„Enginn af þessum dónum hefur séð sóma sinn í að biðja Freyju Haraldsdóttur afsökunar“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 1. desember 2018 20:50 Inga Björk Margrétar og Bjarnadóttir á Austurvelli í dag. Mynd/Aðsend Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir sagði engan af Klaustursþingmönnunum sex hafa „séð sóma sinn í að biðja Freyju Haraldsdóttur afsökunar“ í ræðu sem hún hélt við mótmælin á Austurvelli í dag. Þá lagði hún áherslu á að fatlaðar konur væru sérstaklega viðkvæmur hópur, og í Klaustursupptökunum kæmi skýrt fram kerfislægt hatur gegn þeim. Freyja Haraldsdóttir, fyrrrverandi varaþingmaður og baráttukona fyrir réttindum fatlaðra, er ein þeirra sem nefnd er á nafn í upptökunum. Samkvæmt frétt DV sem skrifuð var upp úr þeim hæddust þingmenn Miðflokksins og Fólks flokksins að Freyju er þeir sátu að sumbli á Klaustri í síðustu viku og heyrist einn þeirra herma eftir sel.Sjá einnig: „Baneitruð karlmennska í allri sinni dýrð“ Inga var afar harðorð í garð þingmannanna á Austurvelli í dag og sagði engan þeirra hafa beðið Freyju afsökunar. „Ég er glöð að þessar upptökur komu fram því þær varpa ljósi á þetta kerfisbundna vandamál. Við megum hins vegar aldrei, -aldrei- gleyma að á bakvið þessi ummæli eru einstaklingar og hópar af holdi og blóði. Niðurlægir og smættaðir einstaklingar sem báðu aldrei um þetta og gerðu ekkert rangt. Í fjölmiðlum óma nú fréttir um að fólk í valdamesta hópi landsins hafi kallað þig heimska, kuntu, tík, líkami þinn og útlit smánað, fötlun þín gerð að aðhlátursefni,“ sagði Inga. „Og vitiði hvað? Enginn af þessum dónum hefur séð sóma sinn í að biðja Freyju Haraldsdóttur afsökunar. Ekki eitt þeirra. Iðrunin er ekki meiri en svo!“Freyja Haraldsdóttir, fyrrverandi varaþingmaður og baráttukona.Vísir/FreyjaInga lagði jafnframt áherslu á að fatlaðar konur væru sérstaklega viðkvæmur hópur, og í upptökunum kæmi skýrt fram kerfislægt hatur gegn þeim. Þá sagði Inga að ummælin sem viðhöfð væru um Freyju væru svo gróf að hún gæti ekki haft þau eftir. Að síðustu spurði Inga viðstadda hvað þeir hygðust gera til að styðja þær konur sem verði fyrir hatrinu. „Hér sjáum við valdamikla einstaklinga í samfélaginu fara fram af fullri hörku. Þeir virðast aumir og bera fyrir sig gríni, að ekkert megi lengur, að allir tali svona — en við, sem trúum á jafnrétti og mannúð, megum ekki leyfa því að gerast að þetta hafi engar afleiðingar. Fyrir einstaklingana sem urðu fyrir hatrinu og fyrir alla þá hópa sem þau standa í forsvari fyrir. Hatrið má ekki sigra.“ Freyja tjáði sig sjálf um ummæli þingmannanna í pistli á Facebook-síðu sinni í vikunni. Hún sagði ummælin eiga sér djúpar sögulegar rætur og endurspegla ævagömul viðhorf til fatlaðs fólks sem dýra, og þannig óæðri manneskjum. Þá væri það sérstaklega alvarlegt þegar gerendur eru valdhafar, líkt og í umræddu tilviki. Ræðu Ingu má nálgast í heild hér. Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir „Ömurlegt að horfa upp á tilraunir þeirra til réttlætingar“ Albertína Friðbjörg þingkona Samfylkingarinnar opnar sig um Klaustursupptökurnar svokölluðu. 1. desember 2018 17:04 Áslaug Arna: „Öllum leið illa“ Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að það hafi komið henni á óvart hversu gróft og persónulegt baktal þingmannahópsins var. 1. desember 2018 15:26 „Baneitruð karlmennska í allri sinni dýrð“ Kolbrún Birna Hallgrímsdóttir Bachmann, fulltrúi Druslugöngunnar í mótmælum dagsins á Austurvelli, kallaði eftir því að Klaustursþingmennirnir sex segi af sér í ræðu sem hún hélt við mótmælin. 1. desember 2018 19:11 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Launmorð á götum New York Erlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir sagði engan af Klaustursþingmönnunum sex hafa „séð sóma sinn í að biðja Freyju Haraldsdóttur afsökunar“ í ræðu sem hún hélt við mótmælin á Austurvelli í dag. Þá lagði hún áherslu á að fatlaðar konur væru sérstaklega viðkvæmur hópur, og í Klaustursupptökunum kæmi skýrt fram kerfislægt hatur gegn þeim. Freyja Haraldsdóttir, fyrrrverandi varaþingmaður og baráttukona fyrir réttindum fatlaðra, er ein þeirra sem nefnd er á nafn í upptökunum. Samkvæmt frétt DV sem skrifuð var upp úr þeim hæddust þingmenn Miðflokksins og Fólks flokksins að Freyju er þeir sátu að sumbli á Klaustri í síðustu viku og heyrist einn þeirra herma eftir sel.Sjá einnig: „Baneitruð karlmennska í allri sinni dýrð“ Inga var afar harðorð í garð þingmannanna á Austurvelli í dag og sagði engan þeirra hafa beðið Freyju afsökunar. „Ég er glöð að þessar upptökur komu fram því þær varpa ljósi á þetta kerfisbundna vandamál. Við megum hins vegar aldrei, -aldrei- gleyma að á bakvið þessi ummæli eru einstaklingar og hópar af holdi og blóði. Niðurlægir og smættaðir einstaklingar sem báðu aldrei um þetta og gerðu ekkert rangt. Í fjölmiðlum óma nú fréttir um að fólk í valdamesta hópi landsins hafi kallað þig heimska, kuntu, tík, líkami þinn og útlit smánað, fötlun þín gerð að aðhlátursefni,“ sagði Inga. „Og vitiði hvað? Enginn af þessum dónum hefur séð sóma sinn í að biðja Freyju Haraldsdóttur afsökunar. Ekki eitt þeirra. Iðrunin er ekki meiri en svo!“Freyja Haraldsdóttir, fyrrverandi varaþingmaður og baráttukona.Vísir/FreyjaInga lagði jafnframt áherslu á að fatlaðar konur væru sérstaklega viðkvæmur hópur, og í upptökunum kæmi skýrt fram kerfislægt hatur gegn þeim. Þá sagði Inga að ummælin sem viðhöfð væru um Freyju væru svo gróf að hún gæti ekki haft þau eftir. Að síðustu spurði Inga viðstadda hvað þeir hygðust gera til að styðja þær konur sem verði fyrir hatrinu. „Hér sjáum við valdamikla einstaklinga í samfélaginu fara fram af fullri hörku. Þeir virðast aumir og bera fyrir sig gríni, að ekkert megi lengur, að allir tali svona — en við, sem trúum á jafnrétti og mannúð, megum ekki leyfa því að gerast að þetta hafi engar afleiðingar. Fyrir einstaklingana sem urðu fyrir hatrinu og fyrir alla þá hópa sem þau standa í forsvari fyrir. Hatrið má ekki sigra.“ Freyja tjáði sig sjálf um ummæli þingmannanna í pistli á Facebook-síðu sinni í vikunni. Hún sagði ummælin eiga sér djúpar sögulegar rætur og endurspegla ævagömul viðhorf til fatlaðs fólks sem dýra, og þannig óæðri manneskjum. Þá væri það sérstaklega alvarlegt þegar gerendur eru valdhafar, líkt og í umræddu tilviki. Ræðu Ingu má nálgast í heild hér.
Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir „Ömurlegt að horfa upp á tilraunir þeirra til réttlætingar“ Albertína Friðbjörg þingkona Samfylkingarinnar opnar sig um Klaustursupptökurnar svokölluðu. 1. desember 2018 17:04 Áslaug Arna: „Öllum leið illa“ Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að það hafi komið henni á óvart hversu gróft og persónulegt baktal þingmannahópsins var. 1. desember 2018 15:26 „Baneitruð karlmennska í allri sinni dýrð“ Kolbrún Birna Hallgrímsdóttir Bachmann, fulltrúi Druslugöngunnar í mótmælum dagsins á Austurvelli, kallaði eftir því að Klaustursþingmennirnir sex segi af sér í ræðu sem hún hélt við mótmælin. 1. desember 2018 19:11 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Launmorð á götum New York Erlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
„Ömurlegt að horfa upp á tilraunir þeirra til réttlætingar“ Albertína Friðbjörg þingkona Samfylkingarinnar opnar sig um Klaustursupptökurnar svokölluðu. 1. desember 2018 17:04
Áslaug Arna: „Öllum leið illa“ Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að það hafi komið henni á óvart hversu gróft og persónulegt baktal þingmannahópsins var. 1. desember 2018 15:26
„Baneitruð karlmennska í allri sinni dýrð“ Kolbrún Birna Hallgrímsdóttir Bachmann, fulltrúi Druslugöngunnar í mótmælum dagsins á Austurvelli, kallaði eftir því að Klaustursþingmennirnir sex segi af sér í ræðu sem hún hélt við mótmælin. 1. desember 2018 19:11