Aldrei meiri spenna um heimsmeistartitilinn í ralli Bragi Þórðarson skrifar 15. nóvember 2018 06:00 Sebastian Ogier vísir/getty Þrjár áhafnir og þrír bílaframleiðendur eiga möguleika á heimsmeistaratitlunum í ralli er síðasta umferðin fer fram í Ástralíu um helgina. Sebastian Ogier og Julian Ingrassia á Ford Fiesta leiða mótið og geta tryggt sér sinn sjötta titil í röð um helgina. Thierry Neuville og Nicolas Gilsoul á Hyundai i20 hafa leitt mótið mest allt tímabilið. Ogier hefur tekið 23 stig af þeim í síðustu tveimur keppnum og er Neuville því þremur stigum á eftir Ogier fyrir ástralska rallið. Ott Tanak og Martin Jarveoja á Toyota Yaris eiga stærðfræðilegan möguleika á titli. Finnska áhöfnin er 23 stigum á eftir Ogier og dugir því ekkert nema sigur um helgina. Toyota liðið er þó efst í stigakeppni bílaframleiðenda með 12 stiga forskot á Hyundai. Þar á eftir kemur Ford, 25 stigum á eftir fyrsta sætinu. Citroen, fjórði bílaframleiðandinn í mótinu, hefur átt afar dapurt tímabil og er meira en hundrað stigum frá Toyota.Thierry Neuville og Nicolas Gilsoulvísir/gettySlagurinn hefur ekki verið meiri síðan 2003Aldrei hefur það skeð síðastliðin 15 ár að þrír ökumenn eigi möguleika á titli þegar ein keppni er eftir. Sömuleiðis hefur slagurinn í flokki bílasmiða ekki verið jafnari í 15 ár. Reglubreytingar voru gerðar í rallinu fyrir tímabilið 2017. Þá var aflið aukið í tæp 400 hestöfl og var þá einnig leyfilegt að breyta yfirbyggingu bílana umtalsvert. Fyrir vikið hafa rallýbílarnir, sem ávalt hafa verið byggðir á venjulegum fólksbílum, aldrei verið hraðari en síðastliðin tvö ár. Heimsmeistaramótið samanstendur af 13 keppnum allstaðar í heiminum, ekið er á möl, snjó og malbiki. Rallið um helgina er eitt mest krefjandi malarrall tímabilsins, eknar verða sérleiðir í kringum bæinn Coffs Harbour á austurströnd Ástralíu Rallið hefst á föstudaginn er eknar verða átta sérleiðir. Alls er keppnin rúmir þúsund kílómetrar er áhafnir þurfa að takast á við 24 sérleiðar á þremur dögum. Aðrar íþróttir Mest lesið Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Enski boltinn Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Handbolti Skýrsla Vals: Bölvaður Berlínarmúrinn Handbolti Draumabyrjun hjá Nistelrooy Enski boltinn Neuer sá rautt og Bayern enn á ný úr leik Fótbolti „Fyrir mig var þetta gríðarlega erfitt“ Handbolti Tveir nýliðar í hópi þjóða sem Ísland gæti mætt á EM í Sviss Fótbolti „Langar svolítið að setja punktinn aftan við þetta mót“ Handbolti Uppgjörið: Ísland - Þýskaland 19-30 | Heim af EM eftir kennslustund Handbolti Elín Rósa: Við náðum okkar helsta markmiði Handbolti Fleiri fréttir Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Skýrsla Vals: Bölvaður Berlínarmúrinn Tveir nýliðar í hópi þjóða sem Ísland gæti mætt á EM í Sviss Draumabyrjun hjá Nistelrooy „Fyrir mig var þetta gríðarlega erfitt“ Neuer sá rautt og Bayern enn á ný úr leik Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Elín Rósa: Við náðum okkar helsta markmiði „Ákveðinn í að láta þennan leik ekki sitja í mér“ „Langar svolítið að setja punktinn aftan við þetta mót“ „Er bara ekkert hjarta í liðinu til að klára svona“ Uppgjörið: Ísland - Þýskaland 19-30 | Heim af EM eftir kennslustund Stórkostlegt svar Stólanna gegn toppliðinu Svona eru milliriðlar EM: Þórir byrjar á Dönum Uppgjörið: Keflavík - Aþena 74-59 | Meistararnir stungu af í seinni Stórsigur eftir erfiða tíma hjá Barcelona Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Færeyjum skellt af herraþjóðinni og Holland vann með tuttugu Elísa veik og ekki með Tíu sinnum betri handboltaferð en aðrir hafa farið í Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir „Við sjáum möguleika þarna“ Fær meira fyrir að tala í hálftíma en fyrir heilt tímabil í WNBA „Þær eru búnar að taka nokkra krísufundina“ Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Útilokar ekki að Ómar Ingi verði með á HM Dramatískt mark Ísabellu tryggði Íslandi áfram Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Ómar Ingi ekki með á HM „Þýska liðið er allt önnur skepna“ Sjá meira
