Birta upptökur úr öryggismyndavélum í von um ábendingar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 25. febrúar 2019 23:14 Írska lögreglan birtir nýja mynd af Jóni Þresti í þeirri von um að finna Jón sem hefur verið saknað í tæpar tvær vikur. Lögreglan á Írlandi Írska lögreglan hefur birt upptökur úr öryggismyndavélum þar sem síðast sást til Jóns Þrastar Jónssonar sem hvarf í í Dublin þann 9. febrúar síðastliðinn. Bræður Jóns voru gestir írska sjónvarpsþáttarins CrimeCall í kvöld til þess að vekja athygli á hvarfi Jóns Þrastar. Í þættinum voru meðal annars sýndar upptökur úr öryggismyndavélum þar sem sjá má Jón Þröst yfirgefa hótelið sem hann dvaldi á ásamt unnustu sinni. Jafnframt má sjá hann á gangi skammt frá hótelinu. Lögreglan hefur birt upptökurnar í von um að þær geti aðstoðað við leitina að Jóni, en lögreglan hafði áður birt skjáskot úr upptökunum. Lögreglunni hefur borist fjöldi ábendinga frá almenningi í tengslum við hvarfið en margir segjast hafa séð hann á gangi. Lögreglan vinnur hörðum höndum að því að rannsaka ábendingarnar en um helgina sagðist hún vera vongóð um að geta fundið út ferðir Jóns Þrastar Stór hluti fjölskyldu Jóns Þrastar er stödd í Dublin til þess að aðstoða við og skipuleggja leitina að honum. Jón Þröstur ferðaðist til Dublin til þess að taka þátt í pókermóti. „Við ætlum ekkert að hætta. Þetta er ekkert maður sem lætur sig hverfa. Það getur ekki verið. Við verðum að finna manninn og við verðum að komast að því hvað kom fyrir,“ sagði Jana Guðjónsdóttir, unnusta Jóns Þrastar í samtali við fréttastofu fyrr í dag. Írland Leitin að Jóni Þresti Lögreglumál Tengdar fréttir Lögregla vongóð um að geta staðsett Jón Verið er að vinna úr vísbendingum sem hafa borist frá almenningi en engin skipulögð leit var í dag. 24. febrúar 2019 19:00 Jón Þröstur með greiðslukort á sér þegar hann hvarf Michael Mulligan, rannsóknarlögreglumaður sem stýrir rannsókninni á hvarfi Jóns Þrastar Jónssonar, segir að Jón hafi verið með greiðslukort á sér þegar hann hvarf og því sé það ekki útilokað að hann hafi farið úr landi. 24. febrúar 2019 14:24 Guðlaugur og Coveney funda um Jón Þröst Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra fundar í dag með Simon Coveney, utanríkis- og viðskiptaráðherra Írlands, vegna hvarfs Jóns Þrastar Jónssonar. 25. febrúar 2019 06:00 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Launmorð á götum New York Erlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Fleiri fréttir Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Sjá meira
Írska lögreglan hefur birt upptökur úr öryggismyndavélum þar sem síðast sást til Jóns Þrastar Jónssonar sem hvarf í í Dublin þann 9. febrúar síðastliðinn. Bræður Jóns voru gestir írska sjónvarpsþáttarins CrimeCall í kvöld til þess að vekja athygli á hvarfi Jóns Þrastar. Í þættinum voru meðal annars sýndar upptökur úr öryggismyndavélum þar sem sjá má Jón Þröst yfirgefa hótelið sem hann dvaldi á ásamt unnustu sinni. Jafnframt má sjá hann á gangi skammt frá hótelinu. Lögreglan hefur birt upptökurnar í von um að þær geti aðstoðað við leitina að Jóni, en lögreglan hafði áður birt skjáskot úr upptökunum. Lögreglunni hefur borist fjöldi ábendinga frá almenningi í tengslum við hvarfið en margir segjast hafa séð hann á gangi. Lögreglan vinnur hörðum höndum að því að rannsaka ábendingarnar en um helgina sagðist hún vera vongóð um að geta fundið út ferðir Jóns Þrastar Stór hluti fjölskyldu Jóns Þrastar er stödd í Dublin til þess að aðstoða við og skipuleggja leitina að honum. Jón Þröstur ferðaðist til Dublin til þess að taka þátt í pókermóti. „Við ætlum ekkert að hætta. Þetta er ekkert maður sem lætur sig hverfa. Það getur ekki verið. Við verðum að finna manninn og við verðum að komast að því hvað kom fyrir,“ sagði Jana Guðjónsdóttir, unnusta Jóns Þrastar í samtali við fréttastofu fyrr í dag.
Írland Leitin að Jóni Þresti Lögreglumál Tengdar fréttir Lögregla vongóð um að geta staðsett Jón Verið er að vinna úr vísbendingum sem hafa borist frá almenningi en engin skipulögð leit var í dag. 24. febrúar 2019 19:00 Jón Þröstur með greiðslukort á sér þegar hann hvarf Michael Mulligan, rannsóknarlögreglumaður sem stýrir rannsókninni á hvarfi Jóns Þrastar Jónssonar, segir að Jón hafi verið með greiðslukort á sér þegar hann hvarf og því sé það ekki útilokað að hann hafi farið úr landi. 24. febrúar 2019 14:24 Guðlaugur og Coveney funda um Jón Þröst Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra fundar í dag með Simon Coveney, utanríkis- og viðskiptaráðherra Írlands, vegna hvarfs Jóns Þrastar Jónssonar. 25. febrúar 2019 06:00 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Launmorð á götum New York Erlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Fleiri fréttir Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Sjá meira
Lögregla vongóð um að geta staðsett Jón Verið er að vinna úr vísbendingum sem hafa borist frá almenningi en engin skipulögð leit var í dag. 24. febrúar 2019 19:00
Jón Þröstur með greiðslukort á sér þegar hann hvarf Michael Mulligan, rannsóknarlögreglumaður sem stýrir rannsókninni á hvarfi Jóns Þrastar Jónssonar, segir að Jón hafi verið með greiðslukort á sér þegar hann hvarf og því sé það ekki útilokað að hann hafi farið úr landi. 24. febrúar 2019 14:24
Guðlaugur og Coveney funda um Jón Þröst Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra fundar í dag með Simon Coveney, utanríkis- og viðskiptaráðherra Írlands, vegna hvarfs Jóns Þrastar Jónssonar. 25. febrúar 2019 06:00