Allt sem þú þarft að vita um sænsku kosningarnar: Stefnir í áframhaldandi minnihlutastjórn í Svíþjóð Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 5. september 2018 16:00 Jimmie Åkesson, Stefan Löfven og Ulf Kristersson fara fyrir þremur stærstu flokkunum í Svíþjóð. Mynd/Samsett Minnihlutastjórn Stefan Löfven kemur til með að setja verk sín í dóm kjósenda næstkomandi sunnudag. Þann 9. september ganga Svíar að kjörborðinu og kjósa um öll 349 þingsætin í sænska þjóðþinginu. Minnihlutastjórnin hefur setið í fjögur ár og hefur þurft að treysta á hlutleysi eða stuðning stjórnarandstöðunnar í ýmsum lykilmálum. Skoðanakannanir benda til þess að næstu fjögur árin verði einnig snúin fyrir hvern þann sem tekur við stjórnartaumunum í Svíþjóð.Hverjir eru í framboði? Stjórnmálalandslagið í Svíþjóð er nokkuð ólíkt því sem venjast mátti fyrir fáeinum áratugum síðan. Líkt og í öðrum ríkjum Evrópu hafa hinar hefðbundnu vinstri- og hægriblokkir dalað og nýir stjórnmálaflokkar rutt sér til rúms. Í þessu tilfelli er það flokkur Svíþjóðardemókrata. Þróunin í Svíþjóð er svipuð því sem þekkist í Danmörku og Þýskalandi. Þar eru flokkar sem kenna sig við þjóðernishyggju og herta innflytjendalöggjöf að sækja í sig veðrið og gera hinum hefðbundnu valdablokkum erfitt að starfa með traustan meirihluta að baki sér. Í Svíþjóð eru átta flokkar í framboði sem taldir eru eiga möguleika á að komast inn á þing. Það eru sömu flokkar og eiga þegar fulltrúa á þingi. Þeir sem hafa helst verið orðaðir við embætti forsætisráðherra eftir kosningar eru Stefan Löfven, sitjandi forsætisráðherra og formaður Jafnaðarmannaflokksins, Ulf Kristersson, formaður hægriflokksins Moderaterna, og loks Jimmie Åkesson, formaður Svíþjóðardemókrata. Þó þykir það ólíklegt að sá síðastnefndi verði hlutskarpastur.Flokkur Græningja hefur setið í stjórn með jafnaðarmönnum undanfarin fjögur ár. Flokkurinn hefur átt á brattan að sækja í aðdraganda kosninga og hefur liðið fyrir óvinsælar ákvarðanir ríkisstjórnarinnar sem meðal annars snúa að hertu landamæraeftirliti og aðgerðum í hælisleitenda- og flóttamannamálum. Flokkurinn er samkvæmt sumum skoðanakönnunum ekki langt frá því að þurrkast út. Miðflokkurinn, Vinstriflokkurinn og Kristilegir Demókratar hafa sótt í sig veðrið að undanförnu en sá síðarnefndi hefur náð að bæta fylgi sitt á allra síðustu dögum. Fyrir fáeinum vikum þótti flokkurinn líklegur til að hrapa út af þingi. Formaður Miðflokksins Annie Lööf hefur verið nefnd ástæða fylgisaukningar miðjumanna. Nýlegar kannanir benda til þess að hún sé sá flokksformaður sem flestir Svíar bera traust til. Þá er ónefndur Frjálslyndi flokkurinn undir forystu Jan Björklund en hann hefur átt í vandræðum með að ná til sín kjósendum sem eru óánægðir með ríkisstjórnina eða aðra hægriflokka í stjórnarandstöðu.Hver eru málefnin? Fregnir af ofbeldisfullum glæpum og skemmdarverkum eru tíðar frá Svíþjóð. Í sumar komst það til dæmis í heimsfréttirnar að kveikt hefði verið í um áttatíu bílum í Gautaborg og öðrum borgum á vesturströnd Svíþjóðar. Þá hafa ofbeldisfullir glæpir færst í vöxt þar sem skotvopnum og jafnvel sprengiefni er beitt. Löggæslumál eru því áberandi í kosningabaráttunni en Svíþjóðardemókratar vilja meðal annars kenna um lélegu landamæraeftirliti sem hleypi erlendum glæpahópum óhindrað til landsins. Stefan Löfven, forsætisráðherra, hefur meðal annars heitið því að taka harðar á glæpum en það ræðst á sunnudaginn hvort kjósendur treysta honum til þess.Alls var kveikt í fjölda bíla í Svíþjóð í sumar. Ítrekaðir atburðir af þeim toga þykja undirstrika nauðsyn þess að treysta löggæsluna.Vísir/APMálefni flóttamanna og hælisleitenda eru einnig áberandi en Svíþjóðardemókratar hafa gagnrýnt hve mörgum stjórnvöld hafa tekið á móti. Svíar tóku á móti um 163,000 hælisleitendum þegar flóttamannavandi Evrópusambandsins var upp á sitt mesta. Síðan þá hefur ríkisstjórnin tekið skref til að draga úr þeim fjölda sem sækir um alþjóðlega vernd í Svíþjóð. Slíkar aðgerðir hafa mælst illa fyrir hjá stuðningsmönnum vinstri flokkanna sem fara með völdin í landinu. Þetta kann að skýra fylgisaukningu Vinstriflokksins á kostnað Græningjaflokksins og Jafnaðarmannaflokksins.Skoðanakönnun: Ipsos 3 september 2018Þá hafa umhverfis- og loftslagsmál náð inn í kosningaumræðuna eftir gríðarlega skógarelda í sumar. Eldar kviknuðu eftir hitabylgju og þurrkaveður víða um landið, margir hverjir við heimskautabaug. Eldarnir hafa varpað ljósi á þá hættu sem fylgir hnattrænni hlýnun og mikilvægi þess að takast á við þá ógn.Hvernig fara kosningarnar? Það stefnir í að Jafnaðarmannaflokkurinn verði áfram stærsti flokkur landsins en Svíþjóð hefur verið eitt sterkasta vígi jafnaðarmanna í áratugi. Hins vegar mælist flokkurinn með um 25 prósent atkvæða. Yrðu úrslitin á þeim slóðum yrði það versta kosning flokksins í yfir hundrað ár. Moderaterna og Svíþjóðardemókratar keppast þá um annað sætið en báðir flokkar mælast með fylgi á bilinu 17 til 20 prósent. Aðrir flokkar mælast með nokkru minna fylgi og eiga því seint tilkall til forsætisráðherraembættisins. Þó að Jafnaðarmannaflokkurinn verði stærstur allra flokka þýðir það ekki að Stefan Löfven eigi sjálfkrafa kröfu á embætti forsætisráðherra. Allir flokkarnir skipta sér í blokkir að Svíþjóðardemókrötum undanskildum en hingað til hafa allir flokkar neitað að starfa með þeim. Til vinstriblokkarinnar teljast jafnaðarmenn, græningjar og Vinstriflokkurinn. Bandalag mið- og hægriflokka, gjarnan kallað Alliansen, telur Moderaterna, Miðflokkinn, Frjálslynda flokkinn og Kristilega Demókrata. Ulf Kristersson, formaður Moderaterna, er forsætisráðherraefni bandalagsins. Það veltur á styrkleika þessara blokka hvaða flokkar koma til með að setjast í ríkisstjórn. Báðar blokkir mælast með svipað fylgi í kring um 40 prósent og því erfitt að segja hver verði næsti forsætisráðherra, Löfven eða Kristersson. Flestir stjórnmálaskýrendur virðast spá því að vinstriblokkin og stjórn Löfven muni halda völdum. það verður þó að teljast nokkuð líklegt að sú stjórn sem tekur við stjórnartaumunum eftir kosningar verður minnihlutastjórn. Svíþjóðardemókratar reka fleig á milli fylkinganna og ekki hægt að mynda meirihluta annarar hvorrar blokkar án þeirra. Ýmislegt gæti þó gerst eftir kosningar en Kristersson hefur til dæmis ekki vilja útiloka samstarf með Svíþjóðardemókrötum sem áður þótti nokkuð óhugsandi. Eins hefur Löfven sagt að hann vilji halda núverandi ríkisstjórnarsamstarfi áfram en ekki útilokað að taka við flokkum á borð við Miðflokknum. Slíkt myndi brjóta upp bandalag mið- og hægriflokkanna. Norðurlönd Svíþjóð Þingkosningar í Svíþjóð Tengdar fréttir Ekkert til í því að lögreglan í Malmö hætti sér ekki inn á sum svæði Lögreglumaður í Malmö í Svíþjóð segir að öll umræða um að til séu sérstaklega skilgreind svæði, þar sem innflytjendur séu í meirihluta og lögreglan hættir sér ekki inn, sé stórlega ýkt. 3. september 2018 20:30 Svíþjóðardemókratar gætu gegnt lykilhlutverki eftir kosningar Kosningar fara fram í Svíþjóð á sunnudaginn næsta og eru um 7,3 milljónir manna á kjörskrá. Kosið er til þings, svæðis- og sveitarstjórna. 4. september 2018 20:45 Stefnir í að Orbán herði tökin í Ungverjalandi Kosið er til þings í Ungverjalandi í dag. Allt stefnir í að Victor Orbán muni halda völdum. 8. apríl 2018 11:00 Svíþjóðardemókratar á mikilli siglingu og erfitt gæti reynst að mynda nýja stjórn Svíar munu ganga að kjörborðinu þann 9. september næstkomandi og stefnir í einhverjar mest spennandi kosningar í landinu í langan tíma. 8. ágúst 2018 09:15 Hafnar því að Svíþjóðardemókratar sé rasískur flokkur Frambjóðandi Svíþjóðardemókrata segir innflytjendur ekki þurfa að óttast fylgisaukningu flokksins. Þó vilji flokkurinn vísa ólöglegum innflytjendum og þeim sem fremji gróf brot úr landi. 2. september 2018 20:00 Ólíklegt að „Trumpvæðing“ Evrópu hefjist í Hollandi Allt bendir til þess að þjóðernisflokkur Geert Wilders nái góðum árangri í Hollandi. En er það nóg til að hefja framgöngu þjóðernisflokka í Evrópu? 15. mars 2017 09:30 Stefnir í óvissu og óreiðu eftir ítölsku þingkosningarnar Þingkosningar fara fram á Ítalíu um helgina. Allt bendir til þess að enginn augljós sigurvegari komi upp úr kjörkössunum sem dýpkar enn óvissuna í ítölsku stjórnmála- og efnahagslífi. 3. mars 2018 09:00 Mest lesið Vaktin: Halla fær formenn flokkanna á sinn fund Innlent Biden náðar son sinn Erlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Innlent Vaxandi lægð og gular viðvaranir víða um land Veður Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Fleiri fréttir Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins Sjá meira
Minnihlutastjórn Stefan Löfven kemur til með að setja verk sín í dóm kjósenda næstkomandi sunnudag. Þann 9. september ganga Svíar að kjörborðinu og kjósa um öll 349 þingsætin í sænska þjóðþinginu. Minnihlutastjórnin hefur setið í fjögur ár og hefur þurft að treysta á hlutleysi eða stuðning stjórnarandstöðunnar í ýmsum lykilmálum. Skoðanakannanir benda til þess að næstu fjögur árin verði einnig snúin fyrir hvern þann sem tekur við stjórnartaumunum í Svíþjóð.Hverjir eru í framboði? Stjórnmálalandslagið í Svíþjóð er nokkuð ólíkt því sem venjast mátti fyrir fáeinum áratugum síðan. Líkt og í öðrum ríkjum Evrópu hafa hinar hefðbundnu vinstri- og hægriblokkir dalað og nýir stjórnmálaflokkar rutt sér til rúms. Í þessu tilfelli er það flokkur Svíþjóðardemókrata. Þróunin í Svíþjóð er svipuð því sem þekkist í Danmörku og Þýskalandi. Þar eru flokkar sem kenna sig við þjóðernishyggju og herta innflytjendalöggjöf að sækja í sig veðrið og gera hinum hefðbundnu valdablokkum erfitt að starfa með traustan meirihluta að baki sér. Í Svíþjóð eru átta flokkar í framboði sem taldir eru eiga möguleika á að komast inn á þing. Það eru sömu flokkar og eiga þegar fulltrúa á þingi. Þeir sem hafa helst verið orðaðir við embætti forsætisráðherra eftir kosningar eru Stefan Löfven, sitjandi forsætisráðherra og formaður Jafnaðarmannaflokksins, Ulf Kristersson, formaður hægriflokksins Moderaterna, og loks Jimmie Åkesson, formaður Svíþjóðardemókrata. Þó þykir það ólíklegt að sá síðastnefndi verði hlutskarpastur.Flokkur Græningja hefur setið í stjórn með jafnaðarmönnum undanfarin fjögur ár. Flokkurinn hefur átt á brattan að sækja í aðdraganda kosninga og hefur liðið fyrir óvinsælar ákvarðanir ríkisstjórnarinnar sem meðal annars snúa að hertu landamæraeftirliti og aðgerðum í hælisleitenda- og flóttamannamálum. Flokkurinn er samkvæmt sumum skoðanakönnunum ekki langt frá því að þurrkast út. Miðflokkurinn, Vinstriflokkurinn og Kristilegir Demókratar hafa sótt í sig veðrið að undanförnu en sá síðarnefndi hefur náð að bæta fylgi sitt á allra síðustu dögum. Fyrir fáeinum vikum þótti flokkurinn líklegur til að hrapa út af þingi. Formaður Miðflokksins Annie Lööf hefur verið nefnd ástæða fylgisaukningar miðjumanna. Nýlegar kannanir benda til þess að hún sé sá flokksformaður sem flestir Svíar bera traust til. Þá er ónefndur Frjálslyndi flokkurinn undir forystu Jan Björklund en hann hefur átt í vandræðum með að ná til sín kjósendum sem eru óánægðir með ríkisstjórnina eða aðra hægriflokka í stjórnarandstöðu.Hver eru málefnin? Fregnir af ofbeldisfullum glæpum og skemmdarverkum eru tíðar frá Svíþjóð. Í sumar komst það til dæmis í heimsfréttirnar að kveikt hefði verið í um áttatíu bílum í Gautaborg og öðrum borgum á vesturströnd Svíþjóðar. Þá hafa ofbeldisfullir glæpir færst í vöxt þar sem skotvopnum og jafnvel sprengiefni er beitt. Löggæslumál eru því áberandi í kosningabaráttunni en Svíþjóðardemókratar vilja meðal annars kenna um lélegu landamæraeftirliti sem hleypi erlendum glæpahópum óhindrað til landsins. Stefan Löfven, forsætisráðherra, hefur meðal annars heitið því að taka harðar á glæpum en það ræðst á sunnudaginn hvort kjósendur treysta honum til þess.Alls var kveikt í fjölda bíla í Svíþjóð í sumar. Ítrekaðir atburðir af þeim toga þykja undirstrika nauðsyn þess að