Anna Kolbrún ekki ritstjóri Glæða líkt og segir í æviágripi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 4. desember 2018 12:26 Anna Kolbrún Árnadóttir, þingmaður Miðflokksins, er ekki ritstjóri Glæða. Félag sérkennara á Íslandi hefur sent frá sér tilkynningu vegna æviágrips Önnu Kolbrúnar Árnadóttur, þingmanns Miðflokksins, á vef Alþingis en í æviágripinu segir að Anna Kolbrún sé ritstjóri tímaritsins Glæða, fagtímarits sérkennara. Fyrst var greint frá málinu á Stundinni. Í tilkynningu Félags sérkennara segir að þetta sé ekki rétt. Hið rétta sé að á árunum 2011 og 2012 átti Anna Kolbrún sæti í ritstjórn blaðsins ásamt fjórum öðrum, en ritstjóri þau ár var Hermína Gunnþórsdóttir. Skorar félagið á Önnu Kolbrúnu að leiðrétta ferilskrá sína í takt við það sem rétt er.Skjáskot af hluta af æviágripi Önnu Kolbrúnar af vef Alþingis.Er þetta önnur rangfærslan sem kemur í ljós varðandi starfsferil Önnu Kolbrúnar og æviágrip hennar á þingi en í gær var greint var frá því að hún hefði ranglega titlað sig sem þroskaþjálfa í æviágripinu. Því var breytt í gær en Þroskaþjálfafélag Íslands hefur tilkynnt notkun Önnu á starfsheitinu til landlæknis en starfsheitið er lögverndað og hefur Anna hvorki hlotið menntun né fengið starfsleyfi sem þroskaþjálfi frá landlækni. Anna Kolbrún er ein þeirra sex þingmanna sem sátu á Klaustri þann 20. nóvember síðastliðinn og ræddu á óviðeigandi hátt um ýmsa samþingmenn sína og aðra sem komið hafa nálægt stjórnmálum undanfarin ár. Anna Kolbrún situr enn á þingi og er starfandi þingflokksformaður Miðflokksins en hún hefur sagt að hún sé að íhuga stöðu sína sem þingmaður vegna Klaustursmálsins.Hefur ekki svarað þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Tveir þingmenn Miðflokksins sem einnig voru á barnum umrætt kvöld, þeir Gunnar Bragi Sveinsson og Bergþór Ólason, eru farnir í leyfi frá þingstörfum. Auk þeirra var Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, einnig á Klaustur sem og þeir Ólafur Ísleifsson og Karl Gauti Hjaltason, þáverandi þingmenn Flokks fólksins. Sigmundur Davíð hefur sagt að hann ætli ekki að segja af sér vegna málsins en þeir Ólafur og Karl Gauti hafa verið reknir úr Flokki fólksins. Þeir ætla að sitja áfram á þingi sem óháðir þingmenn. Vísir hefur ekki náð tali af Önnu Kolbrúnu í morgun þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.Uppfært klukkan 13:34Anna Kolbrún hefur uppfært æviágrip sitt aftur á vef Alþingis. Þar segir nú að hún hafi setið í ritstjórn Glæða, fagtímarits sérkennara. Alþingi Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Tilkynna notkun Önnu Kolbrúnar á starfsheitinu þroskaþjálfi til Landlæknis Þroskaþjálfafélag Íslands hefur tilkynnt notkun Önnu Kolbrúnar Árnadóttur, þingmanns Miðflokksins, á starfsheitinu þroskaþjálfi til Landlæknis. Í æviágripi hennar á vef Alþingis stóð að hún hafi starfað sem þroskaþjálfi en ágripunu var breytt í dag. Orðið þroskaþjálfi kemur ekki lengur fyrir í ágripinu 3. desember 2018 22:50 Þingmenn á Klaustri svara ekki Þing kom saman í fyrsta skipti í gær eftir að samtal sex þingmanna á Klaustri komst í fjölmiðla. Forseti braut blað í sögu þingsins og bað þjóðina afsökunar á hegðun þingmanna sinna. 4. desember 2018 07:30 Á ábyrgð þingmanna að upplýsingar á vef Alþingis séu réttar Skrifstofa Alþingis treystir á að þingmenn skili réttum upplýsingum sem rata í æviágrip þingmanna á vef Alþingis. 