Freyja gefur lítið fyrir afsökunarbeiðni Sigmundar Samúel Karl Ólason skrifar 2. desember 2018 21:10 Freyja Haraldsdóttir. Vísir/Vilhelm Freyja Haraldsdóttir segir undanfarna daga hafa verið sér erfiða. Hún segist ekki vilja fleiri símtöl þar sem ófatlaður karlmaður í valdastöðu talar niður til hennar og reynir að útskýra fyrir henni hvað fötlunarfordómar eru. Vísar hún þar til símtals sem hún fékk frá Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, formanni Miðflokksins í dag. Í grein eftir Freyju sem birtist á Kjarnanum og ber titilinn „Karlar sem hringja í konur“, segir hún undanfarna daga hafa verið erfiða. Samkvæmt frétt DV sem skrifuð var upp úr Klaustursupptökunum hæddust þingmenn Miðflokksins og Fólks flokksins að Freyju er þeir sátu að sumbli á Klaustri í síðustu viku og heyrist einn þeirra herma eftir sel.Sjá einnig: Enginn hefur enn beðið Freyju afsökunarFreyju barst svo símtal frá Sigmundi seinni partinn í dag. „Hann hringdi til að biðjast afsökunar og jafnframt útskýra fyrir mér hvernig ég virtist hafa misskilið þetta allt. Í stuttu máli útskýrði hann fyrir mér að þau orð sem hefðu verið látin falla væru ekki fötlunartengd, eða til þess ætluð að gera grín að fötlun minni, heldur hefðu þau fallið vegna þess að pólitískar skoðanir mínar færu mjög í taugarnar á Gunnari Braga Sveinssyni, fyrrum utanríkisráðherra, „og fleirum“,“ skrifar Freyja og bætir við: „En ekki svo mikið í taugarnar á Sigmundi sjálfum þó hann væri alls ekki sammála þeim.“ Hún sagði Sigmund hafa haldið því fram að selahljóðin hefðu líklega verið stóll að hreyfast og að uppnefnið Freyja Eyja hefði orðið til þegar fjarlægja þurfti vegg af skrifstofu Miðflokksins vegna aðgengis. „Þetta sagðist hann ætla að útskýra fyrir okkur öllum í grein sem hann hefur væntanlega í smíðum í þessum töluðu orðum. Við bíðum öll spennt eftir þeim (hr)útskýringum.“Þurfti að melta símtalið Freyja segist hafa bent Sigmundi á að uppnefnið væri mjög fötlunartengt en Sigmundur hafi sagt það hafa verið af góðum hug. „Samtalið endaði á þann veg að hann baðst afsökunar fyrir hönd hópsins. Þingmaðurinn sá í lokin ástæðu til að nefna við mig að hann bæri virðingu fyrir mér og „dugnaði“ mínum. Ég er ekki sérlega móttækileg fyrir slíku hrósi frá manni sem sat ýmist þegjandi eða flissandi undir þeim samræðum sem hér um ræðir. Ég þakkaði fyrir símtalið og sagðist þurfa að melta það.“ Freyja er ekki á því að það að biðjast afsökunar en reyna samtímis að hrútskýra, eftiráskýra og hreinlega ljúga til um hvað hafi átt sér stað sé ekki afsökunarbeiðni. „Að líkja mér við dýr og uppnefna mig (og vegg) Freyju Eyju í kjölfar aðgengisbreytinga er augljóslega eins fötlunartengt og það getur orðið. Að taka mig fyrir með þessum hætti vegna þess að pólitískar skoðanir mínar, sem byggja á feminískum gildum, hugmyndafræði mannréttinda og upprætingu ableisma, fara í taugarnar á sumum körlum, ER fötlunarfyrirlitning og kvenfyrirlitning. Það er líka hlutgerving.“ Hún segir þúsund og eina leið til þess að tjá skoðanaágreining önnur en að hæðast að líkama og útliti kvenna. „Ég vildi óska þess að ég hefði getað sagt allt ofangreint við umræddan mann en ég get varla lýst vanmætti mínum og vanlíðan meðan á símtalinu stóð.“ Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Fyrirlitning sem eigi sér djúpar sögulegar rætur Freyja segir það sérstaklega alvarlegt þegar gerendur eru valdhafar. 30. nóvember 2018 08:37 „Enginn af þessum dónum hefur séð sóma sinn í að biðja Freyju Haraldsdóttur afsökunar“ Freyja Haraldsdóttir, fyrrrverandi varaþingmaður og baráttukona fyrir réttindum fatlaðra, er ein þeirra sem nefnd er á nafn í Klaustursupptökunum svokölluðu. 