Flóðahætta á öllum landfyllingum við lok aldarinnar Kjartan Kjartansson skrifar 15. maí 2018 09:00 Rannsóknir hafa bent til þess að flætt gæti yfir hluta Örfiriseyjar í svonefndu hundrað ára flóði síðla á þessari öld eða í byrjun þeirrar næstu. Vísir/GVA Örfirisey er eitt þeirra svæða á landinu þar sem hækkandi yfirborð sjávar af völdum loftslagsbreytinga mun valda tíðari og skeinuhættari sjávarflóðum í framtíðinni. Flóð sem nú eiga sér stað á hundrað ára fresti verða á tveggja til fimm ára fresti á þessari öld. Tillögur hafa komið fram um 4.000 íbúða byggð í Örfirisey fyrir borgarstjórnarkosningarnar í Reykjavík. Varað er við því að kostnaðarsamt verði að verjast tíðari sjávarflóðum og því sé mikilvægt að fara með gát þegar byggð á lágsvæðum er skipulögð í nýrri skýrslu vísindanefnd um áhrif loftslagsbreytinga á Íslandi sem kom út fyrr í þessum mánuði. Bent er á að taka þurfi tillit til aukinnar flóðahættu og varað við því að setja spennistöðvar, viðkvæm kerfi eða geymslur sem eiga að tryggja örugga varðveislu muna í kjallara á lágsvæðum.Minni hækkun hér en mikil óvissa Umtalsverð hækkun á yfirborði sjávar á jörðinni næstu aldirnar er ein af afleiðingum gríðarlegrar losunar manna á gróðurhúsalofttegundum sem valda hnattrænni hlýnun. Yfirborð sjávar hækkar annars vegar vegna þess að sjórinn þenst út þegar hann hlýnar og hins vegar þegar ferskvatn frá bráðnandi jöklum rennur út í hafið. Í skýrslu vísindanefndarinnar kemur fram að hækkun sjávarstöðu við Íslandi verði líklega minni en hnattrænt meðaltal á öldinni, á bilinu 30 til 40%. Ástæðan er sú að bráðnun Grænlandsjökuls veldur því að sjávarstaðan í nágrenni hans lækkar þó að hún hækki annars staðar. Varað er við því að mikil óvissa ríkir um þróun sjávarstöðu. Örlög íssins á Suðurskautslandinu hafi mest áhrif á sjávarstöðu við Ísland. Vísbendingar eru um að skyndilegt hrun gæti orðið í ísnum á vestanverðu suðurskautinu. Gangi það eftir gæti hækkuð sjávarstöðu við Ísland orðið tvöfalt hærri á öldinni. Vísindamenn gerðu ráð fyrir að í versta falli gæti yfirborð sjávar hækkað um einn metra á þessari öld að meðaltali þegar síðasta samantektarskýrsla milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (IPCC) kom út árið 2012. Síðan þá hefur myndast nokkur samhljómur um að hækkunin hafi verið vanmetin. Því er talið ólíklegt að bjartsýnni sviðsmyndir um þróun sjávarstöðu á þessari öld gangi eftir.Grænlandsjökull er svo massamikill að þyngdarkraftur hans dregur sjóinn að sér og hækkar sjávarstöðuna í nágrenninu. Bráðnun hans lækkar því sjávarstöðuna við Ísland. Ísinn á Suðurskautslandinu hækkar hins vegar yfirborð sjávar við Ísland.Vísir/AFPLítil hækkun getur stóraukið flóðahættu Í Reykjavík hefur sjávarstaðan hækkað um tvo millímetra á ári frá árinu 1956 alls um tólf sentímetra. Framreiknað er það um tuttugu sentímetra á öld. Vísbendingar eru um að hækkunin hafi orðið örari frá 1996 til 2013 og verið nær 2,8 millímetrum á því tímabili. Vísindanefndin segir í skýrslu sinni að tiltölulega lítil hækkun sjávarstöðu geti tvöfaldað líkur á flóðum. Þannig líði aðeins tuttugu ár á milli flóða sem verða nú á hálfrar aldar fresti þegar sjávarmál hækkar um aðeins sjö til tíu sentímetra. Í viðmiðunarreglum fyrir landhæð á lágsvæðum sem Vegagerðin sendi frá sér í apríl kom fram að staðbundin hækkun sjávarstöðu við Reykjavík vegna hnattrænnar hlýnunar og breytinga á landhæð gæti orðið á bilinu 25-54 