Áslaug Arna: „Öllum leið illa“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 1. desember 2018 15:26 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að það hafi komið henni á óvart hversu gróft og persónulegt baktal þingmannahópsins var. Vísir/Vilhelm „Það tók svolítið á að vera á þinginu bæði í gær og fyrradag af því það leið öllum illa, sama á hvaða nefndarfundi maður var á.“ Þetta segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins um stemninguna á Alþingi og líðan samþingmanna hennar eftir að illt umtal nokkurra þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins náðist á upptöku og var í kjölfarið birt. Áslaug Arna var gestur í Vikulokunum á Rás 1 í morgun og ræddi um „Klaustursupptökurnar“ svokölluðu en Gunnar Bragi Sveinsson, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Anna Kolbrún Árnadóttir og Bergþór Ólason þingmenn Miðflokksins sátu að sumbli með Ólafi Ísleifssyni og Karli Gauta Hjaltasyni þingmönnum Flokks fólksins á Klausturbar þann 20. nóvember síðastliðinn. Samtal þingmannanna var tekin upp og sent til DV og Stundarinnar.„Þetta er svo rosalega persónulegt“ Áslaug segist bæði hafa orðið reið og sár þegar hún heyrði umtal þingmannanna. Henni hafi fundist ummælin svo persónuleg og þannig í raun og veru alls ekkert „sakleysislegt“ baktal um að ræða, ef svo mætti að orði komast. Það kom henni á óvart hversu gróft og persónulegt baktalið var. „Þetta er auðvitað samstarfsfólk manns og ég vinn náið með öllum sem formaður nefndar, úr öllum flokkum. Þetta er svo rosalega persónulegt. Ég held að upplifun þingheims síðustu tvo daga í þinginu hafi verið gríðarlega erfið bara. Þetta er auðvitað búið að hafa afleiðingar að einhverju leyti, þeir bregðast einhvern veginn við. Það er búið að reka tvo úr sínum flokki og svo hins vegar fara tveir í leyfi. Ég held það séu allir að melta hversu mikið þetta var og ótrúlega „brútal,“ segir Áslaug.Þingmennirnir sem voru á barnum þann 20. nóvember síðastliðinn. Karl Gauti Hjaltason, Bergþór Ólason, Gunnar Bragi Sveinsson, Ólafur Ísleifsson, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Anna Kolbrún Árnadóttir.Myndi ekki viðgangast innan fyrirtækis Hún segir að Alþingi sé um margt óvanalegur vinnustaður fyrir margra hluta sakir. Þingmaður standi frammi fyrir kjósendum sínum en hún, og aðrir samþingmenn hennar, þurfi bara að standa af sér illa umtalið og kvenfyrirlitninguna sem kristallaðist í upptökunum. Hún sæi það ekki í hendi sér að slíkt myndi viðgangast innan fyrirtækis. „Auðvitað er þetta sérstakt en Alþingi er löggjafarvaldið og við höldum áfram og störfum með þeim sem eru kjörnir.“ Áslaugu þykir kristallast mikil kvenfyrirlitning í tali þingmannahópsins sem sat að sumbli. „Konur eru annað hvort kuntur eða kynverur,“ segir Áslaug um samtalið. Hún segir að hún hafi orðið vör við alls konar sjónarmið en ekkert í líkingu við það sem náðist á upptökunum. Þar hafi komist upp á yfirborðið, óritskoðað og milliliðalaust tal. Á upptökunum hafi kristallast ákveðin ómenning sem mögnuð er upp innan hóps þegar enginn grípur inn í og stoppar talið af. „Það skrítna við þetta er að maður er dreginn inn í einhverja umræðu, sérstaklega á einhverjum tímapunkti þegar haldið er að einhver upptaka sé um mig, algjörlega án nokkurs vilja manns eða löngunar til að vera að ræða þetta eða svona atvik.“ Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Segja Gunnar Braga hafa skaðað orðspor HeForShe Landsnefnd UN Women á Íslandi segir að Gunnar Bragi Sveinsson fyrrverandi utanríksiráðherra hafi skaðað orðspor Barbershop 30. nóvember 2018 11:22 Segir mikilvægt að Alþingi fari vel yfir Klaustursmálið og grípi til aðgerða Þetta kemur fram á Facebook-síðu ráðherrans þar sem hún leggur út af fréttaflutningi síðastliðinna tvo daga af samtali þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins á Klaustur Bar, en samtalið náðist á upptöku. 30. nóvember 2018 09:31 Sigmundur Davíð segist ekki hafa íhugað stöðu sína Formaður Miðflokksins segir þingmenn sem voru reknir úr Flokki fólksins velkomna í Miðflokkinn en að hann hafi ekki sjálfur íhugað að segja af sér. 30. nóvember 2018 18:30 Fyrirlitning sem eigi sér djúpar sögulegar rætur Freyja segir það sérstaklega alvarlegt þegar gerendur eru valdhafar. 30. nóvember 2018 08:37 Þekkir ekki manninn á upptökunum og ítrekar afsökunarbeiðni Bergþór Ólason ítrekar afsökunarbeiðni til þeirra sem hann særði með ummælum á Klaustri og segist ætla að taka sér leyfi frá þingstörfum. 30. nóvember 2018 18:55 Mest lesið Grunaður um að kvelja og pína konu dögum saman Innlent Jay-Z kærður fyrir að nauðga þrettán ára stúlku Erlent „Þetta er búið að valda fólkinu í hverfinu mikilli sorg“ Innlent Einn fluttur á slysadeild eftir slys á Höfðabakkabrú Innlent Hyggur á náðun uppreisnarseggja og afnám sjálfvirks ríkisborgararéttar Erlent Galið að lán miðist við stýrivexti Seðlabankans Innlent Hver er Assad? Læknaneminn sem varð að einræðisherra Erlent "Borgin er ekki að veita Bíó Paradís styrk“ Innlent Leiðtogi uppreisnarmanna sé bandamaður Bandaríkja Erlent Úthluta þingsætum á morgun Innlent Fleiri fréttir Hundruð sækja um aðstoð í aðdraganda jóla Úthluta þingsætum á morgun Róleg nótt hjá björgunarsveitunum þrátt fyrir leiðindaveður Bærinn keyrður á varaafli eftir bilun Netlaust á Skagaströnd eftir slit Grunaður um að kvelja og pína konu dögum saman Einn fluttur á slysadeild eftir slys á Höfðabakkabrú „Þetta er búið að valda fólkinu í hverfinu mikilli sorg“ Aurflóð rann yfir veginn og honum lokað Góð hjartaðir hljómsveitastrákar í Hveragerði „Lausamunir eiga ekki að vera lausir á þessum árstíma“ Kaflaskil í Sýrlandi, aftakaveður og nágrannaerjur vegna jólaljósa Galið að lán miðist við stýrivexti Seðlabankans Yfirlit yfir allar framkvæmdir Samgöngusáttmálans Tveir fluttir með þyrlu eftir bílveltu fyrir austan Jólamánuðurinn „þungur og erfiður“ fyrir margar fjölskyldur Fjölnota íþróttahús byggt í Borgarnesi „Mér finnst þetta mjög ósanngjarnt“ „Við ætlum ekki að skaffa Landspítalanum fleiri verkefni“ Bárðarbunga skalf í næststærsta skjálfta ársins Sýrlandsstjórn, vonskuveður og kosningakerfið Fimm bílar fastir í rúman sólarhring Kosningaloforð, dauð atkvæði, staða VG og ákall heilbrigðisstétta Stöðvuðu átta bifreiðar með jólaseríur Airbus-þotu Icelandair lent á Akureyri og Egilsstöðum Færri fá jólatré en vilja Sunnan stormur og ekkert ferðaveður „Það er engin hætta á því að kaupa kalkún“ Skæð fuglaflensa, óveður og jólatrjáasala Bíll valt í Garðabæ Sjá meira
„Það tók svolítið á að vera á þinginu bæði í gær og fyrradag af því það leið öllum illa, sama á hvaða nefndarfundi maður var á.“ Þetta segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins um stemninguna á Alþingi og líðan samþingmanna hennar eftir að illt umtal nokkurra þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins náðist á upptöku og var í kjölfarið birt. Áslaug Arna var gestur í Vikulokunum á Rás 1 í morgun og ræddi um „Klaustursupptökurnar“ svokölluðu en Gunnar Bragi Sveinsson, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Anna Kolbrún Árnadóttir og Bergþór Ólason þingmenn Miðflokksins sátu að sumbli með Ólafi Ísleifssyni og Karli Gauta Hjaltasyni þingmönnum Flokks fólksins á Klausturbar þann 20. nóvember síðastliðinn. Samtal þingmannanna var tekin upp og sent til DV og Stundarinnar.„Þetta er svo rosalega persónulegt“ Áslaug segist bæði hafa orðið reið og sár þegar hún heyrði umtal þingmannanna. Henni hafi fundist ummælin svo persónuleg og þannig í raun og veru alls ekkert „sakleysislegt“ baktal um að ræða, ef svo mætti að orði komast. Það kom henni á óvart hversu gróft og persónulegt baktalið var. „Þetta er auðvitað samstarfsfólk manns og ég vinn náið með öllum sem formaður nefndar, úr öllum flokkum. Þetta er svo rosalega persónulegt. Ég held að upplifun þingheims síðustu tvo daga í þinginu hafi verið gríðarlega erfið bara. Þetta er auðvitað búið að hafa afleiðingar að einhverju leyti, þeir bregðast einhvern veginn við. Það er búið að reka tvo úr sínum flokki og svo hins vegar fara tveir í leyfi. Ég held það séu allir að melta hversu mikið þetta var og ótrúlega „brútal,“ segir Áslaug.Þingmennirnir sem voru á barnum þann 20. nóvember síðastliðinn. Karl Gauti Hjaltason, Bergþór Ólason, Gunnar Bragi Sveinsson, Ólafur Ísleifsson, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Anna Kolbrún Árnadóttir.Myndi ekki viðgangast innan fyrirtækis Hún segir að Alþingi sé um margt óvanalegur vinnustaður fyrir margra hluta sakir. Þingmaður standi frammi fyrir kjósendum sínum en hún, og aðrir samþingmenn hennar, þurfi bara að standa af sér illa umtalið og kvenfyrirlitninguna sem kristallaðist í upptökunum. Hún sæi það ekki í hendi sér að slíkt myndi viðgangast innan fyrirtækis. „Auðvitað er þetta sérstakt en Alþingi er löggjafarvaldið og við höldum áfram og störfum með þeim sem eru kjörnir.“ Áslaugu þykir kristallast mikil kvenfyrirlitning í tali þingmannahópsins sem sat að sumbli. „Konur eru annað hvort kuntur eða kynverur,“ segir Áslaug um samtalið. Hún segir að hún hafi orðið vör við alls konar sjónarmið en ekkert í líkingu við það sem náðist á upptökunum. Þar hafi komist upp á yfirborðið, óritskoðað og milliliðalaust tal. Á upptökunum hafi kristallast ákveðin ómenning sem mögnuð er upp innan hóps þegar enginn grípur inn í og stoppar talið af. „Það skrítna við þetta er að maður er dreginn inn í einhverja umræðu, sérstaklega á einhverjum tímapunkti þegar haldið er að einhver upptaka sé um mig, algjörlega án nokkurs vilja manns eða löngunar til að vera að ræða þetta eða svona atvik.“
Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Segja Gunnar Braga hafa skaðað orðspor HeForShe Landsnefnd UN Women á Íslandi segir að Gunnar Bragi Sveinsson fyrrverandi utanríksiráðherra hafi skaðað orðspor Barbershop 30. nóvember 2018 11:22 Segir mikilvægt að Alþingi fari vel yfir Klaustursmálið og grípi til aðgerða Þetta kemur fram á Facebook-síðu ráðherrans þar sem hún leggur út af fréttaflutningi síðastliðinna tvo daga af samtali þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins á Klaustur Bar, en samtalið náðist á upptöku. 30. nóvember 2018 09:31 Sigmundur Davíð segist ekki hafa íhugað stöðu sína Formaður Miðflokksins segir þingmenn sem voru reknir úr Flokki fólksins velkomna í Miðflokkinn en að hann hafi ekki sjálfur íhugað að segja af sér. 30. nóvember 2018 18:30 Fyrirlitning sem eigi sér djúpar sögulegar rætur Freyja segir það sérstaklega alvarlegt þegar gerendur eru valdhafar. 30. nóvember 2018 08:37 Þekkir ekki manninn á upptökunum og ítrekar afsökunarbeiðni Bergþór Ólason ítrekar afsökunarbeiðni til þeirra sem hann særði með ummælum á Klaustri og segist ætla að taka sér leyfi frá þingstörfum. 30. nóvember 2018 18:55 Mest lesið Grunaður um að kvelja og pína konu dögum saman Innlent Jay-Z kærður fyrir að nauðga þrettán ára stúlku Erlent „Þetta er búið að valda fólkinu í hverfinu mikilli sorg“ Innlent Einn fluttur á slysadeild eftir slys á Höfðabakkabrú Innlent Hyggur á náðun uppreisnarseggja og afnám sjálfvirks ríkisborgararéttar Erlent Galið að lán miðist við stýrivexti Seðlabankans Innlent Hver er Assad? Læknaneminn sem varð að einræðisherra Erlent "Borgin er ekki að veita Bíó Paradís styrk“ Innlent Leiðtogi uppreisnarmanna sé bandamaður Bandaríkja Erlent Úthluta þingsætum á morgun Innlent Fleiri fréttir Hundruð sækja um aðstoð í aðdraganda jóla Úthluta þingsætum á morgun Róleg nótt hjá björgunarsveitunum þrátt fyrir leiðindaveður Bærinn keyrður á varaafli eftir bilun Netlaust á Skagaströnd eftir slit Grunaður um að kvelja og pína konu dögum saman Einn fluttur á slysadeild eftir slys á Höfðabakkabrú „Þetta er búið að valda fólkinu í hverfinu mikilli sorg“ Aurflóð rann yfir veginn og honum lokað Góð hjartaðir hljómsveitastrákar í Hveragerði „Lausamunir eiga ekki að vera lausir á þessum árstíma“ Kaflaskil í Sýrlandi, aftakaveður og nágrannaerjur vegna jólaljósa Galið að lán miðist við stýrivexti Seðlabankans Yfirlit yfir allar framkvæmdir Samgöngusáttmálans Tveir fluttir með þyrlu eftir bílveltu fyrir austan Jólamánuðurinn „þungur og erfiður“ fyrir margar fjölskyldur Fjölnota íþróttahús byggt í Borgarnesi „Mér finnst þetta mjög ósanngjarnt“ „Við ætlum ekki að skaffa Landspítalanum fleiri verkefni“ Bárðarbunga skalf í næststærsta skjálfta ársins Sýrlandsstjórn, vonskuveður og kosningakerfið Fimm bílar fastir í rúman sólarhring Kosningaloforð, dauð atkvæði, staða VG og ákall heilbrigðisstétta Stöðvuðu átta bifreiðar með jólaseríur Airbus-þotu Icelandair lent á Akureyri og Egilsstöðum Færri fá jólatré en vilja Sunnan stormur og ekkert ferðaveður „Það er engin hætta á því að kaupa kalkún“ Skæð fuglaflensa, óveður og jólatrjáasala Bíll valt í Garðabæ Sjá meira
Segja Gunnar Braga hafa skaðað orðspor HeForShe Landsnefnd UN Women á Íslandi segir að Gunnar Bragi Sveinsson fyrrverandi utanríksiráðherra hafi skaðað orðspor Barbershop 30. nóvember 2018 11:22
Segir mikilvægt að Alþingi fari vel yfir Klaustursmálið og grípi til aðgerða Þetta kemur fram á Facebook-síðu ráðherrans þar sem hún leggur út af fréttaflutningi síðastliðinna tvo daga af samtali þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins á Klaustur Bar, en samtalið náðist á upptöku. 30. nóvember 2018 09:31
Sigmundur Davíð segist ekki hafa íhugað stöðu sína Formaður Miðflokksins segir þingmenn sem voru reknir úr Flokki fólksins velkomna í Miðflokkinn en að hann hafi ekki sjálfur íhugað að segja af sér. 30. nóvember 2018 18:30
Fyrirlitning sem eigi sér djúpar sögulegar rætur Freyja segir það sérstaklega alvarlegt þegar gerendur eru valdhafar. 30. nóvember 2018 08:37
Þekkir ekki manninn á upptökunum og ítrekar afsökunarbeiðni Bergþór Ólason ítrekar afsökunarbeiðni til þeirra sem hann særði með ummælum á Klaustri og segist ætla að taka sér leyfi frá þingstörfum. 30. nóvember 2018 18:55