1. desember 2018 20:50 Mest lesið Hundarnir áttu ekki að vera saman Innlent Birta nöfn og vörumerki tengd SVEIT í mótmælaskyni Innlent Varar Repúblikana við að standa í vegi hans og Trumps Erlent Sjálfstæðismenn í sérflokki hvað útstrikanir varðar Innlent Kannabissérfræðingurinn kom að ræktun á öðrum sveitabæ Innlent „Jákvæðari“ öskur en óttast var í fyrstu Innlent Fráfarandi stjórn skilji eftir verra bú en haldið er fram Innlent „Síðasta manneskjan sem mann myndi nokkurn tímann gruna“ Erlent Hefði átt að vera ljóst að logandi pappír í skáp gæti endað með bruna Innlent Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Erlent Fleiri fréttir Auglýstu á samfélagsmiðlum fyrir 45 milljónir Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Óánægja í Laugarneshverfi: „Við ráðum ekki við þetta ægivald“ Viku frestur til að kæra kosningarnar Innan við þriðjungur þingmanna hefur setið lengur en eitt kjörtímabil Bjartsýn á að til verði stjórn sem þori að taka ákvarðanir Hefði átt að vera ljóst að logandi pappír í skáp gæti endað með bruna Vill aukinn viðbúnað á Íslandi til að bregðast við ófyrirséðum árásum Áhrif hallareksturs ríkissjóðs á stjórnarmyndun og jólaskrautsgerð fanga Fráfarandi stjórn skilji eftir verra bú en haldið er fram Afkomuhorfur ríkissjóðs lakari en áður Grétar Snær höfuðkúpubrotnaði í Taílandi Sjálfstæðismenn í sérflokki hvað útstrikanir varðar Birta nöfn og vörumerki tengd SVEIT í mótmælaskyni „Sannleikurinn oft fyrsta fórnarlambið“ Evrópuþingmenn hvetja yfirvöld til að láta af hvalveiðum „Mikilvægt fyrir dalinn að það sé komin ákvörðun“ Kannabissérfræðingurinn kom að ræktun á öðrum sveitabæ Lýsa eftir vitnum að meintri líkamsárás á Ísafirði Hundarnir áttu ekki að vera saman Þrír hópar vinna að málefnum fyrir nýja ríkisstjórn Stjórnarmyndun og árásargjarnir hundar í Laugardal BSRB og BHM taka undir gagnrýni á stéttarfélagið Virðingu Um 61 þúsund hillumetrar af pappírsskjölum í vörslu ríkisins Sex verslanir fá sautján milljónir í ríkisstyrk Gera kröfu um að varaaflsstöðin verði áfram í Vík Landskjörstjórn kemur saman til fundar „Jákvæðari“ öskur en óttast var í fyrstu Óttaðist um líf sitt Ekin niður á skólalóðinni en ekki komin nægjanlega langt í náminu Sjá meira
Freyja Haraldsdóttir segir undanfarna daga hafa verið sér erfiða. Hún segist ekki vilja fleiri símtöl þar sem ófatlaður karlmaður í valdastöðu talar niður til hennar og reynir að útskýra fyrir henni hvað fötlunarfordómar eru. Vísar hún þar til símtals sem hún fékk frá Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, formanni Miðflokksins í dag. Í grein eftir Freyju sem birtist á Kjarnanum og ber titilinn „Karlar sem hringja í konur“, segir hún undanfarna daga hafa verið erfiða. Samkvæmt frétt DV sem skrifuð var upp úr Klaustursupptökunum hæddust þingmenn Miðflokksins og Fólks flokksins að Freyju er þeir sátu að sumbli á Klaustri í síðustu viku og heyrist einn þeirra herma eftir sel.Sjá einnig: Enginn hefur enn beðið Freyju afsökunarFreyju barst svo símtal frá Sigmundi seinni partinn í dag. „Hann hringdi til að biðjast afsökunar og jafnframt útskýra fyrir mér hvernig ég virtist hafa misskilið þetta allt. Í stuttu máli útskýrði hann fyrir mér að þau orð sem hefðu verið látin falla væru ekki fötlunartengd, eða til þess ætluð að gera grín að fötlun minni, heldur hefðu þau fallið vegna þess að pólitískar skoðanir mínar færu mjög í taugarnar á Gunnari Braga Sveinssyni, fyrrum utanríkisráðherra, „og fleirum“,“ skrifar Freyja og bætir við: „En ekki svo mikið í taugarnar á Sigmundi sjálfum þó hann væri alls ekki sammála þeim.“ Hún sagði Sigmund hafa haldið því fram að selahljóðin hefðu líklega verið stóll að hreyfast og að uppnefnið Freyja Eyja hefði orðið til þegar fjarlægja þurfti vegg af skrifstofu Miðflokksins vegna aðgengis. „Þetta sagðist hann ætla að útskýra fyrir okkur öllum í grein sem hann hefur væntanlega í smíðum í þessum töluðu orðum. Við bíðum öll spennt eftir þeim (hr)útskýringum.“Þurfti að melta símtalið Freyja segist hafa bent Sigmundi á að uppnefnið væri mjög fötlunartengt en Sigmundur hafi sagt það hafa verið af góðum hug. „Samtalið endaði á þann veg að hann baðst afsökunar fyrir hönd hópsins. Þingmaðurinn sá í lokin ástæðu til að nefna við mig að hann bæri virðingu fyrir mér og „dugnaði“ mínum. Ég er ekki sérlega móttækileg fyrir slíku hrósi frá manni sem sat ýmist þegjandi eða flissandi undir þeim samræðum sem hér um ræðir. Ég þakkaði fyrir símtalið og sagðist þurfa að melta það.“ Freyja er ekki á því að það að biðjast afsökunar en reyna samtímis að hrútskýra, eftiráskýra og hreinlega ljúga til um hvað hafi átt sér stað sé ekki afsökunarbeiðni. „Að líkja mér við dýr og uppnefna mig (og vegg) Freyju Eyju í kjölfar aðgengisbreytinga er augljóslega eins fötlunartengt og það getur orðið. Að taka mig fyrir með þessum hætti vegna þess að pólitískar skoðanir mínar, sem byggja á feminískum gildum, hugmyndafræði mannréttinda og upprætingu ableisma, fara í taugarnar á sumum körlum, ER fötlunarfyrirlitning og kvenfyrirlitning. Það er líka hlutgerving.“ Hún segir þúsund og eina leið til þess að tjá skoðanaágreining önnur en að hæðast að líkama og útliti kvenna. „Ég vildi óska þess að ég hefði getað sagt allt ofangreint við umræddan mann en ég get varla lýst vanmætti mínum og vanlíðan meðan á símtalinu stóð.“
Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Fyrirlitning sem eigi sér djúpar sögulegar rætur Freyja segir það sérstaklega alvarlegt þegar gerendur eru valdhafar. 30. nóvember 2018 08:37 „Enginn af þessum dónum hefur séð sóma sinn í að biðja Freyju Haraldsdóttur afsökunar“ Freyja Haraldsdóttir, fyrrrverandi varaþingmaður og baráttukona fyrir réttindum fatlaðra, er ein þeirra sem nefnd er á nafn í Klaustursupptökunum svokölluðu. 1. desember 2018 20:50 Mest lesið Hundarnir áttu ekki að vera saman Innlent Birta nöfn og vörumerki tengd SVEIT í mótmælaskyni Innlent Varar Repúblikana við að standa í vegi hans og Trumps Erlent Sjálfstæðismenn í sérflokki hvað útstrikanir varðar Innlent Kannabissérfræðingurinn kom að ræktun á öðrum sveitabæ Innlent „Jákvæðari“ öskur en óttast var í fyrstu Innlent Fráfarandi stjórn skilji eftir verra bú en haldið er fram Innlent „Síðasta manneskjan sem mann myndi nokkurn tímann gruna“ Erlent Hefði átt að vera ljóst að logandi pappír í skáp gæti endað með bruna Innlent Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Erlent Fleiri fréttir Auglýstu á samfélagsmiðlum fyrir 45 milljónir Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Óánægja í Laugarneshverfi: „Við ráðum ekki við þetta ægivald“ Viku frestur til að kæra kosningarnar Innan við þriðjungur þingmanna hefur setið lengur en eitt kjörtímabil Bjartsýn á að til verði stjórn sem þori að taka ákvarðanir Hefði átt að vera ljóst að logandi pappír í skáp gæti endað með bruna Vill aukinn viðbúnað á Íslandi til að bregðast við ófyrirséðum árásum Áhrif hallareksturs ríkissjóðs á stjórnarmyndun og jólaskrautsgerð fanga Fráfarandi stjórn skilji eftir verra bú en haldið er fram Afkomuhorfur ríkissjóðs lakari en áður Grétar Snær höfuðkúpubrotnaði í Taílandi Sjálfstæðismenn í sérflokki hvað útstrikanir varðar Birta nöfn og vörumerki tengd SVEIT í mótmælaskyni „Sannleikurinn oft fyrsta fórnarlambið“ Evrópuþingmenn hvetja yfirvöld til að láta af hvalveiðum „Mikilvægt fyrir dalinn að það sé komin ákvörðun“ Kannabissérfræðingurinn kom að ræktun á öðrum sveitabæ Lýsa eftir vitnum að meintri líkamsárás á Ísafirði Hundarnir áttu ekki að vera saman Þrír hópar vinna að málefnum fyrir nýja ríkisstjórn Stjórnarmyndun og árásargjarnir hundar í Laugardal BSRB og BHM taka undir gagnrýni á stéttarfélagið Virðingu Um 61 þúsund hillumetrar af pappírsskjölum í vörslu ríkisins Sex verslanir fá sautján milljónir í ríkisstyrk Gera kröfu um að varaaflsstöðin verði áfram í Vík Landskjörstjórn kemur saman til fundar „Jákvæðari“ öskur en óttast var í fyrstu Óttaðist um líf sitt Ekin niður á skólalóðinni en ekki komin nægjanlega langt í náminu Sjá meira
Fyrirlitning sem eigi sér djúpar sögulegar rætur Freyja segir það sérstaklega alvarlegt þegar gerendur eru valdhafar. 30. nóvember 2018 08:37
„Enginn af þessum dónum hefur séð sóma sinn í að biðja Freyju Haraldsdóttur afsökunar“ Freyja Haraldsdóttir, fyrrrverandi varaþingmaður og baráttukona fyrir réttindum fatlaðra, er ein þeirra sem nefnd er á nafn í Klaustursupptökunum svokölluðu. 1. desember 2018 20:50