Pattstaða í Svíþjóð eftir að Löfven sigldi í strand Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 29. október 2018 10:30 Stefan Löfven hefur freistað þess að mynda nýja ríkisstjórn á síðustu dögum. AP/Janerik Henriksson Stefan Löfven, leiðtogi sænska Jafnaðarmannaflokksins, sér ekki fram á að geta myndað ríkisstjórn en hann hafði tvær vikur til þess að kanna möguleika á slíku. Forseti sænska þingsins mun hitta aðra flokksleiðtoga í dag til þess að meta næstu skref.Þann 15. október síðastliðinn fékk Löfven tvær vikur til þess að mynda nýja ríkisstjórn og rann sá frestur út í dag. Gekk Löfven á fund Andreas Norlén, þingforseta, í morgun til þess að tilkynna honum að ekki hafi tekist að hefja viðræður um myndun ríkisstjórnarMjög flókin staða er uppi á sænska þinginu eftir kosningarnar sem fram fóru 9. september síðastliðinn en áður en Löfven fékk umboð til stjórnarmyndunar hafði Ulf Kristersson, leiðtoga hægriflokksins Moderaterna, freistað þess að mynda ríkisstjórn, án árangurs.Á blaðamannafundi eftir fund Löfven með þingforsetanum sagðist hann enn vera reiðubúinn til þess að mynda þverpólítíska ríkisstjórn en áður en hann fékk umboð til stjórnarmyndunar fyrir tveimur vikum sagði Löfven að samstarf flokka úr bæði rauðgrænu blokkinni og bandalagi borgaralegu flokkanna yrði farsælasta lausnin fyrir land og þjóð.„Ég tel að besta lausnin til þess að mynda skilvirka ríkisstjórn sé að brjóta upp blokkapólitíkina,“ sagði Löfven við blaðamenn að fundi loknum. Löfven vildi ekki greina frá því við hverja hann hafði rætt um myndun ríkisstjórnar en sagði að eftir tveggja vikna viðræður væri enn of langt á milli til þess að hefja eiginlegar samningaviðræður um myndun nýrrar ríkisstjórnar. Annie Lööf er formaður Miðflokksins.Getty/MICHAEL CAMPANELLAFjórir möguleikar í stöðunni Sem fyrr segir mun Norlén hitta leiðtoga annarra flokka á sænska þinginu í dag til þess að meta næstu skref varðandi myndun stjórnar í Svíþjóð. Stjórnmálaskýrendur þar í landi telja Norlén hafa nokkra möguleika í stöðunni. Hann geti í fyrsta lagi framlengt umboð Löfven, í öðru lagi geti hann veitt Kristersson umboðið á ný en í skemmri tíma en síðast, í þriðja lagi geti Norlén sjálfur stigið inn í viðræðurnar og hafið samningaviðræður á milli flokka en slíkt sé mjög óvenjulegt. Líklegasti kosturinn sé hins vegar að Annie Lööf, leiðtogi Miðflokksins, fái umboð til stjórnarmyndunar. Sem fyrr segir er staðan flókin en Rauðgrænu flokkanir hlutu 144 þingsæti, borgaralegu flokkarnir 143 og Svíþjóðardemókratar 62 í kosningunum í september og Bæði Löfven og Kristersson hafa útilokað myndun samsteypustjórnar tveggja stærstu flokkanna, það er Jafnaðarmannaflokksins og Moderaterna.Fylgjast má með gangi mála í dag í beinni lýsingu SVT hér. Norðurlönd Svíþjóð Þingkosningar í Svíþjóð Tengdar fréttir Lööf opnar á samstarf með Jafnaðarmönnum Formaður Miðflokksins í Svíþjóð segir að leiðtogar flokka verði að byrja að ræða hver við annan til að hægt verði að mynda ríkisstjórn í landinu. 2. október 2018 13:31 Klofningur innan borgaralegu blokkarinnar í Svíþjóð Skiptar skoðanir eru nú meðal leiðtoga flokka innan bandalags borgaralegu flokkanna í Svíþjóð um hvernig skuli leitast við að mynda nýja ríkisstjórn. 25. september 2018 13:37 Löfven fær tvær vikur til að mynda stjórn Forseti sænska þingsins hefur veitt Stefan Löfven, leiðtoga Jafnaðarmannaflokksins, umboð til að mynda nýja ríkisstjórn. 15. október 2018 13:26 Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Innlent Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira
Stefan Löfven, leiðtogi sænska Jafnaðarmannaflokksins, sér ekki fram á að geta myndað ríkisstjórn en hann hafði tvær vikur til þess að kanna möguleika á slíku. Forseti sænska þingsins mun hitta aðra flokksleiðtoga í dag til þess að meta næstu skref.Þann 15. október síðastliðinn fékk Löfven tvær vikur til þess að mynda nýja ríkisstjórn og rann sá frestur út í dag. Gekk Löfven á fund Andreas Norlén, þingforseta, í morgun til þess að tilkynna honum að ekki hafi tekist að hefja viðræður um myndun ríkisstjórnarMjög flókin staða er uppi á sænska þinginu eftir kosningarnar sem fram fóru 9. september síðastliðinn en áður en Löfven fékk umboð til stjórnarmyndunar hafði Ulf Kristersson, leiðtoga hægriflokksins Moderaterna, freistað þess að mynda ríkisstjórn, án árangurs.Á blaðamannafundi eftir fund Löfven með þingforsetanum sagðist hann enn vera reiðubúinn til þess að mynda þverpólítíska ríkisstjórn en áður en hann fékk umboð til stjórnarmyndunar fyrir tveimur vikum sagði Löfven að samstarf flokka úr bæði rauðgrænu blokkinni og bandalagi borgaralegu flokkanna yrði farsælasta lausnin fyrir land og þjóð.„Ég tel að besta lausnin til þess að mynda skilvirka ríkisstjórn sé að brjóta upp blokkapólitíkina,“ sagði Löfven við blaðamenn að fundi loknum. Löfven vildi ekki greina frá því við hverja hann hafði rætt um myndun ríkisstjórnar en sagði að eftir tveggja vikna viðræður væri enn of langt á milli til þess að hefja eiginlegar samningaviðræður um myndun nýrrar ríkisstjórnar. Annie Lööf er formaður Miðflokksins.Getty/MICHAEL CAMPANELLAFjórir möguleikar í stöðunni Sem fyrr segir mun Norlén hitta leiðtoga annarra flokka á sænska þinginu í dag til þess að meta næstu skref varðandi myndun stjórnar í Svíþjóð. Stjórnmálaskýrendur þar í landi telja Norlén hafa nokkra möguleika í stöðunni. Hann geti í fyrsta lagi framlengt umboð Löfven, í öðru lagi geti hann veitt Kristersson umboðið á ný en í skemmri tíma en síðast, í þriðja lagi geti Norlén sjálfur stigið inn í viðræðurnar og hafið samningaviðræður á milli flokka en slíkt sé mjög óvenjulegt. Líklegasti kosturinn sé hins vegar að Annie Lööf, leiðtogi Miðflokksins, fái umboð til stjórnarmyndunar. Sem fyrr segir er staðan flókin en Rauðgrænu flokkanir hlutu 144 þingsæti, borgaralegu flokkarnir 143 og Svíþjóðardemókratar 62 í kosningunum í september og Bæði Löfven og Kristersson hafa útilokað myndun samsteypustjórnar tveggja stærstu flokkanna, það er Jafnaðarmannaflokksins og Moderaterna.Fylgjast má með gangi mála í dag í beinni lýsingu SVT hér.
Norðurlönd Svíþjóð Þingkosningar í Svíþjóð Tengdar fréttir Lööf opnar á samstarf með Jafnaðarmönnum Formaður Miðflokksins í Svíþjóð segir að leiðtogar flokka verði að byrja að ræða hver við annan til að hægt verði að mynda ríkisstjórn í landinu. 2. október 2018 13:31 Klofningur innan borgaralegu blokkarinnar í Svíþjóð Skiptar skoðanir eru nú meðal leiðtoga flokka innan bandalags borgaralegu flokkanna í Svíþjóð um hvernig skuli leitast við að mynda nýja ríkisstjórn. 25. september 2018 13:37 Löfven fær tvær vikur til að mynda stjórn Forseti sænska þingsins hefur veitt Stefan Löfven, leiðtoga Jafnaðarmannaflokksins, umboð til að mynda nýja ríkisstjórn. 15. október 2018 13:26 Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Innlent Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira
Lööf opnar á samstarf með Jafnaðarmönnum Formaður Miðflokksins í Svíþjóð segir að leiðtogar flokka verði að byrja að ræða hver við annan til að hægt verði að mynda ríkisstjórn í landinu. 2. október 2018 13:31
Klofningur innan borgaralegu blokkarinnar í Svíþjóð Skiptar skoðanir eru nú meðal leiðtoga flokka innan bandalags borgaralegu flokkanna í Svíþjóð um hvernig skuli leitast við að mynda nýja ríkisstjórn. 25. september 2018 13:37
Löfven fær tvær vikur til að mynda stjórn Forseti sænska þingsins hefur veitt Stefan Löfven, leiðtoga Jafnaðarmannaflokksins, umboð til að mynda nýja ríkisstjórn. 15. október 2018 13:26