Hvert stefnir Reykjavík? Eyþór Arnalds skrifar 13. september 2018 10:00 Margir bundu þær vonir við Viðreisn að hugað yrði að þörfum atvinnulífsins í borginni. Mörg fyrirtæki sligast undan háum fasteignasköttum sem hafa hækkað mikið. Lofað er lækkun um 0,05% en bara í lok kjörtímabilsins. Gagnast fólki kannski á næsta kjörtímabili en þangað til hækkar fasteignamat og húsaleiga. Fáir möguleikar eru fyrir stofnanir og fyrirtæki á að fá lóðir í Reykjavík. Íslandsbanki fór í Kópavog. Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu fór í Kópavog. WOW er að fara í Kópavog. Skiptir þetta máli? Já. Í fyrsta lagi missum við störf annað og veikjum þar með borgina sem búsetukost. Í öðru lagi missir borgin tekjur. Í þriðja lagi eykur þetta enn á samgönguvandann sem er í eðli sínu skipulagsvandi. Við lögðum til að Keldnalandið yrði skipulagt fyrir stofnanir og fyrirtæki. Þannig getum við endurheimt samkeppnishæfni borgarinnar í atvinnumálum sem hefur hrakað á síðustu árum. Ekkert slíkt er að finna í stefnu þeirra flokka sem nú fara með völd.Það sem vantar Það er ekki bara að helsta kosningaloforð Samfylkingarinnar „Miklabraut í stokk“ hafi horfið. Lítið er að finna um áherslur Viðreisnar í skólamálum, en fyrir kosningar var þessu lofað: „Við ætlum að draga úr miðstýringu og auka faglegt frelsi grunnskólakennara til að gera tilraunir með ólík kennsluform.“ Nú er sagt: „Megináhersla verður lögð á borgarreknar menntastofnanir.“ Ekki er að sjá að auka eigi faglegt frelsi og styrkja sjálfstæða skóla. Ekki er að finna nein markmið um skuldalækkun. Eða markmið um hagræðingu. Engin markmið eru um skilvirkari stjórnsýslu. Hvað þá um árangur í skólamálum. Markmið í ferðatíma og um minnkun tafatíma finnast ekki. Við borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðum fram tillögu um að loftgæði fari ekki yfir heilsufarsmörk. Það var samþykkt sem markmið. Við munum áfram stunda málefnalega baráttu fyrir bættri borg og benda á ágalla. Koma með málefnalegar tillögur til lausna. Það er okkar hlutverk.Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Eyþór Arnalds Mest lesið Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Maður á sviði: Narsissisti í nánu sambandi Hrafnhildur Sigmarsdóttir Skoðun Þjóðleiðir Íslands Högni Elfar Gylfason Skoðun Bílastæði eru hættulegri en þú heldur Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Köld eru kvennaráð – eða hvað? Halla Hrund Logadóttir Skoðun Brottvísanir frá sjónarhorni íslenskukennara Sigurlín Bjarney Gísladóttir Skoðun Áhrifaleysið – trúa menn því virkilega? Andrés Pétursson Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh Skoðun Embættismenn og stjórnmálamenn 30 ára Pétur Berg Matthíasson Skoðun Dýravelferð dýranna Árni Alfreðsson Skoðun Skoðun Skoðun Siðferði og ábyrgð – lykillinn að trausti Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Áhrifaleysið – trúa menn því virkilega? Andrés Pétursson skrifar Skoðun Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Embættismenn og stjórnmálamenn 30 ára Pétur Berg Matthíasson skrifar Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh skrifar Skoðun Er Vernd einkarekið fangelsi í dulargervi áfangaheimilis? Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Eftirlifendur fá friðarverðlaun Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Við getum stöðvað kynbundið ofbeldi Hildur Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Dýravelferð dýranna Árni Alfreðsson skrifar Skoðun Réttur kvenna til lífs Ólöf Embla Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Bílastæði eru hættulegri en þú heldur Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá Kvennafrídeginum árið 2025 Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Getur rafmagnið lært af símanum? Sigurður Jóhannesson skrifar Skoðun „Fé fylgi sjúklingi – ný útfærsla“ Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál eru orkumál Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lánakvótar opna á nýja möguleika í hagstjórn Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Ahimsa: Siðferði kjöts og innflytjendamála Rajan Parrikar skrifar Skoðun Valkyrjustjórnin skyldi íslensk flugfélög til gæludýraflutninga í farþegaflugvélum Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Stigmögnun ofbeldis í nánum samböndum Kristín Snorradóttir skrifar Skoðun Brottvísanir frá sjónarhorni íslenskukennara Sigurlín Bjarney Gísladóttir skrifar Skoðun Mun ný ríkisstjórn Íslands endurskoða hvalveiðileyfið? Elissa Phillips skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við raforkuöryggi almennings til framtíðar? Dagur Helgason skrifar Skoðun Erindisleysa Kennarasambandsins Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Óvenjuleg hálka Sara Oskarsson skrifar Skoðun Það eru margar leiðir til að lækka vexti Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Voru aðdragandi og úrslit þingkosninga lýðræðisleg? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Krísan sem heimurinn hundsar: kynbundið ofbeldi í átökum Birta B. Kjerúlf ,Kjartan Ragnarsson skrifar Sjá meira
Margir bundu þær vonir við Viðreisn að hugað yrði að þörfum atvinnulífsins í borginni. Mörg fyrirtæki sligast undan háum fasteignasköttum sem hafa hækkað mikið. Lofað er lækkun um 0,05% en bara í lok kjörtímabilsins. Gagnast fólki kannski á næsta kjörtímabili en þangað til hækkar fasteignamat og húsaleiga. Fáir möguleikar eru fyrir stofnanir og fyrirtæki á að fá lóðir í Reykjavík. Íslandsbanki fór í Kópavog. Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu fór í Kópavog. WOW er að fara í Kópavog. Skiptir þetta máli? Já. Í fyrsta lagi missum við störf annað og veikjum þar með borgina sem búsetukost. Í öðru lagi missir borgin tekjur. Í þriðja lagi eykur þetta enn á samgönguvandann sem er í eðli sínu skipulagsvandi. Við lögðum til að Keldnalandið yrði skipulagt fyrir stofnanir og fyrirtæki. Þannig getum við endurheimt samkeppnishæfni borgarinnar í atvinnumálum sem hefur hrakað á síðustu árum. Ekkert slíkt er að finna í stefnu þeirra flokka sem nú fara með völd.Það sem vantar Það er ekki bara að helsta kosningaloforð Samfylkingarinnar „Miklabraut í stokk“ hafi horfið. Lítið er að finna um áherslur Viðreisnar í skólamálum, en fyrir kosningar var þessu lofað: „Við ætlum að draga úr miðstýringu og auka faglegt frelsi grunnskólakennara til að gera tilraunir með ólík kennsluform.“ Nú er sagt: „Megináhersla verður lögð á borgarreknar menntastofnanir.“ Ekki er að sjá að auka eigi faglegt frelsi og styrkja sjálfstæða skóla. Ekki er að finna nein markmið um skuldalækkun. Eða markmið um hagræðingu. Engin markmið eru um skilvirkari stjórnsýslu. Hvað þá um árangur í skólamálum. Markmið í ferðatíma og um minnkun tafatíma finnast ekki. Við borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðum fram tillögu um að loftgæði fari ekki yfir heilsufarsmörk. Það var samþykkt sem markmið. Við munum áfram stunda málefnalega baráttu fyrir bættri borg og benda á ágalla. Koma með málefnalegar tillögur til lausna. Það er okkar hlutverk.Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.
Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar
Skoðun Valkyrjustjórnin skyldi íslensk flugfélög til gæludýraflutninga í farþegaflugvélum Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Krísan sem heimurinn hundsar: kynbundið ofbeldi í átökum Birta B. Kjerúlf ,Kjartan Ragnarsson skrifar