4. desember 2018 10:44 Mest lesið Segja Bjarna að fara til andskotans og taka hvalveiðileyfið með Innlent „Ég hef átt ákveðin samtöl“ Innlent Íslendingur handtekinn í Rússlandi Erlent „Dögun þriðju kjarnorkualdarinnar er í vændum“ Erlent Sagðist ekki eiga að stoppa þegar maðurinn bað hann um að stoppa Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Árni Indriðason er látinn Innlent Hafa þegar afgreitt ýmis ágreiningsefni Innlent Olíuflutningabíll endaði utan vegar Innlent Ráðamenn uggandi vegna væntanlegrar niðurstöðu starfshóps Innlent Fleiri fréttir Var hótað eftir útgáfu bókarinnar Hafi brugðið að sjá dönsk egg í verslunum hér á landi Steindi, Elliði og Bárður eru í Hrútaskránni Ráðamenn uggandi vegna væntanlegrar niðurstöðu starfshóps Reykjavíkurborg salti auðan stíg en ekki flughálan Hafró og Fiskistofa skiluðu umsögnum um hvalveiðar fyrir kosningar Landris hafið enn eina ferðina í Svartsengi Leyniupptaka, hálkuslys og fengitími Olíuflutningabíll endaði utan vegar Hafa þegar afgreitt ýmis ágreiningsefni Meirihluti barna á Íslandi hefur heyrt um Barnasáttmálann Um 60 á bráðamóttöku í gær vegna hálkuslysa Engin endurtalning í Kraganum Tilnefningum til manns ársins rignir inn Hætta rannsókn á kæru þriggja starfsmanna MAST um meinta mútuþægni Framtíð Kristjáns Þórðar hjá RSÍ ræðst í janúar Eining um hvalveiðar innan starfsstjórnar Allir í viðbragðsstöðu í Kaplakrika vegna endurtalningar Ákveða á mánudag hvort faðirinn verði ákærður Fá engin svör og íhuga réttarstöðu sína Grunaðir um vopnað rán í íbúð í Breiðholti Arndís Anna og Brynjar vilja dómarasæti Hvalveiðar ræddar í ríkisstjórn og enn setið við stjórnarmyndun Ætlar að vera formaður í stjórnarandstöðu „Ég hef átt ákveðin samtöl“ Landris virðist hafið að nýju Sagðist ekki eiga að stoppa þegar maðurinn bað hann um að stoppa Mjög lítið hlaup eða jarðhitaleki í Skálm Gefa hvorki upp staðsetningu né gestalista á fundi dagsins Árni Indriðason er látinn Sjá meira
Félag sérkennara á Íslandi hefur sent frá sér tilkynningu vegna æviágrips Önnu Kolbrúnar Árnadóttur, þingmanns Miðflokksins, á vef Alþingis en í æviágripinu segir að Anna Kolbrún sé ritstjóri tímaritsins Glæða, fagtímarits sérkennara. Fyrst var greint frá málinu á Stundinni. Í tilkynningu Félags sérkennara segir að þetta sé ekki rétt. Hið rétta sé að á árunum 2011 og 2012 átti Anna Kolbrún sæti í ritstjórn blaðsins ásamt fjórum öðrum, en ritstjóri þau ár var Hermína Gunnþórsdóttir. Skorar félagið á Önnu Kolbrúnu að leiðrétta ferilskrá sína í takt við það sem rétt er.Skjáskot af hluta af æviágripi Önnu Kolbrúnar af vef Alþingis.Er þetta önnur rangfærslan sem kemur í ljós varðandi starfsferil Önnu Kolbrúnar og æviágrip hennar á þingi en í gær var greint var frá því að hún hefði ranglega titlað sig sem þroskaþjálfa í æviágripinu. Því var breytt í gær en Þroskaþjálfafélag Íslands hefur tilkynnt notkun Önnu á starfsheitinu til landlæknis en starfsheitið er lögverndað og hefur Anna hvorki hlotið menntun né fengið starfsleyfi sem þroskaþjálfi frá landlækni. Anna Kolbrún er ein þeirra sex þingmanna sem sátu á Klaustri þann 20. nóvember síðastliðinn og ræddu á óviðeigandi hátt um ýmsa samþingmenn sína og aðra sem komið hafa nálægt stjórnmálum undanfarin ár. Anna Kolbrún situr enn á þingi og er starfandi þingflokksformaður Miðflokksins en hún hefur sagt að hún sé að íhuga stöðu sína sem þingmaður vegna Klaustursmálsins.Hefur ekki svarað þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Tveir þingmenn Miðflokksins sem einnig voru á barnum umrætt kvöld, þeir Gunnar Bragi Sveinsson og Bergþór Ólason, eru farnir í leyfi frá þingstörfum. Auk þeirra var Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, einnig á Klaustur sem og þeir Ólafur Ísleifsson og Karl Gauti Hjaltason, þáverandi þingmenn Flokks fólksins. Sigmundur Davíð hefur sagt að hann ætli ekki að segja af sér vegna málsins en þeir Ólafur og Karl Gauti hafa verið reknir úr Flokki fólksins. Þeir ætla að sitja áfram á þingi sem óháðir þingmenn. Vísir hefur ekki náð tali af Önnu Kolbrúnu í morgun þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.Uppfært klukkan 13:34Anna Kolbrún hefur uppfært æviágrip sitt aftur á vef Alþingis. Þar segir nú að hún hafi setið í ritstjórn Glæða, fagtímarits sérkennara.
Alþingi Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Tilkynna notkun Önnu Kolbrúnar á starfsheitinu þroskaþjálfi til Landlæknis Þroskaþjálfafélag Íslands hefur tilkynnt notkun Önnu Kolbrúnar Árnadóttur, þingmanns Miðflokksins, á starfsheitinu þroskaþjálfi til Landlæknis. Í æviágripi hennar á vef Alþingis stóð að hún hafi starfað sem þroskaþjálfi en ágripunu var breytt í dag. Orðið þroskaþjálfi kemur ekki lengur fyrir í ágripinu 3. desember 2018 22:50 Þingmenn á Klaustri svara ekki Þing kom saman í fyrsta skipti í gær eftir að samtal sex þingmanna á Klaustri komst í fjölmiðla. Forseti braut blað í sögu þingsins og bað þjóðina afsökunar á hegðun þingmanna sinna. 4. desember 2018 07:30 Á ábyrgð þingmanna að upplýsingar á vef Alþingis séu réttar Skrifstofa Alþingis treystir á að þingmenn skili réttum upplýsingum sem rata í æviágrip þingmanna á vef Alþingis. 4. desember 2018 10:44 Mest lesið Segja Bjarna að fara til andskotans og taka hvalveiðileyfið með Innlent „Ég hef átt ákveðin samtöl“ Innlent Íslendingur handtekinn í Rússlandi Erlent „Dögun þriðju kjarnorkualdarinnar er í vændum“ Erlent Sagðist ekki eiga að stoppa þegar maðurinn bað hann um að stoppa Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Árni Indriðason er látinn Innlent Hafa þegar afgreitt ýmis ágreiningsefni Innlent Olíuflutningabíll endaði utan vegar Innlent Ráðamenn uggandi vegna væntanlegrar niðurstöðu starfshóps Innlent Fleiri fréttir Var hótað eftir útgáfu bókarinnar Hafi brugðið að sjá dönsk egg í verslunum hér á landi Steindi, Elliði og Bárður eru í Hrútaskránni Ráðamenn uggandi vegna væntanlegrar niðurstöðu starfshóps Reykjavíkurborg salti auðan stíg en ekki flughálan Hafró og Fiskistofa skiluðu umsögnum um hvalveiðar fyrir kosningar Landris hafið enn eina ferðina í Svartsengi Leyniupptaka, hálkuslys og fengitími Olíuflutningabíll endaði utan vegar Hafa þegar afgreitt ýmis ágreiningsefni Meirihluti barna á Íslandi hefur heyrt um Barnasáttmálann Um 60 á bráðamóttöku í gær vegna hálkuslysa Engin endurtalning í Kraganum Tilnefningum til manns ársins rignir inn Hætta rannsókn á kæru þriggja starfsmanna MAST um meinta mútuþægni Framtíð Kristjáns Þórðar hjá RSÍ ræðst í janúar Eining um hvalveiðar innan starfsstjórnar Allir í viðbragðsstöðu í Kaplakrika vegna endurtalningar Ákveða á mánudag hvort faðirinn verði ákærður Fá engin svör og íhuga réttarstöðu sína Grunaðir um vopnað rán í íbúð í Breiðholti Arndís Anna og Brynjar vilja dómarasæti Hvalveiðar ræddar í ríkisstjórn og enn setið við stjórnarmyndun Ætlar að vera formaður í stjórnarandstöðu „Ég hef átt ákveðin samtöl“ Landris virðist hafið að nýju Sagðist ekki eiga að stoppa þegar maðurinn bað hann um að stoppa Mjög lítið hlaup eða jarðhitaleki í Skálm Gefa hvorki upp staðsetningu né gestalista á fundi dagsins Árni Indriðason er látinn Sjá meira
Tilkynna notkun Önnu Kolbrúnar á starfsheitinu þroskaþjálfi til Landlæknis Þroskaþjálfafélag Íslands hefur tilkynnt notkun Önnu Kolbrúnar Árnadóttur, þingmanns Miðflokksins, á starfsheitinu þroskaþjálfi til Landlæknis. Í æviágripi hennar á vef Alþingis stóð að hún hafi starfað sem þroskaþjálfi en ágripunu var breytt í dag. Orðið þroskaþjálfi kemur ekki lengur fyrir í ágripinu 3. desember 2018 22:50
Þingmenn á Klaustri svara ekki Þing kom saman í fyrsta skipti í gær eftir að samtal sex þingmanna á Klaustri komst í fjölmiðla. Forseti braut blað í sögu þingsins og bað þjóðina afsökunar á hegðun þingmanna sinna. 4. desember 2018 07:30
Á ábyrgð þingmanna að upplýsingar á vef Alþingis séu réttar Skrifstofa Alþingis treystir á að þingmenn skili réttum upplýsingum sem rata í æviágrip þingmanna á vef Alþingis. 4. desember 2018 10:44