„Kom manni ekki á óvart að fá kalda öxl frá sumum“ Sunna Sæmundsdóttir og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 24. janúar 2019 15:45 Bergþór Ólason, þingmanni Miðflokksins, segir að sér hafi liðið ágætlega með að koma aftur til starfa á Alþingi í morgun. Hann segir að það hafi þó ekki komið sér á óvart að fá kalda öxl frá sumum, eins og hann orðar það, en aðrir hafi boðið hann velkominn. „Það voru margir búnir að vera með yfirlýsingar þannig að það kom manni ekki á óvart að fá kalda öxl frá sumum en svo voru aðrir býsna kumpánlegir og buðu mann velkominn. En þetta liggur auðvitað töluvert í flokkum svo það sé nú sagt eins og það er og það var bara viðbúið og það eru auðvitað þingmenn hér inni sem hafa lýst því að þeir hafa ekki hug á því að eiga við okkur nokkurt samstarf. En fyrir mig hef ég sagt að ég vonast bara til að geta unnið áfram á þeim málefnalegu nótum sem ég hef unnið hingað til. En ég mun ekki erfa það við neinn sem vill ganga annan veg en að vinna með mér,“ sagði Bergþór í samtali við fréttastofu í dag. Hann kvaðst hafa látið skrifstofu Alþingis vita í morgun að hann myndi snúa aftur til starfa í dag og telur að það hafi verið með eðlilegum hætti. Hann sagðist ekki átta sig á vangaveltum þeirra sem hafa gagnrýnt að þeir hafi snúið fyrirvaralaust aftur til starfa. Þá ítrekaði Bergþór að hann væri tilbúinn til þess að vinna með hverjum sem er á þingi. Aðspurður hvort honum þætti mál Klaustursþingmannanna sex eiga heima hjá siðanefnd Alþingis sagðist hann ekki hafa skoðun á því. „Ég hallast svona frekar að því ef grannt er skoðað og reglurnar skoðaðar þá eigi það svo sem ekki heima þar en nú er það bara komið í þann farveg að það er í þessari varanefnd og ég tek á því máli eftir því sem því vindur fram,“ sagði Bergþór Ólason en viðtalið við hann í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.Ítarlega verður fjallað um endurkomu þeirra Bergþórs og Gunnars Braga Sveinssonar á þing og viðbrögð við því í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Alþingi Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Segir stemmninguna eitraða með endurkomu Miðflokksmanna Þetta er bara ofbeldi, segir Sara. Þingkona Samfylkingarinnar líkir endurkomunni við fyrirsát. 24. janúar 2019 12:01 Lilja sagði við Gunnar að hún væri ekki sátt við framkomu hans Segist ekki hafa vitað af endurkomu Miðflokksmanna á þing fyrr en við upphaf þingfundar. 24. janúar 2019 14:48 Þingflokksformenn funduðu vegna endurkomu Gunnars Braga og Bergþórs Boðað var til þingflokksformannafundar á Alþingi klukkan 13 í dag vegna endurkomu þeirra Gunnars Braga Sveinssonar og Bergþórs Ólasonar, þingmanna Miðflokksins á þing en þeir höfðu verið í ótímabundnu leyfi frá þingstörfum vegna Klaustursmálsins. 24. janúar 2019 14:43 Mest lesið Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Erlent Sánan í Vesturbæ rifin Innlent Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Innlent Fleiri fréttir Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Sjá meira
Bergþór Ólason, þingmanni Miðflokksins, segir að sér hafi liðið ágætlega með að koma aftur til starfa á Alþingi í morgun. Hann segir að það hafi þó ekki komið sér á óvart að fá kalda öxl frá sumum, eins og hann orðar það, en aðrir hafi boðið hann velkominn. „Það voru margir búnir að vera með yfirlýsingar þannig að það kom manni ekki á óvart að fá kalda öxl frá sumum en svo voru aðrir býsna kumpánlegir og buðu mann velkominn. En þetta liggur auðvitað töluvert í flokkum svo það sé nú sagt eins og það er og það var bara viðbúið og það eru auðvitað þingmenn hér inni sem hafa lýst því að þeir hafa ekki hug á því að eiga við okkur nokkurt samstarf. En fyrir mig hef ég sagt að ég vonast bara til að geta unnið áfram á þeim málefnalegu nótum sem ég hef unnið hingað til. En ég mun ekki erfa það við neinn sem vill ganga annan veg en að vinna með mér,“ sagði Bergþór í samtali við fréttastofu í dag. Hann kvaðst hafa látið skrifstofu Alþingis vita í morgun að hann myndi snúa aftur til starfa í dag og telur að það hafi verið með eðlilegum hætti. Hann sagðist ekki átta sig á vangaveltum þeirra sem hafa gagnrýnt að þeir hafi snúið fyrirvaralaust aftur til starfa. Þá ítrekaði Bergþór að hann væri tilbúinn til þess að vinna með hverjum sem er á þingi. Aðspurður hvort honum þætti mál Klaustursþingmannanna sex eiga heima hjá siðanefnd Alþingis sagðist hann ekki hafa skoðun á því. „Ég hallast svona frekar að því ef grannt er skoðað og reglurnar skoðaðar þá eigi það svo sem ekki heima þar en nú er það bara komið í þann farveg að það er í þessari varanefnd og ég tek á því máli eftir því sem því vindur fram,“ sagði Bergþór Ólason en viðtalið við hann í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.Ítarlega verður fjallað um endurkomu þeirra Bergþórs og Gunnars Braga Sveinssonar á þing og viðbrögð við því í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld.
Alþingi Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Segir stemmninguna eitraða með endurkomu Miðflokksmanna Þetta er bara ofbeldi, segir Sara. Þingkona Samfylkingarinnar líkir endurkomunni við fyrirsát. 24. janúar 2019 12:01 Lilja sagði við Gunnar að hún væri ekki sátt við framkomu hans Segist ekki hafa vitað af endurkomu Miðflokksmanna á þing fyrr en við upphaf þingfundar. 24. janúar 2019 14:48 Þingflokksformenn funduðu vegna endurkomu Gunnars Braga og Bergþórs Boðað var til þingflokksformannafundar á Alþingi klukkan 13 í dag vegna endurkomu þeirra Gunnars Braga Sveinssonar og Bergþórs Ólasonar, þingmanna Miðflokksins á þing en þeir höfðu verið í ótímabundnu leyfi frá þingstörfum vegna Klaustursmálsins. 24. janúar 2019 14:43 Mest lesið Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Erlent Sánan í Vesturbæ rifin Innlent Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Innlent Fleiri fréttir Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Sjá meira
Segir stemmninguna eitraða með endurkomu Miðflokksmanna Þetta er bara ofbeldi, segir Sara. Þingkona Samfylkingarinnar líkir endurkomunni við fyrirsát. 24. janúar 2019 12:01
Lilja sagði við Gunnar að hún væri ekki sátt við framkomu hans Segist ekki hafa vitað af endurkomu Miðflokksmanna á þing fyrr en við upphaf þingfundar. 24. janúar 2019 14:48
Þingflokksformenn funduðu vegna endurkomu Gunnars Braga og Bergþórs Boðað var til þingflokksformannafundar á Alþingi klukkan 13 í dag vegna endurkomu þeirra Gunnars Braga Sveinssonar og Bergþórs Ólasonar, þingmanna Miðflokksins á þing en þeir höfðu verið í ótímabundnu leyfi frá þingstörfum vegna Klaustursmálsins. 24. janúar 2019 14:43