Fundur nefndar um sendiherrastöður verður opinn Atli Ísleifsson skrifar 10. desember 2018 13:27 Óli Björn Kárason er þingmaður Sjálfstæðisflokks. vísir/vilhelm Fyrirhugaður fundur stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, þar sem fjallað verður um ummæli Gunnars Braga Sveinssonar á Klaustur um skipanir í sendiherrastöður, verður opinn. Frá þessu greinir Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokks og fulltrúi í nefndinni, á Facebook-síðu sinni. Segir hann að nefndin hafi með þessu samþykkt beiðni hans. Nefndin samþykkti í síðustu viku tillögu Helgu Völu Helgadóttur , formanns nefndarinnar, um kalla þá Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra, Guðlaug Þór Þórðarson utanríkisráðherra, Sigmund Davíð Gunnlaugsson, formann Miðflokksins og Gunnar Braga Sveinsson, þingmann Miðflokksins og fyrrverandi utanríkisráðherra, á fund nefndarinnar vegna ummælanna. Á Klausturfundinum sagði Gunnar Bragi meðal annars að hann hafi sem utanríkisráðherra skipað Árna Þór Sigurðsson, fyrrverandi þingmann Vinstri grænna, sem sendiherra á sama tíma og hann skipaði Geir H. Haarde í sendiherrastöðu til að draga athyglina frá skipan Geirs. Hann hafi sagt við formann Sjálfstæðisflokksins að hann ætti þá inni stöðu hjá Sjálfstæðisflokknum. Í færslu Óla Björns segir að í reglum um opna fundi fastanefnda Alþingis sem sendir séu út í sjónvarpi og á vef Alþingis, komi fram að formanni viðkomandi nefndar beri að leita eftir því með hæfilegum fyrirvara að gestur komi á opinn fund og gera honum grein fyrir efni fundarins. „Þá skulu fjölmiðlar „eiga þess kost að láta fulltrúa sína fylgjast með opnum fundi. Jafnframt skal fundurinn opinn almenningi eftir því sem húsrúm leyfir.“ Ljósvakamiðlum er heimilt að hafa beinar útsendingar frá fundum nefnda sem eru opnir. Ekki liggur fyrir hvenær fundur (fundir) Stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar verður,“ segir í færslu Óla Björns. Guðlaugur Þór og Bjarni Benediktsson hafa staðfest að hafa átt óformlegan fund með Sigmundi Davíð þar sem hann greindi þeim frá áhuga Gunnars Braga á sendiherrastöðu. Þeir hafa þó báðir hafnað því að Gunnar Bragi eigi eitthvað inni hjá Sjálfstæðisflokknum eftir þá skipan.Sjá má færslu Óla Björns að neðan. Alþingi Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Kallaðir fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd vegna umræðu um sendiherraskipan Guðlaugur Þór og Bjarni Benediktsson hafa staðfest að hafa átt óformlegan fund með Sigmundi Davíð þar sem hann greindi þeim frá áhuga Gunnars Braga á sendiherrastöðu. 5. desember 2018 15:11 Staðfestir fund með Bjarna og Sigmundi Segir Sigmund Davíð hafa átt frumkvæði að fundinum. 5. desember 2018 11:56 Sendiherratign einn feitasti biti samtryggingarkerfisins Klaustursupptökurnar staðfesta rótgróna og kerfislæga spillingu. 4. desember 2018 15:15 Mest lesið „Mér finnst þetta mjög ósanngjarnt“ Innlent Fimm bílar fastir í rúman sólarhring Innlent „Við ætlum ekki að skaffa Landspítalanum fleiri verkefni“ Innlent Skyndisókn batt enda á 24 ára valdatíð Bashar Assad í Sýrlandi Erlent Stöðvuðu átta bifreiðar með jólaseríur Innlent Galið að lán miðist við stýrivexti Seðlabankans Innlent Kafarar leita að skotvopni í tjörn í Central Park Erlent Tveir fluttir með þyrlu eftir bílveltu fyrir austan Innlent „Þetta eru augljóslega stór tímamót“ Erlent Yfirlit yfir allar framkvæmdir Samgöngusáttmálans Innlent Fleiri fréttir „Lausamunir eiga ekki að vera lausir á þessum árstíma“ Kaflaskil í Sýrlandi, aftakaveður og nágrannaerjur vegna jólaljósa Galið að lán miðist við stýrivexti Seðlabankans Yfirlit yfir allar framkvæmdir Samgöngusáttmálans Tveir fluttir með þyrlu eftir bílveltu fyrir austan Jólamánuðurinn „þungur og erfiður“ fyrir margar fjölskyldur Fjölnota íþróttahús byggt í Borgarnesi „Mér finnst þetta mjög ósanngjarnt“ „Við ætlum ekki að skaffa Landspítalanum fleiri verkefni“ Bárðarbunga skalf í næststærsta skjálfta ársins Sýrlandsstjórn, vonskuveður og kosningakerfið Fimm bílar fastir í rúman sólarhring Kosningaloforð, dauð atkvæði, staða VG og ákall heilbrigðisstétta Stöðvuðu átta bifreiðar með jólaseríur Airbus-þotu Icelandair lent á Akureyri og Egilsstöðum Færri fá jólatré en vilja Sunnan stormur og ekkert ferðaveður „Það er engin hætta á því að kaupa kalkún“ Skæð fuglaflensa, óveður og jólatrjáasala Bíll valt í Garðabæ Þyrlan kölluð út vegna áreksturs austan við Seljalandsfoss Leiðin fyrir dýpri kviku verður bara greiðfærari Vara við krapaflóðahættu vegna úrkomu MAST starfar á neyðarstigi Safnað fyrir 20 milljóna króna flygli í Skálholti Vongóð um að finna fjársjóð sem sökk fyrir nokkur hundruð árum Bauna á SVEIT og kjarasamninga sem standist ekki lög Viðræður halda áfram: „Góðir hlutir koma hægt og rólega“ Setið við stjórnarmyndun og stórleik frestað Veðurviðvaranir í kortunum næstu daga Sjá meira
Fyrirhugaður fundur stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, þar sem fjallað verður um ummæli Gunnars Braga Sveinssonar á Klaustur um skipanir í sendiherrastöður, verður opinn. Frá þessu greinir Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokks og fulltrúi í nefndinni, á Facebook-síðu sinni. Segir hann að nefndin hafi með þessu samþykkt beiðni hans. Nefndin samþykkti í síðustu viku tillögu Helgu Völu Helgadóttur , formanns nefndarinnar, um kalla þá Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra, Guðlaug Þór Þórðarson utanríkisráðherra, Sigmund Davíð Gunnlaugsson, formann Miðflokksins og Gunnar Braga Sveinsson, þingmann Miðflokksins og fyrrverandi utanríkisráðherra, á fund nefndarinnar vegna ummælanna. Á Klausturfundinum sagði Gunnar Bragi meðal annars að hann hafi sem utanríkisráðherra skipað Árna Þór Sigurðsson, fyrrverandi þingmann Vinstri grænna, sem sendiherra á sama tíma og hann skipaði Geir H. Haarde í sendiherrastöðu til að draga athyglina frá skipan Geirs. Hann hafi sagt við formann Sjálfstæðisflokksins að hann ætti þá inni stöðu hjá Sjálfstæðisflokknum. Í færslu Óla Björns segir að í reglum um opna fundi fastanefnda Alþingis sem sendir séu út í sjónvarpi og á vef Alþingis, komi fram að formanni viðkomandi nefndar beri að leita eftir því með hæfilegum fyrirvara að gestur komi á opinn fund og gera honum grein fyrir efni fundarins. „Þá skulu fjölmiðlar „eiga þess kost að láta fulltrúa sína fylgjast með opnum fundi. Jafnframt skal fundurinn opinn almenningi eftir því sem húsrúm leyfir.“ Ljósvakamiðlum er heimilt að hafa beinar útsendingar frá fundum nefnda sem eru opnir. Ekki liggur fyrir hvenær fundur (fundir) Stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar verður,“ segir í færslu Óla Björns. Guðlaugur Þór og Bjarni Benediktsson hafa staðfest að hafa átt óformlegan fund með Sigmundi Davíð þar sem hann greindi þeim frá áhuga Gunnars Braga á sendiherrastöðu. Þeir hafa þó báðir hafnað því að Gunnar Bragi eigi eitthvað inni hjá Sjálfstæðisflokknum eftir þá skipan.Sjá má færslu Óla Björns að neðan.
Alþingi Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Kallaðir fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd vegna umræðu um sendiherraskipan Guðlaugur Þór og Bjarni Benediktsson hafa staðfest að hafa átt óformlegan fund með Sigmundi Davíð þar sem hann greindi þeim frá áhuga Gunnars Braga á sendiherrastöðu. 5. desember 2018 15:11 Staðfestir fund með Bjarna og Sigmundi Segir Sigmund Davíð hafa átt frumkvæði að fundinum. 5. desember 2018 11:56 Sendiherratign einn feitasti biti samtryggingarkerfisins Klaustursupptökurnar staðfesta rótgróna og kerfislæga spillingu. 4. desember 2018 15:15 Mest lesið „Mér finnst þetta mjög ósanngjarnt“ Innlent Fimm bílar fastir í rúman sólarhring Innlent „Við ætlum ekki að skaffa Landspítalanum fleiri verkefni“ Innlent Skyndisókn batt enda á 24 ára valdatíð Bashar Assad í Sýrlandi Erlent Stöðvuðu átta bifreiðar með jólaseríur Innlent Galið að lán miðist við stýrivexti Seðlabankans Innlent Kafarar leita að skotvopni í tjörn í Central Park Erlent Tveir fluttir með þyrlu eftir bílveltu fyrir austan Innlent „Þetta eru augljóslega stór tímamót“ Erlent Yfirlit yfir allar framkvæmdir Samgöngusáttmálans Innlent Fleiri fréttir „Lausamunir eiga ekki að vera lausir á þessum árstíma“ Kaflaskil í Sýrlandi, aftakaveður og nágrannaerjur vegna jólaljósa Galið að lán miðist við stýrivexti Seðlabankans Yfirlit yfir allar framkvæmdir Samgöngusáttmálans Tveir fluttir með þyrlu eftir bílveltu fyrir austan Jólamánuðurinn „þungur og erfiður“ fyrir margar fjölskyldur Fjölnota íþróttahús byggt í Borgarnesi „Mér finnst þetta mjög ósanngjarnt“ „Við ætlum ekki að skaffa Landspítalanum fleiri verkefni“ Bárðarbunga skalf í næststærsta skjálfta ársins Sýrlandsstjórn, vonskuveður og kosningakerfið Fimm bílar fastir í rúman sólarhring Kosningaloforð, dauð atkvæði, staða VG og ákall heilbrigðisstétta Stöðvuðu átta bifreiðar með jólaseríur Airbus-þotu Icelandair lent á Akureyri og Egilsstöðum Færri fá jólatré en vilja Sunnan stormur og ekkert ferðaveður „Það er engin hætta á því að kaupa kalkún“ Skæð fuglaflensa, óveður og jólatrjáasala Bíll valt í Garðabæ Þyrlan kölluð út vegna áreksturs austan við Seljalandsfoss Leiðin fyrir dýpri kviku verður bara greiðfærari Vara við krapaflóðahættu vegna úrkomu MAST starfar á neyðarstigi Safnað fyrir 20 milljóna króna flygli í Skálholti Vongóð um að finna fjársjóð sem sökk fyrir nokkur hundruð árum Bauna á SVEIT og kjarasamninga sem standist ekki lög Viðræður halda áfram: „Góðir hlutir koma hægt og rólega“ Setið við stjórnarmyndun og stórleik frestað Veðurviðvaranir í kortunum næstu daga Sjá meira
Kallaðir fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd vegna umræðu um sendiherraskipan Guðlaugur Þór og Bjarni Benediktsson hafa staðfest að hafa átt óformlegan fund með Sigmundi Davíð þar sem hann greindi þeim frá áhuga Gunnars Braga á sendiherrastöðu. 5. desember 2018 15:11
Staðfestir fund með Bjarna og Sigmundi Segir Sigmund Davíð hafa átt frumkvæði að fundinum. 5. desember 2018 11:56
Sendiherratign einn feitasti biti samtryggingarkerfisins Klaustursupptökurnar staðfesta rótgróna og kerfislæga spillingu. 4. desember 2018 15:15