Segir Spacey „góðan vin“ og sættir sig ekki við brottreksturinn Kristín Ólafsdóttir skrifar 26. september 2018 12:48 Judi Dench er ein ástælasta leikkona Breta. Vísir/getty Breska leikkonan Judi Dench segir að leikstjóra kvikmyndarinnar All the Money in the World hafi orðið á mistök þegar hann rak leikarann Kevin Spacey, sem Dench segir „góðan vin sinn“. Spacey var klipptur út úr kvikmyndinni eftir að hann var ítrekað sakaður um kynferðisbrot. „Ég get ekki sætt mig við, á nokkurn hátt, á þá staðreynd – hvað sem hann gerði – að hann sé svo klipptur út úr kvikmyndum,“ var haft eftir Dench á San Sebastian-kvikmyndahátíðinni á Spáni í gær. Þá sagði hún Spacey hafa veitt sér „ómetanlega huggun“ við tökur á kvikmyndinni The Shipping News árið 2001 en eiginmaður hennar var þá nýlátinn. „Ætlum við að fara í gegnum söguna núna og hver sá sem hefur gert eitthvað af sér, eða hefur framið lögbrot, eða hefur gerst sekur um eitthvað, verða þeir alltaf teknir út hér eftir?“ sagði Dench um mál Spaceys. Ridley Scott, leikstjóri All the Money in the World, ákvað að klippa Spacey út úr kvikmyndinni eftir að sá síðarnefndi var ítrekað sakaður um kynferðisbrot. Spacey fór með hlutverk olíubarónsins Jean Paul Getty og hafði þegar tekið upp atriði í kvikmyndinni þegar Christopher Plummer var ráðinn í hans stað. Dench er ein ástsælasta leikkona Breta og hefur hlotið fjölmörg verðlaun á ferli sínum. Ummæli hennar um Spacey hafa hlotið blendin viðbrögð á samfélagsmiðlum. Netverjar hafa ýmist lofað hana fyrir að segja það sem henni býr í brjósti eða lýst því yfir að ummælin séu ósmekkleg í ljósi ofbeldisins sem Spacey hefur verið sakaður um. Hann þvertekur þó fyrir allar ásakanir. Bíó og sjónvarp MeToo Mál Kevin Spacey Tengdar fréttir Íhuga að ákæra Spacey fyrir kynferðisbrot Saksóknarar í Los Angeles kanna nú hvort að tilefni sé til að ákæra leikarann Kevin Spacey fyrir kynferðisbrot, sem hann er sagður hafa framið á tíunda áratugnum. 12. apríl 2018 07:37 Robin Wright segist ekki hafa þekkt Kevin Spacey Þá sagði hún að ásakanirnar á hendur Spacey hefðu komið öllum við framleiðslu þáttanna á óvart. 9. júlí 2018 16:48 Sjáðu fyrsta brotið úr House of Cards eftir að Kevin Spacey var rekinn Átta einstaklingar stigu fram í lok síðasta árs með ásakanir um kynferðislega áreitni Kevin Spacey á tökustað Netflix-þáttaraðarinnar House of Cards. 6. mars 2018 11:30 Ný stikla úr House of Cards sýnir hvað verður um Frank Underwood Sjötta og síðasta þáttaröðin af þáttunum House of Cards kemur inn á Netflix þann 2. nóvember. 5. september 2018 16:30 Mest lesið Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Tíska og hönnun Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Lífið Djörf á dreglinum Tíska og hönnun Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Lífið Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Lífið Aðventan með Lindu Ben: Sörur og gjafaöskjur Jól Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Leikjavísir Manuela og Eiður ástfangin á ný Lífið Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Lífið Fleiri fréttir Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
Breska leikkonan Judi Dench segir að leikstjóra kvikmyndarinnar All the Money in the World hafi orðið á mistök þegar hann rak leikarann Kevin Spacey, sem Dench segir „góðan vin sinn“. Spacey var klipptur út úr kvikmyndinni eftir að hann var ítrekað sakaður um kynferðisbrot. „Ég get ekki sætt mig við, á nokkurn hátt, á þá staðreynd – hvað sem hann gerði – að hann sé svo klipptur út úr kvikmyndum,“ var haft eftir Dench á San Sebastian-kvikmyndahátíðinni á Spáni í gær. Þá sagði hún Spacey hafa veitt sér „ómetanlega huggun“ við tökur á kvikmyndinni The Shipping News árið 2001 en eiginmaður hennar var þá nýlátinn. „Ætlum við að fara í gegnum söguna núna og hver sá sem hefur gert eitthvað af sér, eða hefur framið lögbrot, eða hefur gerst sekur um eitthvað, verða þeir alltaf teknir út hér eftir?“ sagði Dench um mál Spaceys. Ridley Scott, leikstjóri All the Money in the World, ákvað að klippa Spacey út úr kvikmyndinni eftir að sá síðarnefndi var ítrekað sakaður um kynferðisbrot. Spacey fór með hlutverk olíubarónsins Jean Paul Getty og hafði þegar tekið upp atriði í kvikmyndinni þegar Christopher Plummer var ráðinn í hans stað. Dench er ein ástsælasta leikkona Breta og hefur hlotið fjölmörg verðlaun á ferli sínum. Ummæli hennar um Spacey hafa hlotið blendin viðbrögð á samfélagsmiðlum. Netverjar hafa ýmist lofað hana fyrir að segja það sem henni býr í brjósti eða lýst því yfir að ummælin séu ósmekkleg í ljósi ofbeldisins sem Spacey hefur verið sakaður um. Hann þvertekur þó fyrir allar ásakanir.
Bíó og sjónvarp MeToo Mál Kevin Spacey Tengdar fréttir Íhuga að ákæra Spacey fyrir kynferðisbrot Saksóknarar í Los Angeles kanna nú hvort að tilefni sé til að ákæra leikarann Kevin Spacey fyrir kynferðisbrot, sem hann er sagður hafa framið á tíunda áratugnum. 12. apríl 2018 07:37 Robin Wright segist ekki hafa þekkt Kevin Spacey Þá sagði hún að ásakanirnar á hendur Spacey hefðu komið öllum við framleiðslu þáttanna á óvart. 9. júlí 2018 16:48 Sjáðu fyrsta brotið úr House of Cards eftir að Kevin Spacey var rekinn Átta einstaklingar stigu fram í lok síðasta árs með ásakanir um kynferðislega áreitni Kevin Spacey á tökustað Netflix-þáttaraðarinnar House of Cards. 6. mars 2018 11:30 Ný stikla úr House of Cards sýnir hvað verður um Frank Underwood Sjötta og síðasta þáttaröðin af þáttunum House of Cards kemur inn á Netflix þann 2. nóvember. 5. september 2018 16:30 Mest lesið Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Tíska og hönnun Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Lífið Djörf á dreglinum Tíska og hönnun Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Lífið Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Lífið Aðventan með Lindu Ben: Sörur og gjafaöskjur Jól Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Leikjavísir Manuela og Eiður ástfangin á ný Lífið Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Lífið Fleiri fréttir Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
Íhuga að ákæra Spacey fyrir kynferðisbrot Saksóknarar í Los Angeles kanna nú hvort að tilefni sé til að ákæra leikarann Kevin Spacey fyrir kynferðisbrot, sem hann er sagður hafa framið á tíunda áratugnum. 12. apríl 2018 07:37
Robin Wright segist ekki hafa þekkt Kevin Spacey Þá sagði hún að ásakanirnar á hendur Spacey hefðu komið öllum við framleiðslu þáttanna á óvart. 9. júlí 2018 16:48
Sjáðu fyrsta brotið úr House of Cards eftir að Kevin Spacey var rekinn Átta einstaklingar stigu fram í lok síðasta árs með ásakanir um kynferðislega áreitni Kevin Spacey á tökustað Netflix-þáttaraðarinnar House of Cards. 6. mars 2018 11:30
Ný stikla úr House of Cards sýnir hvað verður um Frank Underwood Sjötta og síðasta þáttaröðin af þáttunum House of Cards kemur inn á Netflix þann 2. nóvember. 5. september 2018 16:30