Skyrtunni skipt út Ritstjórn skrifar 13. janúar 2018 08:30 Glamour/Getty Karlatískuvikan í London er nýafstaðin, þar sem hönnuðir sýndu haust- og vetrarlínur sínar fyrir árið 2018. Glamour fylgdist vel með götustílnum á meðan tískuvikunni stóð, en þar er gjarnan hægt að fá góðar hugmyndir. Ljósgrá jakkaföt stóðu upp úr, þar sem margir skiptu skyrtunni út fyrir stuttermabolinn, og skelltu sér síðan í frakka yfir. Ljósbrúnn var einnig mjög áberandi, sem og ljósar yfirhafnir. Sjáum hér hvernig karlarnir í London klæða sig. Litasamsetningin hjá þessum er klassísk en flott. Vínrauður frakki við blá föt, og auðvitað hvíta strigaskó sem setja punktinn yfir i-ið.Grá og teinótt jakkaföt við stuttermabol og græna Dr. Martens.Strigaskór við allt er algjörlega málið núna, og jakkafötin eru ekki undanskilin. Ljósbrúnt frá toppi til táar virkar vel hjá þessum, og trefillinn setur skemmtilegan svip á dressið. Það eru eflaust ekki margir sem myndu þora í svona kápu en þetta klæðir hann vel. Rauði rúllukragabolurinn er sérstaklega flottur undir. Mest lesið Allt sem er grænt, grænt Glamour Vill tveggja ára fangelsi fyrir að eiga titrara Glamour Vinsælustu skórnir í París Glamour Balmain-veisla í Los Angeles Glamour Fimm make up lúkk fyrir helgina Glamour Kanye stíliserar eiginkonuna Glamour Fyrsta fjölskyldumynd Kardashian Glamour Eru háir hælar hættulegir? Glamour Katy Perry og Orlando Bloom eru hætt saman Glamour Jack O'Connell mun leika Alexander McQueen í nýrri kvikmynd Glamour
Karlatískuvikan í London er nýafstaðin, þar sem hönnuðir sýndu haust- og vetrarlínur sínar fyrir árið 2018. Glamour fylgdist vel með götustílnum á meðan tískuvikunni stóð, en þar er gjarnan hægt að fá góðar hugmyndir. Ljósgrá jakkaföt stóðu upp úr, þar sem margir skiptu skyrtunni út fyrir stuttermabolinn, og skelltu sér síðan í frakka yfir. Ljósbrúnn var einnig mjög áberandi, sem og ljósar yfirhafnir. Sjáum hér hvernig karlarnir í London klæða sig. Litasamsetningin hjá þessum er klassísk en flott. Vínrauður frakki við blá föt, og auðvitað hvíta strigaskó sem setja punktinn yfir i-ið.Grá og teinótt jakkaföt við stuttermabol og græna Dr. Martens.Strigaskór við allt er algjörlega málið núna, og jakkafötin eru ekki undanskilin. Ljósbrúnt frá toppi til táar virkar vel hjá þessum, og trefillinn setur skemmtilegan svip á dressið. Það eru eflaust ekki margir sem myndu þora í svona kápu en þetta klæðir hann vel. Rauði rúllukragabolurinn er sérstaklega flottur undir.
Mest lesið Allt sem er grænt, grænt Glamour Vill tveggja ára fangelsi fyrir að eiga titrara Glamour Vinsælustu skórnir í París Glamour Balmain-veisla í Los Angeles Glamour Fimm make up lúkk fyrir helgina Glamour Kanye stíliserar eiginkonuna Glamour Fyrsta fjölskyldumynd Kardashian Glamour Eru háir hælar hættulegir? Glamour Katy Perry og Orlando Bloom eru hætt saman Glamour Jack O'Connell mun leika Alexander McQueen í nýrri kvikmynd Glamour