Vill afsögn Gunnars Braga og Bergþórs en segir Sigmund hafa vaxið sem manneskja Atli Ísleifsson skrifar 5. desember 2018 12:45 Viðar Freyr Guðmundsson, formaður Miðflokksfélags Reykjavíkur, segir Sigmund Davíð Gunnlaugsson hafa vaxið sem manneskja eftir að Klaustursmálið kom upp. Formaður Miðflokksfélags Reykjavíkur segist vilja að þingmenn flokksins, þeir Gunnar Bragi Sveinsson og Bergþór Ólason, segi af sér þingmennsku vegna Klaustursupptaknanna svokölluðu. Hann segir hins vegar að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður flokksins, hafi vaxið sem manneskju eftir að málið kom upp. Viðar Freyr Guðmundsson, formaður Miðflokksfélags Reykjavíkur, segir að stjórn félagsins hafi komið saman til að ræða atburði síðustu daga. Ekkert hafi þó verið sérstaklega ályktað, en að unnið skyldi að því að vera í betri samskiptum við stjórn flokksins til að vera betur upplýst hvernig unnið sé í málunum þar. Mikill styr hefur staðið um þingflokk flokksins í kjölfar frétta fjölmiðla sem unnar voru upp úr Klaustursupptökunum svokölluðu. Síðastliðinn föstudag greindi formaður flokksins frá því að þeir Gunnar Bragi og Bergþór myndu taka sér ótímabundið leyfi frá þingstörfum, en Sigmundur Davíð og Anna Kolbrún Árnadóttir hafa sagst munu sitja áfram á þingi.Gunnar Bragi og Bergþór Ólason eru báðir farnir í launalaust leyfi.Vill Gunnar Braga og Bergþór af þingi Viðar Freyr segir það vera sín persónulega skoðun að þeir Gunnar Bragi og Bergþór eigi að segja af sér þingmennsku. „Það er þó ekki endilega opinber afstaða félagsins, en mér finnst hljóðið í þeirra garð vera þungt meðal félagsmanna. Menn vilja kannski ekki troða mönnum um tær og leyfa þeim að iðrast á sínum eigin forsendum. Menn skilja að þetta sé áfall sem þeir eru að lenda í og eiga þeir vafalaust í sálarstríði,“ segir Viðar Freyr.Viðhlæjendur íhugi stöðu sína Í pistli á heimasíðu sinni, sem birtur var síðastliðinn föstudag, segir Viðar Freyr að „viðhlæjendur“ á barnum mættu líka íhuga sína stöðu vandlega. „Taka sér etv. leyfi í bili til að horfa inn á við. Kannski er þeim nóg að láta áfengið eiga sig í framtíðinni svo þeim verði ekki á sá dómgreindarskortur að sitja við slíkar samkomur aftur í framtíðinni,“ sagði í færslunni. Viðar Freyr segir orðin hafa verið skrifuð á tíma þegar ekki lá fyrir hvað gerðist nákvæmlega. „Svo er meira búið að koma í ljós þó að menn viti að sjálfsögðu ekki allt.“Rætt var við Sigmund Davíð í Bítinu á Bylgjunni í morgun.Vísir/VilhelmVaxið sem manneskjaEn nýtur Sigmundur Davíð þíns stuðnings?„Já, ég myndi segja það. Í mínum huga finnst mér hann hafa vaxið sem manneskja, en kannski ekki endilega sem stjórnmálaleiðtogi. Mér finnst hann hafa komið fram af ákveðnu æðruleysi. Ég hlustaði á þetta viðtal á Bylgjunni í morgun og fannst ákveðið æðruleysi í hans tón. Að vilja bæta sig sem manneskja. Ég er líka viss um að það sé alveg rétt hjá honum að þetta hafi ekki verið einstök uppákoma. Að svona samræður fari af stað og úr böndunum. Það er vonandi að einhver lærdómur af stærri skala verði dreginn af þessu máli þegar sárin byrja að gróa.“ Viðar Freyr segir málinu á engan hátt lokið innan Miðflokksins. „Menn eru misjafnir og það eru sumir innan flokksins sem taka þetta meira inn á sig en aðrir. Það er eins og það er og maður sýnir því skilning. Það eru margir bindindismenn innan flokksins og fólk sem eru aðstandendur fatlaðra og taka þessu mjög alvarlega. Þetta fólk hefur lítið þol fyrir svona óábyrgu fylleríisröfli,“ segir Viðar Freyr. Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Tilbúinn að mæta eiðsvarinn fyrir siðanefnd og segja frá því sem hann hefur heyrt Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins segir að ef siðanefnd vilji kalla eftir upptökum til að taka fyrir segist hann skilja það sem svo að nefndin vilji fá allar upptökur af samtölum þingmanna sem til eru. 5. desember 2018 09:09 Spyr hvaða fordómum sá býr yfir sem skrifaði fyrstu fréttina um selahljóðið og Freyju Anna Kolbrún Árnadóttir, þingmaður Miðflokksins og einn sexmenninganna á Klaustur bar, er í ítarlegu viðtali við Morgunblaðið í dag en hún hefur lítið sem ekkert tjáð sig við fjölmiðla frá því að byrjað var að fjalla um upptökurnar af barnum fyrir viku síðan. 5. desember 2018 07:34 Segist læra af Klaustursmálinu með því að sitja áfram á þingi Anna Kolbrún Árnadóttir, þingmaður Miðflokksins og einn sexmenninganna sem sátu á Klaustur bar þann 20. nóvember síðastliðinn og töluðu á óviðeigandi hátt meðal annars um samþingmenn sína, segir að sér finnist það ekki skrýtið að fólk vilji að hún segi af sér þingmennsku vegna málsins. 5. desember 2018 08:47 Mest lesið Grunaður um að kvelja og pína konu dögum saman Innlent Þetta er maðurinn sem er grunaður um launmorðið Erlent Hundarnir áttu ekki að vera saman Innlent Heimiliskötturinn drepinn við kjallaratröppurnar Innlent „Þetta er búið að valda fólkinu í hverfinu mikilli sorg“ Innlent Óttaðist um líf sitt Innlent „Jákvæðari“ öskur en óttast var í fyrstu Innlent Jay-Z kærður fyrir að nauðga þrettán ára stúlku Erlent Birta nöfn og vörumerki tengd SVEIT í mótmælaskyni Innlent Ákærður fyrir að bana dóttur sinni Innlent Fleiri fréttir Níræður maður og nýbakaður tvíburafaðir duttu í lukkupottinn Auglýstu á samfélagsmiðlum fyrir 45 milljónir Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Óánægja í Laugarneshverfi: „Við ráðum ekki við þetta ægivald“ Viku frestur til að kæra kosningarnar Innan við þriðjungur þingmanna hefur setið lengur en eitt kjörtímabil Bjartsýn á að til verði stjórn sem þori að taka ákvarðanir Hefði átt að vera ljóst að logandi pappír í skáp gæti endað með bruna Vill aukinn viðbúnað á Íslandi til að bregðast við ófyrirséðum árásum Áhrif hallareksturs ríkissjóðs á stjórnarmyndun og jólaskrautsgerð fanga Fráfarandi stjórn skilji eftir verra bú en haldið er fram Afkomuhorfur ríkissjóðs lakari en áður Grétar Snær höfuðkúpubrotnaði í Taílandi Sjálfstæðismenn í sérflokki hvað útstrikanir varðar Birta nöfn og vörumerki tengd SVEIT í mótmælaskyni „Sannleikurinn oft fyrsta fórnarlambið“ Evrópuþingmenn hvetja yfirvöld til að láta af hvalveiðum „Mikilvægt fyrir dalinn að það sé komin ákvörðun“ Kannabissérfræðingurinn kom að ræktun á öðrum sveitabæ Lýsa eftir vitnum að meintri líkamsárás á Ísafirði Hundarnir áttu ekki að vera saman Þrír hópar vinna að málefnum fyrir nýja ríkisstjórn Stjórnarmyndun og árásargjarnir hundar í Laugardal BSRB og BHM taka undir gagnrýni á stéttarfélagið Virðingu Um 61 þúsund hillumetrar af pappírsskjölum í vörslu ríkisins Sex verslanir fá sautján milljónir í ríkisstyrk Gera kröfu um að varaaflsstöðin verði áfram í Vík Landskjörstjórn kemur saman til fundar „Jákvæðari“ öskur en óttast var í fyrstu Óttaðist um líf sitt Sjá meira
Formaður Miðflokksfélags Reykjavíkur segist vilja að þingmenn flokksins, þeir Gunnar Bragi Sveinsson og Bergþór Ólason, segi af sér þingmennsku vegna Klaustursupptaknanna svokölluðu. Hann segir hins vegar að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður flokksins, hafi vaxið sem manneskju eftir að málið kom upp. Viðar Freyr Guðmundsson, formaður Miðflokksfélags Reykjavíkur, segir að stjórn félagsins hafi komið saman til að ræða atburði síðustu daga. Ekkert hafi þó verið sérstaklega ályktað, en að unnið skyldi að því að vera í betri samskiptum við stjórn flokksins til að vera betur upplýst hvernig unnið sé í málunum þar. Mikill styr hefur staðið um þingflokk flokksins í kjölfar frétta fjölmiðla sem unnar voru upp úr Klaustursupptökunum svokölluðu. Síðastliðinn föstudag greindi formaður flokksins frá því að þeir Gunnar Bragi og Bergþór myndu taka sér ótímabundið leyfi frá þingstörfum, en Sigmundur Davíð og Anna Kolbrún Árnadóttir hafa sagst munu sitja áfram á þingi.Gunnar Bragi og Bergþór Ólason eru báðir farnir í launalaust leyfi.Vill Gunnar Braga og Bergþór af þingi Viðar Freyr segir það vera sín persónulega skoðun að þeir Gunnar Bragi og Bergþór eigi að segja af sér þingmennsku. „Það er þó ekki endilega opinber afstaða félagsins, en mér finnst hljóðið í þeirra garð vera þungt meðal félagsmanna. Menn vilja kannski ekki troða mönnum um tær og leyfa þeim að iðrast á sínum eigin forsendum. Menn skilja að þetta sé áfall sem þeir eru að lenda í og eiga þeir vafalaust í sálarstríði,“ segir Viðar Freyr.Viðhlæjendur íhugi stöðu sína Í pistli á heimasíðu sinni, sem birtur var síðastliðinn föstudag, segir Viðar Freyr að „viðhlæjendur“ á barnum mættu líka íhuga sína stöðu vandlega. „Taka sér etv. leyfi í bili til að horfa inn á við. Kannski er þeim nóg að láta áfengið eiga sig í framtíðinni svo þeim verði ekki á sá dómgreindarskortur að sitja við slíkar samkomur aftur í framtíðinni,“ sagði í færslunni. Viðar Freyr segir orðin hafa verið skrifuð á tíma þegar ekki lá fyrir hvað gerðist nákvæmlega. „Svo er meira búið að koma í ljós þó að menn viti að sjálfsögðu ekki allt.“Rætt var við Sigmund Davíð í Bítinu á Bylgjunni í morgun.Vísir/VilhelmVaxið sem manneskjaEn nýtur Sigmundur Davíð þíns stuðnings?„Já, ég myndi segja það. Í mínum huga finnst mér hann hafa vaxið sem manneskja, en kannski ekki endilega sem stjórnmálaleiðtogi. Mér finnst hann hafa komið fram af ákveðnu æðruleysi. Ég hlustaði á þetta viðtal á Bylgjunni í morgun og fannst ákveðið æðruleysi í hans tón. Að vilja bæta sig sem manneskja. Ég er líka viss um að það sé alveg rétt hjá honum að þetta hafi ekki verið einstök uppákoma. Að svona samræður fari af stað og úr böndunum. Það er vonandi að einhver lærdómur af stærri skala verði dreginn af þessu máli þegar sárin byrja að gróa.“ Viðar Freyr segir málinu á engan hátt lokið innan Miðflokksins. „Menn eru misjafnir og það eru sumir innan flokksins sem taka þetta meira inn á sig en aðrir. Það er eins og það er og maður sýnir því skilning. Það eru margir bindindismenn innan flokksins og fólk sem eru aðstandendur fatlaðra og taka þessu mjög alvarlega. Þetta fólk hefur lítið þol fyrir svona óábyrgu fylleríisröfli,“ segir Viðar Freyr.
Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Tilbúinn að mæta eiðsvarinn fyrir siðanefnd og segja frá því sem hann hefur heyrt Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins segir að ef siðanefnd vilji kalla eftir upptökum til að taka fyrir segist hann skilja það sem svo að nefndin vilji fá allar upptökur af samtölum þingmanna sem til eru. 5. desember 2018 09:09 Spyr hvaða fordómum sá býr yfir sem skrifaði fyrstu fréttina um selahljóðið og Freyju Anna Kolbrún Árnadóttir, þingmaður Miðflokksins og einn sexmenninganna á Klaustur bar, er í ítarlegu viðtali við Morgunblaðið í dag en hún hefur lítið sem ekkert tjáð sig við fjölmiðla frá því að byrjað var að fjalla um upptökurnar af barnum fyrir viku síðan. 5. desember 2018 07:34 Segist læra af Klaustursmálinu með því að sitja áfram á þingi Anna Kolbrún Árnadóttir, þingmaður Miðflokksins og einn sexmenninganna sem sátu á Klaustur bar þann 20. nóvember síðastliðinn og töluðu á óviðeigandi hátt meðal annars um samþingmenn sína, segir að sér finnist það ekki skrýtið að fólk vilji að hún segi af sér þingmennsku vegna málsins. 5. desember 2018 08:47 Mest lesið Grunaður um að kvelja og pína konu dögum saman Innlent Þetta er maðurinn sem er grunaður um launmorðið Erlent Hundarnir áttu ekki að vera saman Innlent Heimiliskötturinn drepinn við kjallaratröppurnar Innlent „Þetta er búið að valda fólkinu í hverfinu mikilli sorg“ Innlent Óttaðist um líf sitt Innlent „Jákvæðari“ öskur en óttast var í fyrstu Innlent Jay-Z kærður fyrir að nauðga þrettán ára stúlku Erlent Birta nöfn og vörumerki tengd SVEIT í mótmælaskyni Innlent Ákærður fyrir að bana dóttur sinni Innlent Fleiri fréttir Níræður maður og nýbakaður tvíburafaðir duttu í lukkupottinn Auglýstu á samfélagsmiðlum fyrir 45 milljónir Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Óánægja í Laugarneshverfi: „Við ráðum ekki við þetta ægivald“ Viku frestur til að kæra kosningarnar Innan við þriðjungur þingmanna hefur setið lengur en eitt kjörtímabil Bjartsýn á að til verði stjórn sem þori að taka ákvarðanir Hefði átt að vera ljóst að logandi pappír í skáp gæti endað með bruna Vill aukinn viðbúnað á Íslandi til að bregðast við ófyrirséðum árásum Áhrif hallareksturs ríkissjóðs á stjórnarmyndun og jólaskrautsgerð fanga Fráfarandi stjórn skilji eftir verra bú en haldið er fram Afkomuhorfur ríkissjóðs lakari en áður Grétar Snær höfuðkúpubrotnaði í Taílandi Sjálfstæðismenn í sérflokki hvað útstrikanir varðar Birta nöfn og vörumerki tengd SVEIT í mótmælaskyni „Sannleikurinn oft fyrsta fórnarlambið“ Evrópuþingmenn hvetja yfirvöld til að láta af hvalveiðum „Mikilvægt fyrir dalinn að það sé komin ákvörðun“ Kannabissérfræðingurinn kom að ræktun á öðrum sveitabæ Lýsa eftir vitnum að meintri líkamsárás á Ísafirði Hundarnir áttu ekki að vera saman Þrír hópar vinna að málefnum fyrir nýja ríkisstjórn Stjórnarmyndun og árásargjarnir hundar í Laugardal BSRB og BHM taka undir gagnrýni á stéttarfélagið Virðingu Um 61 þúsund hillumetrar af pappírsskjölum í vörslu ríkisins Sex verslanir fá sautján milljónir í ríkisstyrk Gera kröfu um að varaaflsstöðin verði áfram í Vík Landskjörstjórn kemur saman til fundar „Jákvæðari“ öskur en óttast var í fyrstu Óttaðist um líf sitt Sjá meira
Tilbúinn að mæta eiðsvarinn fyrir siðanefnd og segja frá því sem hann hefur heyrt Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins segir að ef siðanefnd vilji kalla eftir upptökum til að taka fyrir segist hann skilja það sem svo að nefndin vilji fá allar upptökur af samtölum þingmanna sem til eru. 5. desember 2018 09:09
Spyr hvaða fordómum sá býr yfir sem skrifaði fyrstu fréttina um selahljóðið og Freyju Anna Kolbrún Árnadóttir, þingmaður Miðflokksins og einn sexmenninganna á Klaustur bar, er í ítarlegu viðtali við Morgunblaðið í dag en hún hefur lítið sem ekkert tjáð sig við fjölmiðla frá því að byrjað var að fjalla um upptökurnar af barnum fyrir viku síðan. 5. desember 2018 07:34
Segist læra af Klaustursmálinu með því að sitja áfram á þingi Anna Kolbrún Árnadóttir, þingmaður Miðflokksins og einn sexmenninganna sem sátu á Klaustur bar þann 20. nóvember síðastliðinn og töluðu á óviðeigandi hátt meðal annars um samþingmenn sína, segir að sér finnist það ekki skrýtið að fólk vilji að hún segi af sér þingmennsku vegna málsins. 5. desember 2018 08:47