Innbrotið náðist á mynd í gagnaveri Advania Kjartan Kjartansson skrifar 21. febrúar 2018 17:33 Eyjólfur Magnús er forstjóri gagnavera Advania. Hann segir að innbrotið hafi ekki sett stórt strik í reikninginn í framkvæmdum við nýbyggingu á svæðinu. Vísir/Anton Brink Forstjóri gagnavera Advania telur líklegt að myndir úr öryggismyndavélum við gagnaver fyrirtækisins í Reykjanesbæ hafi komið lögreglu á spor þjófa sem stálu verðmætum tækjabúnaði þaðan og úr öðru gagnaveri í síðasta mánuði. Lögreglan á Suðurnesjum greindi frá því fyrr í dag að tveir íslenskir karlmenn sitji nú í gæsluvarðhaldi í tengslum við rannsókn á þremur innbrotum í gagnaver í Reykjanesbæ og Borgarbyggð þar sem samtals 600 tölvum var stolið í desember og janúar. Í tilkynningu frá Advania kemur fram að þjófarnir hafi meðal annars brotist inn í nýbyggingu á framkvæmdasvæði við gagnver fyrirtækisins á Fitjum í Reykjanesbæ um miðjan janúar. Nokkrir menn brutust inn í álmu í gagnaverinu sem ekki var tilbúin að fullu og höfðu á brott verðmætan tækjabúnað. Ekki var um að ræða búnað sem geymir gögn og því var aðeins um fjárhagslegt tjón að ræða, að sögn fyrirtækisins. Málið er sagt rannsakað sem skipulögð glæpastarfsemi. Að ósk lögreglu var ekki unnt að upplýsa um innbrotið fyrr en nú.Minnstu stolið frá AdvaniaAtvikið náðist á öryggismyndavélar. Eyjólfur Magnús Kristinsson, forstjóri Advania Data Centers, segir að sem betur fer hafi svæðið verið vel varið með öryggismyndavélum og vörðum. „Mér finnst mjög líklegt að þær upplýsingar hafi komið lögreglu á sporið,“ segir forstjórinn. Hann segist ekki geta upplýst hvers konar búnaði var stolið vegna rannsóknarhagsmuna lögreglu. Þegar brotist var inn í gagnaver við Heiðatröð í Reykjanesbæ í desember greindi lögregla frá því að 600 skjákortum, 100 aflgjöfum, 100 móðurborðum, 100 minniskubbum og 100 örgjörvum hefði verið stolið. Alls telur lögregla að verðmæti þýfisins úr innbrotunum þremur nemi um 200 milljónum króna. Eyjólfur Magnús segir að minnstum hluta hafi verið stolið frá Advania, líklega um fjórðungi eða fimmtungi heildarverðmætis þýfisins. Umfangsmikill þjófnaður úr gagnaverum Tengdar fréttir Stórfelldur þjófnaður í Borgarnesi óupplýstur Búnaðnum var stolið aðfaranótt 15. desember síðastliðinn. 28. desember 2017 16:00 Tugmilljóna tölvubúnaði stolið úr gagnaveri Tölvubúnaði að verðmæti um 20 milljónir króna var stolið úr húsnæði að Heiðartröð í Ásbrú í Reykjanesbæ aðfaranótt 6. desember. 16. desember 2017 11:55 Rannsaka þjófnað á 600 tölvum Tveir íslenskir karlmenn sitja nú í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikillar rannsóknar lögreglunnar á Suðurnesjum á þremur innbrotum í gagnaver í Reykjanesbæ og Borgarbyggð 21. febrúar 2018 14:42 Mest lesið Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Funda áfram á morgun Innlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Erlent Sánan í Vesturbæ rifin Innlent Fleiri fréttir Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Sjá meira
