Raunsæi – endilega Ari Trausti Guðmundsson skrifar 14. ágúst 2017 06:00 Þegar rætt er um rafvæðingu fólksbílaflotans fyrir 2030 er mikilvægt að að hafa báða fætur á jörðinni. Nóg er af tálsýnum í stjórnmálum. Sannarlega verður að leggja mikla áherslu á þessa breytingu og hún er afar jákvætt framlag í loftslagsmálunum. En þegar greint er nákvæmlega og horft til heildar blasir við að ferlið er flóknara en svo og til eru aðrar jafn mikilvægar aðgerðir eða mikilvægari en rafvæðing fólksbíla, allt eftir samfélagsgeirum. Endurheimt votlendis og uppgræðsla illa farins lands er dæmi um það. Annað dæmi er full rafvæðing hafna. Framþróun í vistvænum samgöngum fer fram með því að nýta fjölbreyttari orkugjafa en rafmagn. Stærri vinnuvélar og stórir bílar geta og verða að skipta yfir í innlent metan, metanól og lífdísil og vetnisknúnir raffólksbílar og stórir bílar eru ein lausn af nokkrum. Loks verður að koma flota stærri skipa yfir á innlent metan, metanól og lífdísil, jafnvel vetni, en minni skip og bátar ýmist keyra á rafmagni eða innlendu eldsneyti. Íblöndun þotueldsneytis er líka kleif. Engin ein leið getur orðið einhvers konar syndaaflausn fyrir 2030, eða síðar. Í fimm ára fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar, harðlega gagnrýndri á Alþingi, er alls ekki nægu fjármagni beint til orkuskipta eða mótvægisaðgerða gegn loftslagshlýnun. Það er deginum ljósara að 1,6 milljarða króna viðbót til umhverfismála á þremur af fimm árum áætlunarinnar, að frádregnum byggingarkostnaði gestastofa og fleiri bygginga, dugar hvergi nærri til. Í ofanálag á að skera niður framlög til umhverfismála um 300 milljón krónur í tvö ár. Til nýsköpunar reiknast um 120 milljón króna viðbótarframlög á ári að meðaltali í fimm ár og orkuskipti fá um 70 milljón króna framlag í þrjú ár. Það þarf áreiðanlega nýja forystu í því langa og flókna ferli sem orkuskiptin eru, þar sem raunsæi og þekking stjórnmálamanna, fjárframlög samfélagsins, þátttaka almennings og fyrirtækja og þekking sérfræðinga vísar veginn.Höfundur er þingmaður Vinstri hreyfingarinnar - græns framboð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ari Trausti Guðmundsson Skoðun Mest lesið Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Embættismenn og stjórnmálamenn 30 ára Pétur Berg Matthíasson Skoðun Áhrifaleysið – trúa menn því virkilega? Andrés Pétursson Skoðun Maður á sviði: Narsissisti í nánu sambandi Hrafnhildur Sigmarsdóttir Skoðun Siðferði og ábyrgð – lykillinn að trausti Sigvaldi Einarsson Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh Skoðun Bílastæði eru hættulegri en þú heldur Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Köld eru kvennaráð – eða hvað? Halla Hrund Logadóttir Skoðun Brottvísanir frá sjónarhorni íslenskukennara Sigurlín Bjarney Gísladóttir Skoðun Halldór 07.12.2024 Halldór Skoðun Skoðun Siðferði og ábyrgð – lykillinn að trausti Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Áhrifaleysið – trúa menn því virkilega? Andrés Pétursson skrifar Skoðun Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Embættismenn og stjórnmálamenn 30 ára Pétur Berg Matthíasson skrifar Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh skrifar Skoðun Er Vernd einkarekið fangelsi í dulargervi áfangaheimilis? Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Eftirlifendur fá friðarverðlaun Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Við getum stöðvað kynbundið ofbeldi Hildur Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Dýravelferð dýranna Árni Alfreðsson skrifar Skoðun Réttur kvenna til lífs Ólöf Embla Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Bílastæði eru hættulegri en þú heldur Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá Kvennafrídeginum árið 2025 Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Getur rafmagnið lært af símanum? Sigurður Jóhannesson skrifar Skoðun „Fé fylgi sjúklingi – ný útfærsla“ Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál eru orkumál Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lánakvótar opna á nýja möguleika í hagstjórn Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Ahimsa: Siðferði kjöts og innflytjendamála Rajan Parrikar skrifar Skoðun Valkyrjustjórnin skyldi íslensk flugfélög til gæludýraflutninga í farþegaflugvélum Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Stigmögnun ofbeldis í nánum samböndum Kristín Snorradóttir skrifar Skoðun Brottvísanir frá sjónarhorni íslenskukennara Sigurlín Bjarney Gísladóttir skrifar Skoðun Mun ný ríkisstjórn Íslands endurskoða hvalveiðileyfið? Elissa Phillips skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við raforkuöryggi almennings til framtíðar? Dagur Helgason skrifar Skoðun Erindisleysa Kennarasambandsins Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Óvenjuleg hálka Sara Oskarsson skrifar Skoðun Það eru margar leiðir til að lækka vexti Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Voru aðdragandi og úrslit þingkosninga lýðræðisleg? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Krísan sem heimurinn hundsar: kynbundið ofbeldi í átökum Birta B. Kjerúlf ,Kjartan Ragnarsson skrifar Sjá meira
Þegar rætt er um rafvæðingu fólksbílaflotans fyrir 2030 er mikilvægt að að hafa báða fætur á jörðinni. Nóg er af tálsýnum í stjórnmálum. Sannarlega verður að leggja mikla áherslu á þessa breytingu og hún er afar jákvætt framlag í loftslagsmálunum. En þegar greint er nákvæmlega og horft til heildar blasir við að ferlið er flóknara en svo og til eru aðrar jafn mikilvægar aðgerðir eða mikilvægari en rafvæðing fólksbíla, allt eftir samfélagsgeirum. Endurheimt votlendis og uppgræðsla illa farins lands er dæmi um það. Annað dæmi er full rafvæðing hafna. Framþróun í vistvænum samgöngum fer fram með því að nýta fjölbreyttari orkugjafa en rafmagn. Stærri vinnuvélar og stórir bílar geta og verða að skipta yfir í innlent metan, metanól og lífdísil og vetnisknúnir raffólksbílar og stórir bílar eru ein lausn af nokkrum. Loks verður að koma flota stærri skipa yfir á innlent metan, metanól og lífdísil, jafnvel vetni, en minni skip og bátar ýmist keyra á rafmagni eða innlendu eldsneyti. Íblöndun þotueldsneytis er líka kleif. Engin ein leið getur orðið einhvers konar syndaaflausn fyrir 2030, eða síðar. Í fimm ára fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar, harðlega gagnrýndri á Alþingi, er alls ekki nægu fjármagni beint til orkuskipta eða mótvægisaðgerða gegn loftslagshlýnun. Það er deginum ljósara að 1,6 milljarða króna viðbót til umhverfismála á þremur af fimm árum áætlunarinnar, að frádregnum byggingarkostnaði gestastofa og fleiri bygginga, dugar hvergi nærri til. Í ofanálag á að skera niður framlög til umhverfismála um 300 milljón krónur í tvö ár. Til nýsköpunar reiknast um 120 milljón króna viðbótarframlög á ári að meðaltali í fimm ár og orkuskipti fá um 70 milljón króna framlag í þrjú ár. Það þarf áreiðanlega nýja forystu í því langa og flókna ferli sem orkuskiptin eru, þar sem raunsæi og þekking stjórnmálamanna, fjárframlög samfélagsins, þátttaka almennings og fyrirtækja og þekking sérfræðinga vísar veginn.Höfundur er þingmaður Vinstri hreyfingarinnar - græns framboð.
Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar
Skoðun Valkyrjustjórnin skyldi íslensk flugfélög til gæludýraflutninga í farþegaflugvélum Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Krísan sem heimurinn hundsar: kynbundið ofbeldi í átökum Birta B. Kjerúlf ,Kjartan Ragnarsson skrifar