Wade skipti um treyju við lítt þekktan leikmann í nótt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. mars 2019 15:30 Dwyane Wade og Kevin Huerter eftir leik. Getty/Michael Reaves/ Dwyane Wade kom mörgum á óvart eftir leik Miami Heat og Atlanta Hawks ekki síst þeim leikmanni sem fékk Miami-treyjuna hans í leikslok. Dwyane Wade er á sínu síðasta tímabili í NBA-deildinni og hefur það fyrir sið að skiptast á treyjum við leikmann í liði mótherjanna eftir hvern leik. Wade hefur öðlast mikla virðingu á sínum ferli í NBA og á marga góða kunningja meðal bestu leikmanna deildarinnar. Wade hefur skipt um treyjur við menn eins og LeBron James, Stephen Curry og Ben Simmons og það vilja margir komast yfir treyju þessa frábæra leikmanns.Kevin Huerter grew up idolizing D-Wade, so Wade pulled him aside for a jersey swap after the game pic.twitter.com/3Wz0m6aqlr — Bleacher Report (@BleacherReport) March 5, 2019 Dwyane Wade var að mæta Atlanta Hawks í þriðja sinn á tímabilinu í nótt og hafði áður skipt um treyjur við þá Vince Carter og Trae Young. Vince Carter er goðsögn í deildinni og Trae Young er einn af bestu nýliðum ársins. Það kom flestum á óvart þegar Dwyane Wade fór til hins lítt þekkta Kevin Huerter í leikslok. Kevin Huerter er tvítugur á sínu fyrsta ári í NBA-deildinni. Atlanta Hawks valdi hann númer nítján í nýliðavalinu síðasta sumar. Kevin Huerter er með 9,4 stig, 3,2 fráköst og 2,7 stoðsendingar að meðaltali á 27,2 mínútum í vetur. Hann er 201 sentímetra skotbakvörður. Dwyane Wade ákvað að verðlauna leikmann sem var með Wade sjálfan sem fyrirmynd og spilaði meira að segja í sama númeri og hann. „Hann var vanur að spila í mínum skóm. Hann spilar í númer þrjú vegna mín. Hann horfði upp til mín. Ég vissi því að ætlaði að koma honum á óvart í síðasta skiptið sem ég spilaði á móti honum,“ sagði Dwyane Wade. Dwyane Wade skoraði 23 stig á 31 mínútu í leiknum og var einnig með 5 stoðsendingar og 2 varin. Kevin Huerter skoraði 13 stig á 24 mínútum. NBA Mest lesið Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Skýrsla Vals: Söguleg snilld Handbolti „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ Handbolti Maté hættir með Hauka Körfubolti Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Fótbolti Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Fótbolti „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ Handbolti „Sjúklega stolt af þessum hóp“ Handbolti Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Fótbolti Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, landsleikur í fótbolta og NHL Sport Fleiri fréttir Maté hættir með Hauka Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Jón Axel frábær í sigri toppliðsins „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir drullað sér út“ Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Landsliðsmenn Stjörnunnar skoruðu saman 53 stig í fyrri hálfleik Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Þór Þ. 124-82 | Þórsarar kjöldregnir í Garðabænum Pavel um leikjamet Óla Óla fyrir Grindavík: „Ég reyndi að eyðileggja þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Sjá meira
Dwyane Wade kom mörgum á óvart eftir leik Miami Heat og Atlanta Hawks ekki síst þeim leikmanni sem fékk Miami-treyjuna hans í leikslok. Dwyane Wade er á sínu síðasta tímabili í NBA-deildinni og hefur það fyrir sið að skiptast á treyjum við leikmann í liði mótherjanna eftir hvern leik. Wade hefur öðlast mikla virðingu á sínum ferli í NBA og á marga góða kunningja meðal bestu leikmanna deildarinnar. Wade hefur skipt um treyjur við menn eins og LeBron James, Stephen Curry og Ben Simmons og það vilja margir komast yfir treyju þessa frábæra leikmanns.Kevin Huerter grew up idolizing D-Wade, so Wade pulled him aside for a jersey swap after the game pic.twitter.com/3Wz0m6aqlr — Bleacher Report (@BleacherReport) March 5, 2019 Dwyane Wade var að mæta Atlanta Hawks í þriðja sinn á tímabilinu í nótt og hafði áður skipt um treyjur við þá Vince Carter og Trae Young. Vince Carter er goðsögn í deildinni og Trae Young er einn af bestu nýliðum ársins. Það kom flestum á óvart þegar Dwyane Wade fór til hins lítt þekkta Kevin Huerter í leikslok. Kevin Huerter er tvítugur á sínu fyrsta ári í NBA-deildinni. Atlanta Hawks valdi hann númer nítján í nýliðavalinu síðasta sumar. Kevin Huerter er með 9,4 stig, 3,2 fráköst og 2,7 stoðsendingar að meðaltali á 27,2 mínútum í vetur. Hann er 201 sentímetra skotbakvörður. Dwyane Wade ákvað að verðlauna leikmann sem var með Wade sjálfan sem fyrirmynd og spilaði meira að segja í sama númeri og hann. „Hann var vanur að spila í mínum skóm. Hann spilar í númer þrjú vegna mín. Hann horfði upp til mín. Ég vissi því að ætlaði að koma honum á óvart í síðasta skiptið sem ég spilaði á móti honum,“ sagði Dwyane Wade. Dwyane Wade skoraði 23 stig á 31 mínútu í leiknum og var einnig með 5 stoðsendingar og 2 varin. Kevin Huerter skoraði 13 stig á 24 mínútum.
NBA Mest lesið Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Skýrsla Vals: Söguleg snilld Handbolti „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ Handbolti Maté hættir með Hauka Körfubolti Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Fótbolti Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Fótbolti „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ Handbolti „Sjúklega stolt af þessum hóp“ Handbolti Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Fótbolti Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, landsleikur í fótbolta og NHL Sport Fleiri fréttir Maté hættir með Hauka Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Jón Axel frábær í sigri toppliðsins „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir drullað sér út“ Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Landsliðsmenn Stjörnunnar skoruðu saman 53 stig í fyrri hálfleik Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Þór Þ. 124-82 | Þórsarar kjöldregnir í Garðabænum Pavel um leikjamet Óla Óla fyrir Grindavík: „Ég reyndi að eyðileggja þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Sjá meira