Eflum öfluga baráttu Benedikt Traustason og Helga Lind Mar skrifar 8. febrúar 2018 10:04 Á seinustu misserum hafa nemendur haft sterka rödd innan háskólaráðs sem hefur skipt sköpum í okkar stærstu baráttumálum. Röskva hefur meðal annars leitt baráttuna þegar kemur að uppbyggingu stúdentagarða á háskólasvæðinu og þeirri baráttu viljum við halda áfram. Lykillinn að því að rödd stúdenta verði áfram sterk er hins vegar árangursríkt samstarf milli allra þeirra sem starfa í umboði nemenda innan háskólaráðs og í nefndum ráðsins. Við leggjum til að stofnaður verði samráðsvettvangur allra þeirra fulltrúa stúdenta sem koma að hagsmunabaráttu nemenda bæði á fundum háskólaráðs og í nefndum þess. Núna þegar fjármögnun til skólans virðist loksins vera á leið í rétta átt er mikilvægt að fulltrúar stúdenta berjist fyrir því að þessir fjármunir renni til þeirra mála sem stúdentar hafa barist fyrir. Þau mál eru meðal annars bætt kennsla, aðstaða, aukin sálfræðiaðstoð við nemendur skólans og hvernig jafnrétti allra til náms sé tryggt. Jafnrétti er eitt af þremur gildum Háskóla Íslands en sjálf höfum við kynnst baráttunni fyrir jöfnum rétti í gegnum sjálfboðaliðastarf og stjórnarsetu í Samtökunum '78 og Druslugöngunni. Nýleg barátta kvenna í vísindasamfélaginu undir myllumerkjunum #metoo og #ískuggavaldsins síðastliðna mánuði minnir óneitanlega á það hversu mikið verk er enn óunnið í jafnréttismálum innan háskólasamfélagsins. Þar eiga nemendur að vera leiðandi og þrýsta á skólann að þessi mál verði tekin föstum tökum. Þegar kemur að skipulagsmálum á háskólasvæðinu eru þrír þættir sem snerta stúdenta hvað mest. Mikill árangur hefur náðst á undanförnum mánuðum með kröftugri baráttu fulltrúa nemenda í háskólaráði en á tímabili leit út fyrir að hætt yrði við uppbyggingu stúdentaíbúða við Gamla Garð. Stofnaður var samráðshópur um uppbyggingu á þeim reit og krafðist fulltrúi Röskvu í háskólaráði þess að nemendur fengju sæti í þeim hópi. Niðurstaða samráðshópsins var kynnt fyrr í vikunni í kjölfar samþykktar háskólaráðs á samkomulagi Háskóla Íslands og Félagsstofnunar stúdenta. Samkomulagið felur í sér að ekki aðeins verður byggt á reitnum, heldur að lóðir fyrir frekari uppbyggingu stúdentaíbúða á háskólasvæðinu verði afhentar á næstu árum. Þessi sigur hefði ekki náðst ef ekki væri fyrir öfluga baráttu stúdenta fyrir uppbyggingu stúdentaíbúða. Í komandi kosningum til háskólaráðs verður ekki aðeins kosið um stefnumál heldur bæði um hugmyndafræði og það fólk sem við viljum að leiði okkar baráttu. Við í Röskvu erum óhrædd við að beita pólitískum þrýstingi í kröfum okkar um jafnan rétt allra til náms. Við höfum sýnt hverju við getum náð fram með öflugri baráttu og nú þurfum við þinn stuðning til að halda henni áfram.Höfundar eru í 1. og 2. sæti á lista Röskvu til háskólaráðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Benedikt Traustason Mest lesið Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Bílastæði eru hættulegri en þú heldur Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Brottvísanir frá sjónarhorni íslenskukennara Sigurlín Bjarney Gísladóttir Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh Skoðun Embættismenn og stjórnmálamenn 30 ára Pétur Berg Matthíasson Skoðun Áhrifaleysið – trúa menn því virkilega? Andrés Pétursson Skoðun Maður á sviði: Narsissisti í nánu sambandi Hrafnhildur Sigmarsdóttir Skoðun Dýravelferð dýranna Árni Alfreðsson Skoðun Köld eru kvennaráð – eða hvað? Halla Hrund Logadóttir Skoðun Er Vernd einkarekið fangelsi í dulargervi áfangaheimilis? Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Skoðun Skoðun Siðferði og ábyrgð – lykillinn að trausti Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Áhrifaleysið – trúa menn því virkilega? Andrés Pétursson skrifar Skoðun Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Embættismenn og stjórnmálamenn 30 ára Pétur Berg Matthíasson skrifar Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh skrifar Skoðun Er Vernd einkarekið fangelsi í dulargervi áfangaheimilis? Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Eftirlifendur fá friðarverðlaun Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Við getum stöðvað kynbundið ofbeldi Hildur Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Dýravelferð dýranna Árni Alfreðsson skrifar Skoðun Réttur kvenna til lífs Ólöf Embla Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Bílastæði eru hættulegri en þú heldur Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá Kvennafrídeginum árið 2025 Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Getur rafmagnið lært af símanum? Sigurður Jóhannesson skrifar Skoðun „Fé fylgi sjúklingi – ný útfærsla“ Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál eru orkumál Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lánakvótar opna á nýja möguleika í hagstjórn Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Ahimsa: Siðferði kjöts og innflytjendamála Rajan Parrikar skrifar Skoðun Valkyrjustjórnin skyldi íslensk flugfélög til gæludýraflutninga í farþegaflugvélum Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Stigmögnun ofbeldis í nánum samböndum Kristín Snorradóttir skrifar Skoðun Brottvísanir frá sjónarhorni íslenskukennara Sigurlín Bjarney Gísladóttir skrifar Skoðun Mun ný ríkisstjórn Íslands endurskoða hvalveiðileyfið? Elissa Phillips skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við raforkuöryggi almennings til framtíðar? Dagur Helgason skrifar Skoðun Erindisleysa Kennarasambandsins Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Óvenjuleg hálka Sara Oskarsson skrifar Skoðun Það eru margar leiðir til að lækka vexti Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Voru aðdragandi og úrslit þingkosninga lýðræðisleg? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Krísan sem heimurinn hundsar: kynbundið ofbeldi í átökum Birta B. Kjerúlf ,Kjartan Ragnarsson skrifar Sjá meira
Á seinustu misserum hafa nemendur haft sterka rödd innan háskólaráðs sem hefur skipt sköpum í okkar stærstu baráttumálum. Röskva hefur meðal annars leitt baráttuna þegar kemur að uppbyggingu stúdentagarða á háskólasvæðinu og þeirri baráttu viljum við halda áfram. Lykillinn að því að rödd stúdenta verði áfram sterk er hins vegar árangursríkt samstarf milli allra þeirra sem starfa í umboði nemenda innan háskólaráðs og í nefndum ráðsins. Við leggjum til að stofnaður verði samráðsvettvangur allra þeirra fulltrúa stúdenta sem koma að hagsmunabaráttu nemenda bæði á fundum háskólaráðs og í nefndum þess. Núna þegar fjármögnun til skólans virðist loksins vera á leið í rétta átt er mikilvægt að fulltrúar stúdenta berjist fyrir því að þessir fjármunir renni til þeirra mála sem stúdentar hafa barist fyrir. Þau mál eru meðal annars bætt kennsla, aðstaða, aukin sálfræðiaðstoð við nemendur skólans og hvernig jafnrétti allra til náms sé tryggt. Jafnrétti er eitt af þremur gildum Háskóla Íslands en sjálf höfum við kynnst baráttunni fyrir jöfnum rétti í gegnum sjálfboðaliðastarf og stjórnarsetu í Samtökunum '78 og Druslugöngunni. Nýleg barátta kvenna í vísindasamfélaginu undir myllumerkjunum #metoo og #ískuggavaldsins síðastliðna mánuði minnir óneitanlega á það hversu mikið verk er enn óunnið í jafnréttismálum innan háskólasamfélagsins. Þar eiga nemendur að vera leiðandi og þrýsta á skólann að þessi mál verði tekin föstum tökum. Þegar kemur að skipulagsmálum á háskólasvæðinu eru þrír þættir sem snerta stúdenta hvað mest. Mikill árangur hefur náðst á undanförnum mánuðum með kröftugri baráttu fulltrúa nemenda í háskólaráði en á tímabili leit út fyrir að hætt yrði við uppbyggingu stúdentaíbúða við Gamla Garð. Stofnaður var samráðshópur um uppbyggingu á þeim reit og krafðist fulltrúi Röskvu í háskólaráði þess að nemendur fengju sæti í þeim hópi. Niðurstaða samráðshópsins var kynnt fyrr í vikunni í kjölfar samþykktar háskólaráðs á samkomulagi Háskóla Íslands og Félagsstofnunar stúdenta. Samkomulagið felur í sér að ekki aðeins verður byggt á reitnum, heldur að lóðir fyrir frekari uppbyggingu stúdentaíbúða á háskólasvæðinu verði afhentar á næstu árum. Þessi sigur hefði ekki náðst ef ekki væri fyrir öfluga baráttu stúdenta fyrir uppbyggingu stúdentaíbúða. Í komandi kosningum til háskólaráðs verður ekki aðeins kosið um stefnumál heldur bæði um hugmyndafræði og það fólk sem við viljum að leiði okkar baráttu. Við í Röskvu erum óhrædd við að beita pólitískum þrýstingi í kröfum okkar um jafnan rétt allra til náms. Við höfum sýnt hverju við getum náð fram með öflugri baráttu og nú þurfum við þinn stuðning til að halda henni áfram.Höfundar eru í 1. og 2. sæti á lista Röskvu til háskólaráðs.
Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar
Skoðun Valkyrjustjórnin skyldi íslensk flugfélög til gæludýraflutninga í farþegaflugvélum Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Krísan sem heimurinn hundsar: kynbundið ofbeldi í átökum Birta B. Kjerúlf ,Kjartan Ragnarsson skrifar