Dómur er fallinn – en hvað svo? Andrés Magnússon skrifar 12. nóvember 2018 08:00 Eins og öllum er enn í fersku minni komst Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu, með dómi sínum þann 11. október sl., að innflutningstakmarkanir á fersku kjöti feli í sér vísvitandi og alvarlegt brot gegn EES-skuldbindingum ríkisins, eins og fram kemur í héraðsdómi sem staðfestur var af Hæstarétti, og séu því með öllu ólögmætar. Þar með var komin endanleg niðurstaða fyrir dómstólum í baráttu Samtaka verslunar og þjónustu sem staðið hafði í rúmlega sjö ár. Þrátt fyrir þessa skýru og ótvíræðu niðurstöðu Hæstaréttar, og EFTA-dómstólsins þar áður, er ekki að merkja að neinn asi sé, hvorki á ríkisstjórn né Alþingi, að bregðast við og breyta löggjöfinni til samræmis við niðurstöðu dómsins og þjóðréttarlegar skyldur ríkisins. Samkvæmt fréttatilkynningu sem atvinnu- og nýsköpunarráðuneytið sendi frá sér sama dag og dómur gekk, er stefnt að því að mæla fyrir slíku frumvarpi á Alþingi í febrúar nk.! Þessi dráttur á viðbrögðum af hálfu stjórnvalda vekur mikla undrun. Fyrir það fyrsta hafa stjórnvöld haft yfrið nægan tíma til að undirbúa viðbrögð við þeirri niðurstöðu sem nú liggur fyrir. Það voru allt frá upphafi yfirgnæfandi líkur á að dómur í þessu máli yrði á þann veg sem raunin varð. Í öðru lagi er nauðsynlegt að benda á þá staðreynd að frá og með uppsögu dómsins er það ólögmæt aðgerð að gera ferskt og ófrosið kjöt upptækt við innflutning til landsins. Upptaka kjötsins í tolli hefur beinlínis í för með sér skaðabótaábyrgð fyrir ríkissjóð á öllu því tjóni sem innflytjendur verða fyrir við slíka aðgerð. Þetta er einmitt það sem er að gerast. Nú þegar hefur a.m.k. ein sending af þýsku lífrænt ræktuðu nautakjöti verið gerð upptæk við innflutning til landsins. Allar líkur eru á að þær verði fleiri á næstunni, vindi stjórnvöld ekki bráðan bug að því að koma í gegn nauðsynlegri lagabreytingu. Stóra spurningin er því þessi: Ætla stjórnvöld að sitja aðgerðarlaus hjá á meðan löglega innflutt kjöt er gert upptækt í tolli með tilheyrandi skaðabótaábyrgð fyrir ríkissjóð? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Andrés Magnússon Birtist í Fréttablaðinu Neytendur Mest lesið Kvenréttindi varða okkur öll - óháð kyni Rósa S. Sigurðardóttir Skoðun Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Maður á sviði: Narsissisti í nánu sambandi Hrafnhildur Sigmarsdóttir Skoðun Bílastæði eru hættulegri en þú heldur Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Brottvísanir frá sjónarhorni íslenskukennara Sigurlín Bjarney Gísladóttir Skoðun Þjóðleiðir Íslands Högni Elfar Gylfason Skoðun Áhrifaleysið – trúa menn því virkilega? Andrés Pétursson Skoðun Köld eru kvennaráð – eða hvað? Halla Hrund Logadóttir Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh Skoðun Embættismenn og stjórnmálamenn 30 ára Pétur Berg Matthíasson Skoðun Skoðun Skoðun Kvenréttindi varða okkur öll - óháð kyni Rósa S. Sigurðardóttir skrifar Skoðun Siðferði og ábyrgð – lykillinn að trausti Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Áhrifaleysið – trúa menn því virkilega? Andrés Pétursson skrifar Skoðun Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Embættismenn og stjórnmálamenn 30 ára Pétur Berg Matthíasson skrifar Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh skrifar Skoðun Er Vernd einkarekið fangelsi í dulargervi áfangaheimilis? Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Eftirlifendur fá friðarverðlaun Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Við getum stöðvað kynbundið ofbeldi Hildur Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Dýravelferð dýranna Árni Alfreðsson skrifar Skoðun Réttur kvenna til lífs Ólöf Embla Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Bílastæði eru hættulegri en þú heldur Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá Kvennafrídeginum árið 2025 Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Getur rafmagnið lært af símanum? Sigurður Jóhannesson skrifar Skoðun „Fé fylgi sjúklingi – ný útfærsla“ Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál eru orkumál Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lánakvótar opna á nýja möguleika í hagstjórn Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Ahimsa: Siðferði kjöts og innflytjendamála Rajan Parrikar skrifar Skoðun Valkyrjustjórnin skyldi íslensk flugfélög til gæludýraflutninga í farþegaflugvélum Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Stigmögnun ofbeldis í nánum samböndum Kristín Snorradóttir skrifar Skoðun Brottvísanir frá sjónarhorni íslenskukennara Sigurlín Bjarney Gísladóttir skrifar Skoðun Mun ný ríkisstjórn Íslands endurskoða hvalveiðileyfið? Elissa Phillips skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við raforkuöryggi almennings til framtíðar? Dagur Helgason skrifar Skoðun Erindisleysa Kennarasambandsins Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Óvenjuleg hálka Sara Oskarsson skrifar Skoðun Það eru margar leiðir til að lækka vexti Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Voru aðdragandi og úrslit þingkosninga lýðræðisleg? Tómas Ellert Tómasson skrifar Sjá meira
Eins og öllum er enn í fersku minni komst Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu, með dómi sínum þann 11. október sl., að innflutningstakmarkanir á fersku kjöti feli í sér vísvitandi og alvarlegt brot gegn EES-skuldbindingum ríkisins, eins og fram kemur í héraðsdómi sem staðfestur var af Hæstarétti, og séu því með öllu ólögmætar. Þar með var komin endanleg niðurstaða fyrir dómstólum í baráttu Samtaka verslunar og þjónustu sem staðið hafði í rúmlega sjö ár. Þrátt fyrir þessa skýru og ótvíræðu niðurstöðu Hæstaréttar, og EFTA-dómstólsins þar áður, er ekki að merkja að neinn asi sé, hvorki á ríkisstjórn né Alþingi, að bregðast við og breyta löggjöfinni til samræmis við niðurstöðu dómsins og þjóðréttarlegar skyldur ríkisins. Samkvæmt fréttatilkynningu sem atvinnu- og nýsköpunarráðuneytið sendi frá sér sama dag og dómur gekk, er stefnt að því að mæla fyrir slíku frumvarpi á Alþingi í febrúar nk.! Þessi dráttur á viðbrögðum af hálfu stjórnvalda vekur mikla undrun. Fyrir það fyrsta hafa stjórnvöld haft yfrið nægan tíma til að undirbúa viðbrögð við þeirri niðurstöðu sem nú liggur fyrir. Það voru allt frá upphafi yfirgnæfandi líkur á að dómur í þessu máli yrði á þann veg sem raunin varð. Í öðru lagi er nauðsynlegt að benda á þá staðreynd að frá og með uppsögu dómsins er það ólögmæt aðgerð að gera ferskt og ófrosið kjöt upptækt við innflutning til landsins. Upptaka kjötsins í tolli hefur beinlínis í för með sér skaðabótaábyrgð fyrir ríkissjóð á öllu því tjóni sem innflytjendur verða fyrir við slíka aðgerð. Þetta er einmitt það sem er að gerast. Nú þegar hefur a.m.k. ein sending af þýsku lífrænt ræktuðu nautakjöti verið gerð upptæk við innflutning til landsins. Allar líkur eru á að þær verði fleiri á næstunni, vindi stjórnvöld ekki bráðan bug að því að koma í gegn nauðsynlegri lagabreytingu. Stóra spurningin er því þessi: Ætla stjórnvöld að sitja aðgerðarlaus hjá á meðan löglega innflutt kjöt er gert upptækt í tolli með tilheyrandi skaðabótaábyrgð fyrir ríkissjóð?
Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar
Skoðun Valkyrjustjórnin skyldi íslensk flugfélög til gæludýraflutninga í farþegaflugvélum Árni Stefán Árnason skrifar