Að etja saman yngri og eldri borgurum Egill Þór Jónsson skrifar 18. apríl 2018 06:18 Síðastliðinn laugardag voru kosningaloforð Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík kynnt fyrir fullu húsi. Til stendur að efna þau strax á næsta kjörtímabili, líkt og fram kom í máli Eyþórs Arnalds, borgarstjóraefnis flokksins. Flest loforðanna eru sjálfsögð, t.d. að börn hafi leikskólapláss við 18 mánaða aldur, að koma í veg fyrir að svifryksmengun fari yfir heilsuverndarmörk, auka skilvirkni í stjórnkerfi og samgöngum, byggja íbúðir til að anna eftirspurn á markaði og fella niður fasteignaskatt á íbúa borgarinnar, 70 ára og eldri. Eins undarlega og það kann að hljóma, þá hefur ekki tekist vel til í neinum af þessum málaflokkum á undanförnum árum.Þarf eitt að útiloka annað? Það markmið Sjálfstæðisflokksins sem hefur fengið hvað mesta athygli er að lækka álögur á eldri borgara. Flestir hafa lýst yfir ánægju sinni með þetta loforð og eru sammála um að álögur á eldri borgara séu allt of háar, tekjumöguleikar þeirra séu takmarkaðir og að þeir hafi þegar skilað sínu til samfélagsins. Aðgerðin ætti að veita þeim sem kjósa helst að búa lengur heima hjá sér betri möguleika til þess og auka þar af leiðandi valfrelsi og sjálfstæði þeirra í lífinu. Allir ættu að vera sammála um að aukið val á efri árum sé hið besta mál. Helstu röksemdir sem hafa komið fram gegn hugmyndinni eru að eldra fólk í samfélaginu sé eignameira að meðaltali en ungt fólk. Eðli máls samkvæmt stækkar eignasafn með hækkandi aldri hjá flestum þó það sé alls ekki algilt. Aukið réttlæti gagnvart eldri borgurum á þó ekki að koma niður á öðrum hópum samfélagsins. Eitt á ekki að útiloka annað og það er réttlætismál í sjálfu sér að íbúar Reykjavíkur búi við sem allra minnstar álögur. Það er miður að stjórnmálaumræðan sé ekki viturlegri en svo, að tveimur hópum (eða fleiri) sé stillt upp á móti hver öðrum í annarlegum tilgangi, einhverjir myndu kalla slíkt lýðskrum. Hugðarefni og vandamál ungs fólks í borginni eru ekki síður mikilvægt viðfangsefni en að lækka álögur á eldri borgara. Sá vandi er annars eðlis en þeirra sem eldri eru, en þó er aðeins um aðra hlið á sama peningi að ræða. Ungt fólk og tekjulægri einstaklingar í borginni eiga erfitt með að eignast húsnæði á viðráðanlegu verði. Til þess að koma til móts við þarfir þessara hópa þarf að úthluta lóðum á ódýrari stöðum en í miðborg Reykjavíkur og bjóða í auknum mæli upp á litlar og meðalstórar íbúðir.Sameinuð stöndum vér Sjálfstæðisflokkurinn lofar því að 2000 nýjar íbúðir rísi á hverju ári að jafnaði næstu fjögur ár og slá þannig á framboðsvandann sem vinstri meirihlutinn hirti ekki um að leysa. Þar af leiðandi mun fasteignaverð lækka til lengri tíma litið. Með þessum hætti skapast skilyrði fyrir eldri borgara í stærri eignum til að fjárfesta í minni eignum á hagstæðu verði. Með þessu móti losnar um „keðjuna“ og fólk á miðjum aldri með barnahópa geta stækkað við sig. Þá skapast einnig rými fyrir ungt fólk til að fjárfesta í fyrstu eign. Þó skal bent á að of lítið framboð er af litlum og meðalstórum íbúðum og stórátak þarf í byggingu slíkra eigna, líkt og áður sagði. Frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík stefna ekki að því að sundra íbúum borgarinnar og stilla þeim upp gegn hver öðrum líkt og forsvarsmenn meirihlutans virðast vilja, heldur vinna að heildstæðum lausnum fyrir alla hópa. Fyrir daufum eyrum meirihlutans hefur Sjálfstæðisflokkurinn ítrekað bent á húsnæðisvandann. Meirihlutinn virðist ekki hafa áhuga á því að bregðast við framboðsvandanum og jafnvel þótt einhverjir bendi á að sett hafi verið met í útgáfu byggingarleyfa, þá hefur fáum tekist að búa í byggingarleyfum. Eftir átta ára óstjórn í húsnæðismálum í borginni er kominn tími á tiltekt og ekkert rennir stoðum undir það að meirihlutinn haldi nú af þeirri braut sem hann hefur verið á undanfarin ár.Höfundur skipar 4. