Borgarstjóri vísaði Eyþóri á dyr í Höfða Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. febrúar 2018 12:01 Eyþór Arnalds og Dagur B. Eggertsson ætla sér borgarstjórastólinn. Vísir Eyþór Arnalds, borgarstjóraefni Sjálfstæðisflokksins, þurfti frá að hverfa á fundi þingmanna Reykjavíkur og borgarstjórnar í Höfða eftir hádegið í gær. Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra og þingmaður Sjálfstæðisflokksins í borginni, tók Eyþór með sér á fundinn. „Guðlaugur Þór utanríkisráðherra biður mig að mæta með sér klukkan hálf þrjú að hitta borgarstjórn. Ég er nýr oddviti í þeim flokki sem er stærstur og þigg það strax. Ég tel það gott fyrir Reykvíkinga að þingmenn fái skýra og sterka rödd sem segir ríkinu að gleyma okkur ekki, um það snýst samtalið,“ segir Eyþór í samtali við Fréttablaðið. Samkvæmt heimildum Vísis ráku margir fundargestir upp stór augu þegar þeir sáu Eyþór í Höfða. Meðal þeirra sem þangað voru mættir voru Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni. Fundurinn er ekki sá fyrsti sinnar tegundar. Nú stendur yfir kjördæmavika þingmanna og hafa slíkar vikur áður verið nýttar til funda á borð við þennan. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri varð var við Eyþór og benti honum á að um væri að ræða fund fyrir þingmenn borgarinnar og borgarstjórn. Honum væri því ekki boðið frekar en öðrum sem ekki hefðu fengið fundarboð. Guðlaugur Þór Þórðarson dómsmálaráðherra er þingmaður Sjálfstæðismanna í Reykjavík.vísir/stefánÆtlaði að setjast við fundarborðið Eyþór hélt þó kyrru fyrir og þegar borgarstjóri bauð fundargestum um að fá sér sæti, nú skyldi fundað, ætlaði Eyþór að tylla sér við borðið. „En þá bar svo við að Dagur vildi ekki þiggja þess aðstoð og sagði þetta ekki frambjóðendafund. Þannig að ég kvaddi bara kaffiboðið og sagði við hann að það væri fínt þá að halda frambjóðendafund sem fyrst og að hann skyldi haldinn í Höfða,“ bætir Eyþór við. Guðlaugur Þór maldaði í móinn fyrir flokksfélaga sinn sem ákvað þó að yfirgefa samkomuna. Dagur segir í samtali við Vísi málið ósköp einfalt. „Í kjördæmaviku hittast þingmenn Reykjavíkur og borgarfulltrúar. Eyþór mætti þarna fyrir einhvers konar mistök. Frambjóðendum var alls ekki boðið. Ég er viss um að Vigdís Hauksdóttir hefði líka verið til í að koma. Það verður bara að halda sérfund fyrir þau. Við gerum það bara ef áhugi er fyrir hendi.“ Vísaði Dagur til þess að Vigdís Hauksdóttir væri sömuleiðis oddviti í Reykjavík, fyrir Miðflokkinn.Utanríkisráðherra steinhissa Guðlaugur Þór Þórðarson segist ekki hafa trúað því sem fyrir augu bar á fundinum í gær. „Ég algjörlega axla ábyrgð í þessu máli. Ég verð að viðurkenna að þótt ég hafi verið í stjórnmálum nokkuð lengi hafði ég ekki hugmyndaflug í að svona yrði tekið á málinu,“ segir Guðlaugur í samtali við Vísi.Uppfært klukkan 13:02 með ummælum frá Guðlaugi Þór. Sveitarstjórnarkosningar Tengdar fréttir Dagur heldur velli en Eyþór sækir á Meirihluti Samfylkingar, Bjartrar framtíðar, Pírata og Vinstri grænna héldi velli í borgarstjórn Reykjavíkur, samkvæmt könnun Gallups. 8. febrúar 2018 07:47 Dagur og Eyþór tókust á um borgarmálin: „Einhver versta hugmynd sem Vesturbæingar hafa væntanlega heyrt“ Þá sagði borgarstjóri að byrjað verði að hanna 3000 íbúðir fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor. Eyþór sagði fólk flýja borgina vegna svikinna kosningaloforða meirihlutans. 4. febrúar 2018 13:15 Líf vill áframhaldandi samstarf við Dag Vinstri grænir í lykilstöðu í borginni. 12. febrúar 2018 11:39 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Dagur strikaður niður um sæti Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Fleiri fréttir Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Sjá meira
Eyþór Arnalds, borgarstjóraefni Sjálfstæðisflokksins, þurfti frá að hverfa á fundi þingmanna Reykjavíkur og borgarstjórnar í Höfða eftir hádegið í gær. Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra og þingmaður Sjálfstæðisflokksins í borginni, tók Eyþór með sér á fundinn. „Guðlaugur Þór utanríkisráðherra biður mig að mæta með sér klukkan hálf þrjú að hitta borgarstjórn. Ég er nýr oddviti í þeim flokki sem er stærstur og þigg það strax. Ég tel það gott fyrir Reykvíkinga að þingmenn fái skýra og sterka rödd sem segir ríkinu að gleyma okkur ekki, um það snýst samtalið,“ segir Eyþór í samtali við Fréttablaðið. Samkvæmt heimildum Vísis ráku margir fundargestir upp stór augu þegar þeir sáu Eyþór í Höfða. Meðal þeirra sem þangað voru mættir voru Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni. Fundurinn er ekki sá fyrsti sinnar tegundar. Nú stendur yfir kjördæmavika þingmanna og hafa slíkar vikur áður verið nýttar til funda á borð við þennan. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri varð var við Eyþór og benti honum á að um væri að ræða fund fyrir þingmenn borgarinnar og borgarstjórn. Honum væri því ekki boðið frekar en öðrum sem ekki hefðu fengið fundarboð. Guðlaugur Þór Þórðarson dómsmálaráðherra er þingmaður Sjálfstæðismanna í Reykjavík.vísir/stefánÆtlaði að setjast við fundarborðið Eyþór hélt þó kyrru fyrir og þegar borgarstjóri bauð fundargestum um að fá sér sæti, nú skyldi fundað, ætlaði Eyþór að tylla sér við borðið. „En þá bar svo við að Dagur vildi ekki þiggja þess aðstoð og sagði þetta ekki frambjóðendafund. Þannig að ég kvaddi bara kaffiboðið og sagði við hann að það væri fínt þá að halda frambjóðendafund sem fyrst og að hann skyldi haldinn í Höfða,“ bætir Eyþór við. Guðlaugur Þór maldaði í móinn fyrir flokksfélaga sinn sem ákvað þó að yfirgefa samkomuna. Dagur segir í samtali við Vísi málið ósköp einfalt. „Í kjördæmaviku hittast þingmenn Reykjavíkur og borgarfulltrúar. Eyþór mætti þarna fyrir einhvers konar mistök. Frambjóðendum var alls ekki boðið. Ég er viss um að Vigdís Hauksdóttir hefði líka verið til í að koma. Það verður bara að halda sérfund fyrir þau. Við gerum það bara ef áhugi er fyrir hendi.“ Vísaði Dagur til þess að Vigdís Hauksdóttir væri sömuleiðis oddviti í Reykjavík, fyrir Miðflokkinn.Utanríkisráðherra steinhissa Guðlaugur Þór Þórðarson segist ekki hafa trúað því sem fyrir augu bar á fundinum í gær. „Ég algjörlega axla ábyrgð í þessu máli. Ég verð að viðurkenna að þótt ég hafi verið í stjórnmálum nokkuð lengi hafði ég ekki hugmyndaflug í að svona yrði tekið á málinu,“ segir Guðlaugur í samtali við Vísi.Uppfært klukkan 13:02 með ummælum frá Guðlaugi Þór.
Sveitarstjórnarkosningar Tengdar fréttir Dagur heldur velli en Eyþór sækir á Meirihluti Samfylkingar, Bjartrar framtíðar, Pírata og Vinstri grænna héldi velli í borgarstjórn Reykjavíkur, samkvæmt könnun Gallups. 8. febrúar 2018 07:47 Dagur og Eyþór tókust á um borgarmálin: „Einhver versta hugmynd sem Vesturbæingar hafa væntanlega heyrt“ Þá sagði borgarstjóri að byrjað verði að hanna 3000 íbúðir fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor. Eyþór sagði fólk flýja borgina vegna svikinna kosningaloforða meirihlutans. 4. febrúar 2018 13:15 Líf vill áframhaldandi samstarf við Dag Vinstri grænir í lykilstöðu í borginni. 12. febrúar 2018 11:39 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Dagur strikaður niður um sæti Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Fleiri fréttir Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Sjá meira
Dagur heldur velli en Eyþór sækir á Meirihluti Samfylkingar, Bjartrar framtíðar, Pírata og Vinstri grænna héldi velli í borgarstjórn Reykjavíkur, samkvæmt könnun Gallups. 8. febrúar 2018 07:47
Dagur og Eyþór tókust á um borgarmálin: „Einhver versta hugmynd sem Vesturbæingar hafa væntanlega heyrt“ Þá sagði borgarstjóri að byrjað verði að hanna 3000 íbúðir fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor. Eyþór sagði fólk flýja borgina vegna svikinna kosningaloforða meirihlutans. 4. febrúar 2018 13:15
Líf vill áframhaldandi samstarf við Dag Vinstri grænir í lykilstöðu í borginni. 12. febrúar 2018 11:39