Sigríður Andersen hellir sér yfir Bjarta framtíð og Viðreisn Jakob Bjarnar skrifar 21. september 2017 21:36 Sigríður Andersen er afar herská á Facebook nú í kvöld og hellir sér yfir Viðreisn og Bjarta framtíð. visir/anton brink „Þótt vika sé nú liðin frá þessu gönuhlaupi hafa ráðherrar Viðreisnar og Bjartar framtíðar ekki svo mikið sem eytt á mig einu símtali til að fara yfir málið. Jafnvel þó ekki væri til annars en að kynna sér hvernig sú vinna sem ég hóf í maí við endurskoðun laga um uppreist æru stendur,“ segir Sigríður Andersen dómsmálaráðherra í færslu sem hún birtir á Facebook nú í kvöld. Sigríður leggur út af áliti umboðsmanns Alþingis, sem hafi kynnt þinginu þá skoðun sína að ekki hafi verið um trúnaðarbrot af hennar hálfu að ræða „er ég ræddi í trúnaði við forsætisráðherra um afgreiðslu tiltekinnar umsóknar um uppreist æru frá síðasta ári.“Dómsmálaráðherra lætur fyrrum samstarfsmenn í ríkisstjórn hafa það óþvegið í harðorðum pistli sem hún birti nú í kvöld.Dómsmálaráðherra segir umboðsmann lýsa því jafnframt að hann hafi ekki séð tilefni til þess að taka upp athugun á öðrum þáttum málsins. „Ekkert af þessu kemur mér á óvart og ég get ekki annað en lýst ánægju minni með þessa niðurstöðu umboðsmanns.“ Málið hefur verið lagt upp í dag, eftir að álit umboðsmanns lá fyrir, af stuðningsmönnum Sjálfstæðisflokksins, að þar sé staðfest að engin efnisleg ástæða hafi legið fyrir að Björt framtíð skyldi hafa slitið ríkisstjórnarsamstarfinu. Sigríður er sannarlega þeirrar skoðunar. „Skyndiákvörðun Bjartar framtíðar um að slíta ríkisstjórnarsamstarfi vegna eðlilegs trúnaðarsamtals míns við forsætisráðherra er hins vegar dæmi um fullkominn skort á þeirri yfirvegun og ábyrgð sem ég tel nauðsynlegt að allir æðstu embættismenn temji sér. Ákvörðunin var ekki tekin með hagsmuni þjóðarinnar í huga.“ Sigríður lætur einnig Viðreisnarfólk heyra það, í þessari sömu færslu. „Viðbrögð Viðreisnar eru af sama toga, en sýnu verri að því leyti að með þeim reyndu ráðherrar Viðreisnar að villa fyrir um almenningi með brigslum um leyndarhyggju og yfirhylmingu, ekki bara af minni hálfu og forsætisráðherra heldur einnig starfsmanna stjórnarráðsins.“ Kosningar 2017 Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Launmorð á götum New York Erlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
„Þótt vika sé nú liðin frá þessu gönuhlaupi hafa ráðherrar Viðreisnar og Bjartar framtíðar ekki svo mikið sem eytt á mig einu símtali til að fara yfir málið. Jafnvel þó ekki væri til annars en að kynna sér hvernig sú vinna sem ég hóf í maí við endurskoðun laga um uppreist æru stendur,“ segir Sigríður Andersen dómsmálaráðherra í færslu sem hún birtir á Facebook nú í kvöld. Sigríður leggur út af áliti umboðsmanns Alþingis, sem hafi kynnt þinginu þá skoðun sína að ekki hafi verið um trúnaðarbrot af hennar hálfu að ræða „er ég ræddi í trúnaði við forsætisráðherra um afgreiðslu tiltekinnar umsóknar um uppreist æru frá síðasta ári.“Dómsmálaráðherra lætur fyrrum samstarfsmenn í ríkisstjórn hafa það óþvegið í harðorðum pistli sem hún birti nú í kvöld.Dómsmálaráðherra segir umboðsmann lýsa því jafnframt að hann hafi ekki séð tilefni til þess að taka upp athugun á öðrum þáttum málsins. „Ekkert af þessu kemur mér á óvart og ég get ekki annað en lýst ánægju minni með þessa niðurstöðu umboðsmanns.“ Málið hefur verið lagt upp í dag, eftir að álit umboðsmanns lá fyrir, af stuðningsmönnum Sjálfstæðisflokksins, að þar sé staðfest að engin efnisleg ástæða hafi legið fyrir að Björt framtíð skyldi hafa slitið ríkisstjórnarsamstarfinu. Sigríður er sannarlega þeirrar skoðunar. „Skyndiákvörðun Bjartar framtíðar um að slíta ríkisstjórnarsamstarfi vegna eðlilegs trúnaðarsamtals míns við forsætisráðherra er hins vegar dæmi um fullkominn skort á þeirri yfirvegun og ábyrgð sem ég tel nauðsynlegt að allir æðstu embættismenn temji sér. Ákvörðunin var ekki tekin með hagsmuni þjóðarinnar í huga.“ Sigríður lætur einnig Viðreisnarfólk heyra það, í þessari sömu færslu. „Viðbrögð Viðreisnar eru af sama toga, en sýnu verri að því leyti að með þeim reyndu ráðherrar Viðreisnar að villa fyrir um almenningi með brigslum um leyndarhyggju og yfirhylmingu, ekki bara af minni hálfu og forsætisráðherra heldur einnig starfsmanna stjórnarráðsins.“
Kosningar 2017 Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Launmorð á götum New York Erlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira