Meryl Streep á forsíðu Vogue Ritstjórn skrifar 10. nóvember 2017 10:30 Leikkonan Meryl Streep prýðir forsíðu bandaríska Vogue í fyrsta sinn á fallegum myndum eftir Anne Leibovitz. Streep grunaði ekki að hún mundi landa forsíðu tískubiblíunnar 68 ára gömul en eins og frægt er orðið þá lék leikkonan ritstjóra tískutímarits í myndinni Devil Wears Prada og var talið að karakterinn væri byggður á sjálfri Önnu Wintour, ritstjóra Vogue, en í myndinni var ekki máluð upp neitt sérstaklega jákvæð mynd af konunni í brúnni. Það var því gaman að sjá þessar tvær konur mætast á skrifstofu Wintour í myndbandi frá Vogue og tala um allt frá Weinstein í falskan fréttflutning. Sjá myndbandið stórskemmtilega neðar í fréttinni. Meryl Streep í hlutverki sínu í myndinni The Devil Wears Prada.Ástæðan fyrir því að leikkona er á forsíðu desemberheftis Vogue er að hún leikur fyrrum útgefanda og eiganda The Washington Post, Katharine Graham í nýrrri mynd Steven Spielberg, The Post, um hlutverk blaðsins í Watergate skandalnum. Í myndinni er fylgst með hvernig Graham og ritstjóriinn Ben Radley, leikinn af Tom Hanks, keppa við The New York Times, um að birta gögn upp úr The Pentagon Papers. Graham, sem lést árið 2001, hefur aldrei fengið almennilega viðurkenningu fyrir sinn þátt í þessari frægu uppljóstrun og talar Streep einmitt um það við Vogue hversu magnað að fá að leika þessa merkilegu konu á tímum þar sem fjölmiðlar eiga undir högg að sækja úr ýmsum áttum. Sjáið stiklu úr myndinni neðst í fréttinni en við fögnum Streep á forsíðu Vogue og hlökkum til að sjá þessa mynd!Meryl Streep í hlutverki Graham, mynduð af Annie Leibovitz. Mest lesið Vogue mælir með Hrím, Noodle Station og Kiosk Glamour Drottning rauða dregilsins fagnar 70 ára afmæli í dag Glamour Varalitur um hálsinn Glamour Gwyneth Paltrow trúlofuð Glamour Sumarlegt í garðpartý hjá Stellu Glamour Fjallað um sýningu Auðar Ómars í i-D Glamour Bloggarar fögnuðu nýju ári með nýju útliti Glamour Allt sem er grænt, grænt Glamour Kim Kardashian snýr aftur á samfélagsmiðla Glamour Komdu með í gamlárspartý! Glamour
Leikkonan Meryl Streep prýðir forsíðu bandaríska Vogue í fyrsta sinn á fallegum myndum eftir Anne Leibovitz. Streep grunaði ekki að hún mundi landa forsíðu tískubiblíunnar 68 ára gömul en eins og frægt er orðið þá lék leikkonan ritstjóra tískutímarits í myndinni Devil Wears Prada og var talið að karakterinn væri byggður á sjálfri Önnu Wintour, ritstjóra Vogue, en í myndinni var ekki máluð upp neitt sérstaklega jákvæð mynd af konunni í brúnni. Það var því gaman að sjá þessar tvær konur mætast á skrifstofu Wintour í myndbandi frá Vogue og tala um allt frá Weinstein í falskan fréttflutning. Sjá myndbandið stórskemmtilega neðar í fréttinni. Meryl Streep í hlutverki sínu í myndinni The Devil Wears Prada.Ástæðan fyrir því að leikkona er á forsíðu desemberheftis Vogue er að hún leikur fyrrum útgefanda og eiganda The Washington Post, Katharine Graham í nýrrri mynd Steven Spielberg, The Post, um hlutverk blaðsins í Watergate skandalnum. Í myndinni er fylgst með hvernig Graham og ritstjóriinn Ben Radley, leikinn af Tom Hanks, keppa við The New York Times, um að birta gögn upp úr The Pentagon Papers. Graham, sem lést árið 2001, hefur aldrei fengið almennilega viðurkenningu fyrir sinn þátt í þessari frægu uppljóstrun og talar Streep einmitt um það við Vogue hversu magnað að fá að leika þessa merkilegu konu á tímum þar sem fjölmiðlar eiga undir högg að sækja úr ýmsum áttum. Sjáið stiklu úr myndinni neðst í fréttinni en við fögnum Streep á forsíðu Vogue og hlökkum til að sjá þessa mynd!Meryl Streep í hlutverki Graham, mynduð af Annie Leibovitz.
Mest lesið Vogue mælir með Hrím, Noodle Station og Kiosk Glamour Drottning rauða dregilsins fagnar 70 ára afmæli í dag Glamour Varalitur um hálsinn Glamour Gwyneth Paltrow trúlofuð Glamour Sumarlegt í garðpartý hjá Stellu Glamour Fjallað um sýningu Auðar Ómars í i-D Glamour Bloggarar fögnuðu nýju ári með nýju útliti Glamour Allt sem er grænt, grænt Glamour Kim Kardashian snýr aftur á samfélagsmiðla Glamour Komdu með í gamlárspartý! Glamour