Fyrirsætur fá búningsklefa í fyrsta skipti Ritstjórn skrifar 7. febrúar 2018 17:45 Glamour/Getty Á tískuvikunni hingað til hafa fyrirsætur ekki verið með neinn almennilegan stað til að skipta um föt, og hafa þessvegna þurft að gera það fyrir allra augum. En nú hafa samtök fatahönnuða (CFDA) unnið með samtökum fyrirsæta (Model Alliance) að því að fá alvöru búningsklefa og góðar aðstæður fyrir fyrirsætur baksviðs. Aðstæður fyrirsæta á tískuvikunni hafa ekki verið góðar hingað til, en unnið er að því að bæta þær. Baksviðs á tískuvikunni er mikil mannmergð, þar sem ljósmyndarar, förðunarfræðingar og hönnuðir og aðstoðarmenn koma saman fyrir sýningu og á meðan henni stendur. Fyrirsætur hafa gagnrýnt þá ljósmyndun sem fer fram á staðnum, þær séu ekki spurðar um leyfi og oft eru teknar myndir af þeim þegar þær eru að skipta um föt. Það er ótrúlegt að þetta skuli hafa tekið svona langan tíma, þar sem friður til að skipta um föt ætti að vera sjálfsagður, þá sérstaklega í aðstæðum sem þessum. En þetta er svo sannarlega skref í rétta átt, það mætti bara ganga hraðar. Mest lesið Ein vinsælasta lýtaaðgerðin í dag Glamour Inga leiðir byltingu í tískuheiminum Glamour Lorde á forsíðu Vogue Glamour Ný herferð Balenciaga markar kaflaskil Glamour Nýr ritstjóri, nýir tímar breska Vogue Glamour Fötin sem konur vilja klæðast Glamour Hin mörgu andlit Cate Blanchett Glamour Fyrstu myndir frá endurfundi Love Actually birtar Glamour Heidi Klum klónaði sig fyrir hrekkjavökuna Glamour Heidi Klum óþekkjanleg á Hrekkjavökunni Glamour
Á tískuvikunni hingað til hafa fyrirsætur ekki verið með neinn almennilegan stað til að skipta um föt, og hafa þessvegna þurft að gera það fyrir allra augum. En nú hafa samtök fatahönnuða (CFDA) unnið með samtökum fyrirsæta (Model Alliance) að því að fá alvöru búningsklefa og góðar aðstæður fyrir fyrirsætur baksviðs. Aðstæður fyrirsæta á tískuvikunni hafa ekki verið góðar hingað til, en unnið er að því að bæta þær. Baksviðs á tískuvikunni er mikil mannmergð, þar sem ljósmyndarar, förðunarfræðingar og hönnuðir og aðstoðarmenn koma saman fyrir sýningu og á meðan henni stendur. Fyrirsætur hafa gagnrýnt þá ljósmyndun sem fer fram á staðnum, þær séu ekki spurðar um leyfi og oft eru teknar myndir af þeim þegar þær eru að skipta um föt. Það er ótrúlegt að þetta skuli hafa tekið svona langan tíma, þar sem friður til að skipta um föt ætti að vera sjálfsagður, þá sérstaklega í aðstæðum sem þessum. En þetta er svo sannarlega skref í rétta átt, það mætti bara ganga hraðar.
Mest lesið Ein vinsælasta lýtaaðgerðin í dag Glamour Inga leiðir byltingu í tískuheiminum Glamour Lorde á forsíðu Vogue Glamour Ný herferð Balenciaga markar kaflaskil Glamour Nýr ritstjóri, nýir tímar breska Vogue Glamour Fötin sem konur vilja klæðast Glamour Hin mörgu andlit Cate Blanchett Glamour Fyrstu myndir frá endurfundi Love Actually birtar Glamour Heidi Klum klónaði sig fyrir hrekkjavökuna Glamour Heidi Klum óþekkjanleg á Hrekkjavökunni Glamour