Lilju var brugðið að sjá Klausturþingmenn mætta án fyrirvara Heimir Már Pétursson skrifar 25. janúar 2019 19:21 Þingmenn Miðflokksins létu Lilju ekki vita að þeir hygðust snúa aftur á þing í gær. Vísir/Vilhelm Lilju Alfreðsdóttir sem fékk mikla útreið hjá þingmönnum Miðflokksins á Klaustur fundinum var brugðið að sjá þá mæta til þings í gær án þess að gera boð á undan sér. Hún ætlar hins vegar ekki að láta þá trufla sig og skorar á aðra þingmenn að láta þá ekki gera það heldur. Samkvæmt þeim upptökum sem Bára Halldórsdóttir gerði af samræðum fjögurra þingmanna Miðflokksins og tveggja þáverandi þingmanna Flokks fólksins á Klausturbarnum var mest talað ruddalega um Ingu Sæland og Lilju Alfreðsdóttur. Það var greinilegt þegar fylgst var með þingfundi í gær að Lilju var brugðið við að sjá þá Gunnar Braga Sveinsson og Bergþór Ólason mætta fyrirvaralaust á ný til þingstarfa. „Já það er rétt mér brá og tel að það hefði verið skynsamlegt að við hefðum verið látin vita. En það breytir hins vegar ekki þeirri staðreynd að við erum kosin á Alþingi til að vinna að sinna umbótamálum fyrir íslenska þjóð,” segir Lilja. Það hafi hún gert og ætli sér að gera það áfram. „Og mér finnst rosalega mikilvægt að við fáum að fylgja því eftir og getum unnið á Alþingi Íslendinga í samræmi við það að við séum kosin til að vinna að umbótamálum. Ég segi; umbótamálin þau þurfa að vera á dagskrá.”Þú ert með öðrum orðum að segja að þú ætlir ekki að láta þessa menn trufla þig við þín störf?„Nei, það ætla ég svo sannarlega ekki að gera,” segir Lilja. Allir þessir menn hafi hver með sínum hætti beðið hana afsökunar á sóðalegu orðbragði þeirra í hennar garð.Hefur þú fyrirgefið þessum mönnum sem þú segir að hafi beðið þig afsökunar?„Eins og ég segi; ég er auðvitað bara að melta allt þetta. Við þurfum einhvern veginn öll að halda áfram. Það ætla ég að gera og það munu þeir gera. Mér finnst mjög brýnt eins og ég segi; að við séum að setja stóru málin á dagskrá,” segir Lilja Alfreðsdóttir. Viðtalið við Lilju má sjá í spilaranum hér að neðan. Stj.mál Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Lilja sagði við Gunnar að hún væri ekki sátt við framkomu hans Segist ekki hafa vitað af endurkomu Miðflokksmanna á þing fyrr en við upphaf þingfundar. 24. janúar 2019 14:48 Þingmenn sem fara í ótímabundið og launalaust leyfi ráða því sjálfir hvenær þeir koma til baka Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingis, segir það algjörlega í höndum þeirra þingmanna sem taka sér ótímabundið, launalaust leyfi að ákveða hvenær þeir koma til baka til þingstarfa. 25. janúar 2019 15:00 Lilja hafði sitthvað að segja við Gunnar Braga á þingi í dag Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, gekk tvisvar að Gunnari Braga Sveinssyni, þingmanni Miðflokksins, á þingfundi í morgun og hafði sitthvað að segja við þingmanninn. 24. janúar 2019 13:47 Ætlar ekki að láta Gunnar Braga og Bergþór trufla sig við sín störf Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, segir að sér hafi brugðið við að sjá þá Gunnar Braga Sveinsson og Bergþór Ólason, þingmenn Miðflokksins, aftur í þingi í gær er þeir sneru til baka eftir Klaustursmálið svokallaða. 25. janúar 2019 15:30 Mest lesið Hundarnir áttu ekki að vera saman Innlent „Jákvæðari“ öskur en óttast var í fyrstu Innlent Kannabissérfræðingurinn kom að ræktun á öðrum sveitabæ Innlent Öngþveiti við „sláturhús“ Assads Erlent Óttaðist um líf sitt Innlent „Sannleikurinn oft fyrsta fórnarlambið“ Innlent Heimiliskötturinn drepinn við kjallaratröppurnar Innlent Birta nöfn og vörumerki tengd SVEIT í mótmælaskyni Innlent Ákærður fyrir morð í New York Erlent Varar Repúblikana við að standa í vegi hans og Trumps Erlent Fleiri fréttir Afkomuhorfur ríkissjóðs lakari en áður Grétar Snær höfuðkúpubrotnaði í Taílandi Sjálfstæðismenn í sérflokki hvað útstrikanir varðar Birta nöfn og vörumerki tengd SVEIT í mótmælaskyni „Sannleikurinn oft fyrsta fórnarlambið“ Evrópuþingmenn hvetja yfirvöld til að láta af hvalveiðum „Mikilvægt fyrir dalinn að það sé komin ákvörðun“ Kannabissérfræðingurinn kom að ræktun á öðrum sveitabæ Lýsa eftir vitnum að meintri líkamsárás á Ísafirði Hundarnir áttu ekki að vera saman Þrír hópar vinna að málefnum fyrir nýja ríkisstjórn Stjórnarmyndun og árásargjarnir hundar í Laugardal BSRB og BHM taka undir gagnrýni á stéttarfélagið Virðingu Um 61 þúsund hillumetrar af pappírsskjölum í vörslu ríkisins Sex verslanir fá sautján milljónir í ríkisstyrk Gera kröfu um að varaaflsstöðin verði áfram í Vík Landskjörstjórn kemur saman til fundar „Jákvæðari“ öskur en óttast var í fyrstu Óttaðist um líf sitt Ekin niður á skólalóðinni en ekki komin nægjanlega langt í náminu Heimiliskötturinn drepinn við kjallaratröppurnar Börnum fanga er hættara á að lenda í fangelsi Skírðu dóttur sína eftir ósk um frið í heimalandinu Rafmagnið datt aftur út í Vík og komst svo aftur í lag Heidelberg hvergi af baki dottið Vonar að ný stjórn verði komin fyrir jól Íbúar hafna mölunarverksmiðjunni með afgerandi hætti Ný ríkisstjórn fyrir jól? Kærastinn fær áheyrn í Menningarnæturmálinu Ögurstund í Þorlákshöfn í kvöld Sjá meira
Lilju Alfreðsdóttir sem fékk mikla útreið hjá þingmönnum Miðflokksins á Klaustur fundinum var brugðið að sjá þá mæta til þings í gær án þess að gera boð á undan sér. Hún ætlar hins vegar ekki að láta þá trufla sig og skorar á aðra þingmenn að láta þá ekki gera það heldur. Samkvæmt þeim upptökum sem Bára Halldórsdóttir gerði af samræðum fjögurra þingmanna Miðflokksins og tveggja þáverandi þingmanna Flokks fólksins á Klausturbarnum var mest talað ruddalega um Ingu Sæland og Lilju Alfreðsdóttur. Það var greinilegt þegar fylgst var með þingfundi í gær að Lilju var brugðið við að sjá þá Gunnar Braga Sveinsson og Bergþór Ólason mætta fyrirvaralaust á ný til þingstarfa. „Já það er rétt mér brá og tel að það hefði verið skynsamlegt að við hefðum verið látin vita. En það breytir hins vegar ekki þeirri staðreynd að við erum kosin á Alþingi til að vinna að sinna umbótamálum fyrir íslenska þjóð,” segir Lilja. Það hafi hún gert og ætli sér að gera það áfram. „Og mér finnst rosalega mikilvægt að við fáum að fylgja því eftir og getum unnið á Alþingi Íslendinga í samræmi við það að við séum kosin til að vinna að umbótamálum. Ég segi; umbótamálin þau þurfa að vera á dagskrá.”Þú ert með öðrum orðum að segja að þú ætlir ekki að láta þessa menn trufla þig við þín störf?„Nei, það ætla ég svo sannarlega ekki að gera,” segir Lilja. Allir þessir menn hafi hver með sínum hætti beðið hana afsökunar á sóðalegu orðbragði þeirra í hennar garð.Hefur þú fyrirgefið þessum mönnum sem þú segir að hafi beðið þig afsökunar?„Eins og ég segi; ég er auðvitað bara að melta allt þetta. Við þurfum einhvern veginn öll að halda áfram. Það ætla ég að gera og það munu þeir gera. Mér finnst mjög brýnt eins og ég segi; að við séum að setja stóru málin á dagskrá,” segir Lilja Alfreðsdóttir. Viðtalið við Lilju má sjá í spilaranum hér að neðan.
Stj.mál Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Lilja sagði við Gunnar að hún væri ekki sátt við framkomu hans Segist ekki hafa vitað af endurkomu Miðflokksmanna á þing fyrr en við upphaf þingfundar. 24. janúar 2019 14:48 Þingmenn sem fara í ótímabundið og launalaust leyfi ráða því sjálfir hvenær þeir koma til baka Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingis, segir það algjörlega í höndum þeirra þingmanna sem taka sér ótímabundið, launalaust leyfi að ákveða hvenær þeir koma til baka til þingstarfa. 25. janúar 2019 15:00 Lilja hafði sitthvað að segja við Gunnar Braga á þingi í dag Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, gekk tvisvar að Gunnari Braga Sveinssyni, þingmanni Miðflokksins, á þingfundi í morgun og hafði sitthvað að segja við þingmanninn. 24. janúar 2019 13:47 Ætlar ekki að láta Gunnar Braga og Bergþór trufla sig við sín störf Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, segir að sér hafi brugðið við að sjá þá Gunnar Braga Sveinsson og Bergþór Ólason, þingmenn Miðflokksins, aftur í þingi í gær er þeir sneru til baka eftir Klaustursmálið svokallaða. 25. janúar 2019 15:30 Mest lesið Hundarnir áttu ekki að vera saman Innlent „Jákvæðari“ öskur en óttast var í fyrstu Innlent Kannabissérfræðingurinn kom að ræktun á öðrum sveitabæ Innlent Öngþveiti við „sláturhús“ Assads Erlent Óttaðist um líf sitt Innlent „Sannleikurinn oft fyrsta fórnarlambið“ Innlent Heimiliskötturinn drepinn við kjallaratröppurnar Innlent Birta nöfn og vörumerki tengd SVEIT í mótmælaskyni Innlent Ákærður fyrir morð í New York Erlent Varar Repúblikana við að standa í vegi hans og Trumps Erlent Fleiri fréttir Afkomuhorfur ríkissjóðs lakari en áður Grétar Snær höfuðkúpubrotnaði í Taílandi Sjálfstæðismenn í sérflokki hvað útstrikanir varðar Birta nöfn og vörumerki tengd SVEIT í mótmælaskyni „Sannleikurinn oft fyrsta fórnarlambið“ Evrópuþingmenn hvetja yfirvöld til að láta af hvalveiðum „Mikilvægt fyrir dalinn að það sé komin ákvörðun“ Kannabissérfræðingurinn kom að ræktun á öðrum sveitabæ Lýsa eftir vitnum að meintri líkamsárás á Ísafirði Hundarnir áttu ekki að vera saman Þrír hópar vinna að málefnum fyrir nýja ríkisstjórn Stjórnarmyndun og árásargjarnir hundar í Laugardal BSRB og BHM taka undir gagnrýni á stéttarfélagið Virðingu Um 61 þúsund hillumetrar af pappírsskjölum í vörslu ríkisins Sex verslanir fá sautján milljónir í ríkisstyrk Gera kröfu um að varaaflsstöðin verði áfram í Vík Landskjörstjórn kemur saman til fundar „Jákvæðari“ öskur en óttast var í fyrstu Óttaðist um líf sitt Ekin niður á skólalóðinni en ekki komin nægjanlega langt í náminu Heimiliskötturinn drepinn við kjallaratröppurnar Börnum fanga er hættara á að lenda í fangelsi Skírðu dóttur sína eftir ósk um frið í heimalandinu Rafmagnið datt aftur út í Vík og komst svo aftur í lag Heidelberg hvergi af baki dottið Vonar að ný stjórn verði komin fyrir jól Íbúar hafna mölunarverksmiðjunni með afgerandi hætti Ný ríkisstjórn fyrir jól? Kærastinn fær áheyrn í Menningarnæturmálinu Ögurstund í Þorlákshöfn í kvöld Sjá meira
Lilja sagði við Gunnar að hún væri ekki sátt við framkomu hans Segist ekki hafa vitað af endurkomu Miðflokksmanna á þing fyrr en við upphaf þingfundar. 24. janúar 2019 14:48
Þingmenn sem fara í ótímabundið og launalaust leyfi ráða því sjálfir hvenær þeir koma til baka Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingis, segir það algjörlega í höndum þeirra þingmanna sem taka sér ótímabundið, launalaust leyfi að ákveða hvenær þeir koma til baka til þingstarfa. 25. janúar 2019 15:00
Lilja hafði sitthvað að segja við Gunnar Braga á þingi í dag Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, gekk tvisvar að Gunnari Braga Sveinssyni, þingmanni Miðflokksins, á þingfundi í morgun og hafði sitthvað að segja við þingmanninn. 24. janúar 2019 13:47
Ætlar ekki að láta Gunnar Braga og Bergþór trufla sig við sín störf Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, segir að sér hafi brugðið við að sjá þá Gunnar Braga Sveinsson og Bergþór Ólason, þingmenn Miðflokksins, aftur í þingi í gær er þeir sneru til baka eftir Klaustursmálið svokallaða. 25. janúar 2019 15:30