Hugsjónir Ingu sigruðu Árni Stefán Árnason skrifar 30. október 2017 10:15 Ég vil byrja á því, að óska Ingu Sæland hjartanlega til hamingju fyrir að ryðja nýja braut fyrir kjósendur og hafa áhrif á pólitískan hugsunarhátt þeirra. Það gerði hún augljóslega með einlægri framkomu sinni í síðasta umræðuþætti RÚV fyrir kosningar. Mér brá þegar hún varð klökk, hélt eldmessu í beinni útsendingu yfir formönnum fjórflokksins, sem hefur framkallað fátækt og misskiptingu á Íslandi. Ég var ekki viss um að einlægni hennar félli í góðan jarðveg hjá kjósendum. Ég hafði rangt fyrir mér. Kjósendur hafa því tekið framförum, þeir tóku mark á henni, en mikið þurfti til að hún næði athygli með sannleika sínum um aðstæður þeirra manna, sem minnst mega sín á Íslandi. Fyrir þarsíðustu kosningar minnist ég þess að Inga Sæland snéri sér til mín vegna sérþekkingar minnar á dýraverndamálum. Flokkur hennar ætlaði að móta heildstæða dýraverndarstefnu. Af því varð þó hvorki fyrir þær kosningar né þær síðustu. Engu að síður vonast ég til þess að Inga haldi barráttu sinni hátt á lofti fyrir okkar minnstu bræður og systur, dýrin. Hún er þess megnug úr öflugasta ræðupúlti landsins. Dýrin hafa sjaldan haft áreiðanlegan talsmann á þingi að frátöldum Tryggva Gunnarssyni heitnum, sem hóf íslenska dýravernd. Inga hefur nú komist í kjöraðstæður til þess og hefur góða tilfinningu fyrir aðstæðum þeirra, sem hafa þurft að lúta harðræði mannsins í garð manna og dýra. Það felst harðræði í því hjá stjórnmálamönnum að til sé hópur fólks á Íslandi, sem býr við fátæktaraðstæður og það felst harðræði í því hjá stjórnmálamönnum að íslensk dýravelferðarlög og framkvæmd séu í þeim farvegi að heimila harðræði á dýrum í sumum tilvikum, einkum búfjáreldi. Höfundur er lögfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Stefán Árnason Mest lesið Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Öfundargenið Torfi H. Tulinius Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Sjá meira
Ég vil byrja á því, að óska Ingu Sæland hjartanlega til hamingju fyrir að ryðja nýja braut fyrir kjósendur og hafa áhrif á pólitískan hugsunarhátt þeirra. Það gerði hún augljóslega með einlægri framkomu sinni í síðasta umræðuþætti RÚV fyrir kosningar. Mér brá þegar hún varð klökk, hélt eldmessu í beinni útsendingu yfir formönnum fjórflokksins, sem hefur framkallað fátækt og misskiptingu á Íslandi. Ég var ekki viss um að einlægni hennar félli í góðan jarðveg hjá kjósendum. Ég hafði rangt fyrir mér. Kjósendur hafa því tekið framförum, þeir tóku mark á henni, en mikið þurfti til að hún næði athygli með sannleika sínum um aðstæður þeirra manna, sem minnst mega sín á Íslandi. Fyrir þarsíðustu kosningar minnist ég þess að Inga Sæland snéri sér til mín vegna sérþekkingar minnar á dýraverndamálum. Flokkur hennar ætlaði að móta heildstæða dýraverndarstefnu. Af því varð þó hvorki fyrir þær kosningar né þær síðustu. Engu að síður vonast ég til þess að Inga haldi barráttu sinni hátt á lofti fyrir okkar minnstu bræður og systur, dýrin. Hún er þess megnug úr öflugasta ræðupúlti landsins. Dýrin hafa sjaldan haft áreiðanlegan talsmann á þingi að frátöldum Tryggva Gunnarssyni heitnum, sem hóf íslenska dýravernd. Inga hefur nú komist í kjöraðstæður til þess og hefur góða tilfinningu fyrir aðstæðum þeirra, sem hafa þurft að lúta harðræði mannsins í garð manna og dýra. Það felst harðræði í því hjá stjórnmálamönnum að til sé hópur fólks á Íslandi, sem býr við fátæktaraðstæður og það felst harðræði í því hjá stjórnmálamönnum að íslensk dýravelferðarlög og framkvæmd séu í þeim farvegi að heimila harðræði á dýrum í sumum tilvikum, einkum búfjáreldi. Höfundur er lögfræðingur.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun