutverk við óvenjulegar aðstæður. Að þessu virtu er ljóst að þótt yfirlýsing forsetans á dögunum sé óvenjuleg er hún ekki fráleit í stjórnskipulegum skilningi. Eitt af meginmarkmiðum stjórnlagaráðs með frumvarpi til nýrra stjórnskipunarlaga var að afnema „leppshlutverk“ forsetans og færa ákvæðin um forsetaembættið nær raunveruleikanum. „Telja verður afar óheppilegt að stjórnarskráin sé ekki skýr um afleiðingar þess að forseti neiti að undirrita stjórnarathafnir en aldrei hefur reynt á neitun forseta við slíkar aðstæður,“ segir í frumvarpi ráðsins frá 2011. Forveri sitjandi forseta í embætti beitti framsæknum lögskýringum á valdheimildir sínar og tók sér ýmis völd í krafti þagnar eða óskýrra ákvæða um valdheimildir embættisins. Það sama virðist ætla að vera uppi á teningnum hjá hinum nýja forseta. Jafnvel þótt hann sé „ópólitískur“ og hafi komið úr akademísku umhverfi áður en hann tók við embætti. Þetta undirstrikar í hnotskurn nauðsyn þess að endurskoða og skýra ákvæði stjórnarskrárinnar um forsetaembættið.Leiðarinn birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þorbjörn Þórðarson Mest lesið 40 ára ráðgáta leyst Arnór Bjarki Svarfdal Skoðun Stjórnlaust útlendingahatur Útlendingastofnunar Jón Frímann Jónsson Skoðun Kvenréttindi varða okkur öll - óháð kyni Rósa S. Sigurðardóttir Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Maður á sviði: Narsissisti í nánu sambandi Hrafnhildur Sigmarsdóttir Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh Skoðun Bílastæði eru hættulegri en þú heldur Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Brottvísanir frá sjónarhorni íslenskukennara Sigurlín Bjarney Gísladóttir Skoðun Köld eru kvennaráð – eða hvað? Halla Hrund Logadóttir Skoðun
Yfirlýsing Guðna Th. Jóhannessonar, forseta Íslands, hinn 8. júní síðastliðinn um sjálfstæða rannsókn hans á lögmæti ákvörðunar Alþingis um skipun dómara í Landsrétt var óvenjuleg. Samkvæmt yfirlýsingunni telur forsetinn sig bæran og hafa það hlutverk að endurskoða tillögu ráðherra sem borin er undir hann til undirritunar samkvæmt 19. gr. stjórnarskrárinnar með tilliti til þess hvort hún sé haldin verulegum annmörkum. „Komst ég að þeirri niðurstöðu að mistök hefðu ekki átt sér stað við undirbúning og tilhögun atkvæðagreiðslunnar 1. júní og hún hefði verið í samræmi við lög, þingvenju og þingsköp,“ segir í yfirlýsingu forsetans. Almennt hefur verið litið svo á að forsetinn sé valdalítill í raun að undanskildu hlutverki hans við stjórnarmyndun og málskotsrétti hans á grundvelli 26. gr. stjórnarskrárinnar. Forseti lýðveldisins er ábyrgðarlaus á stjórnarathöfnum eins og segir í 11. gr. stjórnarskrárinnar. Í 13. gr. hennar segir að forsetinn láti ráðherra framkvæma vald sitt. Þegar ákvæði stjórnarskrárinnar um að forsetinn hafi ákveðin störf með höndum eru skoðuð í þessu ljósi sést að vald forsetans er aðeins formlegt. Nokkuð útbreidd samstaða er um þetta meðal fræðimanna í stjórnskipunarrétti. Er þessari afstöðu meðal annars lýst í fræðiriti Bjargar Thorarensen prófessors, Stjórnskipunarréttur - undirstöður og handhafar ríkisvalds, sem kom út 2015. Björg segir álitamál um áhrif þess að forseti neiti að undirrita tillögur ráðherra um tiltekin málefni þar sem stjórnarskráin áskilji meðundirritun. Þeir sem gangi lengst í þeirri skoðun að völd forsetans séu formsatriði bendi á að ekki sé lagagrundvöllur til að telja forseta hafa sérstakan rétt til athafnaleysis og að slík neitun væri í reynd markleysa. Björg dregur svo í land og endurtekur það sjónarmið sem haldið var á lofti af Ólafi Jóhannessyni heitnum og fleirum um að forsetinn verði ekki þvingaður til jákvæðra athafna og að hann geti haft öryggishlutverk við óvenjulegar aðstæður. Að þessu virtu er ljóst að þótt yfirlýsing forsetans á dögunum sé óvenjuleg er hún ekki fráleit í stjórnskipulegum skilningi. Eitt af meginmarkmiðum stjórnlagaráðs með frumvarpi til nýrra stjórnskipunarlaga var að afnema „leppshlutverk“ forsetans og færa ákvæðin um forsetaembættið nær raunveruleikanum. „Telja verður afar óheppilegt að stjórnarskráin sé ekki skýr um afleiðingar þess að forseti neiti að undirrita stjórnarathafnir en aldrei hefur reynt á neitun forseta við slíkar aðstæður,“ segir í frumvarpi ráðsins frá 2011. Forveri sitjandi forseta í embætti beitti framsæknum lögskýringum á valdheimildir sínar og tók sér ýmis völd í krafti þagnar eða óskýrra ákvæða um valdheimildir embættisins. Það sama virðist ætla að vera uppi á teningnum hjá hinum nýja forseta. Jafnvel þótt hann sé „ópólitískur“ og hafi komið úr akademísku umhverfi áður en hann tók við embætti. Þetta undirstrikar í hnotskurn nauðsyn þess að endurskoða og skýra ákvæði stjórnarskrárinnar um forsetaembættið.Leiðarinn birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun