Skoðun

Það er fátt sem toppar gott strætóspjall

Valgerður Húnbogadóttir skrifar
Í dag er Bíllausi dagurinn haldinn hátíðlegur víða um heim. Í sumum borgum er ekki bíl að sjá á götum borgarinnar þennan dag heldur fyllast þær af fjölskyldufólki og fólki á öllum aldri á reiðhjólum og öðrum umhverfisvænum farskjótum. Úr verður skemmtileg borgarhátíð með uppákomum sem henta flestum.

Á þeim árum sem við fjölskyldan bjuggum erlendis kynntumst við nágrönnum okkar og foreldrum samnemenda barna okkar mjög vel. Við gerðum það vegna þess að við urðum samferða þeim í og úr vinnu í strætó, neðanjarðarlestum og fótgangandi. Það er fátt sem toppar gott strætóspjall. Í dag mun Strætó bjóða öllum frítt í strætó. Ég vil því hvetja alla til að nýta tækifærið og kynnast borginni og íbúum hennar betur í strætó.

Höfundur er varaformaður Samtaka um bíllausan lífsstíl




Skoðun

Skoðun

Nálgunarbann

Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar

Sjá meira


×