Neyð Eyþór Arnalds skrifar 21. febrúar 2018 07:00 Staðan á húsnæðismarkaði í borginni er orðin grafalvarleg. Andvaraleysi í lóða- og húsnæðismálum hefur ýtt íbúum Reykjavíkur yfir í önnur sveitarfélög og sumir eru án úrræða. Lítið er til af húsnæði til leigu og verðið er yfir þolmörkum fyrir fjölmargt fólk. Dæmi eru um 50m2 íbúðir sem leigðar eru á 200 þúsund krónur á mánuði. Útgreidd lágmarkslaun eru 223 þúsund krónur svo það má ljóst vera að dæmið gengur ekki upp. Fyrstu kaup ungs fólks eru erfiðari vegna húsnæðisskortsins og hefur Íbúðalánasjóður bent á þann möguleika að ungt fólk búi 5 árum lengur í foreldrahúsum en það kýs. Slík staða er ekki fólki bjóðandi. Í fyrra voru aðeins 322 íbúðir fullkláraðar í Reykjavík og er það 51% færri íbúðir en árið á undan. Í Mosfellsbæ voru byggðar fleiri íbúðir en í borginni þrátt fyrir að Mosfellsbær sé miklu minna sveitarfélag en Reykjavík. Á síðustu fjórum árum hefur Reykjavík setið eftir á meðan önnur sveitarfélög hafa vaxið. Ekkert bólar á efndum loforða um þúsundir leiguíbúða sem sett voru fram fyrir síðustu kosningar.Húsnæðislausum hefur fjölgað um 95% Sárasta birtingarmynd ástandsins á húsnæðismarkaði er svo staða húsnæðislausra. Á síðustu 5 árum hefur húsnæðislausum fjölgað um 95% og hefur staðan aldrei verið verri. Á síðasta ári voru 349 manns sem töldust heimilislaus eða utangarðs í Reykjavík, en árið 2012 voru það 179 manns. Þetta er mjög alvarleg þróun á tiltölulega stuttum tíma. Það er ljóst að húsnæðisvandann þarf að leysa. Reykjavík á mikið land og getur úthlutað lóðum á ýmsum stöðum í borginni ef vilji er til. Verði ég borgarstjóri heiti ég því að framboð á búsetukostum verði stóraukið í borginni svo Reykjavík verði valkostur á ný. Möguleikarnir eru margir. Ljúka þarf uppbygginu í Úlfarsárdal, leyfa íbúabyggð í Örfirisey, Geldinganesi og Keldum svo dæmi séu tekin. Vilji er allt sem þarf.Höfundur mun leiða lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir næstu borgarstjórnarkosningar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eyþór Arnalds Mest lesið Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Maður á sviði: Narsissisti í nánu sambandi Hrafnhildur Sigmarsdóttir Skoðun Þjóðleiðir Íslands Högni Elfar Gylfason Skoðun Bílastæði eru hættulegri en þú heldur Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Köld eru kvennaráð – eða hvað? Halla Hrund Logadóttir Skoðun Brottvísanir frá sjónarhorni íslenskukennara Sigurlín Bjarney Gísladóttir Skoðun Áhrifaleysið – trúa menn því virkilega? Andrés Pétursson Skoðun Embættismenn og stjórnmálamenn 30 ára Pétur Berg Matthíasson Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh Skoðun Dýravelferð dýranna Árni Alfreðsson Skoðun Skoðun Skoðun Siðferði og ábyrgð – lykillinn að trausti Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Áhrifaleysið – trúa menn því virkilega? Andrés Pétursson skrifar Skoðun Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Embættismenn og stjórnmálamenn 30 ára Pétur Berg Matthíasson skrifar Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh skrifar Skoðun Er Vernd einkarekið fangelsi í dulargervi áfangaheimilis? Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Eftirlifendur fá friðarverðlaun Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Við getum stöðvað kynbundið ofbeldi Hildur Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Dýravelferð dýranna Árni Alfreðsson skrifar Skoðun Réttur kvenna til lífs Ólöf Embla Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Bílastæði eru hættulegri en þú heldur Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá Kvennafrídeginum árið 2025 Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Getur rafmagnið lært af símanum? Sigurður Jóhannesson skrifar Skoðun „Fé fylgi sjúklingi – ný útfærsla“ Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál eru orkumál Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lánakvótar opna á nýja möguleika í hagstjórn Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Ahimsa: Siðferði kjöts og innflytjendamála Rajan Parrikar skrifar Skoðun Valkyrjustjórnin skyldi íslensk flugfélög til gæludýraflutninga í farþegaflugvélum Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Stigmögnun ofbeldis í nánum samböndum Kristín Snorradóttir skrifar Skoðun Brottvísanir frá sjónarhorni íslenskukennara Sigurlín Bjarney Gísladóttir skrifar Skoðun Mun ný ríkisstjórn Íslands endurskoða hvalveiðileyfið? Elissa Phillips skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við raforkuöryggi almennings til framtíðar? Dagur Helgason skrifar Skoðun Erindisleysa Kennarasambandsins Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Óvenjuleg hálka Sara Oskarsson skrifar Skoðun Það eru margar leiðir til að lækka vexti Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Voru aðdragandi og úrslit þingkosninga lýðræðisleg? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Krísan sem heimurinn hundsar: kynbundið ofbeldi í átökum Birta B. Kjerúlf ,Kjartan Ragnarsson skrifar Sjá meira
Staðan á húsnæðismarkaði í borginni er orðin grafalvarleg. Andvaraleysi í lóða- og húsnæðismálum hefur ýtt íbúum Reykjavíkur yfir í önnur sveitarfélög og sumir eru án úrræða. Lítið er til af húsnæði til leigu og verðið er yfir þolmörkum fyrir fjölmargt fólk. Dæmi eru um 50m2 íbúðir sem leigðar eru á 200 þúsund krónur á mánuði. Útgreidd lágmarkslaun eru 223 þúsund krónur svo það má ljóst vera að dæmið gengur ekki upp. Fyrstu kaup ungs fólks eru erfiðari vegna húsnæðisskortsins og hefur Íbúðalánasjóður bent á þann möguleika að ungt fólk búi 5 árum lengur í foreldrahúsum en það kýs. Slík staða er ekki fólki bjóðandi. Í fyrra voru aðeins 322 íbúðir fullkláraðar í Reykjavík og er það 51% færri íbúðir en árið á undan. Í Mosfellsbæ voru byggðar fleiri íbúðir en í borginni þrátt fyrir að Mosfellsbær sé miklu minna sveitarfélag en Reykjavík. Á síðustu fjórum árum hefur Reykjavík setið eftir á meðan önnur sveitarfélög hafa vaxið. Ekkert bólar á efndum loforða um þúsundir leiguíbúða sem sett voru fram fyrir síðustu kosningar.Húsnæðislausum hefur fjölgað um 95% Sárasta birtingarmynd ástandsins á húsnæðismarkaði er svo staða húsnæðislausra. Á síðustu 5 árum hefur húsnæðislausum fjölgað um 95% og hefur staðan aldrei verið verri. Á síðasta ári voru 349 manns sem töldust heimilislaus eða utangarðs í Reykjavík, en árið 2012 voru það 179 manns. Þetta er mjög alvarleg þróun á tiltölulega stuttum tíma. Það er ljóst að húsnæðisvandann þarf að leysa. Reykjavík á mikið land og getur úthlutað lóðum á ýmsum stöðum í borginni ef vilji er til. Verði ég borgarstjóri heiti ég því að framboð á búsetukostum verði stóraukið í borginni svo Reykjavík verði valkostur á ný. Möguleikarnir eru margir. Ljúka þarf uppbygginu í Úlfarsárdal, leyfa íbúabyggð í Örfirisey, Geldinganesi og Keldum svo dæmi séu tekin. Vilji er allt sem þarf.Höfundur mun leiða lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir næstu borgarstjórnarkosningar
Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar
Skoðun Valkyrjustjórnin skyldi íslensk flugfélög til gæludýraflutninga í farþegaflugvélum Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Krísan sem heimurinn hundsar: kynbundið ofbeldi í átökum Birta B. Kjerúlf ,Kjartan Ragnarsson skrifar