Þrjár áhafnir og þrír bílaframleiðendur eiga möguleika á heimsmeistaratitlunum í ralli er síðasta umferðin fer fram í Ástralíu um helgina. Sebastian Ogier og Julian Ingrassia á Ford Fiesta leiða mótið og geta tryggt sér sinn sjötta titil í röð um helgina. Thierry Neuville og Nicolas Gilsoul á Hyundai i20 hafa leitt mótið mest allt tímabilið. Ogier hefur tekið 23 stig af þeim í síðustu tveimur keppnum og er Neuville því þremur stigum á eftir Ogier fyrir ástralska rallið. Ott Tanak og Martin Jarveoja á Toyota Yaris eiga stærðfræðilegan möguleika á titli. Finnska áhöfnin er 23 stigum á eftir Ogier og dugir því ekkert nema sigur um helgina. Toyota liðið er þó efst í stigakeppni bílaframleiðenda með 12 stiga forskot á Hyundai. Þar á eftir kemur Ford, 25 stigum á eftir fyrsta sætinu. Citroen, fjórði bílaframleiðandinn í mótinu, hefur átt afar dapurt tímabil og er meira en hundrað stigum frá Toyota.Thierry Neuville og Nicolas Gilsoulvísir/gettySlagurinn hefur ekki verið meiri síðan 2003Aldrei hefur það skeð síðastliðin 15 ár að þrír ökumenn eigi möguleika á titli þegar ein keppni er eftir. Sömuleiðis hefur slagurinn í flokki bílasmiða ekki verið jafnari í 15 ár. Reglubreytingar voru gerðar í rallinu fyrir tímabilið 2017. Þá var aflið aukið í tæp 400 hestöfl og var þá einnig leyfilegt að breyta yfirbyggingu bílana umtalsvert. Fyrir vikið hafa rallýbílarnir, sem ávalt hafa verið byggðir á venjulegum fólksbílum, aldrei verið hraðari en síðastliðin tvö ár. Heimsmeistaramótið samanstendur af 13 keppnum allstaðar í heiminum, ekið er á möl, snjó og malbiki. Rallið um helgina er eitt mest krefjandi malarrall tímabilsins, eknar verða sérleiðir í kringum bæinn Coffs Harbour á austurströnd Ástralíu Rallið hefst á föstudaginn er eknar verða átta sérleiðir. Alls er keppnin rúmir þúsund kílómetrar er áhafnir þurfa að takast á við 24 sérleiðar á þremur dögum.
Aðrar íþróttir Mest lesið Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Enski boltinn Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Handbolti Skýrsla Vals: Bölvaður Berlínarmúrinn Handbolti Draumabyrjun hjá Nistelrooy Enski boltinn Neuer sá rautt og Bayern enn á ný úr leik Fótbolti „Fyrir mig var þetta gríðarlega erfitt“ Handbolti Tveir nýliðar í hópi þjóða sem Ísland gæti mætt á EM í Sviss Fótbolti „Langar svolítið að setja punktinn aftan við þetta mót“ Handbolti Uppgjörið: Ísland - Þýskaland 19-30 | Heim af EM eftir kennslustund Handbolti Elín Rósa: Við náðum okkar helsta markmiði Handbolti Fleiri fréttir Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Skýrsla Vals: Bölvaður Berlínarmúrinn Tveir nýliðar í hópi þjóða sem Ísland gæti mætt á EM í Sviss Draumabyrjun hjá Nistelrooy „Fyrir mig var þetta gríðarlega erfitt“ Neuer sá rautt og Bayern enn á ný úr leik Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Elín Rósa: Við náðum okkar helsta markmiði „Ákveðinn í að láta þennan leik ekki sitja í mér“ „Langar svolítið að setja punktinn aftan við þetta mót“ „Er bara ekkert hjarta í liðinu til að klára svona“ Uppgjörið: Ísland - Þýskaland 19-30 | Heim af EM eftir kennslustund Stórkostlegt svar Stólanna gegn toppliðinu Svona eru milliriðlar EM: Þórir byrjar á Dönum Uppgjörið: Keflavík - Aþena 74-59 | Meistararnir stungu af í seinni Stórsigur eftir erfiða tíma hjá Barcelona Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Færeyjum skellt af herraþjóðinni og Holland vann með tuttugu Elísa veik og ekki með Tíu sinnum betri handboltaferð en aðrir hafa farið í Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir „Við sjáum möguleika þarna“ Fær meira fyrir að tala í hálftíma en fyrir heilt tímabil í WNBA „Þær eru búnar að taka nokkra krísufundina“ Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Útilokar ekki að Ómar Ingi verði með á HM Dramatískt mark Ísabellu tryggði Íslandi áfram Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Ómar Ingi ekki með á HM „Þýska liðið er allt önnur skepna“ Sjá meira