Freyja gefur lítið fyrir afsökunarbeiðni Sigmundar Samúel Karl Ólason skrifar 2. desember 2018 21:10 Freyja Haraldsdóttir. Vísir/Vilhelm Freyja Haraldsdóttir segir undanfarna daga hafa verið sér erfiða. Hún segist ekki vilja fleiri símtöl þar sem ófatlaður karlmaður í valdastöðu talar niður til hennar og reynir að útskýra fyrir henni hvað fötlunarfordómar eru. Vísar hún þar til símtals sem hún fékk frá Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, formanni Miðflokksins í dag. Í grein eftir Freyju sem birtist á Kjarnanum og ber titilinn „Karlar sem hringja í konur“, segir hún undanfarna daga hafa verið erfiða. Samkvæmt frétt DV sem skrifuð var upp úr Klaustursupptökunum hæddust þingmenn Miðflokksins og Fólks flokksins að Freyju er þeir sátu að sumbli á Klaustri í síðustu viku og heyrist einn þeirra herma eftir sel.Sjá einnig: Enginn hefur enn beðið Freyju afsökunarFreyju barst svo símtal frá Sigmundi seinni partinn í dag. „Hann hringdi til að biðjast afsökunar og jafnframt útskýra fyrir mér hvernig ég virtist hafa misskilið þetta allt. Í stuttu máli útskýrði hann fyrir mér að þau orð sem hefðu verið látin falla væru ekki fötlunartengd, eða til þess ætluð að gera grín að fötlun minni, heldur hefðu þau fallið vegna þess að pólitískar skoðanir mínar færu mjög í taugarnar á Gunnari Braga Sveinssyni, fyrrum utanríkisráðherra, „og fleirum“,“ skrifar Freyja og bætir við: „En ekki svo mikið í taugarnar á Sigmundi sjálfum þó hann væri alls ekki sammála þeim.“ Hún sagði Sigmund hafa haldið því fram að selahljóðin hefðu líklega verið stóll að hreyfast og að uppnefnið Freyja Eyja hefði orðið til þegar fjarlægja þurfti vegg af skrifstofu Miðflokksins vegna aðgengis. „Þetta sagðist hann ætla að útskýra fyrir okkur öllum í grein sem hann hefur væntanlega í smíðum í þessum töluðu orðum. Við bíðum öll spennt eftir þeim (hr)útskýringum.“Þurfti að melta símtalið Freyja segist hafa bent Sigmundi á að uppnefnið væri mjög fötlunartengt en Sigmundur hafi sagt það hafa verið af góðum hug. „Samtalið endaði á þann veg að hann baðst afsökunar fyrir hönd hópsins. Þingmaðurinn sá í lokin ástæðu til að nefna við mig að hann bæri virðingu fyrir mér og „dugnaði“ mínum. Ég er ekki sérlega móttækileg fyrir slíku hrósi frá manni sem sat ýmist þegjandi eða flissandi undir þeim samræðum sem hér um ræðir. Ég þakkaði fyrir símtalið og sagðist þurfa að melta það.“ Freyja er ekki á því að það að biðjast afsökunar en reyna samtímis að hrútskýra, eftiráskýra og hreinlega ljúga til um hvað hafi átt sér stað sé ekki afsökunarbeiðni. „Að líkja mér við dýr og uppnefna mig (og vegg) Freyju Eyju í kjölfar aðgengisbreytinga er augljóslega eins fötlunartengt og það getur orðið. Að taka mig fyrir með þessum hætti vegna þess að pólitískar skoðanir mínar, sem byggja á feminískum gildum, hugmyndafræði mannréttinda og upprætingu ableisma, fara í taugarnar á sumum körlum, ER fötlunarfyrirlitning og kvenfyrirlitning. Það er líka hlutgerving.“ Hún segir þúsund og eina leið til þess að tjá skoðanaágreining önnur en að hæðast að líkama og útliti kvenna. „Ég vildi óska þess að ég hefði getað sagt allt ofangreint við umræddan mann en ég get varla lýst vanmætti mínum og vanlíðan meðan á símtalinu stóð.“ Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Fyrirlitning sem eigi sér djúpar sögulegar rætur Freyja segir það sérstaklega alvarlegt þegar gerendur eru valdhafar. 30. nóvember 2018 08:37 „Enginn af þessum dónum hefur séð sóma sinn í að biðja Freyju Haraldsdóttur afsökunar“ Freyja Haraldsdóttir, fyrrrverandi varaþingmaður og baráttukona fyrir réttindum fatlaðra, er ein þeirra sem nefnd er á nafn í Klaustursupptökunum svokölluðu. 1. desember 2018 20:50 Mest lesið Grunaður um að kvelja og pína konu dögum saman Innlent Jay-Z kærður fyrir að nauðga þrettán ára stúlku Erlent „Þetta er búið að valda fólkinu í hverfinu mikilli sorg“ Innlent Einn fluttur á slysadeild eftir slys á Höfðabakkabrú Innlent Hver er Assad? Læknaneminn sem varð að einræðisherra Erlent Galið að lán miðist við stýrivexti Seðlabankans Innlent Hyggur á náðun uppreisnarseggja og afnám sjálfvirks ríkisborgararéttar Erlent Leiðtogi uppreisnarmanna sé bandamaður Bandaríkja Erlent Bandaríkin gerðu 75 loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Erlent „Mér finnst þetta mjög ósanngjarnt“ Innlent Fleiri fréttir Róleg nótt hjá björgunarsveitunum þrátt fyrir leiðindaveður Bærinn keyrður á varaafli eftir bilun Netlaust á Skagaströnd eftir slit Grunaður um að kvelja og pína konu dögum saman Einn fluttur á slysadeild eftir slys á Höfðabakkabrú „Þetta er búið að valda fólkinu í hverfinu mikilli sorg“ Aurflóð rann yfir veginn og honum lokað Góð hjartaðir hljómsveitastrákar í Hveragerði „Lausamunir eiga ekki að vera lausir á þessum árstíma“ Kaflaskil í Sýrlandi, aftakaveður og nágrannaerjur vegna jólaljósa Galið að lán miðist við stýrivexti Seðlabankans Yfirlit yfir allar framkvæmdir Samgöngusáttmálans Tveir fluttir með þyrlu eftir bílveltu fyrir austan Jólamánuðurinn „þungur og erfiður“ fyrir margar fjölskyldur Fjölnota íþróttahús byggt í Borgarnesi „Mér finnst þetta mjög ósanngjarnt“ „Við ætlum ekki að skaffa Landspítalanum fleiri verkefni“ Bárðarbunga skalf í næststærsta skjálfta ársins Sýrlandsstjórn, vonskuveður og kosningakerfið Fimm bílar fastir í rúman sólarhring Kosningaloforð, dauð atkvæði, staða VG og ákall heilbrigðisstétta Stöðvuðu átta bifreiðar með jólaseríur Airbus-þotu Icelandair lent á Akureyri og Egilsstöðum Færri fá jólatré en vilja Sunnan stormur og ekkert ferðaveður „Það er engin hætta á því að kaupa kalkún“ Skæð fuglaflensa, óveður og jólatrjáasala Bíll valt í Garðabæ Þyrlan kölluð út vegna áreksturs austan við Seljalandsfoss Leiðin fyrir dýpri kviku verður bara greiðfærari Sjá meira
Freyja Haraldsdóttir segir undanfarna daga hafa verið sér erfiða. Hún segist ekki vilja fleiri símtöl þar sem ófatlaður karlmaður í valdastöðu talar niður til hennar og reynir að útskýra fyrir henni hvað fötlunarfordómar eru. Vísar hún þar til símtals sem hún fékk frá Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, formanni Miðflokksins í dag. Í grein eftir Freyju sem birtist á Kjarnanum og ber titilinn „Karlar sem hringja í konur“, segir hún undanfarna daga hafa verið erfiða. Samkvæmt frétt DV sem skrifuð var upp úr Klaustursupptökunum hæddust þingmenn Miðflokksins og Fólks flokksins að Freyju er þeir sátu að sumbli á Klaustri í síðustu viku og heyrist einn þeirra herma eftir sel.Sjá einnig: Enginn hefur enn beðið Freyju afsökunarFreyju barst svo símtal frá Sigmundi seinni partinn í dag. „Hann hringdi til að biðjast afsökunar og jafnframt útskýra fyrir mér hvernig ég virtist hafa misskilið þetta allt. Í stuttu máli útskýrði hann fyrir mér að þau orð sem hefðu verið látin falla væru ekki fötlunartengd, eða til þess ætluð að gera grín að fötlun minni, heldur hefðu þau fallið vegna þess að pólitískar skoðanir mínar færu mjög í taugarnar á Gunnari Braga Sveinssyni, fyrrum utanríkisráðherra, „og fleirum“,“ skrifar Freyja og bætir við: „En ekki svo mikið í taugarnar á Sigmundi sjálfum þó hann væri alls ekki sammála þeim.“ Hún sagði Sigmund hafa haldið því fram að selahljóðin hefðu líklega verið stóll að hreyfast og að uppnefnið Freyja Eyja hefði orðið til þegar fjarlægja þurfti vegg af skrifstofu Miðflokksins vegna aðgengis. „Þetta sagðist hann ætla að útskýra fyrir okkur öllum í grein sem hann hefur væntanlega í smíðum í þessum töluðu orðum. Við bíðum öll spennt eftir þeim (hr)útskýringum.“Þurfti að melta símtalið Freyja segist hafa bent Sigmundi á að uppnefnið væri mjög fötlunartengt en Sigmundur hafi sagt það hafa verið af góðum hug. „Samtalið endaði á þann veg að hann baðst afsökunar fyrir hönd hópsins. Þingmaðurinn sá í lokin ástæðu til að nefna við mig að hann bæri virðingu fyrir mér og „dugnaði“ mínum. Ég er ekki sérlega móttækileg fyrir slíku hrósi frá manni sem sat ýmist þegjandi eða flissandi undir þeim samræðum sem hér um ræðir. Ég þakkaði fyrir símtalið og sagðist þurfa að melta það.“ Freyja er ekki á því að það að biðjast afsökunar en reyna samtímis að hrútskýra, eftiráskýra og hreinlega ljúga til um hvað hafi átt sér stað sé ekki afsökunarbeiðni. „Að líkja mér við dýr og uppnefna mig (og vegg) Freyju Eyju í kjölfar aðgengisbreytinga er augljóslega eins fötlunartengt og það getur orðið. Að taka mig fyrir með þessum hætti vegna þess að pólitískar skoðanir mínar, sem byggja á feminískum gildum, hugmyndafræði mannréttinda og upprætingu ableisma, fara í taugarnar á sumum körlum, ER fötlunarfyrirlitning og kvenfyrirlitning. Það er líka hlutgerving.“ Hún segir þúsund og eina leið til þess að tjá skoðanaágreining önnur en að hæðast að líkama og útliti kvenna. „Ég vildi óska þess að ég hefði getað sagt allt ofangreint við umræddan mann en ég get varla lýst vanmætti mínum og vanlíðan meðan á símtalinu stóð.“
Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Fyrirlitning sem eigi sér djúpar sögulegar rætur Freyja segir það sérstaklega alvarlegt þegar gerendur eru valdhafar. 30. nóvember 2018 08:37 „Enginn af þessum dónum hefur séð sóma sinn í að biðja Freyju Haraldsdóttur afsökunar“ Freyja Haraldsdóttir, fyrrrverandi varaþingmaður og baráttukona fyrir réttindum fatlaðra, er ein þeirra sem nefnd er á nafn í Klaustursupptökunum svokölluðu. 1. desember 2018 20:50 Mest lesið Grunaður um að kvelja og pína konu dögum saman Innlent Jay-Z kærður fyrir að nauðga þrettán ára stúlku Erlent „Þetta er búið að valda fólkinu í hverfinu mikilli sorg“ Innlent Einn fluttur á slysadeild eftir slys á Höfðabakkabrú Innlent Hver er Assad? Læknaneminn sem varð að einræðisherra Erlent Galið að lán miðist við stýrivexti Seðlabankans Innlent Hyggur á náðun uppreisnarseggja og afnám sjálfvirks ríkisborgararéttar Erlent Leiðtogi uppreisnarmanna sé bandamaður Bandaríkja Erlent Bandaríkin gerðu 75 loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Erlent „Mér finnst þetta mjög ósanngjarnt“ Innlent Fleiri fréttir Róleg nótt hjá björgunarsveitunum þrátt fyrir leiðindaveður Bærinn keyrður á varaafli eftir bilun Netlaust á Skagaströnd eftir slit Grunaður um að kvelja og pína konu dögum saman Einn fluttur á slysadeild eftir slys á Höfðabakkabrú „Þetta er búið að valda fólkinu í hverfinu mikilli sorg“ Aurflóð rann yfir veginn og honum lokað Góð hjartaðir hljómsveitastrákar í Hveragerði „Lausamunir eiga ekki að vera lausir á þessum árstíma“ Kaflaskil í Sýrlandi, aftakaveður og nágrannaerjur vegna jólaljósa Galið að lán miðist við stýrivexti Seðlabankans Yfirlit yfir allar framkvæmdir Samgöngusáttmálans Tveir fluttir með þyrlu eftir bílveltu fyrir austan Jólamánuðurinn „þungur og erfiður“ fyrir margar fjölskyldur Fjölnota íþróttahús byggt í Borgarnesi „Mér finnst þetta mjög ósanngjarnt“ „Við ætlum ekki að skaffa Landspítalanum fleiri verkefni“ Bárðarbunga skalf í næststærsta skjálfta ársins Sýrlandsstjórn, vonskuveður og kosningakerfið Fimm bílar fastir í rúman sólarhring Kosningaloforð, dauð atkvæði, staða VG og ákall heilbrigðisstétta Stöðvuðu átta bifreiðar með jólaseríur Airbus-þotu Icelandair lent á Akureyri og Egilsstöðum Færri fá jólatré en vilja Sunnan stormur og ekkert ferðaveður „Það er engin hætta á því að kaupa kalkún“ Skæð fuglaflensa, óveður og jólatrjáasala Bíll valt í Garðabæ Þyrlan kölluð út vegna áreksturs austan við Seljalandsfoss Leiðin fyrir dýpri kviku verður bara greiðfærari Sjá meira
Fyrirlitning sem eigi sér djúpar sögulegar rætur Freyja segir það sérstaklega alvarlegt þegar gerendur eru valdhafar. 30. nóvember 2018 08:37
„Enginn af þessum dónum hefur séð sóma sinn í að biðja Freyju Haraldsdóttur afsökunar“ Freyja Haraldsdóttir, fyrrrverandi varaþingmaður og baráttukona fyrir réttindum fatlaðra, er ein þeirra sem nefnd er á nafn í Klaustursupptökunum svokölluðu. 1. desember 2018 20:50