Er sófi það sama og sófi? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar 14. október 2018 17:29 Á miðju höfuðborgarsvæðinu er risastór alþjóðleg húsgagnaverslun. Eitt þekktasta vörumerki heims í húsgagnabransanum. Blái risinn frá Svíþjóð – IKEA. Stór hluti Íslendinga verslar við IKEA og sumum þeirra finnst meira að segja gaman að fara þangað í skemmtiferðir. Verslanir IKEA eru hannaðar með það í huga að halda viðskiptavinum eins lengi inni í versluninni og hægt er. Hluti af þeirri stefnu er rekstur veitingastaðar, þar sem einfaldar máltíðir úr stóreldhúsi eru seldar á frekar lágu verði. Í gegnum tíðina hafa sænskar kjötbollur verið vinsælasti rétturinn á matseðlinum. Ekki þarf að taka það fram að í teríunni er sjálfsafgreiðsla og reiknað með að gestir gangi líka frá eftir sig að máltíð lokinni. Hvort terían er rekin sem sjálfstæð eining með arðsemiskröfu eða sem stuðningsþjónusta við húsgagnasöluna veit ég reyndar ekki. Framkvæmdastjóri IKEA, Þórarinn Ævarsson, sló sig til riddara í fyrirlestri á Landbúnaðarþingi um helgina. Þar lýsir hann hversu snilldarlega honum hefur tekist að halda niðri verði á veitingastað IKEA og býður upp á létta kennslustund fyrir aðra veitingastaði á Íslandi. Lækka beri verð og treysta þar með á aukin umsvif, sem svo leiða til betri kjara hjá framleiðendum og birgjum. Hann lætur ekki þar við sitja, heldur sendir hann veitingahúsum á Íslandi og ferðaþjónustu almennt tóninn, sakar greinina um barlóm og okur og segist skammast sín fyrir að vera Íslendingur. Þetta tekur auðvitað engu tali og auðvitað óþolandi fyrir veitingarekstur og ferðaþjónustu að sitja undir svona aðdróttunum. Þórarinn setur alla veitingastaði á Íslandi undir sama hatt óháð því hvort þeir eru staðsettir í miðborg Reykjavíkur, á Ísafirði eða á Stöðvarfirði. Óháð því hvaða matseðil þau bjóða, hvaða hráefni, hvernig húsnæði og innréttingar eru, hvaða upplifun og hvaða þjónusta stendur til boða. Hann ber saman epli og appelsínur kinnroðalaust. Hann segir ferðamenn almennt hætta að borða inni á veitingastöðum útaf okri. Það er auðvitað fjarri öllu lagi , þó að vissulega hafi orðið samdráttur hjá mörgum veitingahúsum af augljósum ástæðum - sem Þórarinn kýs að taka ekki með í reikninginn: Gengi íslensku krónunnar, sem hefur verið óvenju sterkt undanfarin ár og hefur verið ferðaþjónustunni mjög erfitt – sama hvaða skoðun Þórarinn eða aðrir hafa á því. Á sama tíma hefur það verið innflytjendum vöru á borð við húsgögn mjög hagstætt. Ekki er ólíklegt að Þórarinn hafi fengið fleiri viðskiptavini til sín útaf því. Þórarinn kýs líka að líta framhjá þeirri staðreynd að fyrirtæki hans er þekkt vörumerki, staðsett á miðju sterkasta markaðssvæði landsins. Viðskiptavinirnir eru aðallega Íslendingar og aðrir íbúar landsins og aðdráttaraflið á teríunni hans er ekki veitingastaðurinn sem slíkur, heldur húsgögnin. Viðskiptavinirnir koma á færibandi. Eins og maturinn. Í augum Þórarins er kjötsúpa alltaf það sama og kjötsúpa. Þá hlýtur sófi alltaf að vera það sama og sófi, ekki satt? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarnheiður Hallsdóttir Skoðun Mest lesið 40 ára ráðgáta leyst Arnór Bjarki Svarfdal Skoðun Stjórnlaust útlendingahatur Útlendingastofnunar Jón Frímann Jónsson Skoðun Kvenréttindi varða okkur öll - óháð kyni Rósa S. Sigurðardóttir Skoðun Smábátar bjóða betur! Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Hverskonar frelsi vill Viðreisn? Reynir Böðvarsson Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Af hverju hóflegan jöfnuð fremur en ójöfnuð? Guðmundur D. Haraldsson Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móses og Martin Luther King Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Tíminn til að njóta Þröstur V. Söring Skoðun Skoðun Skoðun Smábátar bjóða betur! Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Eru vísindin á dagskrá? Eiríkur Steingrímsson,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hverskonar frelsi vill Viðreisn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Tíminn til að njóta Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Forvarnir og fyrirmyndir er á ábyrgð okkar allra Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hóflegan jöfnuð fremur en ójöfnuð? Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móses og Martin Luther King Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Stjórnlaust útlendingahatur Útlendingastofnunar Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun 40 ára ráðgáta leyst Arnór Bjarki Svarfdal skrifar Skoðun Kvenréttindi varða okkur öll - óháð kyni Rósa S. Sigurðardóttir skrifar Skoðun Siðferði og ábyrgð – lykillinn að trausti Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Áhrifaleysið – trúa menn því virkilega? Andrés Pétursson skrifar Skoðun Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Embættismenn og stjórnmálamenn 30 ára Pétur Berg Matthíasson skrifar Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh skrifar Skoðun Er Vernd einkarekið fangelsi í dulargervi áfangaheimilis? Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Eftirlifendur fá friðarverðlaun Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Við getum stöðvað kynbundið ofbeldi Hildur Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Dýravelferð dýranna Árni Alfreðsson skrifar Skoðun Réttur kvenna til lífs Ólöf Embla Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Bílastæði eru hættulegri en þú heldur Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá Kvennafrídeginum árið 2025 Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Getur rafmagnið lært af símanum? Sigurður Jóhannesson skrifar Skoðun „Fé fylgi sjúklingi – ný útfærsla“ Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál eru orkumál Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lánakvótar opna á nýja möguleika í hagstjórn Hallgrímur Óskarsson skrifar Sjá meira
Á miðju höfuðborgarsvæðinu er risastór alþjóðleg húsgagnaverslun. Eitt þekktasta vörumerki heims í húsgagnabransanum. Blái risinn frá Svíþjóð – IKEA. Stór hluti Íslendinga verslar við IKEA og sumum þeirra finnst meira að segja gaman að fara þangað í skemmtiferðir. Verslanir IKEA eru hannaðar með það í huga að halda viðskiptavinum eins lengi inni í versluninni og hægt er. Hluti af þeirri stefnu er rekstur veitingastaðar, þar sem einfaldar máltíðir úr stóreldhúsi eru seldar á frekar lágu verði. Í gegnum tíðina hafa sænskar kjötbollur verið vinsælasti rétturinn á matseðlinum. Ekki þarf að taka það fram að í teríunni er sjálfsafgreiðsla og reiknað með að gestir gangi líka frá eftir sig að máltíð lokinni. Hvort terían er rekin sem sjálfstæð eining með arðsemiskröfu eða sem stuðningsþjónusta við húsgagnasöluna veit ég reyndar ekki. Framkvæmdastjóri IKEA, Þórarinn Ævarsson, sló sig til riddara í fyrirlestri á Landbúnaðarþingi um helgina. Þar lýsir hann hversu snilldarlega honum hefur tekist að halda niðri verði á veitingastað IKEA og býður upp á létta kennslustund fyrir aðra veitingastaði á Íslandi. Lækka beri verð og treysta þar með á aukin umsvif, sem svo leiða til betri kjara hjá framleiðendum og birgjum. Hann lætur ekki þar við sitja, heldur sendir hann veitingahúsum á Íslandi og ferðaþjónustu almennt tóninn, sakar greinina um barlóm og okur og segist skammast sín fyrir að vera Íslendingur. Þetta tekur auðvitað engu tali og auðvitað óþolandi fyrir veitingarekstur og ferðaþjónustu að sitja undir svona aðdróttunum. Þórarinn setur alla veitingastaði á Íslandi undir sama hatt óháð því hvort þeir eru staðsettir í miðborg Reykjavíkur, á Ísafirði eða á Stöðvarfirði. Óháð því hvaða matseðil þau bjóða, hvaða hráefni, hvernig húsnæði og innréttingar eru, hvaða upplifun og hvaða þjónusta stendur til boða. Hann ber saman epli og appelsínur kinnroðalaust. Hann segir ferðamenn almennt hætta að borða inni á veitingastöðum útaf okri. Það er auðvitað fjarri öllu lagi , þó að vissulega hafi orðið samdráttur hjá mörgum veitingahúsum af augljósum ástæðum - sem Þórarinn kýs að taka ekki með í reikninginn: Gengi íslensku krónunnar, sem hefur verið óvenju sterkt undanfarin ár og hefur verið ferðaþjónustunni mjög erfitt – sama hvaða skoðun Þórarinn eða aðrir hafa á því. Á sama tíma hefur það verið innflytjendum vöru á borð við húsgögn mjög hagstætt. Ekki er ólíklegt að Þórarinn hafi fengið fleiri viðskiptavini til sín útaf því. Þórarinn kýs líka að líta framhjá þeirri staðreynd að fyrirtæki hans er þekkt vörumerki, staðsett á miðju sterkasta markaðssvæði landsins. Viðskiptavinirnir eru aðallega Íslendingar og aðrir íbúar landsins og aðdráttaraflið á teríunni hans er ekki veitingastaðurinn sem slíkur, heldur húsgögnin. Viðskiptavinirnir koma á færibandi. Eins og maturinn. Í augum Þórarins er kjötsúpa alltaf það sama og kjötsúpa. Þá hlýtur sófi alltaf að vera það sama og sófi, ekki satt?
Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Eru vísindin á dagskrá? Eiríkur Steingrímsson,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar
Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun