Telja að blaðamaður hafi verið myrtur vegna umfjöllunar um meint skattsvik Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 26. febrúar 2018 18:49 Margir hafa kveikt á kertum fyrir Ján Kuciak í Slóvakíu. EPA/Vísir Blaðamaður í Slóvakíu var myrtur ásamt unnustu sinni og er talið að morðin tengist starfi hans. Ján Kuciak var 27 ára gamalll og var að rannsaka ásakanir um skattsvik viðskiptamanna tengdum stærsta stjórnmálaflokknum í Slóvakíu. Lík Kuciak og unnustu hans Martinu Kušnírová fundust á heimili sínu á sunnudag eftir að áhyggjufullir ættingjar höfðu samband við lögreglu. Hafði þá ekki heyrst frá þeim í viku. Samkvæmt frétt Guardian voru þau skotin og er haft eftir lögreglumanninum Tibor Gašpar að þetta tengist líklega rannsóknarblaðamennsku. Kuciak skrifaði fyrir fréttavefinn Aktuality.sk og skrifaði þar aðallega um skattamál. Í frétt Guardian kemur fram að síðasta fréttin hans hafi birst þann 9. febrúar og hafi verið um hugsanleg skattsvik í kringum lúxusíbúðirnar Five Star Residence. Hafði hann rannsakað þetta mál í einhvern tíma. Í október skrifaði hann á Facebook um símtal með hótunum frá viðskiptamanni sem tengdist málinu. „Það eru 44 dagar síðan ég lagði fram kæru... vegna hótana.“ Lögregla veit ekki hvenær parið var skotið en telur að það hafi verið einhvern tíman á milli fimmtudags og sunnudags. Það voru merki um að unnustan hefði reynt að fela sig fyrir morðingja sínum. Ríkisstjórn Slóvakíu hefur lofað háum fundarlaunum fyrir þann sem getur gefið upplýsingar um þá sem frömdu ódæðið. Robert Fico forsætisráðherra sagði í tilkynningu að ef það sannaðist að málið tengdist starfi blaðamannsins væri það „árás á frelsi fjölmiðla og lýðræðið í Slóvakíu.“ Fjölmiðlar Slóvakía Mest lesið Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Innlent Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Erlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Innlent Fleiri fréttir Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Sjá meira
Blaðamaður í Slóvakíu var myrtur ásamt unnustu sinni og er talið að morðin tengist starfi hans. Ján Kuciak var 27 ára gamalll og var að rannsaka ásakanir um skattsvik viðskiptamanna tengdum stærsta stjórnmálaflokknum í Slóvakíu. Lík Kuciak og unnustu hans Martinu Kušnírová fundust á heimili sínu á sunnudag eftir að áhyggjufullir ættingjar höfðu samband við lögreglu. Hafði þá ekki heyrst frá þeim í viku. Samkvæmt frétt Guardian voru þau skotin og er haft eftir lögreglumanninum Tibor Gašpar að þetta tengist líklega rannsóknarblaðamennsku. Kuciak skrifaði fyrir fréttavefinn Aktuality.sk og skrifaði þar aðallega um skattamál. Í frétt Guardian kemur fram að síðasta fréttin hans hafi birst þann 9. febrúar og hafi verið um hugsanleg skattsvik í kringum lúxusíbúðirnar Five Star Residence. Hafði hann rannsakað þetta mál í einhvern tíma. Í október skrifaði hann á Facebook um símtal með hótunum frá viðskiptamanni sem tengdist málinu. „Það eru 44 dagar síðan ég lagði fram kæru... vegna hótana.“ Lögregla veit ekki hvenær parið var skotið en telur að það hafi verið einhvern tíman á milli fimmtudags og sunnudags. Það voru merki um að unnustan hefði reynt að fela sig fyrir morðingja sínum. Ríkisstjórn Slóvakíu hefur lofað háum fundarlaunum fyrir þann sem getur gefið upplýsingar um þá sem frömdu ódæðið. Robert Fico forsætisráðherra sagði í tilkynningu að ef það sannaðist að málið tengdist starfi blaðamannsins væri það „árás á frelsi fjölmiðla og lýðræðið í Slóvakíu.“
Fjölmiðlar Slóvakía Mest lesið Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Innlent Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Erlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Innlent Fleiri fréttir Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Sjá meira