sentímetrar á þessari öld. Gera má ráð fyrir að sjávarflóð sem nú eiga sér stað á hundrað til tvö hundruð ára fresti hafi um tveggja ára endurkoma þegar sjávarstaðan hefur hækkað um þrjátíu sentímetra að mati Vegagerðarinnar. Slík hundrað ára flóð eru metin 5,16 metrar á hæð í skýrslu vísindanefndarinnar. Til samanburðar er hæsta sjávarstaða sem hefur mælst í Reykjavík 5,09 metrar í febrúar árið 1997. Flóð af þessu tagi gæti orðið á bilinu 5,41 til 5,70 metrar á þessari öld eftir því hversu mikil hlýnunin verður. Landsig í Reykjavík gæti hækkað flóðin um tíu til tuttugu sentímetra til viðbótar. Nefndin vekur athygli á að líklegt er að innan nokkurra áratuga verði sjávarflóð með hundrað ára endurkomutíma hærra en hæð Básendaflóðsins svonefnda í Kvosinni í Reykjavík. Básendaflóðið er mesta sjávarflóð sem vitað er um á Íslandi. Kaupstaðinn Básendi á vestanverðum Reykjanesskaga tók af í flóðinu í janúar árið 1799. Flóðið er talið hafa náð 6,3-6,5 metrum við Básenda en um metra lægra í Reykjavík. Flóðin þurfa hins vegar ekki að ná slíkum hæðum til að hafa áhrif. Í skýrslu vísindanefndarinnar er fjallað um óveðrið á Þorláksmessu árið 2003 þegar sjór gekk á land og olli tjóni á göngustígum við Ánanaust og Eiðisgranda. Þá hafi sjávarhæð í Reykjavíkurhöfn aðeins verið 4,42 metrar en samspil vinds og öldugangs jók áhrifin.Flóðahætta verður á öllum lágsvæðum á næstu áratugum og öldum eftir því sem yfirborð sjávar heldur áfram að hækka vegna loftslagsbreytinga.Vísir/GVAGæti flætt yfir hluta Örfiriseyjar Hundrað ára flóðið í Reykjavík gæti náð 5,8 metrum síðla á þessari öld eða á fyrri hluta þeirrar næstu að mati vísindanefndarinnar. Við slíkar aðstæður reyndist flóðahætta á öllum landfyllingum við ströndina í rannsókn sem VSÓ-ráðgjöf gerði árið 2016. Í þeirri skýrslu var bent á að flóða gæti gætt á strönd Eiðisgranda og hluti hafnarsvæðisins í Örfirisey gæti farið undir sjó í þeim. Hættan á sjávarflóðum á landfyllingum er ekki talin sú sama alls staðar. Þannig eru landfyllingarnar við Granda og Örfirisey sagðar viðkvæmari en í Sjálandshverfi í Garðabæ þar sem minni hætta er sögð á öldugangi og vindáhlaðanda. Til lengri tíma litið og með stöðugri sjávarstöðuhækkun sem spáð er næstu aldirnar vegna þeirra gróðurhúsalofttegunda sem menn hafa þegar sleppt út í lofthjúp jarðar segir vísindanefndin að flóðahætta skapist á öllum lágsvæðum. Vitnað er í skýrslu verkfræðistofunnar Eflu frá árinu 2015 í vísindaskýrslunni en í henni var talið of kostnaðarsamt að verja núverandi landfyllingu við Örfirisey gegn flóðum. Betra væri að miða við að flóð væru möguleg þar við nýtingu svæðisins. Mat á hæð flóða var lækkað um einn metra eftir að sú skýrsla kom út og því telur vísindanefndin að kostnaðarmatið við varnir landfyllingarinnar væri of hátt. Nefndin telur mikilvægt að endurtaka rannsóknina með nýjum forsendum. Vegagerðin hefur talið að mat verkfræðistofunnar hafi byggst á misskilningi þar sem ólíkum hæðarkerfum hafi verið ruglað saman.Eyþór Arnalds leiðir lista sjálfstæðismanna í borginni. Hann telur landfyllingar eins og þá sem flokkurinn leggur til við Örfirisey verja borgina fyrir vaxandi ágangi sjávar.Vísir/ErnirVill bæta og stækka landfyllingar í borginni Sjálfstæðisflokkurinn kynnti hugmyndir um 4.000 íbúða byggð á nýrri landfyllingu í Örfirisey um helgina. Eyþór Arnalds, sem leiðir lista sjálfstæðismanna í borginni, segir að framboðið hafi tekið tillit til spáa um þróun sjávarstöðu og flóða við vinnslu tillögunnar. Hann segir að áhrif af hækkun yfirborðs sjávar verði einna minnst á Íslandi af öllum löndum í heiminum og vísar til þess að vísindanefndin gerir ráð fyrir að hækkunin við Ísland verði aðeins um þriðjungur af hnattrænu meðaltali. Landfyllingar telur Eyþór að styrki borgina og verji fyrir ágangi sjávar til framtíðar. Því vilji flokkurinn bæta við þær og stækka, meðal annars við Örfirisey. „Ef menn trúa því að sjórinn hækki þá eiga þeir náttúrulega að auka landfyllingar til að styrkja ströndina,“ segir Eyþór. Loftslagsmál Sveitarstjórnarkosningar Umhverfismál Vísindi Tengdar fréttir Íslandsstrendur bundnar af örlögum Suðurskautslandsins Verði hrun í jöklum á Suðurskautslandinu eins og vísindamenn óttast gæti mat vísindanefndar um loftslagsbreytingar á hækkun sjávarstöðu við Ísland tvöfaldast. 4. maí 2018 09:15 Ísland þarf að aðlagast áframhaldandi loftslagsbreytingum Vísindanefnd um loftslagsbreytingar hefur gefið út fyrstu skýrsluna um áhrif þeirra á Ísland í tíu ár. Hún segir umtalsverða þörf á aðlögun hér á landi. 3. maí 2018 14:15 Bein útsending: Kynna umfangsmikla skýrslu um áhrif loftslagsbreytinga á Íslandi Fyrsta vísindaskýrslan um áhrif loftslagsbreytinga á Íslandi í áratug verður kynnt í dag. 3. maí 2018 13:15 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Dagur strikaður niður um sæti Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Fleiri fréttir Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Sjá meira
Örfirisey er eitt þeirra svæða á landinu þar sem hækkandi yfirborð sjávar af völdum loftslagsbreytinga mun valda tíðari og skeinuhættari sjávarflóðum í framtíðinni. Flóð sem nú eiga sér stað á hundrað ára fresti verða á tveggja til fimm ára fresti á þessari öld. Tillögur hafa komið fram um 4.000 íbúða byggð í Örfirisey fyrir borgarstjórnarkosningarnar í Reykjavík. Varað er við því að kostnaðarsamt verði að verjast tíðari sjávarflóðum og því sé mikilvægt að fara með gát þegar byggð á lágsvæðum er skipulögð í nýrri skýrslu vísindanefnd um áhrif loftslagsbreytinga á Íslandi sem kom út fyrr í þessum mánuði. Bent er á að taka þurfi tillit til aukinnar flóðahættu og varað við því að setja spennistöðvar, viðkvæm kerfi eða geymslur sem eiga að tryggja örugga varðveislu muna í kjallara á lágsvæðum.Minni hækkun hér en mikil óvissa Umtalsverð hækkun á yfirborði sjávar á jörðinni næstu aldirnar er ein af afleiðingum gríðarlegrar losunar manna á gróðurhúsalofttegundum sem valda hnattrænni hlýnun. Yfirborð sjávar hækkar annars vegar vegna þess að sjórinn þenst út þegar hann hlýnar og hins vegar þegar ferskvatn frá bráðnandi jöklum rennur út í hafið. Í skýrslu vísindanefndarinnar kemur fram að hækkun sjávarstöðu við Íslandi verði líklega minni en hnattrænt meðaltal á öldinni, á bilinu 30 til 40%. Ástæðan er sú að bráðnun Grænlandsjökuls veldur því að sjávarstaðan í nágrenni hans lækkar þó að hún hækki annars staðar. Varað er við því að mikil óvissa ríkir um þróun sjávarstöðu. Örlög íssins á Suðurskautslandinu hafi mest áhrif á sjávarstöðu við Ísland. Vísbendingar eru um að skyndilegt hrun gæti orðið í ísnum á vestanverðu suðurskautinu. Gangi það eftir gæti hækkuð sjávarstöðu við Ísland orðið tvöfalt hærri á öldinni. Vísindamenn gerðu ráð fyrir að í versta falli gæti yfirborð sjávar hækkað um einn metra á þessari öld að meðaltali þegar síðasta samantektarskýrsla milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (IPCC) kom út árið 2012. Síðan þá hefur myndast nokkur samhljómur um að hækkunin hafi verið vanmetin. Því er talið ólíklegt að bjartsýnni sviðsmyndir um þróun sjávarstöðu á þessari öld gangi eftir.Grænlandsjökull er svo massamikill að þyngdarkraftur hans dregur sjóinn að sér og hækkar sjávarstöðuna í nágrenninu. Bráðnun hans lækkar því sjávarstöðuna við Ísland. Ísinn á Suðurskautslandinu hækkar hins vegar yfirborð sjávar við Ísland.Vísir/AFPLítil hækkun getur stóraukið flóðahættu Í Reykjavík hefur sjávarstaðan hækkað um tvo millímetra á ári frá árinu 1956 alls um tólf sentímetra. Framreiknað er það um tuttugu sentímetra á öld. Vísbendingar eru um að hækkunin hafi orðið örari frá 1996 til 2013 og verið nær 2,8 millímetrum á því tímabili. Vísindanefndin segir í skýrslu sinni að tiltölulega lítil hækkun sjávarstöðu geti tvöfaldað líkur á flóðum. Þannig líði aðeins tuttugu ár á milli flóða sem verða nú á hálfrar aldar fresti þegar sjávarmál hækkar um aðeins sjö til tíu sentímetra. Í viðmiðunarreglum fyrir landhæð á lágsvæðum sem Vegagerðin sendi frá sér í apríl kom fram að staðbundin hækkun sjávarstöðu við Reykjavík vegna hnattrænnar hlýnunar og breytinga á landhæð gæti orðið á bilinu 25-54 sentímetrar á þessari öld. Gera má ráð fyrir að sjávarflóð sem nú eiga sér stað á hundrað til tvö hundruð ára fresti hafi um tveggja ára endurkoma þegar sjávarstaðan hefur hækkað um þrjátíu sentímetra að mati Vegagerðarinnar. Slík hundrað ára flóð eru metin 5,16 metrar á hæð í skýrslu vísindanefndarinnar. Til samanburðar er hæsta sjávarstaða sem hefur mælst í Reykjavík 5,09 metrar í febrúar árið 1997. Flóð af þessu tagi gæti orðið á bilinu 5,41 til 5,70 metrar á þessari öld eftir því hversu mikil hlýnunin verður. Landsig í Reykjavík gæti hækkað flóðin um tíu til tuttugu sentímetra til viðbótar. Nefndin vekur athygli á að líklegt er að innan nokkurra áratuga verði sjávarflóð með hundrað ára endurkomutíma hærra en hæð Básendaflóðsins svonefnda í Kvosinni í Reykjavík. Básendaflóðið er mesta sjávarflóð sem vitað er um á Íslandi. Kaupstaðinn Básendi á vestanverðum Reykjanesskaga tók af í flóðinu í janúar árið 1799. Flóðið er talið hafa náð 6,3-6,5 metrum við Básenda en um metra lægra í Reykjavík. Flóðin þurfa hins vegar ekki að ná slíkum hæðum til að hafa áhrif. Í skýrslu vísindanefndarinnar er fjallað um óveðrið á Þorláksmessu árið 2003 þegar sjór gekk á land og olli tjóni á göngustígum við Ánanaust og Eiðisgranda. Þá hafi sjávarhæð í Reykjavíkurhöfn aðeins verið 4,42 metrar en samspil vinds og öldugangs jók áhrifin.Flóðahætta verður á öllum lágsvæðum á næstu áratugum og öldum eftir því sem yfirborð sjávar heldur áfram að hækka vegna loftslagsbreytinga.Vísir/GVAGæti flætt yfir hluta Örfiriseyjar Hundrað ára flóðið í Reykjavík gæti náð 5,8 metrum síðla á þessari öld eða á fyrri hluta þeirrar næstu að mati vísindanefndarinnar. Við slíkar aðstæður reyndist flóðahætta á öllum landfyllingum við ströndina í rannsókn sem VSÓ-ráðgjöf gerði árið 2016. Í þeirri skýrslu var bent á að flóða gæti gætt á strönd Eiðisgranda og hluti hafnarsvæðisins í Örfirisey gæti farið undir sjó í þeim. Hættan á sjávarflóðum á landfyllingum er ekki talin sú sama alls staðar. Þannig eru landfyllingarnar við Granda og Örfirisey sagðar viðkvæmari en í Sjálandshverfi í Garðabæ þar sem minni hætta er sögð á öldugangi og vindáhlaðanda. Til lengri tíma litið og með stöðugri sjávarstöðuhækkun sem spáð er næstu aldirnar vegna þeirra gróðurhúsalofttegunda sem menn hafa þegar sleppt út í lofthjúp jarðar segir vísindanefndin að flóðahætta skapist á öllum lágsvæðum. Vitnað er í skýrslu verkfræðistofunnar Eflu frá árinu 2015 í vísindaskýrslunni en í henni var talið of kostnaðarsamt að verja núverandi landfyllingu við Örfirisey gegn flóðum. Betra væri að miða við að flóð væru möguleg þar við nýtingu svæðisins. Mat á hæð flóða var lækkað um einn metra eftir að sú skýrsla kom út og því telur vísindanefndin að kostnaðarmatið við varnir landfyllingarinnar væri of hátt. Nefndin telur mikilvægt að endurtaka rannsóknina með nýjum forsendum. Vegagerðin hefur talið að mat verkfræðistofunnar hafi byggst á misskilningi þar sem ólíkum hæðarkerfum hafi verið ruglað saman.Eyþór Arnalds leiðir lista sjálfstæðismanna í borginni. Hann telur landfyllingar eins og þá sem flokkurinn leggur til við Örfirisey verja borgina fyrir vaxandi ágangi sjávar.Vísir/ErnirVill bæta og stækka landfyllingar í borginni Sjálfstæðisflokkurinn kynnti hugmyndir um 4.000 íbúða byggð á nýrri landfyllingu í Örfirisey um helgina. Eyþór Arnalds, sem leiðir lista sjálfstæðismanna í borginni, segir að framboðið hafi tekið tillit til spáa um þróun sjávarstöðu og flóða við vinnslu tillögunnar. Hann segir að áhrif af hækkun yfirborðs sjávar verði einna minnst á Íslandi af öllum löndum í heiminum og vísar til þess að vísindanefndin gerir ráð fyrir að hækkunin við Ísland verði aðeins um þriðjungur af hnattrænu meðaltali. Landfyllingar telur Eyþór að styrki borgina og verji fyrir ágangi sjávar til framtíðar. Því vilji flokkurinn bæta við þær og stækka, meðal annars við Örfirisey. „Ef menn trúa því að sjórinn hækki þá eiga þeir náttúrulega að auka landfyllingar til að styrkja ströndina,“ segir Eyþór.
Loftslagsmál Sveitarstjórnarkosningar Umhverfismál Vísindi Tengdar fréttir Íslandsstrendur bundnar af örlögum Suðurskautslandsins Verði hrun í jöklum á Suðurskautslandinu eins og vísindamenn óttast gæti mat vísindanefndar um loftslagsbreytingar á hækkun sjávarstöðu við Ísland tvöfaldast. 4. maí 2018 09:15 Ísland þarf að aðlagast áframhaldandi loftslagsbreytingum Vísindanefnd um loftslagsbreytingar hefur gefið út fyrstu skýrsluna um áhrif þeirra á Ísland í tíu ár. Hún segir umtalsverða þörf á aðlögun hér á landi. 3. maí 2018 14:15 Bein útsending: Kynna umfangsmikla skýrslu um áhrif loftslagsbreytinga á Íslandi Fyrsta vísindaskýrslan um áhrif loftslagsbreytinga á Íslandi í áratug verður kynnt í dag. 3. maí 2018 13:15 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Dagur strikaður niður um sæti Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Fleiri fréttir Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Sjá meira
Íslandsstrendur bundnar af örlögum Suðurskautslandsins Verði hrun í jöklum á Suðurskautslandinu eins og vísindamenn óttast gæti mat vísindanefndar um loftslagsbreytingar á hækkun sjávarstöðu við Ísland tvöfaldast. 4. maí 2018 09:15
Ísland þarf að aðlagast áframhaldandi loftslagsbreytingum Vísindanefnd um loftslagsbreytingar hefur gefið út fyrstu skýrsluna um áhrif þeirra á Ísland í tíu ár. Hún segir umtalsverða þörf á aðlögun hér á landi. 3. maí 2018 14:15
Bein útsending: Kynna umfangsmikla skýrslu um áhrif loftslagsbreytinga á Íslandi Fyrsta vísindaskýrslan um áhrif loftslagsbreytinga á Íslandi í áratug verður kynnt í dag. 3. maí 2018 13:15