Íbúum á Klaustri svíður umræðan um Klaustur Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 5. desember 2018 13:30 Sandra Brá Jóhannesdóttir, sveitarstjóri Skaftárhrepps sem er með aðsetur á Klaustri. Myndin var tekin á ársþingi Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga í haust. Magnús Hlynur Íbúum á Kirkjubæjarklaustri svíður mörgum að í umræðu um ummæli þingmannanna sex sem ræddu málin á bar í miðbæ Reykjavíkur að kvöldi 20. nóvember síðastliðins sé talað um Klaustur. Sveitarstjórinn tekur undir að í vandaðri umfjöllun ættu fjölmiðlar og fólk að greina á milli. Hætt sé á að fólk telji að Kirkjubæjarklaustur tengist málinu. „Ég hef aðeins orðið vör við þessa orðræðu á Facebook að fólki finnist að það sé nauðsynlegt að það komi fram í allri orðræðu um þetta mál að um sé að ræða Klaustur Bar en ekki þorpið Kirkjubæjarklaustur sem í daglegu tali er nefnt Klaustur,“ segir Sandra Brá Jóhannsdóttir, sveitarstjóri Skaftárhrepps. „Ég tek að sjálfsögðu undir það að væri vitaskuld eðlilegt fyrir vandaða umfjöllun að það kæmi fram til að koma í veg fyrir allan misskilning. Sumir fjölmiðlar virðast gæta sín á þessu á meðan aðrir fjalla um þetta með fyrirsagnirnar Klausturþingmenn og Klausturmálið sem getur valdið því að einhverjir leggi saman tvo og tvo og fái út fimm“, segir Sandra Brá en skrifstofan hennar er á Klaustri, þ.e. Kirkjubæjarklaustri í Skafárhreppi.Rétt skuli vera rétt Íbúum á staðnum svíður umræðan um Klaustur þegar ekki er tilgreint að um barinn sé að ræða. „Mér og öðrum íbúum hér í okkar litla samfélagi á Klaustri finnst mjög óþægilegt og ekki við hæfi að það glymji stöðugt í fjölmiðlum fréttir um Klausturmálið og Klausturþingmenn,“ segir Sandra. Hún biður fjölmiðla um að vanda sig og taka „tillit til okkar hér á Klaustri því við tölum ekki svona um annað fólk og talið um Klausturbarmálið og Klausturbarþingmennina, það getur ekki verið svo erfitt að bæta bar aftan við Klaustur, enda skal rétt vera rétt,“ segir Anna Harðardóttir sem er búsett rétt við Klaustur í Skaftárhreppi. Skaftárhreppur Stjórnsýsla Upptökur á Klaustur bar Mest lesið Hvers vegna eru allir að tala um „borgaralega“ ríkisstjórn? Innlent Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Leita enn byssumannsins og lofa peningaverðlaunum Erlent Þung bankhljóð heyrðust kvöldið áður en hjónin fundust látin Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Fleiri fréttir Þung bankhljóð heyrðust kvöldið áður en hjónin fundust látin Hvers vegna eru allir að tala um „borgaralega“ ríkisstjórn? Gular viðvaranir og varasamt ferðaveður á Austurlandi Mögulegt að dregið hafi úr óróa Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Sjá meira
Íbúum á Kirkjubæjarklaustri svíður mörgum að í umræðu um ummæli þingmannanna sex sem ræddu málin á bar í miðbæ Reykjavíkur að kvöldi 20. nóvember síðastliðins sé talað um Klaustur. Sveitarstjórinn tekur undir að í vandaðri umfjöllun ættu fjölmiðlar og fólk að greina á milli. Hætt sé á að fólk telji að Kirkjubæjarklaustur tengist málinu. „Ég hef aðeins orðið vör við þessa orðræðu á Facebook að fólki finnist að það sé nauðsynlegt að það komi fram í allri orðræðu um þetta mál að um sé að ræða Klaustur Bar en ekki þorpið Kirkjubæjarklaustur sem í daglegu tali er nefnt Klaustur,“ segir Sandra Brá Jóhannsdóttir, sveitarstjóri Skaftárhrepps. „Ég tek að sjálfsögðu undir það að væri vitaskuld eðlilegt fyrir vandaða umfjöllun að það kæmi fram til að koma í veg fyrir allan misskilning. Sumir fjölmiðlar virðast gæta sín á þessu á meðan aðrir fjalla um þetta með fyrirsagnirnar Klausturþingmenn og Klausturmálið sem getur valdið því að einhverjir leggi saman tvo og tvo og fái út fimm“, segir Sandra Brá en skrifstofan hennar er á Klaustri, þ.e. Kirkjubæjarklaustri í Skafárhreppi.Rétt skuli vera rétt Íbúum á staðnum svíður umræðan um Klaustur þegar ekki er tilgreint að um barinn sé að ræða. „Mér og öðrum íbúum hér í okkar litla samfélagi á Klaustri finnst mjög óþægilegt og ekki við hæfi að það glymji stöðugt í fjölmiðlum fréttir um Klausturmálið og Klausturþingmenn,“ segir Sandra. Hún biður fjölmiðla um að vanda sig og taka „tillit til okkar hér á Klaustri því við tölum ekki svona um annað fólk og talið um Klausturbarmálið og Klausturbarþingmennina, það getur ekki verið svo erfitt að bæta bar aftan við Klaustur, enda skal rétt vera rétt,“ segir Anna Harðardóttir sem er búsett rétt við Klaustur í Skaftárhreppi.
Skaftárhreppur Stjórnsýsla Upptökur á Klaustur bar Mest lesið Hvers vegna eru allir að tala um „borgaralega“ ríkisstjórn? Innlent Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Leita enn byssumannsins og lofa peningaverðlaunum Erlent Þung bankhljóð heyrðust kvöldið áður en hjónin fundust látin Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Fleiri fréttir Þung bankhljóð heyrðust kvöldið áður en hjónin fundust látin Hvers vegna eru allir að tala um „borgaralega“ ríkisstjórn? Gular viðvaranir og varasamt ferðaveður á Austurlandi Mögulegt að dregið hafi úr óróa Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Sjá meira