Upp, upp mín sál og allt mitt streð Sif Sigmarsdóttir skrifar 10. febrúar 2018 07:00 Fátt er samtímanum meira framandi en iðjuleysi. Við tökum okkur hvíld frá amstrinu aðeins til að geta snúið okkur að því aftur. Svo mælir breski heimspekingurinn John Gray í bók sinni Straw Dogs: Thoughts on Humans and Other Animals sem kom út árið 2002. Í bókinni, sem varð óvænt metsölubók, hafnar Gray framþróun mannkyns. Hann segir hugmyndir samtímans um framþróun ekkert annað en goðsögn. Því siðmenning er ekki varanlegt, ófrávíkjanlegt ástand heldur tímabundið fyrirkomulag sem lætur undan um leið og það verður fyrir álagi. Þótt línuleg framþróun sé möguleg þegar kemur að tækni og vísindum – skref fyrir skref bætist við ný þekking og gamlar kenningar glatast sem reyndust rangar – á það sama ekki við um mannlegt samfélag. Skoðanir, siðferði, stjórnmál, hvað þykir rétt og rangt hverfist í hringi. Það sem þykir siðferðilega rangt í dag getur þótt í fínu lagi á morgun. Þótt við lifum í sátt og samlyndi í dag getum við verið komin í hár saman á morgun. Það versta við framþróun mannkynsins að sögn Gray er hins vegar ekki sú staðreynd að hún er aðeins mýta; það versta er að hún er endalaus. Gray segir trú samtímans á endalausa framþróun leiða af sér kröfu um meiri vinnu en fordæmi séu fyrir. Ástæðan sé sú að „framþróun fordæmir iðjuleysi. Að ná hæstu hæðum mennskunnar útheimtir mikla vinnu; í raun óendanlega mikla, því þegar einum tindi er náð blasir annar við“. Stærstu mistök þróunarsögunnar John Gray er ekki eini fræðimaðurinn sem skrifað hefur óvæntan smell um þróun mannsins þar sem vinnuárátta samtímans er gagnrýnd. Sapiens: A Brief History of Humankind er metsölubók eftir ísraelskan sagnfræðing, Yuval Noah Harari. Í henni rekur Harari óhóflegt vinnuálag mannsins aftur til landbúnaðarbyltingarinnar. Harari segir að í 2,5 milljón ár hafi ættkvísl mannsins lifað góðu lífi sem veiðimenn og safnarar. Fyrir tíu þúsund árum tók maðurinn hins vegar að helga hverja vökustund vinnu við að halda lífi í plöntum og skepnum; sá, vökva, reita arfa og fæða skepnur. Segir Harari að vinnustundum sem fóru í fæðuöflun hafi snarfjölgað við landbúnaðarbyltinguna. Byltingin sem átti að létta undir með manninum hafi þvert á móti dæmt hann í ánauð. Hvern erum við að sannfæra? Mikið hefur verið rætt um styttingu vinnuvikunnar undanfarna daga. Píratar lögðu fram á Alþingi frumvarp um málið, Reykjavíkurborg hélt málþing og fyrirtækið Hugsmiðjan kynnti áhrifin sem slík aðgerð hafði á starfsemi þess. Rökin sem styðja styttri vinnuviku virðast mörg. Píratar nefna að Ísland komi illa út úr skýrslu OECD þegar mælt er jafnvægi milli vinnu og frítíma; mælingar Reykjavíkurborgar og Hugsmiðjunnar sýndu að styttri vinnuvika eykur afköst og fækkar veikindadögum. Allt eru þetta fínustu rök. En stóra spurningin er þessi: Hvern erum við að reyna að sannfæra? „Hagvöxtur á Norðurlöndunum mestur á Íslandi“. Svo hljóðaði fyrirsögn á visir.is í vikulok. John Gray hefur á réttu að standa. Við erum þrælar goðsagnar. Landbúnaðarbyltingin, iðnbyltingin, tæknibyltingin. Færibandið, ryksugan, gufuvélin, uppþvottavélin, tölvan, tölvupósturinn. Ekkert léttir undir með okkur því á okkur hvílir krafa um eilífa framþróun, endalausan vöxt. Upp, upp mín sál og allt mitt streð. Vinnan er okkar sáluhjálp, hagkerfið okkar guð, hagfræðin kennisetningin, hagfræðingar klerkarnir og hagvöxturinn himnaríki. Eins og Astekarnir forðum fórnum við lífi og limum á altari uppdiktaðra guða. Helstu rökin fyrir styttri vinnuviku eru: Af því að við viljum það. Af því að við krefjumst þess. Við lifum í einu ríkasta landi heims á einu blómlegasta skeiði mannkynssögunnar. Við ættum ekki að þurfa að rökstyðja ósk okkar um að eyða meiri tíma með börnunum okkar, við ættum ekki að þurfa að biðja um leyfi til að eiga tíma aflögu fyrir áhugamál, vini, gönguferðir, bóklestur, sjónvarpsgláp – eða iðjuleysi. Af hverju styttri vinnuviku? Af því bara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sif Sigmarsdóttir Mest lesið Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Lifandi dauð! Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Skoðun mín á alþingiskosningum 2024 Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Er þetta gott plan í heilbrigðismálum? Jón Ívar Einarsson Skoðun Það hafa allir sjötta skilningarvit Matthildur Björnsdóttir Skoðun Viltu að barnabörnin þín verði fátækir leiguliðar? Hildur Þórðardóttir Skoðun Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Leikskólavandinn? Hópur leikskólakennara og starfsfólks leikskóla í Reykjavík Skoðun Skoðun Skoðun Lifandi dauð! Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Það hafa allir sjötta skilningarvit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Skoðun mín á alþingiskosningum 2024 Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar Skoðun Hlustið á fólkið í skólunum? Dóra Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægasta atkvæðið Kristbjörg Þórisdóttir skrifar Skoðun Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Sjá meira
Fátt er samtímanum meira framandi en iðjuleysi. Við tökum okkur hvíld frá amstrinu aðeins til að geta snúið okkur að því aftur. Svo mælir breski heimspekingurinn John Gray í bók sinni Straw Dogs: Thoughts on Humans and Other Animals sem kom út árið 2002. Í bókinni, sem varð óvænt metsölubók, hafnar Gray framþróun mannkyns. Hann segir hugmyndir samtímans um framþróun ekkert annað en goðsögn. Því siðmenning er ekki varanlegt, ófrávíkjanlegt ástand heldur tímabundið fyrirkomulag sem lætur undan um leið og það verður fyrir álagi. Þótt línuleg framþróun sé möguleg þegar kemur að tækni og vísindum – skref fyrir skref bætist við ný þekking og gamlar kenningar glatast sem reyndust rangar – á það sama ekki við um mannlegt samfélag. Skoðanir, siðferði, stjórnmál, hvað þykir rétt og rangt hverfist í hringi. Það sem þykir siðferðilega rangt í dag getur þótt í fínu lagi á morgun. Þótt við lifum í sátt og samlyndi í dag getum við verið komin í hár saman á morgun. Það versta við framþróun mannkynsins að sögn Gray er hins vegar ekki sú staðreynd að hún er aðeins mýta; það versta er að hún er endalaus. Gray segir trú samtímans á endalausa framþróun leiða af sér kröfu um meiri vinnu en fordæmi séu fyrir. Ástæðan sé sú að „framþróun fordæmir iðjuleysi. Að ná hæstu hæðum mennskunnar útheimtir mikla vinnu; í raun óendanlega mikla, því þegar einum tindi er náð blasir annar við“. Stærstu mistök þróunarsögunnar John Gray er ekki eini fræðimaðurinn sem skrifað hefur óvæntan smell um þróun mannsins þar sem vinnuárátta samtímans er gagnrýnd. Sapiens: A Brief History of Humankind er metsölubók eftir ísraelskan sagnfræðing, Yuval Noah Harari. Í henni rekur Harari óhóflegt vinnuálag mannsins aftur til landbúnaðarbyltingarinnar. Harari segir að í 2,5 milljón ár hafi ættkvísl mannsins lifað góðu lífi sem veiðimenn og safnarar. Fyrir tíu þúsund árum tók maðurinn hins vegar að helga hverja vökustund vinnu við að halda lífi í plöntum og skepnum; sá, vökva, reita arfa og fæða skepnur. Segir Harari að vinnustundum sem fóru í fæðuöflun hafi snarfjölgað við landbúnaðarbyltinguna. Byltingin sem átti að létta undir með manninum hafi þvert á móti dæmt hann í ánauð. Hvern erum við að sannfæra? Mikið hefur verið rætt um styttingu vinnuvikunnar undanfarna daga. Píratar lögðu fram á Alþingi frumvarp um málið, Reykjavíkurborg hélt málþing og fyrirtækið Hugsmiðjan kynnti áhrifin sem slík aðgerð hafði á starfsemi þess. Rökin sem styðja styttri vinnuviku virðast mörg. Píratar nefna að Ísland komi illa út úr skýrslu OECD þegar mælt er jafnvægi milli vinnu og frítíma; mælingar Reykjavíkurborgar og Hugsmiðjunnar sýndu að styttri vinnuvika eykur afköst og fækkar veikindadögum. Allt eru þetta fínustu rök. En stóra spurningin er þessi: Hvern erum við að reyna að sannfæra? „Hagvöxtur á Norðurlöndunum mestur á Íslandi“. Svo hljóðaði fyrirsögn á visir.is í vikulok. John Gray hefur á réttu að standa. Við erum þrælar goðsagnar. Landbúnaðarbyltingin, iðnbyltingin, tæknibyltingin. Færibandið, ryksugan, gufuvélin, uppþvottavélin, tölvan, tölvupósturinn. Ekkert léttir undir með okkur því á okkur hvílir krafa um eilífa framþróun, endalausan vöxt. Upp, upp mín sál og allt mitt streð. Vinnan er okkar sáluhjálp, hagkerfið okkar guð, hagfræðin kennisetningin, hagfræðingar klerkarnir og hagvöxturinn himnaríki. Eins og Astekarnir forðum fórnum við lífi og limum á altari uppdiktaðra guða. Helstu rökin fyrir styttri vinnuviku eru: Af því að við viljum það. Af því að við krefjumst þess. Við lifum í einu ríkasta landi heims á einu blómlegasta skeiði mannkynssögunnar. Við ættum ekki að þurfa að rökstyðja ósk okkar um að eyða meiri tíma með börnunum okkar, við ættum ekki að þurfa að biðja um leyfi til að eiga tíma aflögu fyrir áhugamál, vini, gönguferðir, bóklestur, sjónvarpsgláp – eða iðjuleysi. Af hverju styttri vinnuviku? Af því bara.
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun