Bára um endurkomu Klaustursþingmanna: „Það sökk svolítið hjartað í mér“ Sighvatur Jónsson skrifar 27. janúar 2019 19:45 Um tvö hundruð manns komu saman í kuldanum á Austurvelli í dag og kröfðust afsagnar hina svokölluðu Klaustursþingsmanna.Krafa mótmælenda var skýr, að sex þingmenn sem ræddu um samstarfsfólk sitt og fleiri á opinskáan hátt á barnum Klaustri 20. nóvember síðastliðinn segðu af sér þingmennsku. Meðal þeirra sem tóku til máls á fundinum var Sigríður Jónsdóttir frá feminísku fötlunarhreyfingunni Tabú. „Lilja, Albertína, Inga, Freyja og aðrar núverandi og fyrrverandi þingkonur eiga ekki að upplifa vanvirðingu, vanlíðan og smánun hvern einasta dag sem þessir sex þingmenn mæta í þingsal Alþingis,“ sagði Sigríður. Erna Marín Baldursdóttir mætti á mótmælafundinn til að ítreka þá skoðun sína að Klaustursþingmennirnir segi af sér. „Þessi lygavefur sem vindur upp á sig, hann er rosalega mikil vanvirðing gagnvart þjóðinni,“ sagði Erna Marín.Tók verkjalyf til að geta mætt Bára Halldórsdóttir sem tók upp samtöl þingmanna á Klaustri mætti í hjólastól. Hún sagðist ekki geta staðið fyrir verkjum, og bætti við: „Maður gerir það sem þarf að gera.“Ég get tekið einn svona hlut á dag, um það bil tvo klukkutíma. Til þess þarf ég að undirbúa mig með lyfjagjöf. Ég geri það alveg hiklaust og tek það síðan út nokkra daga á eftir í veikindum. Báru brá þegar Klaustursþingmenn mættu aftur til starfa á þingi á dögunum. „Það sökk svolítið hjartað í mér að við ætluðum að endurtaka þessa pælingu. Ókei, við ætlum bara að mæta aftur eins og ekkert hafi í skorist og þið verðið bara að taka því eins og það er. Ég held að við ætlum ekki að gera það.“ Upptökur á Klaustur bar Mest lesið Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Erlent Sánan í Vesturbæ rifin Innlent Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Innlent Fleiri fréttir Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Sjá meira
Um tvö hundruð manns komu saman í kuldanum á Austurvelli í dag og kröfðust afsagnar hina svokölluðu Klaustursþingsmanna.Krafa mótmælenda var skýr, að sex þingmenn sem ræddu um samstarfsfólk sitt og fleiri á opinskáan hátt á barnum Klaustri 20. nóvember síðastliðinn segðu af sér þingmennsku. Meðal þeirra sem tóku til máls á fundinum var Sigríður Jónsdóttir frá feminísku fötlunarhreyfingunni Tabú. „Lilja, Albertína, Inga, Freyja og aðrar núverandi og fyrrverandi þingkonur eiga ekki að upplifa vanvirðingu, vanlíðan og smánun hvern einasta dag sem þessir sex þingmenn mæta í þingsal Alþingis,“ sagði Sigríður. Erna Marín Baldursdóttir mætti á mótmælafundinn til að ítreka þá skoðun sína að Klaustursþingmennirnir segi af sér. „Þessi lygavefur sem vindur upp á sig, hann er rosalega mikil vanvirðing gagnvart þjóðinni,“ sagði Erna Marín.Tók verkjalyf til að geta mætt Bára Halldórsdóttir sem tók upp samtöl þingmanna á Klaustri mætti í hjólastól. Hún sagðist ekki geta staðið fyrir verkjum, og bætti við: „Maður gerir það sem þarf að gera.“Ég get tekið einn svona hlut á dag, um það bil tvo klukkutíma. Til þess þarf ég að undirbúa mig með lyfjagjöf. Ég geri það alveg hiklaust og tek það síðan út nokkra daga á eftir í veikindum. Báru brá þegar Klaustursþingmenn mættu aftur til starfa á þingi á dögunum. „Það sökk svolítið hjartað í mér að við ætluðum að endurtaka þessa pælingu. Ókei, við ætlum bara að mæta aftur eins og ekkert hafi í skorist og þið verðið bara að taka því eins og það er. Ég held að við ætlum ekki að gera það.“
Upptökur á Klaustur bar Mest lesið Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Erlent Sánan í Vesturbæ rifin Innlent Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Innlent Fleiri fréttir Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Sjá meira