Framlegð IKEA hefur snaraukist Kristinn Ingi Jónsson skrifar 15. júní 2017 07:00 Framkvæmdastjóri IKEA segir verð á öllum vörum hafa lækkað þrívegis síðan í september. Verðlækkunin nemur samtals um 25% á milli ára. Vísir/HAG Framlegð af vörusölu IKEA á Íslandi hefur aukist úr 40,1 prósenti í 47,9 prósent af veltu verslunarinnar á síðustu sex árum. Framlegð verslunarinnar nam tæpum 4,3 milljörðum króna á síðasta rekstrarári, frá september 2015 til ágúst 2016, en hún var 2,3 milljarðar króna árið 2012. Þannig hefur hún aukist um 85 prósent á sex árum. Á sama tíma hefur hagnaður verslunarinnar margfaldast og farið úr 235 milljónum króna á rekstrarárinu 2012 í 759 milljónir á síðasta rekstrarári. Það er aukning upp á 222 prósent. Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri IKEA, segir að hagnaðurinn sé „fullmikill“. Unnið hafi verið markvisst að því að „vinda ofan af“ stöðunni með því að lækka vöruverð. Þórarinn hefur látið til sín taka í umræðum um álagningu og verðlagningu á smásölumarkaði, sér í lagi eftir komu Costco hingað til lands. Hann sagði til að mynda í síðasta mánuði að íslensk verslun ætti mjög lítið inni hjá neytendum. Margir verslunarmenn hefðu farið fram með „truntuskap og okri mjög lengi“.Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri IKEA á ÍslandiÞórarinn segir í samtali við blaðið að framlegð IKEA hafi aukist eftir því sem krónan hafi styrkst á undanförnum árum, þrátt fyrir að vöruverð hafi lækkað talsvert meira heldur en sem styrkingunni nemur. Ástæðan sé að stórum hluta til sú að fólk kaupi nú í auknum mæli betri og vandaðri vörur sem eru í eðli sínu með hærri framlegð en ódýrari vörur. Þessar vörur hafi lækkað mikið í verði og eins hafi fólk meira á milli handanna en áður. Þórarinn segist hafa lækkað verð á öllum vörum þrisvar á yfirstandandi rekstrarári, alls um 25 prósent á milli ára. „Það er allt að lækka hjá okkur. Það er bara tilkomið vegna þess að framlegðin er orðin of mikil miðað við það sem við viljum standa fyrir. En það sem gerist við þessar aðstæður er að fólk fer að kaupa vandaðri og betri hluti, til dæmis dýrari týpuna af dýnu. Dýnan sem kostaði 40 þúsund krónur hefur kannski lækkað niður í 30 þúsund en dýrari týpan, 60 þúsund króna dýnan sem þig langaði í, er komin niður í 45 þúsund. Þú kaupir hana þá í staðinn. Fólk er að leyfa sér meira, því það hefur efni á meiru, og það skilar sér í því að fólk fær betri vörur og framlegðin eykst hjá okkur. Allir græða í sjálfu sér,“ útskýrir hann. „Við erum að reyna eins og við getum að skila styrkingu krónunnar til baka með lækkunum. Ég er þeirrar skoðunar að hagnaðurinn sé fullmikill og við erum að reyna að vinda ofan af því eins og við getum.“ Hann bendir jafnframt á að kakan sé að stækka „gríðarlega mikið“ á meðan fasti kostnaðurinn, til dæmis húsaleigan, standi nokkurn veginn í stað. Það hafi áhrif á afkomuna. Verslunin reynir að taka hagnaðinn inn á magni í sölu fremur en háu verði. „Við reynum að selja eins mikið af stykkjum og við getum með tiltölulega lágri framlegð í stað þess að selja færri stykki og fá hærri framlegð. Salan hjá okkur hefur aukist verulega og kakan er alltaf að stækka. Við metum selt magn í rúmmetrum og aukningin þar er 29 prósent á milli ára. Það er alvöru aukning. Ekki krónuaukning sem kemur bara til vegna þess að við lækkum eða hækkum verð.“ Birtist í Fréttablaðinu IKEA Tengdar fréttir IKEA lækkar verð um 10% IKEA á Íslandi hefur lækkað allt verð á húsbúnaði í versluninni um tíu prósent að meðaltali. Sumar vörur lækka minna og aðrar meira. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu. 23. febrúar 2017 15:06 IKEA byggir blokk til að missa ekki starfsfólk IKEA á Íslandi stendur nú fyrir byggingu fjölbýlishúss með 36 litlum leiguíbúðum í Urriðaholtinu í Garðabæ fyrir starfsfólk sitt. 5. apríl 2017 14:35 Framkvæmdastjóri IKEA: „Menn hafa farið fram með truntuskap og okri mjög lengi“ Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri IKEA, spáir því að Costco muni opna aðra búð hér á landi innan þriggja til fjögurra ára og þá í norðurhluta höfuðborgarsvæðisins, nálægt Grafarvogi eða Mosfellsbæ. Þórarinn kveðst hafa haft miklar væntingar til Costco og að verslunin myndi breyta módelinu í verslun hér. 29. maí 2017 18:26 Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Haukur kveður íþróttafréttamennskuna Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira
Framlegð af vörusölu IKEA á Íslandi hefur aukist úr 40,1 prósenti í 47,9 prósent af veltu verslunarinnar á síðustu sex árum. Framlegð verslunarinnar nam tæpum 4,3 milljörðum króna á síðasta rekstrarári, frá september 2015 til ágúst 2016, en hún var 2,3 milljarðar króna árið 2012. Þannig hefur hún aukist um 85 prósent á sex árum. Á sama tíma hefur hagnaður verslunarinnar margfaldast og farið úr 235 milljónum króna á rekstrarárinu 2012 í 759 milljónir á síðasta rekstrarári. Það er aukning upp á 222 prósent. Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri IKEA, segir að hagnaðurinn sé „fullmikill“. Unnið hafi verið markvisst að því að „vinda ofan af“ stöðunni með því að lækka vöruverð. Þórarinn hefur látið til sín taka í umræðum um álagningu og verðlagningu á smásölumarkaði, sér í lagi eftir komu Costco hingað til lands. Hann sagði til að mynda í síðasta mánuði að íslensk verslun ætti mjög lítið inni hjá neytendum. Margir verslunarmenn hefðu farið fram með „truntuskap og okri mjög lengi“.Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri IKEA á ÍslandiÞórarinn segir í samtali við blaðið að framlegð IKEA hafi aukist eftir því sem krónan hafi styrkst á undanförnum árum, þrátt fyrir að vöruverð hafi lækkað talsvert meira heldur en sem styrkingunni nemur. Ástæðan sé að stórum hluta til sú að fólk kaupi nú í auknum mæli betri og vandaðri vörur sem eru í eðli sínu með hærri framlegð en ódýrari vörur. Þessar vörur hafi lækkað mikið í verði og eins hafi fólk meira á milli handanna en áður. Þórarinn segist hafa lækkað verð á öllum vörum þrisvar á yfirstandandi rekstrarári, alls um 25 prósent á milli ára. „Það er allt að lækka hjá okkur. Það er bara tilkomið vegna þess að framlegðin er orðin of mikil miðað við það sem við viljum standa fyrir. En það sem gerist við þessar aðstæður er að fólk fer að kaupa vandaðri og betri hluti, til dæmis dýrari týpuna af dýnu. Dýnan sem kostaði 40 þúsund krónur hefur kannski lækkað niður í 30 þúsund en dýrari týpan, 60 þúsund króna dýnan sem þig langaði í, er komin niður í 45 þúsund. Þú kaupir hana þá í staðinn. Fólk er að leyfa sér meira, því það hefur efni á meiru, og það skilar sér í því að fólk fær betri vörur og framlegðin eykst hjá okkur. Allir græða í sjálfu sér,“ útskýrir hann. „Við erum að reyna eins og við getum að skila styrkingu krónunnar til baka með lækkunum. Ég er þeirrar skoðunar að hagnaðurinn sé fullmikill og við erum að reyna að vinda ofan af því eins og við getum.“ Hann bendir jafnframt á að kakan sé að stækka „gríðarlega mikið“ á meðan fasti kostnaðurinn, til dæmis húsaleigan, standi nokkurn veginn í stað. Það hafi áhrif á afkomuna. Verslunin reynir að taka hagnaðinn inn á magni í sölu fremur en háu verði. „Við reynum að selja eins mikið af stykkjum og við getum með tiltölulega lágri framlegð í stað þess að selja færri stykki og fá hærri framlegð. Salan hjá okkur hefur aukist verulega og kakan er alltaf að stækka. Við metum selt magn í rúmmetrum og aukningin þar er 29 prósent á milli ára. Það er alvöru aukning. Ekki krónuaukning sem kemur bara til vegna þess að við lækkum eða hækkum verð.“
Birtist í Fréttablaðinu IKEA Tengdar fréttir IKEA lækkar verð um 10% IKEA á Íslandi hefur lækkað allt verð á húsbúnaði í versluninni um tíu prósent að meðaltali. Sumar vörur lækka minna og aðrar meira. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu. 23. febrúar 2017 15:06 IKEA byggir blokk til að missa ekki starfsfólk IKEA á Íslandi stendur nú fyrir byggingu fjölbýlishúss með 36 litlum leiguíbúðum í Urriðaholtinu í Garðabæ fyrir starfsfólk sitt. 5. apríl 2017 14:35 Framkvæmdastjóri IKEA: „Menn hafa farið fram með truntuskap og okri mjög lengi“ Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri IKEA, spáir því að Costco muni opna aðra búð hér á landi innan þriggja til fjögurra ára og þá í norðurhluta höfuðborgarsvæðisins, nálægt Grafarvogi eða Mosfellsbæ. Þórarinn kveðst hafa haft miklar væntingar til Costco og að verslunin myndi breyta módelinu í verslun hér. 29. maí 2017 18:26 Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Haukur kveður íþróttafréttamennskuna Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira
IKEA lækkar verð um 10% IKEA á Íslandi hefur lækkað allt verð á húsbúnaði í versluninni um tíu prósent að meðaltali. Sumar vörur lækka minna og aðrar meira. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu. 23. febrúar 2017 15:06
IKEA byggir blokk til að missa ekki starfsfólk IKEA á Íslandi stendur nú fyrir byggingu fjölbýlishúss með 36 litlum leiguíbúðum í Urriðaholtinu í Garðabæ fyrir starfsfólk sitt. 5. apríl 2017 14:35
Framkvæmdastjóri IKEA: „Menn hafa farið fram með truntuskap og okri mjög lengi“ Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri IKEA, spáir því að Costco muni opna aðra búð hér á landi innan þriggja til fjögurra ára og þá í norðurhluta höfuðborgarsvæðisins, nálægt Grafarvogi eða Mosfellsbæ. Þórarinn kveðst hafa haft miklar væntingar til Costco og að verslunin myndi breyta módelinu í verslun hér. 29. maí 2017 18:26