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Egill Þór Jónsson Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið 40 ára ráðgáta leyst Arnór Bjarki Svarfdal Skoðun Smábátar bjóða betur! Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Stjórnlaust útlendingahatur Útlendingastofnunar Jón Frímann Jónsson Skoðun Kvenréttindi varða okkur öll - óháð kyni Rósa S. Sigurðardóttir Skoðun Hverskonar frelsi vill Viðreisn? Reynir Böðvarsson Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Af hverju hóflegan jöfnuð fremur en ójöfnuð? Guðmundur D. Haraldsson Skoðun Eru vísindin á dagskrá? Eiríkur Steingrímsson,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Tíminn til að njóta Þröstur V. Söring Skoðun Skoðun Skoðun Smábátar bjóða betur! Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Eru vísindin á dagskrá? Eiríkur Steingrímsson,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hverskonar frelsi vill Viðreisn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Tíminn til að njóta Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Forvarnir og fyrirmyndir er á ábyrgð okkar allra Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hóflegan jöfnuð fremur en ójöfnuð? Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móses og Martin Luther King Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Stjórnlaust útlendingahatur Útlendingastofnunar Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun 40 ára ráðgáta leyst Arnór Bjarki Svarfdal skrifar Skoðun Kvenréttindi varða okkur öll - óháð kyni Rósa S. Sigurðardóttir skrifar Skoðun Siðferði og ábyrgð – lykillinn að trausti Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Áhrifaleysið – trúa menn því virkilega? Andrés Pétursson skrifar Skoðun Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Embættismenn og stjórnmálamenn 30 ára Pétur Berg Matthíasson skrifar Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh skrifar Skoðun Er Vernd einkarekið fangelsi í dulargervi áfangaheimilis? Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Eftirlifendur fá friðarverðlaun Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Við getum stöðvað kynbundið ofbeldi Hildur Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Dýravelferð dýranna Árni Alfreðsson skrifar Skoðun Réttur kvenna til lífs Ólöf Embla Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Bílastæði eru hættulegri en þú heldur Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá Kvennafrídeginum árið 2025 Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Getur rafmagnið lært af símanum? Sigurður Jóhannesson skrifar Skoðun „Fé fylgi sjúklingi – ný útfærsla“ Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál eru orkumál Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lánakvótar opna á nýja möguleika í hagstjórn Hallgrímur Óskarsson skrifar Sjá meira
