Skattsvikin og þjóðmálaumræðan Bolli Héðinsson skrifar 4. júlí 2017 07:00 Fjármálaráðherra setur á laggirnar starfshóp til að koma með hugmyndir um hvernig draga megi úr skattsvikum. Þar er tekið á afar brýnum viðfangsefnum sem varða þjóðina alla, t.d. um milliverðlagningu móður- og dótturfélaga og útborgun launa inn á bankareikninga. Meðal tillagna nefndarinnar er einnig stungið upp á að draga úr notkun reiðufjár með því að taka stærri bankaseðla úr notkun. Allt í einu snýst hin mikilvæga umræða um skattsvik um þetta eina atriði. Aftur og aftur verðum við vitni að því hversu mikill sannleikur er fólginn í orðum Nóbelskáldsins um að Íslendingar „…leysi vandræði sín með því að stunda orðheingilshátt og deila um titlíngaskít sem ekki kemur málinu við; en verði skelfíngu lostnir og setji hljóða hvenær sem komið er að kjarna máls.“ Í samræmi við þessi orð skáldsins þá vitum við að í haust verður lögð fram tillaga á Alþingi um að afnema einkasölu ríkisins á áfengi. Öll þjóðmálaumræða næsta vetrar mun snúast um þessa tillögu en ekkert um brýn úrlausnarefni stjórnvalda. Hvers vegna að ræða mál eins og t.d. hlutdeild þjóðarinnar í auðlindaarðinum þegar hægt er að ræða brennivín í búðir? Auðvitað er það aðeins tímaspursmál hvenær seðlar og mynt leggjast af og öll greiðslumiðlun verður rafræn. Skýrsla starfshópsins breytir engu um það. Hvað muna margir eftir hinu algenga greiðsluformi ávísun? Það er ekki svo langt síðan að flestir gengu með tékkhefti á sér og til mikilla framfara horfði þegar búðarkassarnir prentuðu á tékkana fyrir kúnnann. Í skýrslunni til fjármálaráðherra er einnig tekið undir mikilvægi þess að þjóðinni sé séð fyrir greiðslumiðlun sem þjónusti almenning og kortanotkunin verði almenningi að kostnaðarlausu. Þessi hugmynd er ekki ný af nálinni og mikilvægt að hið opinbera líti á greiðslumiðlun eins og hverja aðra þjónustu sem almenningi standi til boða líkt og gildir um aðra mikilvæga innviði samfélagsins án þess að vera ofurseldur einkafyrirtækjum á þessu sviði. Í þeim efnum er ekki eftir neinu að bíða.https://www.visir.is/g/2017170308859/banki-sem-veitustofnun-almennings Höfundur er hagfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Bolli Héðinsson Mest lesið Lýðræði hinna sterku Jón Páll Hreinsson Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Lifandi dauð! Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Ríkisstjórn verðmætasköpunar Sigríður Mogensen Skoðun Bleikir hvolpar Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir Skoðun Skoðun mín á alþingiskosningum 2024 Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórn verðmætasköpunar Sigríður Mogensen skrifar Skoðun Þorlákshöfn - byggð á tímamótum Anna Kristín Karlsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunamál fyrirtækjanna í stjórnarsáttmála Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar Skoðun Lýðræði hinna sterku Jón Páll Hreinsson skrifar Skoðun Bleikir hvolpar Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Lifandi dauð! Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Það hafa allir sjötta skilningarvit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Skoðun mín á alþingiskosningum 2024 Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar Skoðun Hlustið á fólkið í skólunum? Dóra Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægasta atkvæðið Kristbjörg Þórisdóttir skrifar Skoðun Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Fjármálaráðherra setur á laggirnar starfshóp til að koma með hugmyndir um hvernig draga megi úr skattsvikum. Þar er tekið á afar brýnum viðfangsefnum sem varða þjóðina alla, t.d. um milliverðlagningu móður- og dótturfélaga og útborgun launa inn á bankareikninga. Meðal tillagna nefndarinnar er einnig stungið upp á að draga úr notkun reiðufjár með því að taka stærri bankaseðla úr notkun. Allt í einu snýst hin mikilvæga umræða um skattsvik um þetta eina atriði. Aftur og aftur verðum við vitni að því hversu mikill sannleikur er fólginn í orðum Nóbelskáldsins um að Íslendingar „…leysi vandræði sín með því að stunda orðheingilshátt og deila um titlíngaskít sem ekki kemur málinu við; en verði skelfíngu lostnir og setji hljóða hvenær sem komið er að kjarna máls.“ Í samræmi við þessi orð skáldsins þá vitum við að í haust verður lögð fram tillaga á Alþingi um að afnema einkasölu ríkisins á áfengi. Öll þjóðmálaumræða næsta vetrar mun snúast um þessa tillögu en ekkert um brýn úrlausnarefni stjórnvalda. Hvers vegna að ræða mál eins og t.d. hlutdeild þjóðarinnar í auðlindaarðinum þegar hægt er að ræða brennivín í búðir? Auðvitað er það aðeins tímaspursmál hvenær seðlar og mynt leggjast af og öll greiðslumiðlun verður rafræn. Skýrsla starfshópsins breytir engu um það. Hvað muna margir eftir hinu algenga greiðsluformi ávísun? Það er ekki svo langt síðan að flestir gengu með tékkhefti á sér og til mikilla framfara horfði þegar búðarkassarnir prentuðu á tékkana fyrir kúnnann. Í skýrslunni til fjármálaráðherra er einnig tekið undir mikilvægi þess að þjóðinni sé séð fyrir greiðslumiðlun sem þjónusti almenning og kortanotkunin verði almenningi að kostnaðarlausu. Þessi hugmynd er ekki ný af nálinni og mikilvægt að hið opinbera líti á greiðslumiðlun eins og hverja aðra þjónustu sem almenningi standi til boða líkt og gildir um aðra mikilvæga innviði samfélagsins án þess að vera ofurseldur einkafyrirtækjum á þessu sviði. Í þeim efnum er ekki eftir neinu að bíða.https://www.visir.is/g/2017170308859/banki-sem-veitustofnun-almennings Höfundur er hagfræðingur.
Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson Skoðun
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar
Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson Skoðun
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun