Búast má við hitafundi í Valhöll síðdegis í dag Jóhann Óli Eiðsson skrifar 22. febrúar 2018 07:00 Búast má við að skipst verði á skoðunum í Valhöll í kvöld. Vísir/GVA „Þetta verður ekki hljóðlátur fundur hver svo sem niðurstaðan verður,“ segir fulltrúi í Verði, fulltrúaráði sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík. Ráðið fundar í kvöld mun eiga lokaorðið um framboðslista flokksins fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Í fyrra var samþykkt í fulltrúaráðinu að halda leiðtogakjör í stað hefðbundins prófkjörs fyrir kosningarnar. Eyþór Arnalds varð hlutskarpastur í því kjöri en að því loknu tók kjörnefnd við og stillti upp í önnur sæti listans. Þeirri vinnu lauk síðasta mánudag. Aðeins einn sitjandi borgarfulltrúi, Marta Guðjónsdóttir, er á listanum en þar er hvorki að finna Kjartan Magnússon, sem verið hefur verið borgarfulltrúi frá 1999, eða Áslaugu Friðriksdóttur. Það eru skiptar skoðanir meðal þess Sjálfstæðisfólks sem Fréttablaðið ræddi við í gær um ágæti aðferðarinnar við valið á listanum. Hluti er ánægður með fyrirkomulagið og sagði að um nauðsynlegar breytingar væri að ræða. Núverandi borgarfulltrúar hefðu ekki staðið sína vakt og það sæist best á stöðu flokksins í borginni. Brýnt væri að hleypa inn fersku blóði. Öðrum þykir illa vegið að Áslaugu og Kjartani. „Þessi listi ber það með sér að Guðlaugur Þór Þórðarson og hans armur hafi haft nokkuð mikið um hann að segja. Það var eiginlega ljóst í hvað stefndi strax þegar sú leið var samþykkt að halda leiðtogakjör,“ segir einn þeirra sem Fréttablaðið ræddi við. „Fulltrúaráðið samþykkti kjörið og á stærstan hluta í kjörnefndinni þannig þetta var viðbúið.“Vilja skapa rými Flestir eru einróma um það að það væri einn fylgifiska stjórnmála að fólk reyndi að koma sínu fólki að og til áhrifa. Ekkert væri óeðlilegt við það. Hins vegar þótti ýmsum aðferðin ekki til eftirbreytni. „Mér þykir þetta ekki gefa gott fordæmi. Ef vinnubrögð sambærileg þessum eru komin til að vera hugsa ég að fylgi flokksins gæti minnkað skarpt,“ segir annar heimildarmaður blaðsins. Sem fyrr segir er Eyþór Arnalds í fyrsta sæti listans. Í næstu sætum á eftir fylgja, samkvæmt heimildum blaðsins, Hildur Björnsdóttir, Valgerður Sigurðardóttir, Egill Þór Jónsson, áðurnefnd Marta Guðjónsdóttir og svo Katrín Atladóttir. Einn viðmælenda blaðsins segir líklegt að lögð verði fram tillaga að breytingu til að skapa rými fyrir Áslaugu og Kjartan sem myndi þá riðla röðinni. „Það hefur þó verið sterkur meirihluti í ráðinu hingað til og líklegt að svo verði áfram og að listinn verði samþykktur óbreyttur,“ segir hann. Birtist í Fréttablaðinu Sveitarstjórnarkosningar Tengdar fréttir Segir það hættuspil að setja Áslaugu og Kjartan til hliðar Prófessor í stjórnmálafræði telur að ef borgarfulltrúunum hafi verið skipt út gegn þeirra vilja geti það reynst áhættusamt fyrir Sjálfstæðisflokkinn. 20. febrúar 2018 16:30 Vilja Hildi Björnsdóttur við hlið Eyþórs Kjartan Magnússon og Áslaug Friðriksdóttir munu ekki fá sæti á lista. 20. febrúar 2018 11:25 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Dagur strikaður niður um sæti Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Fleiri fréttir Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Sjá meira
„Þetta verður ekki hljóðlátur fundur hver svo sem niðurstaðan verður,“ segir fulltrúi í Verði, fulltrúaráði sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík. Ráðið fundar í kvöld mun eiga lokaorðið um framboðslista flokksins fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Í fyrra var samþykkt í fulltrúaráðinu að halda leiðtogakjör í stað hefðbundins prófkjörs fyrir kosningarnar. Eyþór Arnalds varð hlutskarpastur í því kjöri en að því loknu tók kjörnefnd við og stillti upp í önnur sæti listans. Þeirri vinnu lauk síðasta mánudag. Aðeins einn sitjandi borgarfulltrúi, Marta Guðjónsdóttir, er á listanum en þar er hvorki að finna Kjartan Magnússon, sem verið hefur verið borgarfulltrúi frá 1999, eða Áslaugu Friðriksdóttur. Það eru skiptar skoðanir meðal þess Sjálfstæðisfólks sem Fréttablaðið ræddi við í gær um ágæti aðferðarinnar við valið á listanum. Hluti er ánægður með fyrirkomulagið og sagði að um nauðsynlegar breytingar væri að ræða. Núverandi borgarfulltrúar hefðu ekki staðið sína vakt og það sæist best á stöðu flokksins í borginni. Brýnt væri að hleypa inn fersku blóði. Öðrum þykir illa vegið að Áslaugu og Kjartani. „Þessi listi ber það með sér að Guðlaugur Þór Þórðarson og hans armur hafi haft nokkuð mikið um hann að segja. Það var eiginlega ljóst í hvað stefndi strax þegar sú leið var samþykkt að halda leiðtogakjör,“ segir einn þeirra sem Fréttablaðið ræddi við. „Fulltrúaráðið samþykkti kjörið og á stærstan hluta í kjörnefndinni þannig þetta var viðbúið.“Vilja skapa rými Flestir eru einróma um það að það væri einn fylgifiska stjórnmála að fólk reyndi að koma sínu fólki að og til áhrifa. Ekkert væri óeðlilegt við það. Hins vegar þótti ýmsum aðferðin ekki til eftirbreytni. „Mér þykir þetta ekki gefa gott fordæmi. Ef vinnubrögð sambærileg þessum eru komin til að vera hugsa ég að fylgi flokksins gæti minnkað skarpt,“ segir annar heimildarmaður blaðsins. Sem fyrr segir er Eyþór Arnalds í fyrsta sæti listans. Í næstu sætum á eftir fylgja, samkvæmt heimildum blaðsins, Hildur Björnsdóttir, Valgerður Sigurðardóttir, Egill Þór Jónsson, áðurnefnd Marta Guðjónsdóttir og svo Katrín Atladóttir. Einn viðmælenda blaðsins segir líklegt að lögð verði fram tillaga að breytingu til að skapa rými fyrir Áslaugu og Kjartan sem myndi þá riðla röðinni. „Það hefur þó verið sterkur meirihluti í ráðinu hingað til og líklegt að svo verði áfram og að listinn verði samþykktur óbreyttur,“ segir hann.
Birtist í Fréttablaðinu Sveitarstjórnarkosningar Tengdar fréttir Segir það hættuspil að setja Áslaugu og Kjartan til hliðar Prófessor í stjórnmálafræði telur að ef borgarfulltrúunum hafi verið skipt út gegn þeirra vilja geti það reynst áhættusamt fyrir Sjálfstæðisflokkinn. 20. febrúar 2018 16:30 Vilja Hildi Björnsdóttur við hlið Eyþórs Kjartan Magnússon og Áslaug Friðriksdóttir munu ekki fá sæti á lista. 20. febrúar 2018 11:25 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Dagur strikaður niður um sæti Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Fleiri fréttir Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Sjá meira
Segir það hættuspil að setja Áslaugu og Kjartan til hliðar Prófessor í stjórnmálafræði telur að ef borgarfulltrúunum hafi verið skipt út gegn þeirra vilja geti það reynst áhættusamt fyrir Sjálfstæðisflokkinn. 20. febrúar 2018 16:30
Vilja Hildi Björnsdóttur við hlið Eyþórs Kjartan Magnússon og Áslaug Friðriksdóttir munu ekki fá sæti á lista. 20. febrúar 2018 11:25