Síðastliðinn laugardag voru kosningaloforð Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík kynnt fyrir fullu húsi. Til stendur að efna þau strax á næsta kjörtímabili, líkt og fram kom í máli Eyþórs Arnalds, borgarstjóraefnis flokksins. Flest loforðanna eru sjálfsögð, t.d. að börn hafi leikskólapláss við 18 mánaða aldur, að koma í veg fyrir að svifryksmengun fari yfir heilsuverndarmörk, auka skilvirkni í stjórnkerfi og samgöngum, byggja íbúðir til að anna eftirspurn á markaði og fella niður fasteignaskatt á íbúa borgarinnar, 70 ára og eldri. Eins undarlega og það kann að hljóma, þá hefur ekki tekist vel til í neinum af þessum málaflokkum á undanförnum árum.Þarf eitt að útiloka annað? Það markmið Sjálfstæðisflokksins sem hefur fengið hvað mesta athygli er að lækka álögur á eldri borgara. Flestir hafa lýst yfir ánægju sinni með þetta loforð og eru sammála um að álögur á eldri borgara séu allt of háar, tekjumöguleikar þeirra séu takmarkaðir og að þeir hafi þegar skilað sínu til samfélagsins. Aðgerðin ætti að veita þeim sem kjósa helst að búa lengur heima hjá sér betri möguleika til þess og auka þar af leiðandi valfrelsi og sjálfstæði þeirra í lífinu. Allir ættu að vera sammála um að aukið val á efri árum sé hið besta mál. Helstu röksemdir sem hafa komið fram gegn hugmyndinni eru að eldra fólk í samfélaginu sé eignameira að meðaltali en ungt fólk. Eðli máls samkvæmt stækkar eignasafn með hækkandi aldri hjá flestum þó það sé alls ekki algilt. Aukið réttlæti gagnvart eldri borgurum á þó ekki að koma niður á öðrum hópum samfélagsins. Eitt á ekki að útiloka annað og það er réttlætismál í sjálfu sér að íbúar Reykjavíkur búi við sem allra minnstar álögur. Það er miður að stjórnmálaumræðan sé ekki viturlegri en svo, að tveimur hópum (eða fleiri) sé stillt upp á móti hver öðrum í annarlegum tilgangi, einhverjir myndu kalla slíkt lýðskrum. Hugðarefni og vandamál ungs fólks í borginni eru ekki síður mikilvægt viðfangsefni en að lækka álögur á eldri borgara. Sá vandi er annars eðlis en þeirra sem eldri eru, en þó er aðeins um aðra hlið á sama peningi að ræða. Ungt fólk og tekjulægri einstaklingar í borginni eiga erfitt með að eignast húsnæði á viðráðanlegu verði. Til þess að koma til móts við þarfir þessara hópa þarf að úthluta lóðum á ódýrari stöðum en í miðborg Reykjavíkur og bjóða í auknum mæli upp á litlar og meðalstórar íbúðir.Sameinuð stöndum vér Sjálfstæðisflokkurinn lofar því að 2000 nýjar íbúðir rísi á hverju ári að jafnaði næstu fjögur ár og slá þannig á framboðsvandann sem vinstri meirihlutinn hirti ekki um að leysa. Þar af leiðandi mun fasteignaverð lækka til lengri tíma litið. Með þessum hætti skapast skilyrði fyrir eldri borgara í stærri eignum til að fjárfesta í minni eignum á hagstæðu verði. Með þessu móti losnar um „keðjuna“ og fólk á miðjum aldri með barnahópa geta stækkað við sig. Þá skapast einnig rými fyrir ungt fólk til að fjárfesta í fyrstu eign. Þó skal bent á að of lítið framboð er af litlum og meðalstórum íbúðum og stórátak þarf í byggingu slíkra eigna, líkt og áður sagði. Frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík stefna ekki að því að sundra íbúum borgarinnar og stilla þeim upp gegn hver öðrum líkt og forsvarsmenn meirihlutans virðast vilja, heldur vinna að heildstæðum lausnum fyrir alla hópa. Fyrir daufum eyrum meirihlutans hefur Sjálfstæðisflokkurinn ítrekað bent á húsnæðisvandann. Meirihlutinn virðist ekki hafa áhuga á því að bregðast við framboðsvandanum og jafnvel þótt einhverjir bendi á að sett hafi verið met í útgáfu byggingarleyfa, þá hefur fáum tekist að búa í byggingarleyfum. Eftir átta ára óstjórn í húsnæðismálum í borginni er kominn tími á tiltekt og ekkert rennir stoðum undir það að meirihlutinn haldi nú af þeirri braut sem hann hefur verið á undanfarin ár.Höfundur skipar 4. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík
Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Eru vísindin á dagskrá? Eiríkur Steingrímsson,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar
Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun