Segir Steingrím J. Sigfússon einhvern mesta popúlista íslenskra stjórnmála Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 22. janúar 2019 10:45 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir að viðhorf Steingríms J. Sigfússonar, forseta Alþingis og þingmanns Vinstri grænna, í sinn garð sé vel þekkt. Það þýði samt ekki forseti þingsins geti nú leyft sér það að nota aðstöðu sína í einhverja prívat herferð gegn Sigmundi Davíð. Þetta kom fram í máli Sigmundar Davíðs í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem hann ræddi áfram grein sem hann ritaði í Morgunblaðið í gær. Þar hélt hann því fram að Steingrímur væri að brjóta þingskaparlög með tillögu sinni um að kjósa sérstaka forsætisnefnd til að fjalla um Klaustursmálið svokallaða þar sem forsætisnefnd er öll vanhæf til að fjalla um málið.Steingrímur segir það hafið yfir allan vafa að þinginu sé heimilt að skipa nýja forsætisnefnd Alþingi mun í dag kjósa tvo varaforseta tímabundið í sérstaka forsætisnefnd ef kosningin verður leyfð. Kosningin fer fram á grundvelli heimildar til að leita svokallaðra afbrigða til að bregða frá þingsköpum en tveir þriðju hlutar þingmanna þurfa að samþykkja að leyfa slíkt. Steingrímur sagði í fréttum Stöðvar 2 í gær að það væri hafið yfir allan vafa að þinginu sé heimilt að skipa nýja forsætisnefnd. Sigmundur Davíð heldur því fram að þetta sé ekki rétt og telur pólitík, persónulega óvild og popúlisma Steingríms spila inn í þá ákvörðun að fara þessa leið með málið. „Þeir sem hafa fylgst með stjórnmálum undanfarinn áratug hafa nú fylgst með okkur elda grátt silfur í mörgum stórum málum þar sem hann hefur talið sig fara illa út úr niðurstöðunni af því að dæma hvernig hann hefur brugðist við, reiðst mjög. Ég nefni nokkur þessara atriða sem eru atriði sem Steingrímur J. Sigfússon ætti kannski að biðjast afsökunar á frekar en að biðjast afsökunar fyrir hönd einhverra annarra,“ sagði Sigmundur í Bítinu í morgun.Segir Steingrím sjá tækifæri í málinu fyrir „sinn hóp“ Spurður út í það hvers vegna hann héldi því fram að málið væri persónulegt þegar þjóðin fór á annan endann út af Klaustursmálinu sagði Sigmundur að það breytti því að ekki að þingforseti gæti ekki brotið lög þingsins. „Þú getur ekki breytt ekki aðeins hefðum heldur gengið gegn lögum og stjórnarskrá í tilraunum þínum til þess að taka einhvern hóp fyrir með öðrum hætti en aðra. Þá hlýtur maður líka að ætla að bera málin saman. Þú segir „fór á annan endann“ og ef að það er þá nýja viðmiðið, þegar það tekst að setja hlutina á annan endann en ekki raunverulegar staðreyndir mála og lögin, þá erum við komin á mjög hættulegan stað sem þjóðfélag. Því það er einmitt þegar hlutirnir hafa farið á annan endann og menn ákveða af þeim sökum að líta fram hjá lögum og ganga á hlut einhverra hópa í krafti þess að allt fór á annan endann, þá erum við komin á hættulegan stað.“ Þá sagði Sigmundur fleiri skýringar á því hvers vegna Steingrímur gengi fram með þessum hætti. Hann væri popúlisti. „Hann er popúlisti og einhver mesti popúlisti íslenskrar stjórnmála að mínu viti svo þetta hefur örugglega áhrif á hann líka. Hann er líka mjög harður vinstri maður og sér þarna tækifæri fyrir sinn hóp,“ sagði Sigmundur Davíð í Bítinu í morgun en hlusta má á viðtalið við hann í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan. Alþingi Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Fullyrðingar Sigmundar um brot á þingskaparlögum standast ekki Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, telur kosningu nýrrar forsætisnefndar Alþingis til að fjalla um Klaustursmálið stangast á við lög um þingsköp á „víðtækan hátt.“ Til stendur að kjósa forsætisnefndina þegar leitað hefur verið afbrigða eins og skýr heimild er fyrir í þingskaparlögum. 21. janúar 2019 13:30 „Forseti þingsins misnotar stöðu sína sem þingforseti“ Forseti Alþingis segir það hafið yfir allan vafa að þinginu sé heimilt að skipa nýja forsætisnefnd sem á að fjalla um Klaustursmálið. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson telur fyrirkomulagið stangast á við þingskaparlög. Staðan í stjórnmálum var til umræðu á Alþingi í dag á fyrsta þingfundi eftir jólaleyfi. 21. janúar 2019 22:56 Mest lesið Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Erlent Sánan í Vesturbæ rifin Innlent Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Innlent Fleiri fréttir Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir að viðhorf Steingríms J. Sigfússonar, forseta Alþingis og þingmanns Vinstri grænna, í sinn garð sé vel þekkt. Það þýði samt ekki forseti þingsins geti nú leyft sér það að nota aðstöðu sína í einhverja prívat herferð gegn Sigmundi Davíð. Þetta kom fram í máli Sigmundar Davíðs í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem hann ræddi áfram grein sem hann ritaði í Morgunblaðið í gær. Þar hélt hann því fram að Steingrímur væri að brjóta þingskaparlög með tillögu sinni um að kjósa sérstaka forsætisnefnd til að fjalla um Klaustursmálið svokallaða þar sem forsætisnefnd er öll vanhæf til að fjalla um málið.Steingrímur segir það hafið yfir allan vafa að þinginu sé heimilt að skipa nýja forsætisnefnd Alþingi mun í dag kjósa tvo varaforseta tímabundið í sérstaka forsætisnefnd ef kosningin verður leyfð. Kosningin fer fram á grundvelli heimildar til að leita svokallaðra afbrigða til að bregða frá þingsköpum en tveir þriðju hlutar þingmanna þurfa að samþykkja að leyfa slíkt. Steingrímur sagði í fréttum Stöðvar 2 í gær að það væri hafið yfir allan vafa að þinginu sé heimilt að skipa nýja forsætisnefnd. Sigmundur Davíð heldur því fram að þetta sé ekki rétt og telur pólitík, persónulega óvild og popúlisma Steingríms spila inn í þá ákvörðun að fara þessa leið með málið. „Þeir sem hafa fylgst með stjórnmálum undanfarinn áratug hafa nú fylgst með okkur elda grátt silfur í mörgum stórum málum þar sem hann hefur talið sig fara illa út úr niðurstöðunni af því að dæma hvernig hann hefur brugðist við, reiðst mjög. Ég nefni nokkur þessara atriða sem eru atriði sem Steingrímur J. Sigfússon ætti kannski að biðjast afsökunar á frekar en að biðjast afsökunar fyrir hönd einhverra annarra,“ sagði Sigmundur í Bítinu í morgun.Segir Steingrím sjá tækifæri í málinu fyrir „sinn hóp“ Spurður út í það hvers vegna hann héldi því fram að málið væri persónulegt þegar þjóðin fór á annan endann út af Klaustursmálinu sagði Sigmundur að það breytti því að ekki að þingforseti gæti ekki brotið lög þingsins. „Þú getur ekki breytt ekki aðeins hefðum heldur gengið gegn lögum og stjórnarskrá í tilraunum þínum til þess að taka einhvern hóp fyrir með öðrum hætti en aðra. Þá hlýtur maður líka að ætla að bera málin saman. Þú segir „fór á annan endann“ og ef að það er þá nýja viðmiðið, þegar það tekst að setja hlutina á annan endann en ekki raunverulegar staðreyndir mála og lögin, þá erum við komin á mjög hættulegan stað sem þjóðfélag. Því það er einmitt þegar hlutirnir hafa farið á annan endann og menn ákveða af þeim sökum að líta fram hjá lögum og ganga á hlut einhverra hópa í krafti þess að allt fór á annan endann, þá erum við komin á hættulegan stað.“ Þá sagði Sigmundur fleiri skýringar á því hvers vegna Steingrímur gengi fram með þessum hætti. Hann væri popúlisti. „Hann er popúlisti og einhver mesti popúlisti íslenskrar stjórnmála að mínu viti svo þetta hefur örugglega áhrif á hann líka. Hann er líka mjög harður vinstri maður og sér þarna tækifæri fyrir sinn hóp,“ sagði Sigmundur Davíð í Bítinu í morgun en hlusta má á viðtalið við hann í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.
Alþingi Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Fullyrðingar Sigmundar um brot á þingskaparlögum standast ekki Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, telur kosningu nýrrar forsætisnefndar Alþingis til að fjalla um Klaustursmálið stangast á við lög um þingsköp á „víðtækan hátt.“ Til stendur að kjósa forsætisnefndina þegar leitað hefur verið afbrigða eins og skýr heimild er fyrir í þingskaparlögum. 21. janúar 2019 13:30 „Forseti þingsins misnotar stöðu sína sem þingforseti“ Forseti Alþingis segir það hafið yfir allan vafa að þinginu sé heimilt að skipa nýja forsætisnefnd sem á að fjalla um Klaustursmálið. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson telur fyrirkomulagið stangast á við þingskaparlög. Staðan í stjórnmálum var til umræðu á Alþingi í dag á fyrsta þingfundi eftir jólaleyfi. 21. janúar 2019 22:56 Mest lesið Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Erlent Sánan í Vesturbæ rifin Innlent Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Innlent Fleiri fréttir Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Sjá meira
Fullyrðingar Sigmundar um brot á þingskaparlögum standast ekki Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, telur kosningu nýrrar forsætisnefndar Alþingis til að fjalla um Klaustursmálið stangast á við lög um þingsköp á „víðtækan hátt.“ Til stendur að kjósa forsætisnefndina þegar leitað hefur verið afbrigða eins og skýr heimild er fyrir í þingskaparlögum. 21. janúar 2019 13:30
„Forseti þingsins misnotar stöðu sína sem þingforseti“ Forseti Alþingis segir það hafið yfir allan vafa að þinginu sé heimilt að skipa nýja forsætisnefnd sem á að fjalla um Klaustursmálið. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson telur fyrirkomulagið stangast á við þingskaparlög. Staðan í stjórnmálum var til umræðu á Alþingi í dag á fyrsta þingfundi eftir jólaleyfi. 21. janúar 2019 22:56