treysta löggæsluna.Vísir/APMálefni flóttamanna og hælisleitenda eru einnig áberandi en Svíþjóðardemókratar hafa gagnrýnt hve mörgum stjórnvöld hafa tekið á móti. Svíar tóku á móti um 163,000 hælisleitendum þegar flóttamannavandi Evrópusambandsins var upp á sitt mesta. Síðan þá hefur ríkisstjórnin tekið skref til að draga úr þeim fjölda sem sækir um alþjóðlega vernd í Svíþjóð. Slíkar aðgerðir hafa mælst illa fyrir hjá stuðningsmönnum vinstri flokkanna sem fara með völdin í landinu. Þetta kann að skýra fylgisaukningu Vinstriflokksins á kostnað Græningjaflokksins og Jafnaðarmannaflokksins.Skoðanakönnun: Ipsos 3 september 2018Þá hafa umhverfis- og loftslagsmál náð inn í kosningaumræðuna eftir gríðarlega skógarelda í sumar. Eldar kviknuðu eftir hitabylgju og þurrkaveður víða um landið, margir hverjir við heimskautabaug. Eldarnir hafa varpað ljósi á þá hættu sem fylgir hnattrænni hlýnun og mikilvægi þess að takast á við þá ógn.Hvernig fara kosningarnar? Það stefnir í að Jafnaðarmannaflokkurinn verði áfram stærsti flokkur landsins en Svíþjóð hefur verið eitt sterkasta vígi jafnaðarmanna í áratugi. Hins vegar mælist flokkurinn með um 25 prósent atkvæða. Yrðu úrslitin á þeim slóðum yrði það versta kosning flokksins í yfir hundrað ár. Moderaterna og Svíþjóðardemókratar keppast þá um annað sætið en báðir flokkar mælast með fylgi á bilinu 17 til 20 prósent. Aðrir flokkar mælast með nokkru minna fylgi og eiga því seint tilkall til forsætisráðherraembættisins. Þó að Jafnaðarmannaflokkurinn verði stærstur allra flokka þýðir það ekki að Stefan Löfven eigi sjálfkrafa kröfu á embætti forsætisráðherra. Allir flokkarnir skipta sér í blokkir að Svíþjóðardemókrötum undanskildum en hingað til hafa allir flokkar neitað að starfa með þeim. Til vinstriblokkarinnar teljast jafnaðarmenn, græningjar og Vinstriflokkurinn. Bandalag mið- og hægriflokka, gjarnan kallað Alliansen, telur Moderaterna, Miðflokkinn, Frjálslynda flokkinn og Kristilega Demókrata. Ulf Kristersson, formaður Moderaterna, er forsætisráðherraefni bandalagsins. Það veltur á styrkleika þessara blokka hvaða flokkar koma til með að setjast í ríkisstjórn. Báðar blokkir mælast með svipað fylgi í kring um 40 prósent og því erfitt að segja hver verði næsti forsætisráðherra, Löfven eða Kristersson. Flestir stjórnmálaskýrendur virðast spá því að vinstriblokkin og stjórn Löfven muni halda völdum. það verður þó að teljast nokkuð líklegt að sú stjórn sem tekur við stjórnartaumunum eftir kosningar verður minnihlutastjórn. Svíþjóðardemókratar reka fleig á milli fylkinganna og ekki hægt að mynda meirihluta annarar hvorrar blokkar án þeirra. Ýmislegt gæti þó gerst eftir kosningar en Kristersson hefur til dæmis ekki vilja útiloka samstarf með Svíþjóðardemókrötum sem áður þótti nokkuð óhugsandi. Eins hefur Löfven sagt að hann vilji halda núverandi ríkisstjórnarsamstarfi áfram en ekki útilokað að taka við flokkum á borð við Miðflokknum. Slíkt myndi brjóta upp bandalag mið- og hægriflokkanna.
Norðurlönd Svíþjóð Þingkosningar í Svíþjóð Tengdar fréttir Ekkert til í því að lögreglan í Malmö hætti sér ekki inn á sum svæði Lögreglumaður í Malmö í Svíþjóð segir að öll umræða um að til séu sérstaklega skilgreind svæði, þar sem innflytjendur séu í meirihluta og lögreglan hættir sér ekki inn, sé stórlega ýkt. 3. september 2018 20:30 Svíþjóðardemókratar gætu gegnt lykilhlutverki eftir kosningar Kosningar fara fram í Svíþjóð á sunnudaginn næsta og eru um 7,3 milljónir manna á kjörskrá. Kosið er til þings, svæðis- og sveitarstjórna. 4. september 2018 20:45 Stefnir í að Orbán herði tökin í Ungverjalandi Kosið er til þings í Ungverjalandi í dag. Allt stefnir í að Victor Orbán muni halda völdum. 8. apríl 2018 11:00 Svíþjóðardemókratar á mikilli siglingu og erfitt gæti reynst að mynda nýja stjórn Svíar munu ganga að kjörborðinu þann 9. september næstkomandi og stefnir í einhverjar mest spennandi kosningar í landinu í langan tíma. 8. ágúst 2018 09:15 Hafnar því að Svíþjóðardemókratar sé rasískur flokkur Frambjóðandi Svíþjóðardemókrata segir innflytjendur ekki þurfa að óttast fylgisaukningu flokksins. Þó vilji flokkurinn vísa ólöglegum innflytjendum og þeim sem fremji gróf brot úr landi. 2. september 2018 20:00 Ólíklegt að „Trumpvæðing“ Evrópu hefjist í Hollandi Allt bendir til þess að þjóðernisflokkur Geert Wilders nái góðum árangri í Hollandi. En er það nóg til að hefja framgöngu þjóðernisflokka í Evrópu? 15. mars 2017 09:30 Stefnir í óvissu og óreiðu eftir ítölsku þingkosningarnar Þingkosningar fara fram á Ítalíu um helgina. Allt bendir til þess að enginn augljós sigurvegari komi upp úr kjörkössunum sem dýpkar enn óvissuna í ítölsku stjórnmála- og efnahagslífi. 3. mars 2018 09:00 Mest lesið Vaktin: Halla fær formenn flokkanna á sinn fund Innlent Biden náðar son sinn Erlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Innlent Vaxandi lægð og gular viðvaranir víða um land Veður Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Fleiri fréttir Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins Sjá meira
Ekkert til í því að lögreglan í Malmö hætti sér ekki inn á sum svæði Lögreglumaður í Malmö í Svíþjóð segir að öll umræða um að til séu sérstaklega skilgreind svæði, þar sem innflytjendur séu í meirihluta og lögreglan hættir sér ekki inn, sé stórlega ýkt. 3. september 2018 20:30
Svíþjóðardemókratar gætu gegnt lykilhlutverki eftir kosningar Kosningar fara fram í Svíþjóð á sunnudaginn næsta og eru um 7,3 milljónir manna á kjörskrá. Kosið er til þings, svæðis- og sveitarstjórna. 4. september 2018 20:45
Stefnir í að Orbán herði tökin í Ungverjalandi Kosið er til þings í Ungverjalandi í dag. Allt stefnir í að Victor Orbán muni halda völdum. 8. apríl 2018 11:00
Svíþjóðardemókratar á mikilli siglingu og erfitt gæti reynst að mynda nýja stjórn Svíar munu ganga að kjörborðinu þann 9. september næstkomandi og stefnir í einhverjar mest spennandi kosningar í landinu í langan tíma. 8. ágúst 2018 09:15
Hafnar því að Svíþjóðardemókratar sé rasískur flokkur Frambjóðandi Svíþjóðardemókrata segir innflytjendur ekki þurfa að óttast fylgisaukningu flokksins. Þó vilji flokkurinn vísa ólöglegum innflytjendum og þeim sem fremji gróf brot úr landi. 2. september 2018 20:00
Ólíklegt að „Trumpvæðing“ Evrópu hefjist í Hollandi Allt bendir til þess að þjóðernisflokkur Geert Wilders nái góðum árangri í Hollandi. En er það nóg til að hefja framgöngu þjóðernisflokka í Evrópu? 15. mars 2017 09:30
Stefnir í óvissu og óreiðu eftir ítölsku þingkosningarnar Þingkosningar fara fram á Ítalíu um helgina. Allt bendir til þess að enginn augljós sigurvegari komi upp úr kjörkössunum sem dýpkar enn óvissuna í ítölsku stjórnmála- og efnahagslífi. 3. mars 2018 09:00