Fyrsta stiklan úr Undir trénu frumsýnd: Steindi sýnir á sér nýja hlið Stefán Árni Pálsson skrifar 29. júní 2017 10:30 „Þetta er búið að vera langt og skemmtilegt framleiðsluferli sem er loksins að ljúka. Við erum mörg sem komum að gerð myndarinnar og bíðum mjög spennt eftir frumsýningu, segir Hafstein Gunnar Sigurðsson, leikstjóri kvikmyndarinnar Undir trénu sem verður frumsýnd 23. ágúst. Vísir frumsýnir fyrstu stiklu myndarinnar í dag. „Það gengur vel að kynna og selja myndina erlendis og við höfum verið að fá góðar fréttir sem ég má ekki segja frá opinberlega að svo stöddu, en ég get lofað mjög sterkri bíóupplifun þar sem fólk fær að kynnast nýjum hliðum á mörgum af ástsælustu leikurum landsins. Steindi og Edda eru t.a.m. algjörlega frábær í sínum hlutverkum án þess að hallað sé á aðra leikara myndarinnar,“ segir Hafsteinn sem hefur áður sent frá sér myndirnar Á annan veg og París norðursins. Með aðalhlutverk í Undir trénu fara Steinþór Hróar Steinþórsson (Steindi), Edda Björgvinsdóttir, Sigurður Sigurjónsson, Selma Björnsdóttir, Þorsteinn Bachmann og Lára Jóhanna Jónsdóttir. Framleiðendur eru Grímar Jónsson, Sindri Páll Kjartansson og Þórir Snær Sigurjónsson fyrir hönd Netop Films.Kona Steinda (Lára Jóhanna Jónsdóttir) hendir honum út eftir að hafa komið að honum horfa á gamalt kynlífsmyndband.Undir trénu er dramatísk mynd með eitruðum húmor og þrillerkenndu ívafi þar sem margir af okkar þekktustu leikurum sýna á sér nýjar og magnaðar hliðar. Agnes (Lára Jóhanna) grípur Atla (Steindi) við að horfa á gamalt kynlífsmyndband, hendir honum út og meinar honum að umgangast fjögurra ára dóttur þeirra. Atli flytur inn á foreldra sína (Siggi Sigurjóns, Edda Björgvins) sem eiga í deilu við fólkið í næsta húsi (Þorsteinn Bachmann, Selma Björns). Stórt og fagurt tré sem stendur í garði foreldranna skyggir á garð nágrannanna, sem eru orðin langþreytt á að fá ekki sól á pallinn. Á sama tíma og Atli berst fyrir umgengni við dóttur sína verður deilan um tréð sífellt harðari. Eignaspjöll eru framin og gæludýr hverfa á dularfullan hátt þegar sögusagnir um mann með keðjusög fara á kreik. Undir trénu verður frumsýnd þann 23. ágúst eins og áður segir. Hér fyrir neðan má sjá myndir sem voru teknar á bak við tjöldin við tökur myndarinnar.Ljósmyndir Brynjar Snær.Posted by Undir trénu / Under the Tree on Wednesday, June 28, 2017 Á Facebook-síðu myndarinnar er síðan hægt að fylgjast með framvindu mála þegar nær dregur frumsýningu og er þar meðal annars verið að gefa bíómiða. Undir trénu - Trailer / StiklaLangar þig á hátíðarforsýningu kvikmyndarinnar Undir Trénu þann 16. ágúst? Við ætlum að gefa 10 miða, hver miði gildir fyrir tvo. Lækaðu og taggaðu vin sem þú vilt taka með á rauða dregilinn. Við drögum út föstudaginn 7. júlí.Posted by Undir trénu / Under the Tree on Thursday, June 29, 2017 Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Fyrsti tökudagur og allir mættir á svæðið Tökur eru hafnar á kvikmyndinni Undir Trénu í leikstjórn Hafsteins Gunnars Sigurðssonar. Hafsteinn gerði Á annan veg árið 2011 og París Norðursins árið 2014. 20. júlí 2016 15:30 Steindi missti tíu kíló á átta vikum fyrir 40 sekúndur: „Tók verkjatöflur þegar ég var kominn með hausverk úr svengd“ Steindi lagði sig mikið fram fyrir mjög stuttan senu. 16. nóvember 2016 12:15 Mest lesið Bríet olli vonbrigðum Gagnrýni Lífið leikur við Sveindísi Jane og Rob Holding Lífið Fox á lausu eftir að hafa fundið óviðeigandi efni í síma kærastans Lífið „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Bíó og sjónvarp Bjargar deginum að komast aðeins úr klefanum Lífið Heitir Vilhjálmur eins og pabbi Lífið Það heitasta fyrir jólin: Heimagerður andlitsmaski og klútar Lífið Vala Eiríks og Óskar orðin foreldrar Lífið Höll sumarlandsins komin á sölu Lífið Allen White verður Rotta, sonur Jabba jöfurs Lífið Fleiri fréttir „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
„Þetta er búið að vera langt og skemmtilegt framleiðsluferli sem er loksins að ljúka. Við erum mörg sem komum að gerð myndarinnar og bíðum mjög spennt eftir frumsýningu, segir Hafstein Gunnar Sigurðsson, leikstjóri kvikmyndarinnar Undir trénu sem verður frumsýnd 23. ágúst. Vísir frumsýnir fyrstu stiklu myndarinnar í dag. „Það gengur vel að kynna og selja myndina erlendis og við höfum verið að fá góðar fréttir sem ég má ekki segja frá opinberlega að svo stöddu, en ég get lofað mjög sterkri bíóupplifun þar sem fólk fær að kynnast nýjum hliðum á mörgum af ástsælustu leikurum landsins. Steindi og Edda eru t.a.m. algjörlega frábær í sínum hlutverkum án þess að hallað sé á aðra leikara myndarinnar,“ segir Hafsteinn sem hefur áður sent frá sér myndirnar Á annan veg og París norðursins. Með aðalhlutverk í Undir trénu fara Steinþór Hróar Steinþórsson (Steindi), Edda Björgvinsdóttir, Sigurður Sigurjónsson, Selma Björnsdóttir, Þorsteinn Bachmann og Lára Jóhanna Jónsdóttir. Framleiðendur eru Grímar Jónsson, Sindri Páll Kjartansson og Þórir Snær Sigurjónsson fyrir hönd Netop Films.Kona Steinda (Lára Jóhanna Jónsdóttir) hendir honum út eftir að hafa komið að honum horfa á gamalt kynlífsmyndband.Undir trénu er dramatísk mynd með eitruðum húmor og þrillerkenndu ívafi þar sem margir af okkar þekktustu leikurum sýna á sér nýjar og magnaðar hliðar. Agnes (Lára Jóhanna) grípur Atla (Steindi) við að horfa á gamalt kynlífsmyndband, hendir honum út og meinar honum að umgangast fjögurra ára dóttur þeirra. Atli flytur inn á foreldra sína (Siggi Sigurjóns, Edda Björgvins) sem eiga í deilu við fólkið í næsta húsi (Þorsteinn Bachmann, Selma Björns). Stórt og fagurt tré sem stendur í garði foreldranna skyggir á garð nágrannanna, sem eru orðin langþreytt á að fá ekki sól á pallinn. Á sama tíma og Atli berst fyrir umgengni við dóttur sína verður deilan um tréð sífellt harðari. Eignaspjöll eru framin og gæludýr hverfa á dularfullan hátt þegar sögusagnir um mann með keðjusög fara á kreik. Undir trénu verður frumsýnd þann 23. ágúst eins og áður segir. Hér fyrir neðan má sjá myndir sem voru teknar á bak við tjöldin við tökur myndarinnar.Ljósmyndir Brynjar Snær.Posted by Undir trénu / Under the Tree on Wednesday, June 28, 2017 Á Facebook-síðu myndarinnar er síðan hægt að fylgjast með framvindu mála þegar nær dregur frumsýningu og er þar meðal annars verið að gefa bíómiða. Undir trénu - Trailer / StiklaLangar þig á hátíðarforsýningu kvikmyndarinnar Undir Trénu þann 16. ágúst? Við ætlum að gefa 10 miða, hver miði gildir fyrir tvo. Lækaðu og taggaðu vin sem þú vilt taka með á rauða dregilinn. Við drögum út föstudaginn 7. júlí.Posted by Undir trénu / Under the Tree on Thursday, June 29, 2017
Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Fyrsti tökudagur og allir mættir á svæðið Tökur eru hafnar á kvikmyndinni Undir Trénu í leikstjórn Hafsteins Gunnars Sigurðssonar. Hafsteinn gerði Á annan veg árið 2011 og París Norðursins árið 2014. 20. júlí 2016 15:30 Steindi missti tíu kíló á átta vikum fyrir 40 sekúndur: „Tók verkjatöflur þegar ég var kominn með hausverk úr svengd“ Steindi lagði sig mikið fram fyrir mjög stuttan senu. 16. nóvember 2016 12:15 Mest lesið Bríet olli vonbrigðum Gagnrýni Lífið leikur við Sveindísi Jane og Rob Holding Lífið Fox á lausu eftir að hafa fundið óviðeigandi efni í síma kærastans Lífið „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Bíó og sjónvarp Bjargar deginum að komast aðeins úr klefanum Lífið Heitir Vilhjálmur eins og pabbi Lífið Það heitasta fyrir jólin: Heimagerður andlitsmaski og klútar Lífið Vala Eiríks og Óskar orðin foreldrar Lífið Höll sumarlandsins komin á sölu Lífið Allen White verður Rotta, sonur Jabba jöfurs Lífið Fleiri fréttir „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
Fyrsti tökudagur og allir mættir á svæðið Tökur eru hafnar á kvikmyndinni Undir Trénu í leikstjórn Hafsteins Gunnars Sigurðssonar. Hafsteinn gerði Á annan veg árið 2011 og París Norðursins árið 2014. 20. júlí 2016 15:30
Steindi missti tíu kíló á átta vikum fyrir 40 sekúndur: „Tók verkjatöflur þegar ég var kominn með hausverk úr svengd“ Steindi lagði sig mikið fram fyrir mjög stuttan senu. 16. nóvember 2016 12:15