„Allir skuli vera jafnir….” Nichole Leigh Mosty skrifar 21. mars 2018 10:02 Fyrir 70 árum, þann 10. desember 1948 var mannréttindalöggjöfin svonefnda samþykkt (The Universal Declaration of Human Rights), eða alhliða mannréttindayfirlýsingin, fyrsta yfirlýsingin af þessu tagi. Síðan var lögð vinna í alþjóðasamningana tvo, þar sem ákvæði hennar voru nánar útfærð, þ.e. alþjóðasamninginn um borgaraleg- og stjórnmálaleg réttindi og alþjóðasamninginn um efnahagsleg-, félagsleg- og menningarleg réttindi. Báðir samningarnir voru samþykktir á Alsherjarþinginu í desember 1966 og gengu í gildi árið 1976 (fullgiltir á Íslandi árið 1979). Réttur til jafnræðis og bann við mismunun er eitt af grundvallarhugtökum alþjóðlegu mannréttindalaganna. Ég deili hér nokkrum greinum úr sáttmálanum sem skýra vel þessi grunvallarhugtök. 1. grein: Allir eru bornir frjálsir og jafnir öðrum að virðingu og réttindum. Allir eru gæddir skynsemi og samvisku og ber að breyta bróðurlega hverjum við annan. 2. grein: Allir eiga kröfu á réttindum þeim og því frelsi sem fólgin eru í yfirlýsingu þessari og skal þar engan greinarmun gera vegna kynþáttar, litarháttar, kynferðis, tungu, trúar, stjórnmálaskoðana eða annarra skoðana, þjóðernis, uppruna, eigna, ætternis eða annarra aðstæðna. Eigi má heldur gera greinarmun á mönnum fyrir sakir stjórnskipulags lands þeirra eða landsvæðis, þjóðréttarstöðu þess eða lögsögu yfir því, hvort sem landið er sjálfstætt ríki, umráðasvæði, sjálfstjórnarlaust eða á annan hátt háð takmörkunum á fullveldi sínu. 3. grein: Allir eiga rétt til lífs, frelsis og mannhelgi. 7. grein: Allir skulu jafnir fyrir lögunum og eiga rétt á jafnri vernd þeirra, án nokkurrar mismununar. Ber öllum jafn réttur til verndar gegn hvers konar mismunun, sem í bága brýtur við yfirlýsingu þessa, svo og gagnvart hvers konar áeggjan til slíkrar mismununar. Í dag, 21. mars er alþjóðleg dagur gegn kynþáttamisrétti (International Day for the Elemination of Racial Discrimination). Í ár er áhersla lögð á að stuðla að umburðarlyndi, samþættingu, samheldni og virðingu fyrir margbreytileika, í þeim tilgangi að sporna gegn kynþáttamisrétti. Frásagnir kvenna af erlendum uppruna sem birtust þjóðinni í tengslum við #MEtoo byltinguna segja okkur að við eigum langt í land að sækja í að standa við okkar alþjóðlegu skuldbindingu fullgilds samnings. Kannski er best að ég taki fram hér að frásagnirnar sem birtust okkur eru bara hluti af fordómunum og þeirri mismunun sem innflytjendur mæta á vinnustaðnum, í kerfum og í íslensku samfélagi almennt. Ég ætla að vera svo djörf að fullyrða hér að fólk sem hingað flytur, sem er með litaða húð, mætir verstu mismununinni og fordómunum og það er ekki einungis sorglegt, það er til skammar. Ég furða mig á þessu í ljósi þess að þegar mannréttindaákvæði stjórnarskrárinnar voru endurskoðuð árið 1995, var almenn jafnréttisregla lögfest, ásamt sérreglu um jafnrétti á grundvelli kynferðis. Hljómar 65. grein stjórnarskrárinnar á eftirfarandi hátt; Allir skuli vera jafnir fyrir lögum og njóta mannréttinda án tillits til kynferðis, trúarbragða, skoðana, þjóðernisuppruna, kynþáttar, litarháttar, efnahags, ætternis og stöðu að öðru leyti. Konur og karlar skulu njóta jafns réttar í hvívetna. Svo er það þannig að í almennum lögum má víða finna ákvæði sem stefna að því að vernda jafnrétti. Helst eru það jafnréttislögin nr. 10/2008 og jafnræðisregla stjórnsýsluréttar, sbr. 11. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Jafnframt má víða finna einstök lagaákvæði sem leggja bann við mismunun eða leitast við að tryggja ákveðin réttindi. Við hljótum öll að staldra við hér og spyrja hvað við viljum gera og hvort við viljum ekki koma í veg fyrir fleiri sögur sem lýsa augljósum brotum á okkar alþjóðlegu skuldbindingum, okkar eigin lögum og gildum sem samfélag og þjóð. Við þurfum einnig að spyrja hvað við getum gert til þess að sporna gegn og útrýma mismunun og alvarlegum mannréttindabrotum, sem kynþáttamismunun svo sannarlega er. Við getum öll, hvert og eitt okkar , spornað gegn kynþáttamisrétti, fordómum og umburðarlausum viðhorfum sem eru undirliggjandi í samfélaginu. Stöndum með okkur núna á 70 ára afmæli Alhliða Mannréttindayfirlýsingarinnar. Í tilefni dagsins munum við mæta klukkan 17:00 við Hallgrímskirkju og ganga saman gegn kynþáttamisrétti, -mismunun og -fordómum. Sameinist okkur og standið upp fyrir mannréttindum! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Nichole Leigh Mosty Mest lesið Fyrstu jólin eftir ástvinamissi Anna Sigurðardóttir Skoðun Burðarásar samfélagsins Samúel Karl Ólason Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun „Þetta er ekki hægt, en það verður samt að gera þetta“ Arnar Þór Jónsson Skoðun Mýtan um sæstreng! Andrés Pétursson Skoðun Hvað er borgaraleg pólitík? Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun Það er ekki nóg að vera klár stelpa/strákur/stálp Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Íslenska, hvað? Gauti Kristmannsson Skoðun Milljónerí Hannes Örn Blandon Skoðun Skoðun Skoðun Burðarásar samfélagsins Samúel Karl Ólason skrifar Skoðun Fyrstu jólin eftir ástvinamissi Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skyndihjálp: Lykillinn að öruggara samfélagi Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki nóg að vera klár stelpa/strákur/stálp Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Kosningum lokið og hvað nú? Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun „Þetta er ekki hægt, en það verður samt að gera þetta“ Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Mýtan um sæstreng! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Kvennaárið 2025 Drífa Snædal skrifar Skoðun Bíp Bíp Bíp Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Samviskufrelsi heilbrigðisstarfsmanna ekki vandamál þegar kemur að dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Milljónerí Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er borgaraleg pólitík? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn verðmætasköpunar Sigríður Mogensen skrifar Skoðun Þorlákshöfn - byggð á tímamótum Anna Kristín Karlsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunamál fyrirtækjanna í stjórnarsáttmála Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar Skoðun Lýðræði hinna sterku Jón Páll Hreinsson skrifar Skoðun Bleikir hvolpar Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Lifandi dauð! Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Það hafa allir sjötta skilningarvit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Skoðun mín á alþingiskosningum 2024 Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar Skoðun Hlustið á fólkið í skólunum? Dóra Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægasta atkvæðið Kristbjörg Þórisdóttir skrifar Skoðun Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir 70 árum, þann 10. desember 1948 var mannréttindalöggjöfin svonefnda samþykkt (The Universal Declaration of Human Rights), eða alhliða mannréttindayfirlýsingin, fyrsta yfirlýsingin af þessu tagi. Síðan var lögð vinna í alþjóðasamningana tvo, þar sem ákvæði hennar voru nánar útfærð, þ.e. alþjóðasamninginn um borgaraleg- og stjórnmálaleg réttindi og alþjóðasamninginn um efnahagsleg-, félagsleg- og menningarleg réttindi. Báðir samningarnir voru samþykktir á Alsherjarþinginu í desember 1966 og gengu í gildi árið 1976 (fullgiltir á Íslandi árið 1979). Réttur til jafnræðis og bann við mismunun er eitt af grundvallarhugtökum alþjóðlegu mannréttindalaganna. Ég deili hér nokkrum greinum úr sáttmálanum sem skýra vel þessi grunvallarhugtök. 1. grein: Allir eru bornir frjálsir og jafnir öðrum að virðingu og réttindum. Allir eru gæddir skynsemi og samvisku og ber að breyta bróðurlega hverjum við annan. 2. grein: Allir eiga kröfu á réttindum þeim og því frelsi sem fólgin eru í yfirlýsingu þessari og skal þar engan greinarmun gera vegna kynþáttar, litarháttar, kynferðis, tungu, trúar, stjórnmálaskoðana eða annarra skoðana, þjóðernis, uppruna, eigna, ætternis eða annarra aðstæðna. Eigi má heldur gera greinarmun á mönnum fyrir sakir stjórnskipulags lands þeirra eða landsvæðis, þjóðréttarstöðu þess eða lögsögu yfir því, hvort sem landið er sjálfstætt ríki, umráðasvæði, sjálfstjórnarlaust eða á annan hátt háð takmörkunum á fullveldi sínu. 3. grein: Allir eiga rétt til lífs, frelsis og mannhelgi. 7. grein: Allir skulu jafnir fyrir lögunum og eiga rétt á jafnri vernd þeirra, án nokkurrar mismununar. Ber öllum jafn réttur til verndar gegn hvers konar mismunun, sem í bága brýtur við yfirlýsingu þessa, svo og gagnvart hvers konar áeggjan til slíkrar mismununar. Í dag, 21. mars er alþjóðleg dagur gegn kynþáttamisrétti (International Day for the Elemination of Racial Discrimination). Í ár er áhersla lögð á að stuðla að umburðarlyndi, samþættingu, samheldni og virðingu fyrir margbreytileika, í þeim tilgangi að sporna gegn kynþáttamisrétti. Frásagnir kvenna af erlendum uppruna sem birtust þjóðinni í tengslum við #MEtoo byltinguna segja okkur að við eigum langt í land að sækja í að standa við okkar alþjóðlegu skuldbindingu fullgilds samnings. Kannski er best að ég taki fram hér að frásagnirnar sem birtust okkur eru bara hluti af fordómunum og þeirri mismunun sem innflytjendur mæta á vinnustaðnum, í kerfum og í íslensku samfélagi almennt. Ég ætla að vera svo djörf að fullyrða hér að fólk sem hingað flytur, sem er með litaða húð, mætir verstu mismununinni og fordómunum og það er ekki einungis sorglegt, það er til skammar. Ég furða mig á þessu í ljósi þess að þegar mannréttindaákvæði stjórnarskrárinnar voru endurskoðuð árið 1995, var almenn jafnréttisregla lögfest, ásamt sérreglu um jafnrétti á grundvelli kynferðis. Hljómar 65. grein stjórnarskrárinnar á eftirfarandi hátt; Allir skuli vera jafnir fyrir lögum og njóta mannréttinda án tillits til kynferðis, trúarbragða, skoðana, þjóðernisuppruna, kynþáttar, litarháttar, efnahags, ætternis og stöðu að öðru leyti. Konur og karlar skulu njóta jafns réttar í hvívetna. Svo er það þannig að í almennum lögum má víða finna ákvæði sem stefna að því að vernda jafnrétti. Helst eru það jafnréttislögin nr. 10/2008 og jafnræðisregla stjórnsýsluréttar, sbr. 11. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Jafnframt má víða finna einstök lagaákvæði sem leggja bann við mismunun eða leitast við að tryggja ákveðin réttindi. Við hljótum öll að staldra við hér og spyrja hvað við viljum gera og hvort við viljum ekki koma í veg fyrir fleiri sögur sem lýsa augljósum brotum á okkar alþjóðlegu skuldbindingum, okkar eigin lögum og gildum sem samfélag og þjóð. Við þurfum einnig að spyrja hvað við getum gert til þess að sporna gegn og útrýma mismunun og alvarlegum mannréttindabrotum, sem kynþáttamismunun svo sannarlega er. Við getum öll, hvert og eitt okkar , spornað gegn kynþáttamisrétti, fordómum og umburðarlausum viðhorfum sem eru undirliggjandi í samfélaginu. Stöndum með okkur núna á 70 ára afmæli Alhliða Mannréttindayfirlýsingarinnar. Í tilefni dagsins munum við mæta klukkan 17:00 við Hallgrímskirkju og ganga saman gegn kynþáttamisrétti, -mismunun og -fordómum. Sameinist okkur og standið upp fyrir mannréttindum!
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun
Skoðun Samviskufrelsi heilbrigðisstarfsmanna ekki vandamál þegar kemur að dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir skrifar
Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar
Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun