Framtíðin er okkar Hanna Katrín Friðriksson skrifar 27. október 2017 07:00 Almenningur hefur lengi kallað eftir breytingum. Óskað eftir breyttum vinnubrögðum, nýjum áherslum og annarri forgangsröðun. Stofnun Viðreisnar fyrir einu og hálfu ári var svar við þessu ákalli og stefnuskrá flokksins er í samræmi við það. Hátt matarverð, ofurvextir, misrétti í launakjörum kynjanna og skortur á húsnæði. Ekkert af þessu er lögmál heldur afleiðingar pólitískra aðgerða eða aðgerðaleysis undanfarin ár og áratugi. Í síbreytilegum heimi felst stöðugleikinn ekki í kyrrstöðu, heldur í því að brjóta upp gömul kerfi sem eru úr sér gengin og notuð til að reisa varnarmúra um sérhagsmuni fárra. Kerfi hafa tilhneigingu til að viðhalda sér sjálf. Þegar við bætast varðmenn sem dulbúa varðstöðuna sem eftirsóknarverðan stöðugleika í stað þeirrar stöðnunar sem hún raunverulega felur í sér, þá getur verið á brattann að sækja. Stjórnmálamenn sem hafa raunverulegan áhuga á því að beita kröftum sínum í almannaþágu verða að hafa hugrekki og dug til að ráðast að rótum vandans í stað þess að bölva afleiðingunum og lofa skyndilausnum. Þær eru í besta falli til skamms tíma og kosta íslenska þjóð heiftarlega timburmenn eins og dæmin sýna. Verst er þó að skyndilausnir við rótgrónum kerfislægum vandamálum fela oftast í sér mikinn og jafnvel óyfirstíganlegan kostnað fyrir næstu kynslóðir. Leið Viðreisnar felst í faglegri nálgun samhliða áherslum á nauðsynlegar kerfisbreytingar og frjálslynd alþjóðasinnuð viðhorf. Jafnréttisáherslur Viðreisnar er nær óþarfi orðið að nefna, svo samofnar eru þær öllum stefnumálum og aðgerðum flokksins. Það er kosið um samkeppnishæf lífskjör íslenskrar þjóðar í nútíð og framtíð. Þar eru húsnæðismál og matarkostnaður fjölskylunnar, samgöngur, heilbrigðismál og velferðarmál almennt. Menntamál er fjöregg þjóðarinnar til framtíðar með valfrelsi, sveigjanleika, nýsköpun og námstækni. Það sama á við um umhverfismálin, án nokkurs vafa stærsta jafnréttismál milli kynslóða. Á öllum þessum sviðum getum við verið í fremstu röð ef við höldum rétt á spilunum. Viðreisn hefur sýnt og sannað á stuttum tíma að þar er unnið af krafti og elju að þessum stóru málum. Við erum því ófeimin við að biðja um umboð til frekari verka. Við munum fara vel með traustið. Höfundur er þingmaður Viðreisnar, skipar 1. sæti í Reykjavík suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Hanna Katrín Friðriksson Kosningar 2017 Mest lesið Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Öfundargenið Torfi H. Tulinius Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Sjá meira
Almenningur hefur lengi kallað eftir breytingum. Óskað eftir breyttum vinnubrögðum, nýjum áherslum og annarri forgangsröðun. Stofnun Viðreisnar fyrir einu og hálfu ári var svar við þessu ákalli og stefnuskrá flokksins er í samræmi við það. Hátt matarverð, ofurvextir, misrétti í launakjörum kynjanna og skortur á húsnæði. Ekkert af þessu er lögmál heldur afleiðingar pólitískra aðgerða eða aðgerðaleysis undanfarin ár og áratugi. Í síbreytilegum heimi felst stöðugleikinn ekki í kyrrstöðu, heldur í því að brjóta upp gömul kerfi sem eru úr sér gengin og notuð til að reisa varnarmúra um sérhagsmuni fárra. Kerfi hafa tilhneigingu til að viðhalda sér sjálf. Þegar við bætast varðmenn sem dulbúa varðstöðuna sem eftirsóknarverðan stöðugleika í stað þeirrar stöðnunar sem hún raunverulega felur í sér, þá getur verið á brattann að sækja. Stjórnmálamenn sem hafa raunverulegan áhuga á því að beita kröftum sínum í almannaþágu verða að hafa hugrekki og dug til að ráðast að rótum vandans í stað þess að bölva afleiðingunum og lofa skyndilausnum. Þær eru í besta falli til skamms tíma og kosta íslenska þjóð heiftarlega timburmenn eins og dæmin sýna. Verst er þó að skyndilausnir við rótgrónum kerfislægum vandamálum fela oftast í sér mikinn og jafnvel óyfirstíganlegan kostnað fyrir næstu kynslóðir. Leið Viðreisnar felst í faglegri nálgun samhliða áherslum á nauðsynlegar kerfisbreytingar og frjálslynd alþjóðasinnuð viðhorf. Jafnréttisáherslur Viðreisnar er nær óþarfi orðið að nefna, svo samofnar eru þær öllum stefnumálum og aðgerðum flokksins. Það er kosið um samkeppnishæf lífskjör íslenskrar þjóðar í nútíð og framtíð. Þar eru húsnæðismál og matarkostnaður fjölskylunnar, samgöngur, heilbrigðismál og velferðarmál almennt. Menntamál er fjöregg þjóðarinnar til framtíðar með valfrelsi, sveigjanleika, nýsköpun og námstækni. Það sama á við um umhverfismálin, án nokkurs vafa stærsta jafnréttismál milli kynslóða. Á öllum þessum sviðum getum við verið í fremstu röð ef við höldum rétt á spilunum. Viðreisn hefur sýnt og sannað á stuttum tíma að þar er unnið af krafti og elju að þessum stóru málum. Við erum því ófeimin við að biðja um umboð til frekari verka. Við munum fara vel með traustið. Höfundur er þingmaður Viðreisnar, skipar 1. sæti í Reykjavík suður.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun