Spyr hvort vinstrimenn hefðu fengið aðra meðferð í Klaustursmálinu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 16. desember 2018 15:32 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins. Vísir/Vilhelm Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, birti í dag pistil á vefsíðu sinni þar sem því er velt upp hvort afleiðingar Klaustursmálsins hefðu orðið aðrar ef þingmennirnir sex sem náðust á upptöku hefðu tilheyrt þingflokki Samfylkingar og Vinstri grænna. Höfundar pistilsins er ekki getið á síðunni og vildi Sigmundur ekki upplýsa um nafn hans þegar fréttastofa leitaði eftir því. En í pistlinum, sem ber yfirskriftina „Er sama hver?,“ eru í upphafi gefnar forsendur sem eru keimlíkar málsatvikum Klaustursmálsins. Þar er sögð saga af sex þingmönnum, fimm konum og einum karli, „sem fara saman á veitingahús eins og löng hefð mun vera fyrir hjá þingmönnum og drekka sumir meiri bjór en góðu hófi gegnir.“ Þingmennirnir ímynduðu náist síðan á hljóðupptöku þar sem þeir viðhafa orðfæri „þar sem lofgjörð um pólitíska andstæðinga er ekki ríkjandi þema.“ Í ljós komi að sá sem tók samræðurnar upp hafi verið ungur Sjálfstæðismaður, sem fer í kjölfarið með upptökurnar til fjölmiðla.Veltir upp tveimur mismunandi atburðarásum Í kjölfarið býður greinarhöfundur upp á tvær mismunandi atburðarásir og spyr lesendur hvor þeirra sé líklegri, í kjölfar forsendanna sem gefnar voru í upphafi pistils. Fyrri atburðarásin er keimlík því sem fylgdi eftir að fjórir þingmenn Miðflokksins og tveir þáverandi þingmenn Flokks fólksins náðust á upptöku viðhafa óviðeigandi orðræðu um samstarfsfólk sitt á þingi, auk þess að tala á ónærgætinn hátt um konur og fatlaða, þriðjudagskvöldið 20. Nóvember. Sjálfstæðismaðurinn ungi sem tók samræður þingmanna upp sé hylltur sem hetja og fjölmiðlar veiti í kjölfar þess að upptökurnar litu dagsins ljós þeim sem rætt var um á ósæmilegan hátt pláss til þess að tjá sig um málið í fjölmiðlum og Sjálfstæðismenn krefjist afsagnar þingmannanna sex. Önnur atburðarásin gjörólík þeirri fyrri Í seinni atburðarásinni kveður hins vegar við annan tón. Þar er aðeins einn fjölmiðill, „hægrivefurinn Tíðarandinn,“ sem birtir upptökurnar. Aðrir fjölmiðlar keppist í kjölfarið um að fjalla um málið á þeim forsendum að upptökur Sjálfstæðismannsins unga hafi verið ólöglegar. Ríkisútvarpið, sem er eini raunverulegi miðillinn sem nefndur er á nafn í pistlinum, boði meira að segja til „sérstakrar umræðu um þá hættu sem stafar af því að óprúttnir aðilar nýti sér nýjustu tækni til að brjóta grundvallar mannréttindi fólks.“ Í þessari seinni framvindu málsins er almenningsálitið á þá leið að „fráleitt sé að draga of miklar ályktanir af samtölum sem tekin eru upp í heimildarleysi. Það geti verið ýmsar ástæður fyrir því að menn tjái sig með þeim hætti sem þeir gera við þessar aðstæður. Eins og allir geti heyrt hafi augljóslega ekki verið mikil alvara þar á bak við samræðurnar.“ Uppljóstrarinn ungi er þá kjöldreginn á netinu og öll hans fortíð gerð tortryggileg. Einnig sé fólk duglegt að koma þingmönnunum sex til varnar og fjölmiðlar sem setji spurningamerki við orðræðu þeirra jafnvel „fordæmdir.“Pistilinn í heild sinni má lesa hér. Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Formennirnir samstíga um að boða Sigmund ekki á fundinn Greint var frá því í kvöldfréttum RÚV að forystumenn stjórnarandstöðuflokkanna á Alþingi vilji ekki lengur sitja fundi sína með Sigmundi Davíð vegna Klaustursmálsins. 6. desember 2018 21:19 Þingkonur gengu út undir ræðu Sigmundar: „Þetta var tilfinning sem vaknaði og þurfti að hlýða“ Halla Signý Kristjánsdóttir, ein þingkvennanna sem gekk út, segir að ákvörðunin hafi verið byggð á tilfinningu sem vaknaði í þingsal og þurfti að hlýða. 7. desember 2018 18:28 Sigmundur segir Ingu fara með rangt mál Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, hefur brugðist við ummælum Ingu Sæland þess efnis að hann hafi sagt Karl Gauta Hjaltason og Ólaf Ísleifsson, fyrrum þingmenn Flokks fólksins, hafa átt frumkvæði að fundinum sem þeir þrír, ásamt þremur þingmönnum Miðflokksins, áttu að barnum Klaustri 20. nóvember síðastliðinn. 7. desember 2018 21:30 Mest lesið Hundarnir áttu ekki að vera saman Innlent Birta nöfn og vörumerki tengd SVEIT í mótmælaskyni Innlent Varar Repúblikana við að standa í vegi hans og Trumps Erlent Sjálfstæðismenn í sérflokki hvað útstrikanir varðar Innlent „Jákvæðari“ öskur en óttast var í fyrstu Innlent Kannabissérfræðingurinn kom að ræktun á öðrum sveitabæ Innlent Fráfarandi stjórn skilji eftir verra bú en haldið er fram Innlent Öngþveiti við „sláturhús“ Assads Erlent „Sannleikurinn oft fyrsta fórnarlambið“ Innlent Óttaðist um líf sitt Innlent Fleiri fréttir Óánægja í Laugarneshverfi: „Við ráðum ekki við þetta ægivald“ Viku frestur til að kæra kosningarnar Innan við þriðjungur þingmanna hefur setið lengur en eitt kjörtímabil Bjartsýn á að til verði stjórn sem þori að taka ákvarðanir Hefði átt að vera ljóst að logandi pappír í skáp gæti endað með bruna Vill aukinn viðbúnað á Íslandi til að bregðast við ófyrirséðum árásum Áhrif hallareksturs ríkissjóðs á stjórnarmyndun og jólaskrautsgerð fanga Fráfarandi stjórn skilji eftir verra bú en haldið er fram Afkomuhorfur ríkissjóðs lakari en áður Grétar Snær höfuðkúpubrotnaði í Taílandi Sjálfstæðismenn í sérflokki hvað útstrikanir varðar Birta nöfn og vörumerki tengd SVEIT í mótmælaskyni „Sannleikurinn oft fyrsta fórnarlambið“ Evrópuþingmenn hvetja yfirvöld til að láta af hvalveiðum „Mikilvægt fyrir dalinn að það sé komin ákvörðun“ Kannabissérfræðingurinn kom að ræktun á öðrum sveitabæ Lýsa eftir vitnum að meintri líkamsárás á Ísafirði Hundarnir áttu ekki að vera saman Þrír hópar vinna að málefnum fyrir nýja ríkisstjórn Stjórnarmyndun og árásargjarnir hundar í Laugardal BSRB og BHM taka undir gagnrýni á stéttarfélagið Virðingu Um 61 þúsund hillumetrar af pappírsskjölum í vörslu ríkisins Sex verslanir fá sautján milljónir í ríkisstyrk Gera kröfu um að varaaflsstöðin verði áfram í Vík Landskjörstjórn kemur saman til fundar „Jákvæðari“ öskur en óttast var í fyrstu Óttaðist um líf sitt Ekin niður á skólalóðinni en ekki komin nægjanlega langt í náminu Heimiliskötturinn drepinn við kjallaratröppurnar Börnum fanga er hættara á að lenda í fangelsi Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, birti í dag pistil á vefsíðu sinni þar sem því er velt upp hvort afleiðingar Klaustursmálsins hefðu orðið aðrar ef þingmennirnir sex sem náðust á upptöku hefðu tilheyrt þingflokki Samfylkingar og Vinstri grænna. Höfundar pistilsins er ekki getið á síðunni og vildi Sigmundur ekki upplýsa um nafn hans þegar fréttastofa leitaði eftir því. En í pistlinum, sem ber yfirskriftina „Er sama hver?,“ eru í upphafi gefnar forsendur sem eru keimlíkar málsatvikum Klaustursmálsins. Þar er sögð saga af sex þingmönnum, fimm konum og einum karli, „sem fara saman á veitingahús eins og löng hefð mun vera fyrir hjá þingmönnum og drekka sumir meiri bjór en góðu hófi gegnir.“ Þingmennirnir ímynduðu náist síðan á hljóðupptöku þar sem þeir viðhafa orðfæri „þar sem lofgjörð um pólitíska andstæðinga er ekki ríkjandi þema.“ Í ljós komi að sá sem tók samræðurnar upp hafi verið ungur Sjálfstæðismaður, sem fer í kjölfarið með upptökurnar til fjölmiðla.Veltir upp tveimur mismunandi atburðarásum Í kjölfarið býður greinarhöfundur upp á tvær mismunandi atburðarásir og spyr lesendur hvor þeirra sé líklegri, í kjölfar forsendanna sem gefnar voru í upphafi pistils. Fyrri atburðarásin er keimlík því sem fylgdi eftir að fjórir þingmenn Miðflokksins og tveir þáverandi þingmenn Flokks fólksins náðust á upptöku viðhafa óviðeigandi orðræðu um samstarfsfólk sitt á þingi, auk þess að tala á ónærgætinn hátt um konur og fatlaða, þriðjudagskvöldið 20. Nóvember. Sjálfstæðismaðurinn ungi sem tók samræður þingmanna upp sé hylltur sem hetja og fjölmiðlar veiti í kjölfar þess að upptökurnar litu dagsins ljós þeim sem rætt var um á ósæmilegan hátt pláss til þess að tjá sig um málið í fjölmiðlum og Sjálfstæðismenn krefjist afsagnar þingmannanna sex. Önnur atburðarásin gjörólík þeirri fyrri Í seinni atburðarásinni kveður hins vegar við annan tón. Þar er aðeins einn fjölmiðill, „hægrivefurinn Tíðarandinn,“ sem birtir upptökurnar. Aðrir fjölmiðlar keppist í kjölfarið um að fjalla um málið á þeim forsendum að upptökur Sjálfstæðismannsins unga hafi verið ólöglegar. Ríkisútvarpið, sem er eini raunverulegi miðillinn sem nefndur er á nafn í pistlinum, boði meira að segja til „sérstakrar umræðu um þá hættu sem stafar af því að óprúttnir aðilar nýti sér nýjustu tækni til að brjóta grundvallar mannréttindi fólks.“ Í þessari seinni framvindu málsins er almenningsálitið á þá leið að „fráleitt sé að draga of miklar ályktanir af samtölum sem tekin eru upp í heimildarleysi. Það geti verið ýmsar ástæður fyrir því að menn tjái sig með þeim hætti sem þeir gera við þessar aðstæður. Eins og allir geti heyrt hafi augljóslega ekki verið mikil alvara þar á bak við samræðurnar.“ Uppljóstrarinn ungi er þá kjöldreginn á netinu og öll hans fortíð gerð tortryggileg. Einnig sé fólk duglegt að koma þingmönnunum sex til varnar og fjölmiðlar sem setji spurningamerki við orðræðu þeirra jafnvel „fordæmdir.“Pistilinn í heild sinni má lesa hér.
Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Formennirnir samstíga um að boða Sigmund ekki á fundinn Greint var frá því í kvöldfréttum RÚV að forystumenn stjórnarandstöðuflokkanna á Alþingi vilji ekki lengur sitja fundi sína með Sigmundi Davíð vegna Klaustursmálsins. 6. desember 2018 21:19 Þingkonur gengu út undir ræðu Sigmundar: „Þetta var tilfinning sem vaknaði og þurfti að hlýða“ Halla Signý Kristjánsdóttir, ein þingkvennanna sem gekk út, segir að ákvörðunin hafi verið byggð á tilfinningu sem vaknaði í þingsal og þurfti að hlýða. 7. desember 2018 18:28 Sigmundur segir Ingu fara með rangt mál Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, hefur brugðist við ummælum Ingu Sæland þess efnis að hann hafi sagt Karl Gauta Hjaltason og Ólaf Ísleifsson, fyrrum þingmenn Flokks fólksins, hafa átt frumkvæði að fundinum sem þeir þrír, ásamt þremur þingmönnum Miðflokksins, áttu að barnum Klaustri 20. nóvember síðastliðinn. 7. desember 2018 21:30 Mest lesið Hundarnir áttu ekki að vera saman Innlent Birta nöfn og vörumerki tengd SVEIT í mótmælaskyni Innlent Varar Repúblikana við að standa í vegi hans og Trumps Erlent Sjálfstæðismenn í sérflokki hvað útstrikanir varðar Innlent „Jákvæðari“ öskur en óttast var í fyrstu Innlent Kannabissérfræðingurinn kom að ræktun á öðrum sveitabæ Innlent Fráfarandi stjórn skilji eftir verra bú en haldið er fram Innlent Öngþveiti við „sláturhús“ Assads Erlent „Sannleikurinn oft fyrsta fórnarlambið“ Innlent Óttaðist um líf sitt Innlent Fleiri fréttir Óánægja í Laugarneshverfi: „Við ráðum ekki við þetta ægivald“ Viku frestur til að kæra kosningarnar Innan við þriðjungur þingmanna hefur setið lengur en eitt kjörtímabil Bjartsýn á að til verði stjórn sem þori að taka ákvarðanir Hefði átt að vera ljóst að logandi pappír í skáp gæti endað með bruna Vill aukinn viðbúnað á Íslandi til að bregðast við ófyrirséðum árásum Áhrif hallareksturs ríkissjóðs á stjórnarmyndun og jólaskrautsgerð fanga Fráfarandi stjórn skilji eftir verra bú en haldið er fram Afkomuhorfur ríkissjóðs lakari en áður Grétar Snær höfuðkúpubrotnaði í Taílandi Sjálfstæðismenn í sérflokki hvað útstrikanir varðar Birta nöfn og vörumerki tengd SVEIT í mótmælaskyni „Sannleikurinn oft fyrsta fórnarlambið“ Evrópuþingmenn hvetja yfirvöld til að láta af hvalveiðum „Mikilvægt fyrir dalinn að það sé komin ákvörðun“ Kannabissérfræðingurinn kom að ræktun á öðrum sveitabæ Lýsa eftir vitnum að meintri líkamsárás á Ísafirði Hundarnir áttu ekki að vera saman Þrír hópar vinna að málefnum fyrir nýja ríkisstjórn Stjórnarmyndun og árásargjarnir hundar í Laugardal BSRB og BHM taka undir gagnrýni á stéttarfélagið Virðingu Um 61 þúsund hillumetrar af pappírsskjölum í vörslu ríkisins Sex verslanir fá sautján milljónir í ríkisstyrk Gera kröfu um að varaaflsstöðin verði áfram í Vík Landskjörstjórn kemur saman til fundar „Jákvæðari“ öskur en óttast var í fyrstu Óttaðist um líf sitt Ekin niður á skólalóðinni en ekki komin nægjanlega langt í náminu Heimiliskötturinn drepinn við kjallaratröppurnar Börnum fanga er hættara á að lenda í fangelsi Sjá meira
Formennirnir samstíga um að boða Sigmund ekki á fundinn Greint var frá því í kvöldfréttum RÚV að forystumenn stjórnarandstöðuflokkanna á Alþingi vilji ekki lengur sitja fundi sína með Sigmundi Davíð vegna Klaustursmálsins. 6. desember 2018 21:19
Þingkonur gengu út undir ræðu Sigmundar: „Þetta var tilfinning sem vaknaði og þurfti að hlýða“ Halla Signý Kristjánsdóttir, ein þingkvennanna sem gekk út, segir að ákvörðunin hafi verið byggð á tilfinningu sem vaknaði í þingsal og þurfti að hlýða. 7. desember 2018 18:28
Sigmundur segir Ingu fara með rangt mál Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, hefur brugðist við ummælum Ingu Sæland þess efnis að hann hafi sagt Karl Gauta Hjaltason og Ólaf Ísleifsson, fyrrum þingmenn Flokks fólksins, hafa átt frumkvæði að fundinum sem þeir þrír, ásamt þremur þingmönnum Miðflokksins, áttu að barnum Klaustri 20. nóvember síðastliðinn. 7. desember 2018 21:30