Tímabært að leyfa sölu bjórs beint frá brugghúsum Sighvatur Jónsson skrifar 1. mars 2019 16:15 Íslensk brugghús reka mörg hver veitingasölu en viðskiptavinir mega ekki kaupa bjór af brugghúsunum á flöskum og taka með sér heim. Stjórnarformaður í Samtökum íslenskra handverksbrugghúsa segir tímabært að sala bjórs verði leyfð beint frá framleiðendum, líkt og tíðkist víða erlendis. Vel yfir hundrað tegundir af íslenskum bjór eru framleiddar í brugghúsum landsins. Í dag eru 30 ár liðin frá því að sala bjórs var leyfð aftur á Íslandi eftir margra áratuga bann. Árið 1915 tók gildi bann við áfengisneyslu á Íslandi. Bjór var ekki leyfður aftur fyrr en 74 árum síðar, 1. mars 1989. Fyrsta daginn gátu viðskiptavinir vínbúða í Reykjavík valið á milli fimm tegunda bjórs. Nú 30 árum síðar framleiðir hver íslenskur framleiðanda hið minnsta jafn margar tegundir og í boði voru þá.Yfir hundrað íslenskar bjórtegundir 24 framleiðendur sem framleiða áfengi frá grunni, aðallega bjór, eru í Samtökum íslenskra handverksbrugghúsa. Samtökin voru stofnuð fyrir um ári. Sigurður Pétur Snorrason, formaður stjórnar samtakanna, ætlar að fagna bjórdeginum með félögum í samtökunum á bjórhátíð á Árskógssandi í kvöld. Sigurður segir að brugghúsin skapi atvinnu í héraði og laði að sér bæði starfsmenn og ferðamenn. Aðspurður um fjölda íslenskra bjórtegunda segir hann að hvert brugghús framleiði um fimm til tíu tegundir, íslenskar bjórtegundir séu því vel yfir hundrað talsins.Bjórsala beint frá býli Ferðamennska og kynning á framleiðslu bjórs er hluti reksturs margra brugghúsa. Mörg þeirra hafa opnað eigin veitingasölu og selja bjór á staðnum. Sigurður Pétur Snorrason segir tímabært að leyfa sölu bjórs beint úr brugghúsum þannig að viðskiptavinir geti tekið hann með sér heim. „Í Bandaríkjunum geturðu farið inn í næsta brugghús með stóra flösku og fengið hana fyllta og farið með hana heim fulla af bjór. Slíkt er ekki hægt hér út af lögum. En ef þetta frumvarp sem er búið að liggja fyrir í mörg ár verður samþykkt þá heimilar það stofnun sérverslana með áfengi. En við viljum líka fá að sjá að brugghúsið þyrfti ekki að taka það aukaskref heldur fengi bara leyfi til að selja beint til þeirra sem koma að heimsækja brugghúsið,“ segir Sigurður Pétur. Íslenskur bjór Mest lesið Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Viðskipti innlent Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Viðskipti innlent 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Viðskipti erlent Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Viðskipti innlent Gunnars loksins selt Viðskipti innlent Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað Viðskipti innlent Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Viðskipti erlent Danska ríkið kaupir Kastrup Viðskipti erlent Ekki brenna út á aðventunni Atvinnulíf Fleiri fréttir Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Gunnars loksins selt Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Sjá meira
Stjórnarformaður í Samtökum íslenskra handverksbrugghúsa segir tímabært að sala bjórs verði leyfð beint frá framleiðendum, líkt og tíðkist víða erlendis. Vel yfir hundrað tegundir af íslenskum bjór eru framleiddar í brugghúsum landsins. Í dag eru 30 ár liðin frá því að sala bjórs var leyfð aftur á Íslandi eftir margra áratuga bann. Árið 1915 tók gildi bann við áfengisneyslu á Íslandi. Bjór var ekki leyfður aftur fyrr en 74 árum síðar, 1. mars 1989. Fyrsta daginn gátu viðskiptavinir vínbúða í Reykjavík valið á milli fimm tegunda bjórs. Nú 30 árum síðar framleiðir hver íslenskur framleiðanda hið minnsta jafn margar tegundir og í boði voru þá.Yfir hundrað íslenskar bjórtegundir 24 framleiðendur sem framleiða áfengi frá grunni, aðallega bjór, eru í Samtökum íslenskra handverksbrugghúsa. Samtökin voru stofnuð fyrir um ári. Sigurður Pétur Snorrason, formaður stjórnar samtakanna, ætlar að fagna bjórdeginum með félögum í samtökunum á bjórhátíð á Árskógssandi í kvöld. Sigurður segir að brugghúsin skapi atvinnu í héraði og laði að sér bæði starfsmenn og ferðamenn. Aðspurður um fjölda íslenskra bjórtegunda segir hann að hvert brugghús framleiði um fimm til tíu tegundir, íslenskar bjórtegundir séu því vel yfir hundrað talsins.Bjórsala beint frá býli Ferðamennska og kynning á framleiðslu bjórs er hluti reksturs margra brugghúsa. Mörg þeirra hafa opnað eigin veitingasölu og selja bjór á staðnum. Sigurður Pétur Snorrason segir tímabært að leyfa sölu bjórs beint úr brugghúsum þannig að viðskiptavinir geti tekið hann með sér heim. „Í Bandaríkjunum geturðu farið inn í næsta brugghús með stóra flösku og fengið hana fyllta og farið með hana heim fulla af bjór. Slíkt er ekki hægt hér út af lögum. En ef þetta frumvarp sem er búið að liggja fyrir í mörg ár verður samþykkt þá heimilar það stofnun sérverslana með áfengi. En við viljum líka fá að sjá að brugghúsið þyrfti ekki að taka það aukaskref heldur fengi bara leyfi til að selja beint til þeirra sem koma að heimsækja brugghúsið,“ segir Sigurður Pétur.
Íslenskur bjór Mest lesið Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Viðskipti innlent Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Viðskipti innlent 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Viðskipti erlent Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Viðskipti innlent Gunnars loksins selt Viðskipti innlent Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað Viðskipti innlent Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Viðskipti erlent Danska ríkið kaupir Kastrup Viðskipti erlent Ekki brenna út á aðventunni Atvinnulíf Fleiri fréttir Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Gunnars loksins selt Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Sjá meira