Forstjóri gagnavera Advania telur líklegt að myndir úr öryggismyndavélum við gagnaver fyrirtækisins í Reykjanesbæ hafi komið lögreglu á spor þjófa sem stálu verðmætum tækjabúnaði þaðan og úr öðru gagnaveri í síðasta mánuði. Lögreglan á Suðurnesjum greindi frá því fyrr í dag að tveir íslenskir karlmenn sitji nú í gæsluvarðhaldi í tengslum við rannsókn á þremur innbrotum í gagnaver í Reykjanesbæ og Borgarbyggð þar sem samtals 600 tölvum var stolið í desember og janúar. Í tilkynningu frá Advania kemur fram að þjófarnir hafi meðal annars brotist inn í nýbyggingu á framkvæmdasvæði við gagnver fyrirtækisins á Fitjum í Reykjanesbæ um miðjan janúar. Nokkrir menn brutust inn í álmu í gagnaverinu sem ekki var tilbúin að fullu og höfðu á brott verðmætan tækjabúnað. Ekki var um að ræða búnað sem geymir gögn og því var aðeins um fjárhagslegt tjón að ræða, að sögn fyrirtækisins. Málið er sagt rannsakað sem skipulögð glæpastarfsemi. Að ósk lögreglu var ekki unnt að upplýsa um innbrotið fyrr en nú.Minnstu stolið frá AdvaniaAtvikið náðist á öryggismyndavélar. Eyjólfur Magnús Kristinsson, forstjóri Advania Data Centers, segir að sem betur fer hafi svæðið verið vel varið með öryggismyndavélum og vörðum. „Mér finnst mjög líklegt að þær upplýsingar hafi komið lögreglu á sporið,“ segir forstjórinn. Hann segist ekki geta upplýst hvers konar búnaði var stolið vegna rannsóknarhagsmuna lögreglu. Þegar brotist var inn í gagnaver við Heiðatröð í Reykjanesbæ í desember greindi lögregla frá því að 600 skjákortum, 100 aflgjöfum, 100 móðurborðum, 100 minniskubbum og 100 örgjörvum hefði verið stolið. Alls telur lögregla að verðmæti þýfisins úr innbrotunum þremur nemi um 200 milljónum króna. Eyjólfur Magnús segir að minnstum hluta hafi verið stolið frá Advania, líklega um fjórðungi eða fimmtungi heildarverðmætis þýfisins.
Umfangsmikill þjófnaður úr gagnaverum Tengdar fréttir Stórfelldur þjófnaður í Borgarnesi óupplýstur Búnaðnum var stolið aðfaranótt 15. desember síðastliðinn. 28. desember 2017 16:00 Tugmilljóna tölvubúnaði stolið úr gagnaveri Tölvubúnaði að verðmæti um 20 milljónir króna var stolið úr húsnæði að Heiðartröð í Ásbrú í Reykjanesbæ aðfaranótt 6. desember. 16. desember 2017 11:55 Rannsaka þjófnað á 600 tölvum Tveir íslenskir karlmenn sitja nú í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikillar rannsóknar lögreglunnar á Suðurnesjum á þremur innbrotum í gagnaver í Reykjanesbæ og Borgarbyggð 21. febrúar 2018 14:42 Mest lesið Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Funda áfram á morgun Innlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Erlent Sánan í Vesturbæ rifin Innlent Fleiri fréttir Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Sjá meira
Stórfelldur þjófnaður í Borgarnesi óupplýstur Búnaðnum var stolið aðfaranótt 15. desember síðastliðinn. 28. desember 2017 16:00
Tugmilljóna tölvubúnaði stolið úr gagnaveri Tölvubúnaði að verðmæti um 20 milljónir króna var stolið úr húsnæði að Heiðartröð í Ásbrú í Reykjanesbæ aðfaranótt 6. desember. 16. desember 2017 11:55
Rannsaka þjófnað á 600 tölvum Tveir íslenskir karlmenn sitja nú í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikillar rannsóknar lögreglunnar á Suðurnesjum á þremur innbrotum í gagnaver í Reykjanesbæ og Borgarbyggð 21. febrúar 2018 14:42